Morgunblaðið - 24.01.2018, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áhugi Íslendingar eru áhugasamir um jarðfræði og almenningur hefur margt til málanna að leggja og skyn-
samlegar spurningar. Fyrir vísindamenn er hvetjandi að vinna í slíku umhverfi, segir Páll Einarsson.
er í gangi, enda er landið lifandi og
eldstöðvar þess virkar. Úrvinnsla á
ýmsum rannsóknum fyrri ára segir
hann að muni duga sér lengi enn.
„Alveg fram yfir miðja 20. öld-
ina var rólegt yfir og eldgos á Íslandi
ekki mörg, séu fyrri aldir mæli-
kvarðinn. Á síðari áratugum hafa
þau verið tíðari og ástandið kannski
eðlilegra ef svo má segja,“ segir Páll.
Hann vísar þar til umbrota síðastlið-
inna tuttugu ára; það er þriggja
Grímsvatnagosa, eins Heklgoss,
tveggja gosa í Eyjafjallajökli og síð-
ast hraungossins mikla í Holuhrauni
2014-2015.
Heilmikið líf í landinu
„Það er heilmikið líf í landinu og
Ísland er heitur reitur, einn sá öflug-
asti í heiminum,“ segir Páll sem er
jarðskjálftafræðingur að mennt, en
rannsóknir hans og störf hafa mikið
verið á því sviði. Svo atvikaðist að
þegar Páll kom úr námi frá Banda-
ríkjunum árið 1975 stóð hann ásamt
öðrum að því að setja upp net jarð-
skjálftamæla á 50 stöðum um landið.
Áttu upplýsingar sem þær mælingar
skiluðu eftir að breyta miklu fyrir
jarðvísindamenn. Síðar komu enn
betri og stafræn mælitæki – þau full-
komnustu sem til eru í heiminum –
sem skila því að Ísland er flestum
löndum betur vaktað.
„Mælitækni og rannsóknir hér
á landi hafa vakið athygli víða. Frá
því Kröflugosin hófust árið 1975 – og
þau urðu alls níu á jafn mörgum ár-
um – hafa eldgos á Íslandi orðið alls
21. Fjórtán af þeim hefur mátt segja
fyrir um og gefa út aðvaranir. Þetta
var raunin til dæmis í Holu-
hraunsgosinu og eins öll Kröflu-
gosin,“ segir Páll sem fylgdist
grannt með þeim öllum. Var því
langdvölum í Mývatnssveit sem
hann telur um margt vera sinn
heimavöll. Sama geti hann sagt um
Reykjanesið og Suðurland – þar sem
hann hefur unnið að ýmsum rann-
sóknum og mælingum í tengslum við
jarðskjálfta og eldgos.
Eldgos á mælinum
„Eitt það minnisstæðasta úr
starfinu gerðist 26. febrúar árið 2000
þegar ég fór síðdegis á laugardegi út
í háskóla til að skipta um pappírs-
rúllu á jarðskjálftamæli. Sá þá að
skjálftahrina var að hefjast við
Heklu og gerði mér strax grein fyrir
því að eitthvað óvenjulegt var á
seyði. Beið í nokkrar mínútur og þá
fór ekkert á milli mála að eldgos var
um það bil að byrja. Ég lét Almanna-
varnir vita sem aftur gáfu út tilkynn-
ingu og í kvöldfréttum Útvarpsins
klukkan sex var fyrsta frétt að gos
hæfist eftir nokkrar mínútur eins og
gekk eftir,“ segir Páll sem rifjar
þetta upp, kíminn á svip.
Að undanförnu hefur hræringa
orðið vart í Öræfajökuli og margt
bendir til að hann sé nú að vakna af
blundi sem staðið hefur frá 1727.
Fyrstu merki um það komu fram á
síðasta ári og með tímanum hafa þau
orðið æ sterkari. „Það fer ekkert á
milli mála að þarna er þróun í gangi
og haldi svo fram sem horfir er eld-
gos líklegt,“ segir Páll sem bendir á
að þróunin geti verið löng. Þannig
hafi aukinnar virkni í Eyjafjallajökli
orðið vart strax árið 1992. Á næstu
18 árum urðu fjögur kvikuinnskot
undir fjallinu með rólegum tímabil-
um á milli, þangað til eldgos braust
að lokum út snemma árs 2010.
Jarðfræðin er bersýnileg
En víkjum þá að Norrænu jarð-
fræðiverðlaununum, sem nú voru
veitt í fjórða sinn. Núna féllu þau
Páli Einarssyni í skaut, en sjálfur lít-
ur hann svo á að þau séu einnig til
hins íslenska fræðasamfélags á sviði
jarðvísinda. Hér á landi séu starf-
andi sterkir hópar fræðimanna sem
vinni þverfaglega að rannsóknum og
hafi niðurstöðurnar oft vakið athygli
á alþjóðlegum vettvangi.
„Margir sem að þessum rann-
sóknum koma eru gamlir nemendur
mínir og stundum upplifi ég mig í
föðurhlutverki þarna,“ segir Páll
sem víkur talinu að þeim mikla
áhuga á náttúruvísindum og jarð-
fræði sem sé meðal þjóðarinnar.
„Á Íslandi er jarðfræðin ber-
sýnileg og það þarf ekki fræðilega
þekkingu til að sjá hana eða skilja.
Hér höfum við fyrir augum lag-
skiptar jarðmyndanir, hraun, jökuls-
orfna dali, sæbarin björg, gljúfur og
gíga og fyrir vikið eru Íslendingar
almennt mjög áhugasamir um jarð-
fræði. Slíkt umhverfi er auðvitað
mjög hvetjandi fyrir vísindamenn.
Þá er líka alveg sjálfsagt að gefa af
sér og svara öllum skynsamlegum
spurningum almennings. Það eru
ekki margar vísindagreinar sem
njóta þessa og ég hugsa stundum
með hryllingi til hlutskiptis sumra
samstarfsmanna minna í háskól-
anum, hvernig þeim gangi að halda
sínum áhuga gangandi þegar þeir
hafa fáa til að ræða við um sín fræði-
legu efni. Ég myndi ekki vilja
skipta,“ segir Páll.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Landsins mesta
úrval af trommum
í öllum verð�lokkum.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
„Baulaðu nú, Búkolla mín, ef þú ert
nokkurs staðar á lífi,“ sagði karls-
son þegar hann var sendur út af
karli og kerlingu, foreldrum sínum,
til að leita Búkollu, einu kýrinnar á
bænum. Þjóðsöguna þekkja flestir
og segir ekki frekar af henni hér.
Hins vegar minnir þessi myndarlega
kýr á myndinni hér fyrir ofan ofur-
lítið á hana Búkollu. Uppdubbuð,
hrein og strokin með hring í nösum
vakti þessi þýska kýr athygli og að-
dáun ljósmyndara sem og gesta og
gangandi við opnun hinnar „alþjóð-
legu grænu viku“, níu daga landbún-
aðarsýningar, sem hófst 19. janúar í
Berlín í Þýskalandi og stendur því
enn yfir. Þar sýna um 1.660 bændur
frá 66 löndum framleiðsluafurðir
sínar. Kastljósið í ár er á Búlgaríu.
Fyrir þá sem ekki þekkja söguna
af Búkollu sakar kannski ekki að
geta þess að karlsson komst heilu
og höldnu heim með Búkollu sína
og urðu karl og kerling því ósköp
fegin.
Myndarlegur gripur á landbúnaðarsýningu í Berlín
AFP/Tobias Schwarz
„Baulaðu nú Búkolla mín“
AFP
Íslenskir jarðvísindamenn hafa
jafnan átt gott samstarf við fólk
víða út um land sem veit sínu viti
um náttúru landsins og ber skyn-
bragð á þegar eitthvað óvenjulegt
er á seyði eða í uppsiglingu. Fáir
fylgdust betur með Heklu en fólk í
Landsveit og á Rangárvöllum og
mjög munaði um vitnisburð þess.
Mætti einnig tiltaka marga fleiri í
öðrum landshlutum, „Þessi
strengur er enn til staðar þó hann
sé kannski ekki jafn sterkur og var.
Tímarnir hafa breyst,“ segir Páll
Einarsson. Minnist hann þess þeg-
ar net jarðskjálftamæla var sett
upp fyrir um fjörutíu árum. Sumir
sem tóku að sér að reka mælana
höfðu tækin inni í svefnherbergi
og fylgdust með dag og nótt.
„Að almenningur sé í raun þátt-
takandi í vísindastarfi er mikil-
vægt. Víða erlendis er mat manna
að almenningur sé ekki tilbúinn að
taka við spám um aðsteðjandi
hamfarir og aðvaranir hreinlega
virki ekki, séu jafnvel til tjóns. Hér
á landi virðumst við þó hafa fundið
réttu leiðina, sem er fræðsla og
stöðugt samtal vísindamanna og
annarra við almenning. Þetta er
raunar svipað og með veðurfréttir;
það er gagkvæmt traust milli
fólksins í landinu og veðurfræð-
inga sem fólk veit að eru ekki
óskeikulir eins og aðrir og spár
ganga ekki alltaf eftir. En það er
ekki hylmt yfir neitt og greint er
frá öllu því sem fyrir liggur hverju
sinni. Þetta eru upplýsingar sem
fólk getur síðan oft lagt sitt eigið
mat á, því Íslendingar lifa í nánari
tengslum við landið og náttúru
þess en flestar aðrar þjóðir – svo
úr verður samtal sem er öllum dýr-
mætt,“ segir Páll að síðustu.
Fræðsla og stöðugt samtal
ÞÁTTTAKA ALMENNINGS Í VÍSINDASTARFI ER MIKILVÆG
Morgunblaðið/Emilía Björg
Krafla Íslendingar lifa í nánari tengslum við land og náttúru en flestar aðrar þjóðir.