Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
Guðrún Helga Sederholm, kennari, náms- og starfsráðgjafi ogfræðslu- og skólafélagsráðgjafi, á 70 ára afmæli í dag. Húnrekur eigið fyrirtæki ásamt maka sínum, sem nefnist Hitt og
þetta ehf. og sinnir m.a. námskeiðahaldi, handleiðslu fyrir fagstéttir,
viðtölum, rannsóknum og er prófdómari við Háskóla Íslands.
„Það er svona ýmislegt sem til
fellur. Ég starfa innan vébanda
Handís, eða Handleiðslufélags Ís-
lands, en handleiðsla er sérstakt
fag og er unnið samkvæmt
ákveðnum kenningum og vinnu-
lagi. Stéttarfélögin, mörg hver,
niðurgreiða handleiðsluna fyrir
sitt fólk eins og t.d. KÍ, en hand-
leiðsla er gott tæki til að virkja
hæfileika fólks og forðast kulnun
í starfi ef fólk kemur nógu
snemma.“
Guðrún starfar einnig fyrir
Starfsmennt, fræðslusetur og er
með námskeið eins og áður segir
og í dag er hún með námskeið í
siðfræði og vinnusiðferði, en hún
er nýbúin að halda námskeið í
áfallahjálp og sorgarviðbrögðum.
„Ég hef áhuga á heimspeki og öll-
um þeim málefnum sem lúta að
samfélaginu og komandi kynslóðum.“
Guðrún ætlar út að borða á föstudaginn með manninum sínum,
börnum og barnabörnum í tilefni afmælisins. „Svo fáum við okkur
desert heima með kampavíni og fínheitum. Svo verður haldið upp á
afmælið út árið, en við hjónin eigum gullbrúðkaup í september og
maðurinn minn verður sjötugur þá. Ég hef hugsað mér að vera með
ýmsar skemmtilegar uppákomur á árinu, meðan ég sé, heyri, man og
skil, í staðinn fyrir að halda stóra veislu. Ég hef t.d. skrifað nokkuð og
í bunkanum eru m.a. barnaleikrit og það væri gaman að setja eitthvað
af því upp, bara í lokuðum hópi fyrir barnabörnin og vini, en það er
langhlaup. Svo er líka stefnan að gera eitthvað skemmtilegt í sumar-
bústaðnum okkar í Húsafelli. Þar eru færð upp leikrit, veitt niður um
ís og skíðað á Langjökli svo fátt eitt sé talið.“
Eiginmaður Guðrúnar er Jón Bergsson lyfjafræðingur, en hann er
líka sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Börnin þeirra eru Örn og Sigríður
Ella og barnabörnin eru fimm.
Þess má geta að Sederholm er sænskt að uppruna, en faðir Guð-
rúnar var sænskur. Hann hét Gösta William Sederholm og var Stokk-
hólmsbúi, en Guðrún ólst upp í Vesturbænum í fjölskylduhúsi með
móður sinni, Sigríði Jónsdóttur.
Heima Guðrún ásamt dóttursyni
sínum, Ara Storm, á góðri stund.
Heldur námskeið
um siðfræði í dag
Guðrún H. Sederholm er sjötug í dag
G
ísli Jakob Alfreðsson
fæddist í Reykjavík
24.1. 1933, en ólst upp
í Keflavík og var í
Barnaskóla Keflavík-
ur: „Ég var kornungur er ég steig
fyrst á leiksvið, fyrst með barna-
stúku í Keflavík. Síðan hafði Ævar
R. Kvaran, frændi minn, samband
við mig og fékk mig til að leika í
útvarpsleikritum sem þá voru leik-
in í beinni útsendingu. Ég lék m.a.
í Nonna og Manna, á móti Jónasi
Jónassyni útvarpsmanni, og tók
þátt í fyrsta framhaldsleikriti í út-
varpi sem tekið var upp á plötu. Í
því léku m.a. hjónin Alfreð Andr-
ésson og Inga Þórðardóttir.“
Gísli stundaði nám í Leiklistar-
Gísli Jakob Alfreðsson, leikari og fyrrv. þjóðleikhússtjóri – 85 ára
Með eiginkonu og syni Gísli og Guðný með Alfreð Gíslasyni sem er búfræðingur en starfar við kvikmyndagerð.
Tók leiklistina fram yfir
rafmagnsverkfræðina
Leikarar á árum áður Þorsteinn Gunnarsson, Helga Bachmann og Gísli.
Garðabær Róbert Ingi
fæddist 24. janúar 2017
kl. 22.55 í Reykjavík og á
því eins árs afmæli í dag.
Hann vó 2.920 g og var 49
cm langur. Foreldrar hans
eru María Erla Ólafsdóttir
og Roger Kwakye.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is