Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk
gæða heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is
Við bjóðum gott úrval af
reimum í flesta snjósleða,
fjórhjól og bíla.
Ekki bara jeppar
Reimar í bíla,
vélsleða og fjórhjól
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Rangárþing eystra er að kaupa
jörðina Stórólfshvol af Héraðs-
nefnd Rangæinga. Kaupverðið er
samkvæmt kauptilboði sveitarfé-
lagsins liðlega 121 milljón kr. Þess
ber að geta að
Rangárþing
eystra á 47% af
eigninni í gegn-
um héraðsnefnd-
ina og er sá hlut-
ur kaupverðsins
því færsla á milli
vasa sveitarfé-
lagsins.
Stórólfshvoll
er landnámsjörð
og er Hvolsvöll-
ur byggður út úr henni. Hvol-
hreppur keypti landið sem kaup-
túnið er á af sýslunefnd
Rangárvallasýslu á sínum tíma.
Þegar sýslunefndir voru lagðar
niður færðist jörðin til Héraðs-
nefndar Rangæinga sem er í eigu
Rangárþings eystra, Rangárþings
ytra og Ásahrepps.
Kúabóndi í sveitinni keypti 200
hektara úr jörðinni á síðasta ári,
eftir að sá hluti var auglýstur. Nú
kaupir Rangárþing eystra þann
hluta jarðarinnar sem eftir er, um
300 hektara. Landið liggur meðal
annars norðan við þéttbýlið á
Hvolsvelli, við svokölluð Nýbýli og
niður með Eystri-Rangá. Með
fylgir hluti í veiðirétti árinnar.
Undanskildar eru húseignir sem
áður tilheyrðu graskögglaverk-
smiðjunni á Stórólfsvelli og lóð í
kringum húsin.
Fyrir framtíðina
Ísólfur Gylfi Pálmason sveitar-
stjóri segir að kaupin séu mikilvæg
fyrir Rangárþing eystra. „Við er-
um að tryggja okkur land fyrir
áframhaldandi uppbyggingu þétt-
býlis á Hvolsvelli og við getum
stjórnað þróuninni. Þetta er ákveð-
in framtíðarhugsun,“ segir hann.
Hið keypta land er að stórum
hluta gjöfult landbúnaðarland.
Sveitarstjórinn reiknar með að
leigja út slægjur og jafnvel selja
land sem fyrirséð er að sveitarfé-
lagið muni ekki nota.
Kaupa land Stórólfshvols
fyrir 120 milljónir króna
Sveitarfélagið tryggir sér land til stækkunar Hvolsvallar
Ísólfur Gylfi
Pálmason
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvolsvöllur Þorpið er byggt á landi Stórólfshvols. Landið sem sveitarfélagið kaupir er norðan við þéttbýlið.
Hvolsvöllur
» Hvolsvöllur byggðist út úr
jörðinni Stórólfshvoli eftir að
Kaupfélag Hallgeirseyjar stofn-
aði þar útibú árið 1930. Fyrsta
íbúðarhúsið, hús kaupfélags-
stjórans, reis fljótlega eftir
það.
» Íbúar Hvolsvallar eru nú um
930 en í sveitarfélaginu í heild,
Rangárþingi eystra, eru um
1.750 íbúar.
Um 75% Íslendinga reyna að tak-
marka sóun matar og drykkjar og
flestir henda einhverjum mat einu
sinni til fjórum sinnum í viku hverri.
Mismunandi er eftir tekjum og aldri
fólks hversu miklum mat það sóar.
Þetta er meðal þess sem fram kemur
í könnun Umhverfisstofnunar þar
sem viðhorf Íslendinga til matar-
sóun var kannað.
Þeir sem eru 60 ára og eldri sóa
minnstum mat, en þeir sem á aldurs-
bilinu 18-29 ára sóa mestu og það
sama gildir um þá sem eru með
hæstu fjölskyldutekjurnar; 1.200
þúsund eða meira á mánuði.
Helstu ástæðurnar sem gefnar
voru upp voru að maturinn væri út-
runninn, en tveir þriðju sögðust
henda mat af þeirri ástæðu.
Þá kom einnig í ljós í könnuninni
að matarsóun mætti stundum rekja
til misskilnings á þýðingu geymslu-
þolsmerkinga. Þegar niðurstöðurnar
eru bornar saman við síðustu könn-
un Umhverfisstofnunar, sem gerð
var 2015, kemur í ljós að staðan hef-
ur lítið breyst.
Spurt var hvaða hindraði fólk
helst í því að minnka matarsóun. Al-
gengast var að fólki fyndist erfitt að
áætla rétt hversu mikið þyrfti að
kaupa eða elda. Önnur algengasta
ástæðan var að fólk sagðist ekki
muna hvað það ætti heima þegar það
færi út í búð að versla. Spurt var
hvort fólk teldi umræðu um matar-
sóun hafa aukist eða minnkað und-
anfarna mánuði og töldu 82%, að
hún hefði aukist. annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Matur Stundum er matarsóun vegna
misskilnings varðandi merkingar.
Yngri og tekju-
hærri sóa meiru
75% reyna að takmarka matarsóun
Vegagerðin áætlar að kostnaður við
breikkun Vesturlandsvegar gæti
numið 3-4 milljörðum króna en ekki
2.600 milljónum eins og nefnt var í
Morgunblaðinu í gær, en rangar töl-
ur bárust blaðinu frá Vegagerðinni.
Eldri áætlun gerði ráð fyrir því að
verkið myndi kosta um 2.600 millj-
ónir og hefur slík áætlun verið upp-
færð. Þá var einnig nefnt að verktími
við breikkun Vesturlandsvegar gæti
tekið í heild 5 til 7 ár og að verkinu
yrði líklega skipt upp í þrennt og
myndi hver hluti taka um tvö ár.
Fjárveitingar ekki fyrir hendi
Áréttar Vegagerðin að þetta ráð-
ist allt af fjárveitingum á hverjum
tíma og að fjárveitingar séu ekki fyr-
ir hendi þótt verkið sé á lista yfir
verkefni sem farið verði í á næstu ár-
um. Þá er jafn líklegt að verkinu
verði skipt í tvennt og þá yrði verk-
tíminn 3 til 4 ár í stað 5 til 7 ára.
Unnið er að nýrri samgönguáætl-
un sem lögð verður fyrir Alþingi í
vor eða haust og þá ætti að skýrast
hvaða fjárveitingar fást til verksins
og þá einnig hversu hratt mögulegt
er að breikka Vesturlandsveg sem er
brýnt verkefni. Sendi Vegagerðin
Morgunblaðinu póst vegna misskiln-
ingsins og birti einnig frétt á heima-
síðunni sinni með uppfærðum tölum.
mhj@mbl.is
Verktíminn styttri
og kostnaður meiri
Vegagerðin uppfærir kostnaðartölur
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Breikkun Vesturlands-
vegar er á lista yfir verkefni nk. ár.