Morgunblaðið - 24.01.2018, Side 20

Morgunblaðið - 24.01.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is BMW520D XDRIVE nýskr. 09/2016, ekinn 12 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, hlaðinn aukabúnaði! Verð 6.690.000 kr. Raðnúmer 256774 RENAULT CAPTUR INTENS nýskr. 07/2017, ekinn 2 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.190.000 kr. Raðnúmer 257380 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is HYUNDAI SANTA FE PREMIUM2.2 TDI nýr bíll, dísel, sjálfskiptur, leður, glertoppur o.fl. Verð 7.650.000 kr. Raðnúmer 230680 MAZDA 6VISION nýskr. 05/2017, ekinn 34 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.590.000 kr. Raðnúmer 288881 SKODA OCTAVIA 2,0 TDI COMBI nýskr. 02/2017, ekinn 49 Þ.km, 2,0l dísel, sjálfskiptur. Verð 3.590.000 kr. Raðnúmer 257239 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn Sérsmíðuð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki Happie furniture Draumasmíði Staða mála í samfélagi þjóðanna skiptir okkur öll máli. Þegar horft er yfir svið alþjóðamálanna er mik- ilvægt fyrir ríki að skilja hegðun stærstu leikendana á sviði alþjóða- samskiptanna, frá einstökum ríkj- um til stórra fyrirtækja og valda- mikilla forseta. Helstu leikendurnir á hinu stóra sviði alþjóðamálanna í dag eru Do- nald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jung-un leiðtogi Norður- Kóreu. Þeir eiga það sameiginlegt að vera valdamiklir sjálfhverfir ein- staklingar, sem eru stóryrtir í garð hvor annars. Það sem er öllu verra er að það er erfitt að skilja hegðun þeirra. Hún er í mörgum tilfellum óútreiknanleg og óá- byrg. Þar liggur hættan sem heims- byggðin stendur frammi fyrir á nýju ári. Nýársávarp Kims Jung-un var um margt merkilegt, ekki síst fyrir þær sakir að greina mátti einhvern sáttatón í garð ná- grannana í Suður- Kóreu og þá helst varðandi þátttöku Norður-Kóreu í vetr- arólympíuleikunum. Það er jákvætt útspil, sem áhugavert verður að fylgjast með. Hins vegar fylgdi strax á eftir andúðin í garð Bandaríkjanna og lýs- ingar á því hversu auðvelt það væri nú að ræsa kjarnorkustríðs- vélina. Haldi Norður-Kórea áfram eld- flaugatilraunum á næstu mánuðum má telja víst að draga muni til tíð- inda í deilunni. Nikki Haley, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, hefur ítrekað sagt það að Bandaríkin mun aldrei sætta sig við að Norður-Kórea verði kjarnorkuvopnaveldi. Auk þess hefur því verið lýst yfir af stjórnvöldum í Washington að tími diplómatískra leiða til sátta sé lið- inn. Stríðsvél Trumps ræst Fréttaskýrendum vestanhafs ber saman um það að Bandaríkin séu nú nær því en nokkru sinni að gera árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Til- gangurinn yrði að eyðileggja eld- flaugaskotpalla og önnur mann- virki sem tengjast kjarnorkuvopnaáætlun landsins. Árásin yrði af svipuðum toga og sú sem Bandaríkin gerðu í Sýrlandi, eftir að efnavopnum var beitt af Sýrlandsstjórn. Ólíkt árásinni á Sýrland verður ekki auðvelt að stöðva stríðsvélina, þegar hún hef- ur verið ræst. Fullvíst má telja að árásin færi nánast samstundis úr böndunum, Norður-Kórea myndi bregðast við af mikilli heift og Suð- ur-Kórea dragast inn í átökin á augabragði. Donald Trump hefur sýnt það að hann er óútreiknanlegur leiðtogi, sem framkvæmir fyrst og hugsar svo. Óábyrgar yfirlýsingar hans á twitter hafa valdið ólgu víða um heim. Hótanir um að hætta fjár- hagsaðstoð í mikilvægum heims- hlutum eru til þess eins fallnar að grafa undan alþjóðlegum stöðug- leika og kynda undir andúð í garð Bandaríkjanna. Viðbrögð Banda- ríkjanna eftir atkvæðagreiðsluna um Jerúsalem á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, nú fyrir skömmu, sýna svo ekki verður um villst að Trump-stjórnin rekur ut- anríkismálastefnu sem byggð er á valdahroka og hótunum í garð þeirra sem ekki fylgja þeim að máli í einu og öllu. Ísland fari varlega í sam- skiptum við Bandaríkin Íslendingar eiga að fara varlega í samskiptum sínum við Bandarík- in, undir þessum kringumstæðum. Hernaðarlegt mikilvægi Íslands kemur til með að aukast á næstu árum vegna aukinna umsvifa Rússa á Norður-Atlantshafi. Ísland á að leggja sjálfstætt mat á það, byggt á íslenskum hagsmunum, hvort ástæða sé til að auka við- búnað Bandaríkjanna á Keflavík- urflugvelli, eins og þeir hafa óskað. Heimsfriði ógnað á nýju ári Eftir Birgi Þórarinsson » Fréttaskýrendum vestanhafs ber sam- an um það að Bandarík- in séu nú nær því en nokkru sinni að gera árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Norður-Kóreu. Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins og MA í alþjóðasamskiptum. birgirth@althingi.is Nú eru uppi áform um að stækka spítala- svæðið við Hring- braut og ekkert skrít- ið enda ljóst að spítalinn verður orð- inn of lítill um leið og hann er tilbúinn. Samhliða er gert ráð fyrir því að hægja á umferð um Hring- braut sem væntan- lega hefur þau áhrif að enn meiri flöskuháls safnast upp austur eftir Miklubraut. Mað- ur veltir því fyrir sér hvernig stjórnvöld ríkis og borgar sjá fyrir sér að veikt fólk úr Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal, Grafarvogi, Kjalarnesi, svo ekki sé minnst á nágrannasveitarfélög- unum komist með hraði á spítal- ann í framtíðinni. Það er ljóst að þegar borgarlínan kemur, sem fjallað er um í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna og ríkisstjórnin ætlar að styðja við, þá hverfur ein af þeim akreinum sem fyrir eru og hægjast mun á allri bílaumferð og flöskuhálsum fjölga enn frekar. Ráðherra heilbrigðismála og samgönguyfirvöld í borginni hljóta að þurfa að svara ofan- greindri spurningu sannfærandi vegna ábyrgðar sinnar á málinu. Borgin ber ábyrgð á umferð- armannvirkjum í borginni og umferð- arflæði þannig að fólk komist leiðar sinnar, svo ekki sé nú talað um sjúkrabíla. Það hlýtur líka að vera komið að því að stjórnvöld svari því hvort þær forsendur sem liggja fyrir staðarvali spítalans við Hringbraut þegar lýtur að umferðarmann- virkjum eins og mislægum gatna- mótum, Sundabraut, göngum hing- að og þangað að svæðinu o.s.frv. séu eða verði raunverulega til staðar þegar spítalinn verður tilbúinn, til þess að tryggja sjúk- lingum og sjúkrabílum greiða leið. Hvernig ætla stjórnvöld að tryggja að forsendurnar sem eru tíundaðar sem forsendur fyrir staðarvalinu mörg ár aftur í tím- ann verði til staðar? Hvernig á að framkvæma þær út frá öllum þeim þéttingum á byggð, fækkun bíla- stæða og þrengingum á umferð- armannvirkjum sem nú þegar eru komnar til framkvæmda, sem og þeim sem eru fyrirhugaðar ásamt tilkomu borgarlínu, með enn frek- ari þrengingum að umferð? Þetta er orðið áhyggjuefni fyrir borgar- búa þegar þarf að koma bráðveik- um sjúklingum á spítalann. Ef for- sendur fyrir staðarvali við Hringbraut eru í raun réttri brostnar er þá ekki heiðarlegra að viðurkenna það og byggja spítal- ann á nýjum stað! Hvernig eiga höfuðborgarbúar að komast með hraði á spítalann? Eftir Vilborgu G. Hansen »Ef forsendur fyrirstaðarvali við Hring- braut eru í raun brostn- ar er þá ekki heiðar- legra að viðurkenna það og byggja spítalann á nýjum stað! Vilborg G Hansen Höfundur er austurborgarbúi, land- fræðingur og löggiltur fasteignasali. vilborg@midflokkurinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.