Morgunblaðið - 11.01.2018, Side 18
ÁSKRIFTARHAPPADRÆTTI MORGUNBLAÐSINS
Drögum alla fimmtudaga í 10 vikur
og nöfn vinningshafa verða birt í
Morgunblaðinu á föstudögum.SanFrancisco
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
Þ
að er ekki út í bláinn að
Scott McKenzie söng svo
árið 1967: „Sértu á leið til
San Francisco, þá mundu að
bera blóm í hári þér.“ Borgin var í
senn upphafsreitur og suðupottur
hippamenningarinnar seint á sjö-
unda áratug síðustu aldar og þótt
fimmtíu ár séu liðin frá blómaskeið-
inu svífur ávallt frjálslyndur andi yf-
ir borginni og litríkt mannlífið hefur
löngum þótt einkennast af fjöl-
breytni og umburðarlyndi. Enn
þann dag í dag er dásamlegt að
labba um miðpunktinn sjálfan,
hippahverfið Haight-Ashbury sem
er í dag stællegt og vinsælt hverfi
með frábærum verslunum, kaffi-
húsum og veitingastöðum. Engu að
síður ómar enn bergmál blóma-
barnanna frá því forðum daga um
skrautlegar göturnar, sé að gáð.
Auðveld borg að skoða
En það er ótalmargt fleira sem
ljær San Francisco einstaka stemn-
ingu og ótrúlegt aðdráttarafl, og það
sem meira er, borgin er sérstaklega
þéttbyggð á tiltölulega litlu svæði
svo leikur einn er að komast yfir
margt á skömmum tíma. Þar koma
hinir sögufrægu sporvagnar líka
sterkir inn og það er ógleymanleg
upplifun að fara með einum slíkum á
milli borgarhluta.
Hæðótt, hlykkjótt, ógleymanlegt
Eitt af því sem gefur San Franc-
isco svo sérstæðan svip er einstakt
bæjarstæðið. Ekki nóg með að borg-
in sé á besta stað við San Francisco-
flóa, við Kyrrahafsströnd Kaliforníu,
heldur er landslagið í meira lagi
hæðótt og það gerir borgina í senn
myndræna og skemmtilega yfirferð-
ar. Brekkurnar eru einmitt það sem
gerir sporvagnaferðir svo skemmti-
legar, ásamt því að þær eru vett-
vangur eins eftirminnilegasta bíla-
eltingaleiks kvikmyndasögunnar,
þegar Steve McQueen eltist við
þrjóta á 1968-árgerð af urrandi
kraftmiklum Ford Mustang Fast-
back. Hæðótt landslagið er þess enn
fremur valdandi að í borginni er sú
gata sem hefur oft verið nefnd sú
hlykkjóttasta í heimi. Hún heitir
Lombard Street og er sannarlega
þess virði að heimsækja, ekki síst
þegar hún stendur í fullum blóma-
skrúða.
Margt að sjá við sjóinn
Nærveran við sjávarsíðuna er
óneitanlega það sem gefur borginni
einna mest af persónuleika hennar
og sögu. Ótal veitingastaðir í San
Francisco bjóða upp á sjávarfang á
heimsmælikvarða; úti á flóanum lúr-
ir á eyju hið illræmda fangelsi Alcat-
raz, sem nú stendur autt og hægt er
að skoða með leiðsögn; og við flóa-
mynnið er sjálft Gullna hliðið að
Kyrrahafinu, Golden Gate-brúin,
sem að líkindum er sú frægasta í
víðri veröld. Allir sem heimsækja
San Francisco ættu að gefa sér tíma
til að ganga eða hjóla meðfram sjáv-
arsíðunni eftir San Francisco
Promenade og þaðan yfir brúna því
þaðan er útsýni einstakt yfir flóann
og borgina – að því gefnu að hin
fræga þoka leggist ekki yfir fyr-
irvaralaust!
Létt og ljúft loftslagið
San Francisco hefur þá þakklátu
sérstöðu, þökk sé staðsetningunni
við sjóinn, að veðurfar er þar milt og
þægilegt. Hér verður sárasjaldan
vart við þunga og raka miðborg-
armollu sem getur gert manni lífið
leitt með kæfandi hita heldur eru
sumrin þægilega svöl og veturnir
mildir. Borgina má því heimsækja
árið um kring án þess að eiga nokk-
urn tímann á hættu að kafna eða
krókna. Loftslagið á því ekki síst vel
við Íslendinga sem elska að sleppa
við ískalda daga um vetur og sjóð-
heita yfir sumrin.
Sælureitur fyrir sælkerana
Það er ekki orðum aukið að San
Francisco sé borg fyrir áhugafólk
um góðan mat því þar er að finna um
4.000 matsölu- og veitingastaði,
hvorki meira né minna. Það eru fleiri
staðir á íbúa en í nokkurri annarri
borg í Bandaríkjunum. Hvort sem
hugurinn girnist sjávarfang, steikur
eða annað þá er úrvalið gríðarlegt.
Þeir sem vilja kaupa sér ferskt
gómsæti geta valið milli níu markaða
þar sem bændur og allra handa
ræktendur selja afurðir sínar beint
frá býli. Einn skemmtilegasti og líf-
legasti markaðsstaðurinn er tví-
mælalaust Fisherman’s Wharf við
bryggju 39 þar sem kjörið er kaupa
sér lostætan skyndibita til að maula
meðan labbað er um svæðið og skoð-
að. Gleymið ekki að skoða selina sem
flatmaga á flotbryggjunum og stinga
sér þess á milli til sunds, áhorf-
endum til ómældrar skemmtunar.
Þá má ekki gleyma að það er að-
eins um klukkustundar akstur norð-
ur í Napa-dalinn þar sem bestu vín
Bandaríkjanna eru ræktuð; það er
hægur vandi að aka þangað sjálfur
eða þá panta sér sæti í skoðunarferð
með smakki og þá er sannarlega lag
að festa kaup á flösku eða tveimur af
dýrindis fjólurauðum Zinfandel.
Verslun, menning og meira
Fyrir þá sem hyggjast taka kred-
itkortið sitt ærlega til kostanna er
ómissandi að kíkja á Union-torgið,
þar sem ótrúlega margar frábærar
verslanir eru samankomnar á til-
tölulega litlu svæði, ásamt margvís-
legum matsölustöðum þar sem hægt
er að hlaða batteríin milli tarna í
búðunum. Hér er allt frá Chanel og
Dior til Uniqlo og Urban Outfitters,
svo allir ættu að finna sér eitthvað
fallegt.
Fyrir þá sem langar að auðga
andann eftir átök í búðunum er af
nógu að taka – hér er hinn heims-
frægi San Francisco-ballett sem
Helgi okkar Tómasson kom til
æðstu metorða í dansheiminum, sin-
fóníusveit og ópera ásamt fram-
úrskarandi nýlistasafni, The San
Francisco Museum of Modern Art,
ásamt fjölmörgum listgalleríum þar
sem stjörnur morgundagsins í
myndlistarheiminum stíga sín fyrstu
skref. Leikhúslífið er þá með lífleg-
asta móti og alltaf eitthvað spenn-
andi á fjölunum.
Mundu bara
eftir blómun-
um í hárinu!
San Francisco er um margt einstök borg og á engan sinn líka í Bandaríkjunum. Sælkerar, sagnfræðinördar og lífs-
kúnstnerar af öllu tagi koma þangað aftur og aftur enda engin leið að fá nóg af borginni sem stendur við Gullna hliðið
Á næstu vikum eiga áskrif-
endur Morgunblaðsins mögu-
leika á að hreppa ferð til ein-
hverrar af 10 borgum sem eru
meðal áfangastaða í leiðakerfi
WOW Air. Þannig verða 104
flugsæti dregin út á næstu 10
vikum, frá deginum í dag og
til 15. mars. Fjallað verður um
hverja borg fyrir sig í
Morgunblaðinu á hverjum
fimmtudegi meðan á leiknum
stendur. Fyrsta borgin er San
Francisco og í framhaldinu
koma Stokkhólmur, Cleve-
land, Barcelona, Tel Aviv,
Detroit, Cincinnati, St. Louis,
Dublin og Dallas.
Áskrifendur til 10
borga með WOW
Heillandi San Francisco er í
senn söguleg menningarborg
og háþróuð nútímaborg.
Sjávarsíðan Labbitúr um
Fisherman’s Wharf er
skemmtun fyrir alla aldurs-
hópa.
Hlykkstræti
Lombard Street
hefur með réttu
verið kölluð
hlykkjóttasta
gata veraldar.
Gullna hliðið Frægasta
kennileiti San Francisco
er Golden Gate brúin.
Hún er 1.970 metrar að
lengd og turnarnir tveir
standa 230 metra yfir
sjávarmáli.