Morgunblaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2018
Undirfö
t
Sundfö
t
Náttföt
Náttkjó
lar
Sloppa
r
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Ú
hefst í dag
Allar útsöluvörur
með 30-60%
afslætti
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þrír ungir einleikarar og einn ein-
söngvari koma fram á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld,
þau Ásta Kristín Pjetursdóttir víólu-
leikari, Bryndís Guðjónsdóttir sópr-
an, Guðmundur Andri Ólafsson
hornleikari og Romain Þór Denuit
píanóleikari.
Á hverju ári fer fram keppni
ungra einleikara sem Sinfóníu-
hljómsveitin stendur fyrir í sam-
vinnu við Listaháskóla Íslands.
Keppnin er opin nemendum á há-
skólastigi, óháð því hvaða skóla þeir
sækja, og eru það þeir hlutskörp-
ustu í keppninni fyrr í vetur sem nú
koma fram með hljómsveitinni. Alls
tóku 23 hljóðfæraleikarar og söngv-
arar þátt í keppninni að þessu sinni.
Á efnisskrá tónleikanna eru Torn-
ami a vagheggiar úr Alcinu eftir
Georg F. Händel; Der hölle Rache
úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart;
forleikur úr La traviata eftir Gius-
eppe Verdi; Ah! Non giunge úr La
sonnambula eftir Vincenzo Bellini;
Hornkonsert nr. 2 eftir Richard
Strauss; Víólukonsert eftir Georg
Philipp Telemann og Píanókonsert
nr. 3 eftir Sergei Prokofíev.
Stjórnandi er Daniel Raiskin.
Spennandi og krefjandi
Guðmundur Andri Ólafsson byrj-
aði að læra á horn þegar hann var
átta ára gamall nemandi Laugarnes-
skóla. Hann er nú á öðru ári í bachel-
ornámi við Listaháskóla Íslands en
stígur ekki alls ókunnugur á svið
Eldborgar í kvöld því hann segist
tvisvar hafa verið kallaður inn til að
leika með hljómsveitinni. „Þetta er
þó í fyrsta skipti sem ég stíg á sviðið
sem einleikari,“ segir hann.
Og það leggst vel í hann. „Þetta er
auðvitað bæði spennandi og krefj-
andi verkefni,“ segir hann en Guð-
mundur flytur konsert eftir Strauss.
„Hann hefur lengi verið uppáhalds-
konsertinn minn. Hann er mjög vel
skrifaður fyrir hljómsveitina og þá
er tónlistin fjölbreytt og spennandi.
Úthaldslega er hann býsna erfiður
fyrir einleikarann.“
Guðmundur segir markmiðið að
halda áfram að spila sem mest og
reyna að komast að hjá einhverri
sinfóníuhljómsveit. Hann segir það
hafa gefið sér vind í seglin að hafa
verið einn sigurvegara í þessari ein-
leikarakeppni. Og hann verður
reiðubúinn ef Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands þarf á kröftum hans að halda.
Meiri tilhlökkun en stress
Bryndís Guðjónsdóttir sópran-
söngkona er hálfnuð í bachelornámi
við Mozarteum í Salzburg. Hún
flaug heim í haust til að taka þátt í
keppninni og segir að þegar hún var
aftur á leið til Austurríkis hafi hún
fengið sms þegar hún lenti í Þýska-
landi með þeim góðu fréttum að hún
hafi verið einn sigurvegaranna.
Bryndís hóf píanónám hjá Erlu
Stefánsdóttur í Tónlistarskólanum í
Kópavogi, skipti svo í söngnám hjá
Önnu Júlíönu Sveinsdóttur við sama
skóla og fór þaðan, eftir útskrift, í
árs nám við Listaháskóla Íslands,
áður en leiðin lá til Austurríkis.
Bryndís syngur þrjár aríur í
kvöld, eftir Händel, Mozart og Bell-
ini. „Þetta er mitt allra fyrsta skipti
á sviði með Sinfóníunni og það leggst
ótrúlega vel í mig,“ segir hún. „Þetta
er draumi líkast.
Ég flyt sömu aríur og ég söng í
keppninni, þær eru ólíkar og verk
sem mér finnst bæði gaman að
hlusta á og syngja. Þær eru fyrir
mína raddtýpu og henta mér vel.
„Hljómsveitin gefur aríunum annan
brag, það myndast eins konar töfrar
á sviðinu,“ segir hún.
Er stressandi að syngja í Hörpu?
„Það er miklu meiri tilhlökkun en
stress,“ svarar Bryndís. „Það eru
svo mikil forréttindi að fá að standa í
þessu húsi, með þessari hljómsveit,
og syngja.“
Hver eru framtíðarplön hennar?
„Að fara í mastersnám eða komast
í óperustúdíó og reyna eins og ég get
að hafa sönginn að atvinnu …“
Vildi búa á Íslandi
Romain Þór Denuit píanóleikari á
franskan föður og íslenska móður og
ólst upp í París. Hann hefur nú búið
á Íslandi í eitt og hálft ár og er á
öðru ári í bachelornámi við LHÍ, þar
sem Peter Maté er kennari hans.
„Ég vildi læra á píanó hér en ekki
síður vildi ég einfaldlega prófa að
búa á Íslandi,“ segir hann.
Romain hrósar Peter Maté og
segist verða áfram í einkatímum hjá
honum en hann hyggst hins vegar
ekki nema lengur við LHÍ, heldur
halda út í frekara einkanám, til að
mynda í hljómfræði í Frakklandi, og
fara líka að reyna fyrir sér við tón-
leikahald. Hann sé kominn með tón-
leikaverkefni ytra.
Romain Þór valdi að flytja Píanó-
konsert nr. 3 eftir Prokofiev og segir
afar spennandi að fá að leika hann
með heilli hljómsveit. „Það er öðru-
vísi en að æfa hann einn,“ segir
hann. „Ég var stressaður fyrir
fyrstu æfinguna en þegar við byrj-
uðum lékum við einfaldlega saman
og það var mjög gefandi. Maður þarf
að vera mjög taktviss og ákveðinn en
þetta gekk vel, og var gaman.
Ég elska þennan konsert eftir
Prokofiev, hann hefur lengi verið í
uppáhaldi. Þetta er engin rómantík
heldur er þetta 20. aldar tónlist;
ákveðin kaldhæðni, uppfinningasemi
og fljúgandi ímyndunarafl.“
Ætlaði að vinna
Ásta Kristín Pjetursdóttir víólu-
leikari er á lokaári í bachelornámi
við Konuglega tónlistarháskólann í
Kaupmannahöfn. Hún skellti sér
heim í keppnina í haust.
„Já, það hafði lengi verið markmið
hjá mér að fara í þessa keppni – og
vinna hana,“ segir hún og hlær.
„Mér tókst það …“
Hún lék þá einnig víólukonsertinn
eftir Telemann sem hún segir bæði
fallegt og skemmtilegt verk. „Það
heyrist ekki oft opinberlega og það
verður gaman að leyfa fólki að heyra
þessa frábæru tónlist. Mér finnst
sjálfri mjög skemmtilegt að spila
þetta verk.“
Vegna veikinda þurfti um liðna
helgi að breyta tónleikaskrá kamm-
ersveitarinnar Elju, sem skipuð er
fólki sem er í tónlistarnámi erlendis
og Ásta Kristín er í, með þeim afleið-
ingum að hún flutti konsertinn með
nánast engum fyrirvara á þeim tón-
leikum. „Telemann hentaði þessari
hljóðfæraskipan og sólistinn var
tilbúinn – það var fínt svona daginn
áður en æfingar hófust hér með Sin-
fóníunni,“ segir Ásta sem stefnir á
mastersnám næsta vetur.
„Þetta er draumi líkast“
Þrír einleikarar og ung söngkona koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld Sigruðu í
keppni ungra einleikara sem Sinfónían og LHÍ standa árlega fyrir Fjölbreytileg verk á efnisskrá
Morgunblaðið/Hanna
Einleikararnir Frá vinstri: Guðmundur Andri Ólafsson hornleikari, Romain Þór Denuit píanóleikari, Bryndís Guð-
jónsdóttir sópran og Ásta Kristín Pjetursdóttir víóluleikari. Þau eru öll enn í tónlistarnámi, hér heima eða erlendis.
Eftir nokkurra ára reiptog tveggja
bandarískra háskóla, Harry Ransom-
miðstöðvarinnar við Texas-háskóla
og handritasafns Yale-háskóla, um
skjalasafn Arthurs Millers (1915-
2005), eins merkasta leikskálds
Bandaríkjanna, hefur Ransom-
miðstöðin tryggt sér safnið og greiddi
afkomendum Millers fyrir það 2,7
milljónir dala, um 280 milljónir króna.
Fjallað er um átökin um hið viða-
mikla gagnasafn í The New York
Times. Miller hafði sjálfur kosið að
koma gögnum sínum til varðveislu við
hið virta Harry Ransom-rannsókn-
arsafn í Texas. Strax á sjöunda ára-
tugnum gaf hann safninu 13 kassa
sem í voru meðal annars handrit að
sumum þekktustu leikritum hans,
eins og Sölumaður deyr, Allir synir
mínir og Eldraunin, og minnisbækur
um verkin, og fékk í staðinn skattaaf-
slátt.
Eftir að eldsvoði hafði leikið hluta
heimilis Millers illa árið 1983 sendi
hann 73 kassa til í geymslu til Texas
og í bréfi sem fylgdi kemur fram að
hann vill síðar ganga frá formlegri
sölu á þeim skjölum. Þá sendi hann
aftur 89 kassa til Texasháskóla
skömmu fyrir dauða sinn.
Aldrei var gengið formlega frá
kaupum á skjölum Millers af dán-
arbúi hans og var það fyrir vikið að-
eins aðgengilegt völdum fræðimönn-
um. Sumarið 2015 fengu starfsmenn
safns fágætra bóka og handrita við
Yale-háskóla þó að skoða safnið og í
kjölfarið gerði Yale tilboð upp á 2,7
milljónir dala í allt safnið, auk 70
kassa sem enn voru í höndum fjöl-
skyldu leikskáldsins – og þar á meðal
um 8.000 bls. af dagbókum. Kom
fram að fjölskylda Millers kysi að
skjölin færu til Yale.
En Ransom-miðstöðin jafnaði boð-
ið og eftir mikið þref fór svo að vilji
Millers fékk að ráða og keypti Texas-
háskóli allt safnið og verður það
smám saman gert aðgengilegt.
Í safninu eru gögn sem tengjast
öllum verkum Millers sem og einka-
lífi. Þó eru ekki þar sendibréf til og
frá annarri eiginkonu hans, Marilyn
Monroe, sem sumir höfðu búist við að
þar væri að finna. Hins vegar er í
safninu uppkast að grein um dauða
hennar sem Miller birti aldrei.
Handrit Millers
enda öll í Texas
Leikskáldið Arthur Miller árið
1990. Verk hans eru leikin víða.