Morgunblaðið - 11.01.2018, Qupperneq 44
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 11. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. „Karlar mega reyna við konur“
2. Rukka fyrir óþarfa þjónustu
3. „Er 15 kg léttari og allur að styrkjast“
4. Fjölskylduharmleikur í Svíþjóð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Norski kontrabassaleikarinn Jo
Berger Myhre og slagverksleikarinn
Ólafur Björn Ólafsson eru tilnefndir
til norsku Spellemann-tónlistarverð-
launanna í opnum flokki fyrir plötu
sína The Third Script. Spellemann
eru helstu tónlistarverðlaun Noregs.
Ljósmynd/David Oldfield
Tilnefndir til Spelle-
mann-verðlauna
Listamennirnir
Claudia Hausfeld
og Sari Cedergren
taka þátt í leið-
sögn um sýn-
inguna Stór-
Ísland í Listasafni
Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi, í kvöld kl.
20. Stór-Ísland er
sýning á verkum listamanna af ýmsu
þjóðerni sem hafa búið og starfað á
Íslandi um lengri eða skemmri tíma.
Leiðsögn um Stór-
Ísland í Hafnarhúsi
Jón Karl Helgason, Sigurður Ingi-
bergur Björnsson og Steingrímur
Kárason halda fyrirlestur hjá Mið-
aldastofu Háskóla Íslands um stíl-
mælingar á íslenskum miðalda-
frásögnum í dag kl. 16.30 í stofu 101 í
Lögbergi. Fyrirlesarar munu ræða vítt
og breitt um hverjir séu
helstu kostir og ókostir
þessarar aðferðar, stíl-
mælingar, þegar mið-
aldahandrit eru
annars veg-
ar.
Ræða kosti og ókosti
stílmælingar
Á föstudag Sunnan og suðaustan 18-23 m/s, en hægari vestra.
Rigning og milt veður, mikil úrkoma suðaustantil. Á laugardag
Sunnan 8-15 og skúrir eða él, en léttskýjað norðaustantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt, 18-25 m/s með rign-
ingu og hlýnandi veðri síðdegis og í kvöld, fyrst suðvestantil.
Búist er við mikilli rigningu suðaustanlands í kvöld.
VEÐUR
Tindastóll og KR mætast í
úrslitaleik bikarkeppni
karla í körfubolta í Laug-
ardalshöll á laugardaginn.
Þetta varð ljóst í gærkvöld
þegar Tindastóll sló
Hauka út en KR hafði bet-
ur gegn 1. deildar liði
Breiðabliks. Þetta verður í
annað sinn í sögunni sem
Tindastóll leikur til úrslita
en fjórða árið í röð hjá KR-
ingum. »2
Tindastóll og KR
mætast í úrslitum
„Ég bjóst við einhverju góðu gríni
gagnvart nýliðanum en ekkert slíkt er
í gangi. Hér eru allir jafnir og ekkert
flóknara en það,“ segir Ýmir Örn
Gíslason, tvítugur nýliði í íslenska
landsliðinu í hand-
knattleik sem
kom til Split í
Króatíu í gær
vegna EM. »1
Nýliðinn sloppið við
grín á sinn kostnað
Bókin segir manni að Skallagrímur og
Keflavík mætist í úrslitum og ef mað-
ur flettir yfir á síðustu blaðsíðu þá
stendur þar að Keflavík fari alla leið.
En þetta er bikar og í bikarkeppni er
ekki að marka neinar bækur og því er
allt upp í loft í kvöld. Þetta segir
Benedikt Guðmundsson, körfubolta-
sérfræðingur Morgunblaðsins, um
undanúrslitin í bikarkeppni kvenna
sem fram fara í kvöld. »4
Í bikarkeppni er ekki að
marka neinar bækur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Verslun Haraldar Júlíussonar á
Sauðárkróki hefur ekki lengur leyfi
til að selja eldsneyti. Heilbrigðiseft-
irlit Norðurlands vestra afturkall-
aði leyfið um áramótin, að því er
Feykir greindi frá í gær. Ástæðan
var að búnaðurinn og aðstaðan upp-
fylltu ekki núgildandi kröfur.
Bjarni Haraldsson kaupmaður
hyggst sækja um nýja lóð fyrir
eldsneytistankana því Olís á fasta
kúnna á Króknum.
„Það er ómögulegt að vísa göml-
um kúnnum í Varmahlíð, 26 kíló-
metra leið, þar sem næsta Olís-
dæla er,“ sagði Bjarni í samtali við
Morgunblaðið. „Við byrjuðum að
selja eldsneyti 1932 eða ’33. Fyrst
bensín og seinna líka dísilolíu. Árið
1933 kostaði bensínlítrinn 37 aura
og smurolían eina krónu lítrinn. Ég
á þetta allt skrifað í bók.“
Bjarni segir að skipta þurfi um
tankana með vissu millibili. Það
hefur eitthvað dregist núna, að
sögn Bjarna. Hann sagði að Versl-
un H. Júlíussonar hefði þess vegna
verið á undanþágu með eldsneytis-
söluna, eins og raunar fleiri elds-
neytissalar.
Þegar Bjarni vildi láta fylla á
tankana fyrir áramótin var honum
sagt að það yrði ekki lengur gert.
Bjarni kvaðst þó ekki hafa verið
látinn sérstaklega vita af aftur-
köllun bensínsöluleyfisins. Hann
sagði að einhver slatti væri enn í
tönkunum en svo hefðu dælurnar
líka bilað þannig að það varð sjálf-
krafa hlé á eldsneytissölu.
„Ég ætla að sækja um lóð fyrir
nýja tanka og vona að ég fái áfram
að vera með eldsneytissöluna,“
sagði Bjarni. „Ég ólst upp við bens-
índæluna. Fyrst var hún handsnúin
og dældi fimm lítrum í senn. Svo
sneri maður til baka þar til klukkan
small og þá dældi maður fimm lítr-
um í viðbót og svo koll af kolli. Ég
gat nú ekki snúið dælunni meðan
ég var pjakkur en ég fór að ráða
við hana 10-12 ára gamall.“
Bjarni sagðist hafa farið að aka
flutningabílum og rútum til að svala
bíladellunni. „Ég fékk vörubíl 1948
og var með hann í vegavinnu nokk-
ur sumur. Þá hafði ég 24 krónur og
75 aura á tímann fyrir bíl og
mann.“ Seinna ók hann rútum
Norðurleiðar á milli Sauðárkróks
og Siglufjarðar. Fyrst tók ferðin
fjórar klukkustundir en nú
skreppur fólk þarna á milli á
rúmum klukkutíma. Bjarni
sagðist vera að mestu hætt-
ur að aka lengri leiðir en
skreppa þó til Akureyrar á
bílnum þegar þörf krefur.
Ólst upp við bensíndæluna
Bjarni Har vill
halda áfram að
selja eldsneyti
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Kaupmaðurinn Bjarni Haraldsson við eldsneytisdælurnar. Verslun hans á Sauðárkróki hefur selt eldsneyti á bíla í
meira en 85 ár. Fyrst var eldsneytissalan í samvinnu við Olíuverslun Íslands BP og síðar Olís.
Bjarni Haraldsson kaupmaður
fæddist 14. mars 1930 og er því að
verða 88 ára. Hann hefur verið
heilsuhraustur og segist eiginlega
aldrei hafa legið í rúminu nema til
að sofa, fyrir utan þegar tekinn var
úr honum botnlanginn og gert við
kviðslit.
Verslun Haraldar Júlíussonar
var stofnuð árið 1919 í timburhúsi
sem stóð þar sem núverandi versl-
unarhús stendur. Það var byggt á
árunum 1929 til 1930. Bjarni, son-
ur stofnandans, tók við rekstr-
inum 1973 og er búðin venjulega
kölluð Verslun Bjarna Har.
Búðin er opin frá kl. 10-
12, lokuð í hádeginu og svo
er aftur opið frá kl. 13-18.
„Ég ætla að vera við
þetta svo lengi sem ég
get staðið í lapp-
irnar,“ sagði
Bjarni.
Heilsuhraustur kaupmaður
VERSLUN BJARNA HAR Á SAUÐÁRKRÓKI
Bjarni Haraldsson.