Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 35
þessir fiðluleikarar eru nú starfandi á Íslandi eða erlendis og sumir enn við nám við þekkta háskóla erlend- is. Frá hausti 2001 hefur hún verið umsjónarmaður fiðludeildar við tón- listardeild Listaháskóla Íslands. Nemendur hennar hafa unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum og hlotið ýmsar viðurkenningar. Guðný hefur haldið námskeið í mörgum erlendum háskólum, m.a. Tónlistarháskólanum í Peking. Auk þess hefur hún kennt og leikið kammertónlist á fjölda sumarhátíða í Bandaríkjunum og Evrópu. Guðný hlaut fjögurra ára náms- styrk frá Eastman School of Music 1967-71, styrk frá Fullbright 1969, kandídatastyrk 1973, var sæmd finnsku Ljónsorðunni 1984, sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 1989, hlaut Menningar- verðlaun DV 1991, FÍH. gullmerki, 2007, varð heiðursfélagi í FÍT 2011 og var sæmd gullmerki Tónskálda- félags Íslands 2015 fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Hún sat í verkefnavalsnefnd Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og sat um ára- bil í orðunefnd. Fjölskylda Eiginmaður Guðnýjar er Gunnar Kvaran, f. 16.1. 1944, sellóleikari og prófessor emeritus við Listaháskóla Íslands. Foreldrar hans voru Helga Hobbs, f. 13.9. 1919, d. 21.1. 2017, húsfreyja og bókaútgefandi, og Æv- ar R. Kvaran, f. 17.5. 1916, d. 7.1. 1994, leikari og rithöfundur. Helga og Ævar skildu en stjúpfaðir Gunn- ars og seinni maður Helgu var Haf- steinn Guðmundsson, f. 7.4. 1912, d. 1.9. 1999, bókaútgefandi og prent- smiðjustjóri. Börn Guðnýjar og Gunnars eru Karól Gunnarsdóttir Kvaran, f. 17.9. 1983 (kjördóttir Gunnars) arkitekt í Reykjavík, en sonur Gunnars frá fyrra hjónabandi er Nicholas Kvaran, f. 26.9. 1971, tón- listarmaður í Kaupmannahöfn. Systur Guðnýjar eru María, f. 8.9. 1944, píanókennari og hjúkr- unarfræðingur í Noregi; Rannveig, f. 29.9. 1950, félagsráðgjafi í Kópa- vogi, og Björg, f. 10.1. 1954, hús- freyja og snyrtifræðingur í Reykja- vík. Foreldrar Guðnýjar voru Helga Jónsdóttir, f. 18.3. 1920, d. 14.12. 1990, kennari, húsfreyja og lækna- ritari, og Guðmundur Eggert Matt- híasson, f. 26.2. 1909, d. 17.7. 1982, organisti, þýskukennari og tónlist- arkennari. Guðný Guðmundsdóttir Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Svertingsstöðum Guðmundur Guðmundsson b. á Svertingsstöðum í Kaupangssveit Guðný Guðmundsdóttir húsfr. í Grímsey Guðmundur Matthíasson organisti og tónlistarkennari við KHÍ Matthías Eggertsson prestur í Grímsey Guðbjörg Ólafsdóttir húsfr. á Ísafirði og í Hnífsdal Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarm. og fyrrv. borgarstjóri Stefán Ágúst Kristjáns son forstj., ljóðskáld og tónskáld Anna G. Stefánsdóttir húsfr. í Rvík Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra Guðrún Oddsdóttir húsfr. í Glæsibæ í Eyjafirði Stefán Ágúst Oddsson b. á Dagverðareyri Eggert Kristjánsson hrl. og framkv.stj. í Rvík Kristján Sigurðsson b. á Dagverðareyri við Eyjafjörð Rannveig Jónsdóttir húsfr. í Rvík Jón Gunnar Ottósson skordýrasérfræðingur Auður Jónsdóttir rithöfundur Jón Sigurðsson ljósmyndari á Akureyri Guðbjörg Ásgeirs- dóttir húsfr. í Rvík Pétur Péturs- son guðfræði- prófessor Sólveig Ásgeirs- dóttir biskupsfrú í Rvík Atli Eyjólfsson hjartaskurðlæknir í Riad í Sádi-Arabíu Kristín Matthías- dóttir húsfr. á Akureyri og í Rvík Halldór Matthíasson skrifstofustj. í Rvík Matthías Halldórsson fyrrv. aðstoðarlandlæknir Emilía Guðrún Matthíasdóttir saumakona í Grímsey, Hrísey og Rvík Matthías Frímannsson kennari og leiðsögum. í Kópavogi Matthías Ásgeirsson íþrótta kennari Matthías Matthíasson söngvari Agnes Matthías- dóttir húsfr. í Rvík Kristín Ásgeirs- dóttir húsfr. í Rvík Svava Johansen eigandi NTC Rannveig Jónsdóttir húsfr. á Dagverðareyri Sigurður Oddson b. á Dagverðareyri María Þorgerður Sigurðardóttir húsfr. á Möðruvöllum Jónína Vilhelmína Kristjánsdóttir húsfr. á Möðruvöllum Eggert Davíðsson stórb. og oddviti á Möðruvöllum Jón Eggertsson trésmiður og organisti á Möðruvöllum í Hörgárdal Úr frændgarði Guðnýjar Guðmundsdóttur Helga Jónsdóttir húsfr., kennari og læknaritari í Rvík Eggert Jochumsson kennari á Ísafirði og skólastj. í Hnífsdal Matthías Jochumsson prestur og þjóðskáld ÞóraMatthíasdóttir húsfr. á Seyðisfirði og í Rvík Guðrún Þorsteinsdóttir óperusöngkona Steingrímur Matthíasson héraðs- læknir á Akureyri Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018 SKECHERS ON THE GO DÖMUSKÓR MEÐ LOÐFÓÐRI. STÆRÐIR 36-41. KOMA EINNIG LJÓSIR. DÖMUSKÓR KRINGLU OG SMÁRALIND VERÐ ÁÐUR 13.995 NÚ 9.796 30% Hilmar Eðvald Kristjónssonfæddist í Reykjavík 11.1.1918. Foreldrar hans voru Kristjón Ólafsson, trésmiður í Reykjavík, og Guðlaug Magðalena Guðjónsdóttir húsfreyja. Eiginkona Hilmars: Anna Ólafs- dóttir sálfræðingur og eignuðust þau þrjú börn, Sigrúnu, Gunnar og Önnu Lóu. Hilmar ólst upp í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MR 1938, prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1941 og BSc- prófi í vélaverkfræði frá University of California í Berkley í Bandaríkj- unum 1945. Hilmar var sjómaður á vélbátum og togurum á sumrin og í náms- leyfum, hafði umsjón með eftirliti á síldveiðum í Crap Bay í Alaska á vegum US Fish and Wildlife Service 1943, starfaði hjá Enterprice Engine and Foundary Co í San Francisco, var verksmiðjustjóri hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Raufarhöfn sum- arið 1945 og framkvæmdastjóri SR á Siglufirði 1945-47, vann við síld- armerkingar á vegum Árna Frið- rikssonar fiskifræðings, starfaði á Verkfræðistofu Gísla Halldórssonar í Reykjavík 1948-52, hjá FAO í Róm 1952-55, var forstöðumaður veið- arfæradeildar þar 1955-68, for- stöðumaður útgerðardeildar FAO 1968-71, framkvæmdastjóri þróun- araðstoðar á vegum FAO í Indóne- síu 1971-73, veitti ráðgjöf í fisk- veiðum, meðferð fiskafurða og skipulagningu markaðskerfis og gekkst fyrir stofnun sjómannaskóla í Tegel á Norður-Jövu og var fiskiðn- aðarofursti hjá fiskideild FAO í Róm 1973-79 er hann lét af föstum störf- um en gegndi þó ýmsum verkefnum fyrir FAO til 1982. Hilmar var á sinni tíð víðkunnur brautryðjandi í uppbyggingu fisk- veiða þróunarlandanna hjá Samein- uðu þjóðunum og gekkst fyrir og hafði umsjón með alþjóðlegum ráð- stefnum FAO um veiðafæri og veiði- aðferðir sem haldnar voru í Ham- borg 1957, Lundúnum 1963 og í Reykjavík 1970. Hilmar lést 30.9. 1983. Merkir Íslendingar Hilmar E. Kristjónsson 90 ára Ingigerður K. Gísladóttir Margrét S. Guðmundsdóttir 85 ára Aðalfríður D. Pálsdóttir Guðbjörg J. Óskarsdóttir Ingibjörg S. Björnsdóttir Kristján Jóhannsson Svanhildur Friðriksdóttir 80 ára Björgvin Hagalínsson Guðlaug Steingrímsdóttir Halla Bjarnadóttir Hrafnkell Ársælsson Ingileif Sveina Andrésdóttir Selma Kristín Jónsdóttir Stefán Böðvar Þórðarson 75 ára Edda Einarsdóttir Gerður Óskarsdóttir Guðrún Guðbjörnsdóttir Hjördís Árnadóttir Matthildur Ó. Óskarsdóttir Þorsteinn Gíslason 70 ára Charles Thomas Mack Dagný Helgadóttir Guðný Guðmundsdóttir Hrafnhildur Valgarðsdóttir Hulda C. Guðmundsdóttir Indriði Stefánsson Steinunn M. Valdimarsdóttir Vignir Eyþórsson 60 ára Baldur Pétursson Bjarni Jóhannesson Björn Grétar Þorsteinsson Danuta Maria Wanecka Einar Vídalín Guðnason Eiríkur Hilmarsson Hendrikka J. Alfreðsdóttir Hildur Eysteinsdóttir Jón Haukur Jensson Magnús Már Þorvaldsson Margrét Þorvaldsdóttir Ólöf Björk Oddsdóttir Sigríður Guðbrandsdóttir Sigrún Eygló Lárusdóttir Steindór Karvelsson Sæmundur Skúli Gíslason Þorbjörn Helgi Magnússon Þorvaldur Heiðarsson Þórunn Svavarsdóttir 50 ára Ágúst Friðriksson Áslaug E. Guðmundsdóttir Einar Sigurðsson Gunnar Ingi Valgeirsson Jens Snævar Sigvarðsson Kristjana B.M. Olsen Rúnar Gunnarsson Sigríður Snæbjörnsdóttir Unnar Þór Gunnarsson 40 ára Aldís Bára Gísladóttir Arnfríður G. Arngrímsdóttir Bjarki Már Hinriksson Einar Sveinn Ragnarsson Elín Rós Þráinsdóttir Jóhann O. Jóhannsson María Gestsdóttir Rastislav Duco Sif Kerger Þorbjörg Guðmundsdóttir 30 ára Elísabet Hugrún Georgsdóttir Gregg Oliver Ryder Inga Rut Ómarsdóttir Kristján Þór Einarsson Martin Jón Þrastarson Olivia C. Hall Dawson Sandra Lind Jónsdóttir Svanur Birkir Jónsson Til hamingju með daginn 30 ára Martin ólst upp í Reykjavík, býr þar og starfar hjá Elkem á Grundartanga. Synir: Óliver Dreki Mart- insson, f. 2009; Víkingur Davíð Gústafsson, f. 2010 (fóstursonur) og Anton Hrafn Martinsson, f. 2017. Foreldrar: Svava María Martinsdóttir, f. 1969, skrifstofumaður, og Þröstur Liliendahl Hilm- arsson, f. 1969, starfs- maður Blindrafélagsins. Martin Jón Þrastarson 30 ára Kristján ólst upp í Mosfellsbæ, er búsettur þar, lauk stúdentsprófi og sveinsprófi í húsasmíði og stundar smíðar hjá Bakka ehf. Börn: Emelía Dís, f. 2010; Hrafnhildur Lilja, f. 2013, og Ýmir Annel, f. 2014. Foreldrar: Hrafnhildur Kristín Kristjánsdóttir, f. 1955, d. 1995, tanntæknir, og Einar Páll Einarsson, f. 1947, módelsmiður, bú- settur í Mosfellsbæ. Kristján Þór Einarsson 30 ára Elísabet ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk MA-prófi frá Konunglegu listaakademíunni í Kaup- mannahöfn og er arkitekt hjá teiknistofunni PKDM í Reykjavík. Maki: Ted Karlsson, f. 1984, kvikmyndagerð- armaður. Foreldrar: Georg Guðni Hauksson, f. 1961, d. 2011, myndlistarmaður, og Sigrún Jónasdóttir, f. 1961, húsfreyja. Elísabet H. Georgsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.