Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
✝ Knútur Guð-mundsson
fæddist 31. desem-
ber 1935. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suð-
urnesja 7. janúar
2018.
Hann var sonur
hjónanna Guð-
mundar Friðbjarn-
ar Eiríkssonar sem
fæddist árið 1903,
dáinn árið 1971 og Jennýjar
Kamillu Júlíusdóttur sem fædd-
ist 1906, dáin 1976. Hann var
næst yngstur sex systkina sem í
aldursröð eru: Eiríkur, Guð-
land 21. Þau eignuðust fimm
börn. Þau eru: Guðmundur
Jens, fæddur 1955, kvæntur
Önnu Marý Pétursdóttur, Unn-
ur Guðrún, fædd 1960, gift Jóni
Jóel Ögmundssyni, Bryndís,
fædd 1963, gift Erni Sævari
Holm, Vilborg, fædd 1967, gift
Þórði Þorkelssyni, yngst er
Jenný Kamilla, fædd 1976.
Barnabörnin eru samtals 15 og
langafabörnin 13.
Knútur ólst upp í Garðhúsum
hér skammt frá og gekk í
Gerðaskóla. Hann starfaði sem
bílstjóri í mörg ár hjá Hrað-
frystihúsi Gerðabáta. Hann var
verkstjóri í mörg ár í Lagmet-
isiðjunni Garði sem síðar flutti
í Grindavík og var afar vel lið-
inn sem slíkur. Síðustu ár
starfsævinnar starfaði hann hjá
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.
Útförin fór fram í kyrrþey
að Útskálum 15. janúar 2018.
rún, Júlíus Helgi,
Agnes Ásta og Vil-
helm. Þau eru öll
látin nema Guðrún.
Þann 29. mars
1959 kvæntist
hann Sigrúnu Guð-
mundu Magnús-
dóttur sem fædd
var á Suðureyri við
Súgandafjörð 26.
ágúst 1934. Hún
lést 14. janúar árið
2008. Þau hófu búskap sinn í
Garðhúsum en 1959 byggðu
þau sér hús sem þau nefndu
Heiði og þar bjuggu þau til árs-
ins 2001 er þau fluttu í Kríu-
Mig langar að minnast elsku-
lega föður míns, sem lést á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja eftir
erfiða baráttu við krabbamein.
Pabbi, þú varst yndislegur
maður sem ég bar mikla virðingu
fyrir. Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga þig sem pabba og
alla þína leiðsögn í gegnum upp-
eldi mitt sem var kærleiksríkt og
fallegt.
Þér var umhugað um fjöl-
skyldu þína og vildir okkur allt
það besta. Þú varst alltaf til stað-
ar fyrir okkur systkinin og fylgd-
ist vel með okkur í lífinu.
Börnin mín og barnabörn
geyma fallegar minningar um afa
sinn og langafa. Yngsta barna-
barnið okkar Ödda, hún Brimdís
Björk hitti þig oft þegar þú komst
í mat til okkar og alltaf kom hún
hlaupandi í fangið á langafa sínum
sem þér þótti mjög vænt um. Við
fjölskyldan erum þakklát fyrir
þann tíma þegar þú og mamma
bjugguð hjá okkur í „Ástar-
hreiðrinu“ áður en þið fluttuð í
Kríulandið. Þetta tæpa ár sem þið
bjugguð hjá okkur var dásamleg-
ur tími hjá okkur saman og börn-
unum mínum sem fengu að njóta
samvista ykkar. Við eigum eftir
að sakna þess að heyra útidyrnar
opnast og fá þig í mat til okkar og
Öddi á eftir að sakna stundanna
þar sem þið sátuð tveir saman á
spjalli.
Elsku pabbi minn, það var mik-
ill missir fyrir þig þegar mamma
kvaddi okkur eftir erfið veikindi
enda voru þið mjög samhent hjón
en þú lést engan bilbug á þér
finna. Handlaginn varstu og
dundaðir þér tímunum saman í
bílskúrnum við að smíða fallegu
brunnana þína, blómaker og fleira
sem prýða garðana okkar systk-
ina og barna.
Það var mikill styrkur fyrir þig
og okkur þegar líf ykkar Finnu
tvinnaðist saman. Þar eignaðist
þú góðan vin og annan sálufélaga.
Alltaf var gaman að hitta ykkur
saman hvort sem var heima eða
uppi í sumarbússtað Finnu þar
sem þið eydduð mestu af sumrinu
og hvergi leið ykkur betur en í
sveitasælunni. Nú er höggvið
stórt skarð hjá elsku Finnu sem
er búin að missa sinn besta vin.
Ég veit að þú vakir yfir henni eins
og okkur. Guð veiti elsku Finnu
okkar styrk í sorginni.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún.)
Elsku pabbi minn, ég og fjöl-
skyldan mín kveðjum þig með
miklum söknuði og þakklæti í
huga. Guð geymi þig og ég trúi því
að þið mamma séu komin í faðm
hvort annars með litla Ísak Frey
okkar í hönd.
Takk fyrir allt, pabbi minn,
minning þín er ljós í lífi okkar.
Ég elska þig.
Þín dóttir
Bryndís.
Elsku besti pabbi minn. Mig
langar að minnast þín í örfáum
orðum. Þú varst alltaf fyrirmynd-
in mín og hugsaðir alltaf svo vel
um okkur fjölskylduna, hún var
þér allt. Það er erfitt að sitja hér
og vita að þú ert ekki lengur til
staðar fyrir okkur en ég trúi því
að nú sért þú kominn á góðan stað
þar sem þú hefur hitt alla englana
okkar sem fóru á undan sem ég
veit að hafa tekið vel á móti þér.
Alltaf hefur þú verið til taks og
stutt okkur systkinin og ég man
er ég var að læra í Reykjavík og
var í starfsnámi á Sólvangi í Hafn-
arfirði. Úti var ofsaveður, hríð og
kuldi og ég var á Cortínunni
minni í vinnunni og var að vinna
fram á kvöld. Þú hafðir miklar
áhyggjur af því að ég kæmist ekki
til baka til Reykjavíkur vegna
hálku og gerðir þér lítið fyrir og
keyrðir til Hafnarfjarðar til að
setja keðjur á bílinn minn svo
ekkert kæmi nú fyrir mig og
keyrðir svo aftur til baka. Þið
mamma pössuðuð líka oft fyrir
okkur og ég man er Knútur var
lítill og svaf vært úti í vagni en
hvasst var og vissum við ekki fyrr
en vagninum var kippt inn og við
spurðar hvort við ætluðum að láta
vagninn fjúka um koll. Alltaf
varstu með öryggið í fyrirrúmi og
jafnvel margfalt.
Er þið mamma byggðuð sum-
arbústaðinn ykkar vorum við
mikið með ykkur þar og eigum við
öll margar og góðar minningar
þaðan. Þar var unaðsreiturinn
ykkar og þið voruð mjög samhent
með að gera reitinn ykkar sem
fallegastan. Alltaf voruð þið að
hanna alls konar hluti sem þú
smíðaðir svo listavel, s.s. alla
brunnana sem þú gafst okkur
systkinum, barnabörnum og vin-
um, svo ég tali nú ekki um alla
steinana sem þið hönnuðuð og
mamma málaði svo fallega. Þú
varst mikið snyrtimenni og vildir
hafa allt í röð og reglu. Þegar
mamma dó varð allt að vera eins
og hún hafði haft það; púðarnir á
sínum stað og rétt raðað í upp-
þvottavélina. Þú stóðst þig vel og
lærðir að elda og þrífa og við dáð-
umst að þér. Það verður tómlegt
að fá þig ekki í mat á þriðjudög-
um, en við systkinin buðum þér í
mat og röðuðum dögunum niður
svo þú vissir hvert þér var boðið á
virkum dögum.
Nokkru eftir lát mömmu eign-
aðist þú dýrmætan sálufélaga,
hana Finnu sem hafði verið ekkja
í mörg ár en hún og Einar hennar
höfðu verið vinahjón ykkar. Sam-
band ykkar var einstakt og þið
nutuð þess að vera saman í sum-
arbústaðnum hennar eftir að þú
hafðir selt bústaðinn þinn. Við vit-
um að hún á eftir að sakna þín
sárt og við munum heimsækja
hana og halda tryggð við Finnu
okkar. Við erum afar þakklát fyrir
samband ykkar sem var bæði fal-
legt og kærleiksríkt. Ég vil þakka
heimahjúkrun og starfsfólki HSS
fyrir einstaka umönnun.
Nú kveð ég þig að sinni, elsku
pabbi minn, og læt lítið ljóð fylgja:
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ók.)
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu.
Þín dóttir,
Unnur.
Kæri tengdapabbi og vinur, þá
er komið að kveðjustundinni og
mér er bæði ljúft og skylt að
minnast þín í nokkrum orðum.
Mér finnst við í raun hafa þekkst
alla tíð, en mín fyrstu alvörukynni
af þér voru þegar ég sem ungling-
ur vann á sumrin í Hraðfrystihúsi
Gerðabátanna. Þar vannst þú sem
bílstjóri og einnig leystir þú
stundum af vélstjórann og vin
þinn Friðrik Árnason.
Þessum störfum sinntir þú af
öryggi og alúð. Þarna lærðum við
unglingarnir að vinna undir góðri
leiðsögn ykkar sem eldri voruð,
en það var líka líf og fjör og oftast
mjög gaman í vinnunni. Aftur
lágu leiðir okkar saman haustið
1976 þegar ég vann undir þinni
verkstjórn í eitt ár hjá Lagmet-
isiðjunni hér í Garði. Þetta var
frábært ár og margt brallað sem
ekki verður tíundað hér, en t.d.
fæddist þér yngsta dóttirin Jenný
í desember þetta ár og þá hélst þú
okkur körlunum góða veislu. Í
verkstjórninni naustu þín mjög
vel og allt skipulag svo ég tali nú
ekki um þrifin voru í topplagi
enda varst þú alla tíð annálað
snyrtimenni og það var aldrei gef-
inn neinn afsláttur af þrifunum og
þetta kunni starfsfólkið vel að
meta.
Þegar við Unna fórum að
draga okkur saman haustið 1980
var það mjög auðvelt fyrir okkur
báða þar sem við þekktumst vel
og okkar samskipti, kæri vinur,
hafa alla tíð verið mjög góð og
þrátt fyrir að við værum ekki allt-
af sammála virtum við skoðanir
hvor annars. Þegar þið Rúna
byrjuðuð að byggja bústaðinn í
landi Hæðarenda, sem þið að
sjálfsögðu nefnduð Heiði, hófst
tímabil sem var gífurlega
skemmtilegt.
Þarna kom vel í ljós hversu
góður verkmaður þú varst, þarna
náðum við mjög vel saman, hvort
heldur var við smíðar eða gróð-
ursetningu. Þarna áttum við fjöl-
skyldan frábærar stundir og það
var alltaf nóg að gera; veiðar,
gönguferðir, sleðaferðir eða spila-
mennska. Börnin okkar Unnu
munu alltaf minnast þessa tíma
með ævintýraglampa í augum því
það var alltaf líf og fjör í sveitinni.
Þegar Rúna dó í janúar 2008
var missir okkar mikill og sýnu
mestur fyrir þig því þið gerðuð jú
alla hluti saman. Seinna meir
tókst vinskapur með þér og Finnu
Pálmadóttur sem var ykkur báð-
um mjög mikilsverður þar sem
þið höfðuð bæði misst maka ykk-
ar.
Saman styrktuð þið hvort ann-
að og áttuð góðar stundir í sum-
arbústaðnum, bæði þínum og
Finnu bústað. Þangað komum við
oft og fengum frábærar mót-
tökur, það var alltaf veisla hjá
Finnu og hún var fljót að töfra
fram fínustu veitingar jafnvel þótt
við kæmum alveg óvænt. Kæri
Knútur, þó að við vissum í hvað
stefndi eftir þau veikindi sem þú
glímdir við þá var erfitt að kveðja
þig hinsta sinni.
Hvíl í friði, kæri vinur, og takk
fyrir allt og allt.
Þinn tengdasonur
Jón.
Elsku afi. Frá því ég var ung að
aldri hef ég verið mikil afastelpa,
við tvö áttum mjög gott samband
sem ég verð ævinlega þakklát fyr-
ir. Við vorum dugleg að passa
hvort upp á annað og það skipti
mig alltaf miklu máli að þér liði
vel. Þú minntist oft á það í seinni
tíð þegar ég gekk á eftir þér um
allt á einu ættarmótinu hjá okkur
fjölskyldunni þegar ég var um 10
ára gömul og sá til þess að það
væri alveg örugglega í lagi með
hann afa.
Þetta þótti þér fyndið en á
sama tíma held ég að þér hafi þótt
afar vænt um þetta þótt þú hafir
ekki sagt það beint. Þú varst ekki
mikið fyrir að tjá tilfinningar þín-
ar með orðum en þú sýndir okkur
svo sannarlega í verki hvaða hug
þú barst til okkar allra.
Stundirnar í sumarbústaðnum
ykkar ömmu eru mér alltaf mjög
minnisstæðar. Þar sköpuðum við
margar yndislegar minningar og
mikið var alltaf gaman að koma í
sveitina.
Þar varst þú búinn að smíða
svo mikið af fallegum hlutum sem
þið amma hönnuðuð í sameiningu.
Já, þú varst mjög laginn í hönd-
unum og þykir mér virkilega
vænt um þá hluti sem þú hefur
gefið mér.
Í sveitinni var að sjálfsögðu
haft kveikt á kertunum þegar fór
að rökkva og þú varst svo sann-
arlega maðurinn sem sást til þess
að það færi enginn að sofa nema
fara að minnsta kosti þrisvar yfir
öll kerti og athugaðir hvort það
væri ekki pottþétt búið að slökkva
á þeim öllum. Afi minn, þú varst
alltaf með allt 150% á hreinu,
gerðir allt til að passa upp á fólkið
þitt.
Elsku afi, mér þótti alltaf gam-
an að heyra þig segja sögur frá
því þegar þú varst yngri. Margar
þeirra voru mjög skrautlegar og
sprenghlægilegar.
Þú sagðir mér t.d. frá því að þú
hefðir alla tíð verið mjög heilsu-
hraustur, hélst því meira að segja
fram að þú hefðir aldrei fengið
hita nema einu sinni og var það
þegar þú settir ennið á ofninn til
að plata mömmu þína svo þú feng-
ir frí í skólanum.
Síðasta árið þitt þurftir þú að
berjast við krabbamein og var
það þér erfitt þar sem þú þekktir
ekkert annað en að vera heilsu-
hraustur nær alla tíð. Það var erf-
itt að horfa upp á þig svona lasinn,
elsku afi, og geta ekkert gert.
Ég er mjög þakkalát fyrir okk-
ar tíma og allar þær stundir sem
við höfum átt saman en á sama
tíma er ég mjög sorgmædd að það
skuli vera komið að kveðjustund.
Ég veit að elsku amma tekur á
móti þér með mikilli ást og hlýju
og það lætur mér líða betur að þið
séuð sameinuð á ný.
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Guð geymi þig og minningu þína,
sem mun lifa um ókomna tíð.
Sjáumst síðar.
Inga Lára Jónsdóttir.
Elsku besti afi okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku afi. Við erum svo lánsöm
og þakklát fyrir að hafa átt allan
þennan tíma með þér. Þú hafðir
svo stórt og hlýtt hjarta og alltaf
var stutt í húmorinn og kald-
hæðnina. Betri afa hefði ekki ver-
ið hægt að hugsa sér. Amma og
Ísak Freyr hafa eflaust tekið á
móti þér opnum örmum með bros
á vör. Ljós þitt mun ávallt skína í
minningunni, elsku afi, og lýsa um
ókomna tíð. Við elskum þig.
Þín barnabörn,
Sigrún Helga, Rúnar Freyr
og Kristrún Ýr.
Við höfum kvatt móðurbróður
okkar systra, Knút Guðmunds-
son. Efst í huga okkar er þakk-
læti. Þegar móðir okkar, Agnes
Ásta Guðmundsdóttir, var orðin
ein með okkur þrjár systurnar
var Knússi frændi okkar helsta
stoð og stytta ef eitthvað bjátaði
á.
„Hringjum bara í Knússa,“
voru yfirleitt fyrstu viðbrögð okk-
ar ef við þurftum aðstoð og hann
svaraði ávallt kallinu strax, oftar
en ekki með glettni og græsku-
lausri stríðni.
Hann veitti okkur öryggistil-
finninguna sem við þurftum á að
halda, enda vorum við sannfærðar
um að hann gæti allt. Þó að sam-
verustundunum hafi fækkað með
árunum vissum við að heimili
Knúts og Sigrúnar stóð okkur op-
ið ef á þurfti að halda.
Við gerðum stundum létt grín
að því hversu nákvæmur og var-
kár Knútur var og bjóst ávallt við
því versta. Hann gerði ýmislegt
svona til öryggis og vara. En svo
urðum við allar næstum alveg
eins með aldrinum.
Elsku Gummi Jenni, Unna
Gunna, Bryndís, Villa, Jenný og
fjölskyldur. Við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Minningin um góðan mann lif-
ir.
Jenný Kamilla, Oddný
Guðbjörg og Dagný Magnea
Harðardætur.
Knútur
Guðmundsson
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Sumarbústaðalóðir
til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir
með aðgangi að heitu og köldu
vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í
landi Vaðness í Grímsnes- og
Grafningshreppi.
Vaxtalaus lán í allt að eitt ár.
Allar nánari upplýsingar gefur Jón
í síma 896-1864 og á facebook
síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu.
Ýmislegt
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor -
stærðir 36-48 á kr. 8.950,-
Teg. ARIZONA - beige rúskinn,
stærðir 36-48 á kr. 10.900,-
Laugavegi 178, sími 551 2070.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Laugardaga kl. 10 - 14
Húsviðhald
Ástkær móðir okkar, amma, langamma og
langalangamma,
JÓNÍNA SIGRÚN STURLAUGSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 20. desember á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Skógarbæ fyrir góða
umönnun. Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Óladóttir
Hrönn Sveinsdóttir Snorri Jóhannsson
barnabörn, barnabarnabörn og makar