Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 11.01.2018, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Jensen JN8020 umgjörð kr. 18.900,- Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn Hin nýja rík- isstjórn á fyrir höndum mikla vinnu við að uppfylla öll þau mörgu loforð sem gefin voru þjóðinni í kosninga- baráttunni. Að sjálf- sögðu vilja þing- menn ekki láta standa sig að því að það sem þeir lof- uðu, sé bara orðagjálfur. Eitt af mikilvægustu loforðunum var end- urbætur á heilbrigðiskerfinu, sem á engan hátt stendur undir þörfum þjóðfélagsins. Þar eru helstu mál- in: fjármálin, húsnæðismálin og starfsmannahald. Fjármálin ættu ekki að vera vandi þar sem tekjur þjóðfélagsins eru sagðar hafa rúm- lega tvöfaldast, með tilkomu ferða- þjónustunnar. Húsnæðismálið er að vísu erfitt mál, en þar stendur aðallega á því að taka ákvarðanir um að hefja framkvæmdir á fullu. Núverandi staðsetn- ingin er í lagi því fljótlega þarf að byggja annað sjúkra- hús vegna hinns mikla fjölda innflytj- enda og ferðamanna. Við menntum mik- inn fjölda fólks fyrir heilbrigðisþjónustuna og eyðum milljörðum í það, en setjum engin skilyrði fyrir því að það stundi þá vinnu sem það er menntað til. Menntun í heilbrigðiskerfinu er dýr, því er engin ástæða til þess að við séum að mennta fólk fyrir heilbrigðiskerfið sem fer svo í önn- ur störf eða til útlanda. Það verða að vera skilyrði fyrir svona dýru námi. Þó laun í heilbrigðiskerfinu séu kannski ekki þau hæstu í heimi, þá eru þau engin hungurlús og menn hafa alltaf möguleika á því að berjast fyrir bættum kjör- um í heiðarlegri kjarabaráttu. Misréttið í þjóðfélaginu er eitt af því sem lofað var að laga. Hvernig svo sem menn fara að því. Þar er mikilvægast að stilla af það mikla óréttlæti sem fellst í uppfærslu launa með prósentu- hækkun, launastigann uppúr. Þessu verður að breyta, því launa- kerfi með þessu fyrirkomulagi er komið í öngstræti. Sjávarauðlindin er einn af þeim þáttum sem bitist er um, hvernig þjóðinni sé tryggður réttlátur arð- ur. Veiðigjald er tæplega lausnin því það hækkar veiðikostnað og útgerðin sækir þann kostnað aftur í vasa almennings, með hækkuðu fiskverði. Fullvinnsla mundi skilaði auknu verðgildi aflans og meiri launaskattstekjum. Síðan Bretar voru hraktir úr landhelginni höf- um við veitt fyrir þá fiskinn á Ís- landsmiðum til vinnslu í þeirra frystihúsum og flutt hann frítt til þeirra. Stjórnarskrármálið er enn óleyst. Lausn á því máli þarf að nást. Mér finnst það aftur á móti óeðlilegt að Alþingi skapi sér stjórnarskrá til að vinna eftir. Ég teldi heppilegra að hún yrði samin af breiðum hópi úr þjóðfélaginu, sem raunar var gert, og svo yf- irfarin af vel menntuðum mönnum í þjóðmálum og síðan lögfest með formlegum hætti. Þegar kjarasamningar eru í gangi hjá verkafólki er sérstaklega varað við því að samningarnir valdi verðþenslu í þjóðfélaginu. Ferðamenn hafa aftur á móti vald- ið slíkri þenslu að sífellt stærri hópur landsmanna býr við neyðar- ástand varðandi húsnæði og af- komu í þjóðfélaginu og sumir sofa úti í tjöldum og bílhræjum í hörkufrosti. Geta þeir aðilar, hjá ríki og borg, sem eiga að stjórna þessum málum, talist andlega heil- brigðir að láta þetta gerast? Er í vændum betri tíð? Eftir Guðvarð Jónsson » Að sjálfsögðu vilja þingmenn ekki láta standa sig að því að það sem þeir lofuðu, sé bara orðagjálfur. Guðvarður Jónsson Höfundur er eldri borgari. Margar merkar bækur komu út á liðnu hausti: skáld- sögur, minning- arbækur og fræðirit – að ógleymdum ljóða- bókum sem skipta tugum, enda hefur ís- lensk tunga aldrei staðið sterkar sem lif- andi þjóðtunga en nú. Staðhæfingin er reist á þeirri staðreynd að ekki aðeins á liðnu hausti heldur undanfarna ára- tugi hefur verið ritað um fleiri þekk- ingarsvið á íslensku en nokkru sinni áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð, kvikmyndagerð og gerð útvarps- og sjónvarpsþátta, stendur með miklum blóma. Þá hafa nýmæli komið fram í ljóðagerð, vísnasöng og rappi, svo og í auglýsingagerð í út- varpi og sjóvarpi, þar sem frumleiki, orðaleikir og fyndni, sem áður var óþekkt í málinu, hafa auðgað tung- una. Leitin að klaustrunum Of langt yrði upp að telja allar þessar merku bækur sem út komu í haust. Þó verður að nefna þrjár bækur. Í fyrsta lagi bók Steinunnar Kristjánsdóttur fornleifafræðings – Leitin að klaustrunum – sem fjallar um klausturhald á Íslandi í fimm aldir og brugðið ljósi á, hversu mik- ilsverð klaustrin voru íslensku sam- félagi miðalda sem fræðslustofnanir og sjúkrahús – að ekki sé talað um sum klaustrin sem voru ritunar- staðir sagna af ýmsu tagi, þar á með- al Íslendingasagna sem eiga sér enga samsvörun í menningarsögu Evrópu á þessum tíma og stuðluðu að því að íslensk tunga varðveittist. Saga fjármálamanns Í öðru lagi skal nefnd bókin CLA- ESSEN, saga fjármálamanns, sem Guðmundur Magnússon sagnfræð- ingur hefur ritað, en þar er lýst stór- huga athafnamanni af miklum ætt- um sem vildi ryðja nútímanum braut á hinu fátæka Íslandi. Við sögu Egg- erts Claessens kemur Einar Bene- diktsson skáld og er þar brugðið upp ólíkri mynd þeirri sem við höfum áð- ur þekkt af hinu mikla skáldi og at- hafnamanni, en örlög þeirra Einars og Eggerts voru afar ólík, enda ólík- ir menn á ferðinni. Það sem dvelur í þögninni Þriðja bókin frá haustinu, sem hefur sérstöðu fyrir margra hluta sakir, er bók Ástu Kristrúnar Ragn- arsdóttur sem hún nefnir Það sem dvelur í þögninni. Ásta Kristrún er brautryðjandi í námsráðgjöf á Ís- landi og starfaði tæp tuttugu ár við uppbyggingu fagsins og þjónust- unnar við Háskóla Íslands og allt frá bernsku hafa listir verið henni hjart- fólgnar, bækur, myndlist og tónlist. Bókin Það sem dvelur í þögninni fjallar um ævi og örlög íslenskra kvenna á 19du og 20ustu öld. Í upphafi bókar seg- ir, að hvert sem litið sé í sögunni sé sjaldan getið um afrek kvenna og þær sem komist hafi á spjöld sögunnar hafa flestar komist þangað sakir grimmdar, lævísi eða galdra, en margar mik- ilhæfar konur dvelji í hinum djúpa þagnarhyl aldanna. Með bókinni vildi Ásta Kristrún einn- ig svipta hulunni af þögninni um þrjár formæður sínar, Kristrúnu Jónsdóttur [1806-1881], Ástu Júlíu Thorgrímsen [1857-1942] og Krist- rúnu Tómasdóttur [1878-1959] auk þess sem fjallað er Jakobínu Jóns- dóttur [1835-1919], eiginkonu Gríms Thomsens [1820-1896]. Kristrún Jónsdóttir var heitbundinn Baldvin Einarssyni [1801-1833] og beið hans í festum sjö ár, en hann gekk að eiga aðra konu í Kaupmannahöfn. Sjö ár- um eftir heitrofið gekk Kristrún að eiga séra Hallgrím Jónsson [1811- 1880] mikinn lærdómsmann, en Kristrún syrgði hins vegar Baldvin Einarsson alla ævi. Fengur er að frásögn Ástu Kristrúnar af Guðnýju Jónsdóttur skáldkonu frá Klömbr- um í Aðaldal, en hún var systir Kristrúnar og lést langt fyrir aldur fram eftir barnamissi og harðræði í hjónabandi. Bókin Það sem dvelur í þögninni er skrifuð meðan barátta kvenna um allan heim gegn ofbeldi karla og kynferðislegri mismunun var að hefjast, og þótt bókin sé ekki skrifuð í tengslum við þá baráttu veitir hún þeirri miklu baráttu meiri dýpt. Ásta Kristrún segir að frásagnir bók- arinnar um þær merku konur sem skópu viðhorf mín og tengingar við fortíðina séu ritaðar í minningu for- eldra hennar, Jónínu Vigdísar Schram [1924-2007] og Ragnars Tómasar Árnasonar [1917-1984]. Næmni höfundar og tilfinning fyrir öðru fólki, aðstæðum þess og um- hverfi mótast af einlægni og skáld- legum innblæstri af fólki úr lífi hennar svo að á stundum greinir les- andinn ekki milli skáldskapar og raunveruleika sem gerir bókina enn meira hrífandi. Þá eiga þjóðfélags- myndir bókarinnar og lýsingar á lífi fólks erindi við alla, karla og konur á nýrri öld nýrra réttinda og jöfnuðar allra þjóða og allra einstaklinga. „Það sem dvelur í þögninni“ – áhrifamikil bók Eftir Tryggva Gíslason Tryggvi Gíslason » Bókin er skrifuð þeg- ar barátta kvenna gegn ofbeldi karla var að hefjast. Þótt hún sé ekki skrifuð í tengslum við þá baráttu veitir bókin henni dýpt. Höfundur er fyrrverandi skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri. tryggvi.gislason@gmail.com Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.