Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Günther Oettinger, framkvæmda- stjóri fjárhagsáætlunar Evrópusam- bandsins, lagði til í gær að ríki sam- bandsins tækju upp skattlagningu á plastumbúðir, sem ætti bæði að vega á móti mengun og hjálpa til við að loka fjárlagagati upp á 13 milljarða evra sem skapast mun við brottför Breta úr Evrópusambandinu árið 2019. Sagði Oettinger að umræðan myndi meðal annars snúast um það hvort framleiðendur eða neytendur yrðu skattlagðir, og einnig hvort bjóða ætti upp á undanþágur í viss- um tilfellum, eins og til dæmis við framleiðslu og geymslu á mjólkur- vörum. „Við ætlum að leggja til mögu- leikann á því að hefja skattheimtu á plasti til þess að hvetja til minnkandi notkunar á slíkum umbúðum,“ sagði Oettinger á fréttamannafundi. Tillaga Oettingers kemur fram á sama tíma og Evrópusambandið undirbýr fjárlagatillögur sínar fyrir tímabilið frá 2021 til 2027 og myndu þær, ef samþykktar, fyrst hefjast þá. Í máli Oettingers kom fram að brottför Breta úr Evrópusamband- inu þýddi að um 12-13 milljarða evra myndi vanta upp á miðað við það sem nú er, en Jean-Claude Juncker, for- seti framkvæmdastjórnarinnar, hef- ur hvatt til þess að ESB-ríkin verji meiru til sambandsins. Leggur til plastskatt  Á að bæta fyrir útgöngu Breta AFP Plastskattur Günter Oettinger lagði til skatt á plastumbúðir. William Alsup, alríkisdómari í San Francisco, stöðvaði í fyrrinótt gildis- töku reglugerðar, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði undirritað, þar sem hið svo- nefnda DACA- verkefni Obama- stjórnarinnar var numið úr gildi. Úr- skurðurinn þýðir að Bandaríkin geta ekki vísað úr landi vissum innflytj- endum sem komu ólöglega til Banda- ríkjanna þegar þeir voru börn að aldri. Sá hópur hefur verið kallaður „Dreamers“, eða „draumafólk“ í um- fjöllunum vestanhafs. Trump lét í ljós óánægju sína með úrskurðinn á samfélagsmiðlum og kallaði forsetinn réttarkerfið ósann- gjarnt meðal annars. Sagði í úrskurði Alsups, sem er 49 blaðsíður, að ríkis- stjórn Bandaríkjanna væri skylt að halda úti DACA-verkefninu þar til búið væri að greiða úr þeim lögsókn- um sem höfðaðar voru á hendur bandaríska ríkinu þegar Trump ákvað að nema það úr gildi. Barack Obama, fyrirrennari Trumps, setti DACA á laggirnar árið 2012, og hefur verkefnið verið póli- tískt bitbein síðan. Trump ákvað í september síðastliðnum að binda enda á það en gaf Bandaríkjaþingi frest fram í mars til þess að finna varanlegri lausn. Opnaði á „heildstæða lausn“ Trump hafði fyrr um daginn komið bæði stuðningsmönnum og andstæð- ingum sínum á óvart þegar hann opn- aði á það á sáttafundi með fulltrúum beggja flokka að fundin yrði „heild- stæð lausn“ á málum ólöglegra inn- flytjenda í Bandaríkjunum sem myndi fela í sér að 11 milljón manns fengju bandarískan ríkisborgararétt. Á móti þyrftu demókratar að sætta sig við aukna öryggisgæslu á landa- mærum Bandaríkjanna. Fundurinn var sýndur að hluta til í beinni sjónvarpsútsendingu og voru fulltrúar úr báðum deildum Banda- ríkjaþings viðstaddir hann. Sagðist Trump vera tilbúinn til þess að „taka á sig pólitíska skellinn,“ ef það gæti orðið til þess að greiða fyrir varan- legri lausn á málefnum ólöglegra inn- flytjenda en Trump hafði áður talað gegn slíkri lausn. Trump ósáttur við úrskurðinn  „Draumafólkinu“ ekki vísað úr landi Donald Trump Meira til skiptanna Þegar frost er á fróni OLYMPIA 100% Merino ullarnærföt Stærðir: S–XXL Sölustaðir: • Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri • Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum • Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Þessir indversku hermenn klæddust fullum herklæðum í gær til þess að undirbúa sérstaka skrúðgöngu sem þeir munu taka þátt í 26. janúar næstkomandi, en þann dag fagna Indverjar því að ný stjórnarskrá tók gildi og breytti landinu í lýðveldi, sem var algjörlega frjálst undan breska heimsveldinu. AFP Undirbúa lýðveldisdaginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.