Morgunblaðið - 11.01.2018, Page 28

Morgunblaðið - 11.01.2018, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 ✝ Ólafur Kjart-ansson fæddist í Reykjavík 25. júlí 1928. Hann lést á Borgarspítalanum 1. janúar 2018. Foreldrar hans voru Kjartan Ólafs- son rakara- meistari, f. 4.12. 1880, d. 3.7. 1962, og Sigurbjörg Pálsdóttir hús- móðir, f. 28.11. 1906, d. 10.1. 1990. Bróðir hans var Þorvald- ur Kjartansson, f. 25.8. 1937, d. 12.8. 1995. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Villa María Einarsdóttir snyrtifræðingur, f. 12.12. 1928 í Vestmannaeyjum. Þau gengu í hjónaband 12. janúar 1952. Börn Ólafs og Villu Maríu Jón dótturina Emilíu, f. 28.11. 1991. 2) Einar, lyfjafræðingur, f. 29.2. 1956, maki Þorgerður Ester Sigurðardóttir, f. 24.6. 1953, börn þeirra eru Ólafur Páll, f. 23.2. 1982, maki Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, f. 4.6. 1987, sonur þeirra er Einar Kári, f. 27.7. 2013. Margrét Anna, f. 31.8. 1984, sambýlis- maður Halldór Brynjar Hall- dórsson, f. 16.9. 1984. Ólafur lærði rakaraiðn hjá föður sínum, varð meistari í þeirri grein og starfaði lengi á eigin rakarastofu í Austur- stræti 20. Hann var formaður Félags rakarameistara um ára- bil. Síðar hóf hann innflutning á snyrtivörum o.fl. ásamt eigin- konu sinni og starfaði við eigin heildverslun þar til hann lét af störfum. Hann sat í stjórn Fé- lags stórkaupmanna um árabil. Ólafur gekk í Frímúrara- regluna árið 1951 og var virkur innan reglunnar alla tíð. Útför Ólafs fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 11. janúar 2018, klukkan 11. eru 1) Kjartan, við- skiptafræðingur, f. 27.3. 1953, maki Anna Guðmunds- dóttir, f. 16.1. 1948. Börn þeirra eru María, f. 3.10. 1980, maki Birgir Hilm- arsson, f. 1.12. 1978, dætur Hera Lind, f. 1.7. 2001, og Katla f. 4.7. 2014, Ólafur f. 19.5. 1983, Gunnhildur f. 2.11. 1985, Guðmundur, f. 6.3. 1988, og Kjartan Páll, f. 27.5. 1991. Áður átti Anna dótturina Guð- björgu Gissurardóttur, f. 29.5. 1968, hún er gift Jóni Árnasyni, f. 23.6. 1966, börn þeirra eru Anna Viktorsdóttir, f. 9.6. 1998, Árni Bjartur, f. 6.6. 2003, og Tryggvi, f. 23.5.2008. Áður átti Á aðfangadagskvöld í upphafi jólamáltíðar heima hjá okkur hjónunum mælti ég fáein orð til fjölskyldunnar um mikilvægi upplýsts lífs og samheldni fjöl- skyldunnar. Að lokum óskaði ég þess að pabbi mætti ná heilsu og hann myndi fylla auðan stól sinn fyrir næstu jól eins og hann hafði gert hjá okkur síðastliðin 28 ár. Í upphafi nýársdags fékk ég símhringingu frá Landspítalan- um um að pabbi hefði kvatt þennan heim. Ég var í sjálfu sér viðbúinn þessum fréttum, ég var hins vegar ekki undirbúinn og því síður tilbúinn. Pabbi og mamma voru ham- ingjusamlega gift í 66 ár, þau voru allt tíð ákaflega samrýnd. Þau voru ætíð stoð og stytta hvort annar. Skýringin á farsælu hjónabandi þeirra var meðal annars að engir sigurvegarar voru í þeirra hjónabandi. Pabbi hafði markvisst stundað mannrækt í marga áratugi. Boð- skapurinn sem hann flutti mér var heill og sannur. Allt var þetta spurning um vilja til að auka andlegan þroska og sjálfs- aga. Pabbi flutti mér boðskapinn áreynslulaust bæði ljóst og leynt. Pabbi kenndi mér margar dyggðir, eins og að hófsemi er grundvöllur sannrar hamingju og dyggðirnar eru allar nátengd- ar hófseminni. Varkárni er grundvöllur viskunnar og því skjátlast þeim varkára sjaldan. Samviskan er grundvöllur og besti leiðarvísir réttlætisins sem og siðgæðisvörður vitundar- innar. Samviskan og skynsemin eru sannarlega þær tvær raddir sem geta leitt okkur til réttláts lífs. Á þessari stundu er mér þakk- læti efst í huga. Gott fordæmi pabba var bæði ómetanleg gjöf og í raun besta gjöf sem hægt er að hugsa sér frá föður. Ég bið góðan guð að veita mömmu styrk á þessum erfiða tíma og leiða pabba inn í ríki þitt og blessa minningu góðs manns. Einar Ólafsson. Íslendingar tóku nýja árinu fagnandi með stórkostlegustu flugeldasýningu sem ég hef nokkurn tímann séð. Um það leyti sem sprengingarnar hættu kvaddir þú okkur, elsku afi minn. Klukkan var tvö á nýársnótt og þú því kominn á nítugasta aldursár. Þið amma áttuð trúlof- unarafmæli á gamlársdag og þú hefur eflaust viljað hlusta á nýja árið ganga í garð og fagna ár- unum ykkar saman. Þið amma voruð nánast óaðskiljanleg, bestu vinir, vinnufélagar og föru- nautar. Þið ferðuðust mikið, dvölduð í litla sumarhúsinu ykk- ar og spiluðuð golf. Þið hélduð ykkur í góðu formi með dagleg- um göngutúrum sem eflaust margir hafa tekið eftir, þið glæsilegu hjónin sem leiddust eins og ástfangnir unglingar um gamla Vesturbæinn, þar sem þið spjölluðuð um fólkið ykkar, dag- inn og veginn. Þið voruð alveg einstök bæði tvö, svo elegant alltaf, náin og samstíga og okkur yngri kynslóðum mikil fyrir- mynd. Þú talaðir ekki mikið um æskuna þína, en einu man ég vel eftir. Þegar ég kom heim frá Snæfellsnesi eitt sumarið þar sem ég hafði unnið sem ungling- ur, uppfull af sögum um sveitina og hestaferðir, sá ég glampa í augunum á þér. Ást á hestum og náttúru landsins var greinilega nokkuð sem við áttum sameigin- legt. Þú varst alla tíð alveg einstak- ur fagurkeri og mikill listunn- andi, en einnig prinsippmaður og fannst fljótfærni í mér á sínum tíma að ætla að fjárfesta í fram- haldsnámi í listum. Eftir að ég lét ekki segjast hafðir þú bara gaman af því að leiða mig um húsið ykkar ömmu og segja mér söguna á bak við öll þau fjöl- mörgu listaverk sem þið höfðuð eignast og notið í gegnum tíðina. Þið amma voruð ávallt með puttann á púlsinum hvað tísku varðar, enda með umboðin fyrir Christian Dior, Givenchy, Max Factor og fleira og ferðuðust mikið til Parísar og London vegna vinnu. Og þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur heim- sóttuð þið amma okkur fjölskyld- una þrisvar sinnum til London á þeim árum sem við bjuggum þar. Það var með þeim skemmti- legustu stundum sem við áttum saman. Ég man að þú tókst okk- ur ömmu upp á sinn hvorn arm- inn og leiddir okkur um versl- unargöturnar, bentir á flíkur sem þér fannst endilega að við ættum að máta og keyptir svo á mig líka þessu fínu gullskó sem þú valdir sjálfur. Já, þú hafðir sko lag á að láta okkur stelp- unum líða eins og prinsessum. Um kvöldið komuð þið svo í mat heim til okkar litlu fjölskyldunn- ar þar sem við spjölluðum og hlógum fram á nótt, enda þið svo ung í anda. Bara „sixty plus“ eins og þú sagðir alltaf og hlóst. Síðasta ferðin ykkar saman til London var svo á opnun á sýn- ingu hjá mér fyrir um fjórum ár- um. Þá komuð þið með pabba og Einari frænda, sem sáu aldeilis um að sú ferð yrði ekki síður eftirminnileg fyrir okkur öll. Ég veit að það er ekki sjálf- gefið að fá að eiga svona margar gæðastundir með afa sínum og dásamlegt að börn okkar hafi einnig fengið að kynnast langafa sínum í þessi ár sem þið áttuð saman. Þessar stundir munu aldrei gleymast. Hvíl þú í friði, elsku afi minn. Við munum passa vel upp á ömmu fyrir þig. Þín María, Birgir, Hera Lind og Katla. Elskulegur afi okkar er fallinn frá, rétt tæplega níræður. Við erum afar þakklát fyrir allar yndislegu stundirnar og góðu minningarnar sem við eigum um hann, þá sérstaklega úr barn- æsku okkar. Við fórum oft á sumrin upp í sumarbústað til ömmu og afa, þar sem öll fjöl- skyldan mætti, og áttum nota- legar stundir saman. Afi var mikill golfáhugamaður og var snemma kominn með golfkylfur og bolta út á tún í sveitinni svo að við barnabörnin gætum æft okkur. Amma og afi áttu heildversl- unina Ólafur Kjartansson ehf./ Fakta ehf. og fannst okkur um- hverfið þeirra í vinnunni alltaf sveipað vissum ævintýraljóma. Í gegnum þau lærðum við að hægt væri að afreka mikið eins og þau höfðu gert með réttum aga, vinnu og eljusemi. Þegar barnabörnin gengu í háskóla var fastur liður einu sinni í viku að koma í hádeg- ismat til ömmu og afa og ræða um málefni líðandi stundar. Það var mikið spjallað og hlegið og afi sagði oft: „Ekki munum við deyja úr þunglyndi, það verður eitthvað allt annað.“ Þessar stundir, léttlyndi og hlýja þeirra eru dýrmætar minningar fyrir okkur. Frímúrarastarfið var afa alltaf mjög kært. Eitt árið fengu frænkurnar að fara á systra- kvöld hjá reglunni með honum og öðrum úr fjölskyldunni. Sú upplifun var einstök og skemmti- leg minning. Okkur systkinunum þótti gott að ræða við afa um viðskiptalífið, ákvarðanir varðandi starfsframa og annað. Hann vildi alltaf fylgj- ast með okkur og við fundum hvað hann samgladdist okkur innilega þegar vel gekk. Amma og afi voru mjög sam- rýnd hjón og það er mikill missir fyrir ömmu að kveðja hann á þessari stund. Eitt er víst, að við munum gera okkar besta til að passa hana. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Við viljum þakka þér allt sem þú varst okkur. Við gleymum aldrei umhyggju þinni og biðjum góðan guð að hugsa um elsku ömmu okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ólafur Páll Einarsson og Margrét Anna Einarsdóttir. Ólafur Kjartansson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG JÓNA TRAUSTADÓTTIR, Syðri-Hofdölum, Skagafirði, lést miðvikudaginn 3. janúar. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 13. janúar klukkan 11. Jarðsett verður í Hofsstaðakirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hofsstaðakirkju, Skagafirði, kt. 6301690389 reikn. 0310-26-16373 Valgerður Kristjánsdóttir Jónas Sigurjónsson Trausti Kristjánsson Ingibjörg Aadnegard Kristján Bjarki Jónasson Gerður Kristný Guðjónsdóttir Rannveig Jóna Jónasdóttir Robert Kluvers Atli Már Traustason Ingibjörg Klara Helgadóttir Trausti Valur Traustason Gunnhildur Gísladóttir Helgi Hrannar Traustason Vala Kristín Ófeigsdóttir Ísak Óli Traustason Bríet Guðmundsdóttir og langömmubörnin Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, BJÖRGVIN REYNIR BJÖRNSSON húsgagnasmiður, Sóleyjarima 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju 15. janúar klukkan 13. Arndís Sigþrúður Halldórsdóttir Sigrún Elfa Reynisdóttir Ingólfur Guðnason Halldór Már Reynisson María Aletta Margeirsdóttir Hulda Rún Reynisdóttir Sverrir Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALBJÖRG RAFNHILDUR HJARTARDÓTTIR frá Lækjamóti, Fáskrúðsfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 7. janúar. Útför fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudaginn 17. janúar klukkan 13. Hjörtur Sveinsson Bjarki Birgisson Börkur Birgisson Paweena Narawat Birgitta Birgisdóttir Jóhann H. Harðarson og barnabörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN ÓLAFSSON frá Syðra-Velli í Flóa, Unnarstíg 6, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 8. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðný Kristjánsdóttir Gísli Kristjánsson Þorvaldur Kristjánsson Jóna Ólafsdóttir Flosi Kristjánsson Ragna Þórhallsdóttir Sævar Kristjánsson Pétur Kristjánsson Ólafur Grétar Kristjánsson Íris Arnardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA VALDÍS PÁLSDÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést mánudaginn 1. janúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fá heimahjúkrun Árbæjar, starfsfólk B7 og starfsmenn hjúkrunarheimilisins Merkur. Jakobína Ingibergsdóttir Ásta Brynja Ingibergsdóttir Guðjón Örn Benediktsson Kolbrún Ingibergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA BJARNADÓTTIR, áður til heimilis að Skúlagötu 20, Reykjavík, lést sunnudaginn 31. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Kjartan Oddur Jóhannsson Björk Jónsdóttir Jóhann Egill Jóhannsson Sigrún Erla Sigurðardóttir Anna Sigríður Jóhannsdóttir Richard Ólafur Briem Þórir Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR frá Hálsi í Svarfaðardal, lést föstudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 13. janúar klukkan 11. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Arnfríður Friðriksdóttir Magnús Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.