Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 27
skóla Ævars Kvaran jafnframt
menntaskólanámi, lauk stúdents-
prófi frá MR og stundaði nám í
rafmagnsverkfræði í tvö ár við
Technische Hochschule í Münch-
en: „Ég sóttist eftir inntöku í þrjá
háskóla, einn í Þýskalandi, annan í
Austurríki og þann þriðja í Lond-
on og hefði getað valið milli þess-
arra skóla. En leiklistin tók í
taumana. Ég tók hana fram yfir
verkfræðina og hóf nám við Leik-
listarskóla Kammerspieleleikhúss-
ins í München.“
Að námi loknu starfaði Gísli við
Residenz-Theater í München í eitt
ár auk þess sem hann var aðstoð-
arleikstjóri við þáttagerð í sjón-
varpi. Gísli leikstýrði nokkrum
verkum hjá Grímu eftir heimkom-
una, var ráðinn leikari við Þjóð-
leikhúsið 1962 og lék þar til 1983,
var þjóðleikhússtjóri 1983-91 og
skólastjóri Leiklistarskóla Íslands
1992-2000. Þá leikstýrði hann
fjölda leikrita í útvarpi og sjón-
varpi.
Eftir starfslok hjá Þjóðleikhús-
inu lék Gísli í nokkrum kvikmynd-
um, m.a. tveimur þýskum mynd-
um. Hann lék m.a. í stuttmyndum
hjá nemendum Kvikmyndaskólans
síðastliðið haust.
Gísli hefur þýtt á annan tug
leikrita fyrir leiksvið og útvarp.
Hann var ritari Félags íslenskra
leikara 1967-75, formaður félags-
ins 1975-83 og er heiðursfélagi
Félags íslenskra leikara frá 1992.
Fjölskylda
Gísli kvæntist 16.4. 1967 Guð-
nýju Árdal, f. 18.3. 1939, fyrrv.
ritara. Hún er dóttir Inga Árdal,
kaupmanns í Reykjavík, og Helgu
Björnsdóttur tannsmiðs frá Karls-
skála. Guðný var áður gift Þórði
Úlfarssyni flugmanni sem lést
1963. Gísli var áður kvæntur Juli-
ane Michael leikkonu en þau
skildu.
Börn Gísla og Guðnýjar eru
Anna Vigdís Gísladóttir, f. 22.8.
1967, framleiðandi en hún á tvær
dætur, Guðnýju Ósk og Guðrúnu
Helgu, og Alfreð Gíslason, f.
16.10. 1975, búfræðingur sem
starfar í kvikmyndagerð en kona
hans er Eva Gunnarsdóttir hús-
freyja og eru börn þeirra Perla
Líf, Lilja Ýr, Gísli Gunnar og
stjúpdóttir Alfreðs, Alexandra Sif
en sonur hennar er Birgir Bjarnd-
al.
Stjúpbörn Gísla eru Helga El-
ísabet Þórðardóttir, f. 30.10. 1956,
gift Páli Kr. Pálssyni forstjóra en
synir þeirra eru Þórður Páll og
Einar Sveinn; Úlfar Ingi Þórðar-
son, f. 6.11. 1959, veitingamaður í
Reykjavík og eru börn hans Sara
Elisabeth, Þórður Björn og Mar-
iane Sól; Einar Sveinn Þórðarson,
f. 5.11. 1961, markaðsstjóri og
fyrrv ballettdansari, kvæntur
Ragnhildi Fjeldsted, blómahönn-
uði og flugfreyju, og eru synir
þeirra Þórður Sveinn og Óskar
Sveinn; Þórður Jón Þórðarson, f.
25.7. 1963, flugvirki, kvæntur
Sawai Wongphoothorn matráði en
sonur þeirra er Úlfar Páll Monsi.
Dóttir Gísla frá því áður er Elfa
Gísladóttir, f. 24.4. 1955, búsett í
Seattle, gift Thomas J. Richard-
son, var gift Kristjáni Víkingssyni
lækni, sem er látinn, og er sonur
þeirra Karl Axel en kona hans er
Irina Timchenko og er sonur
þeirra Kristján Alexander.
Systir Gísla er Anna Jóhanna
Alfreðsdóttir, f. 15.6. 1948, gift
Finni Björgvinssyni arkitekt og
eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Gísla: Alfreð Gísla-
son, f. 7.7. 1905, d. 30.5. 1976,
bæjarfógeti og sýslumaður í
Keflavík, og k.h., Vigdís Jakobs-
dóttir, f. 14.12. 1906, d. 27.2. 2001,
píanókennari.
Gísli
Alfreðsson
Vigdís Ólafsdóttir
frá Viðvík, húsfr. í Rvík, bróðurdóttir Þuríðar,
langömmu Vigdísar Finnbogadóttur fyrrv. forseta
Magnús Árnason
snikkari í Rvík
Anna Sigríður Magnúsdóttir
barnakennari á Seyðisfirði
Jakob Sigurðsson
útgerðarm. á Seyðisfirði
Vigdís Jakobsdóttir
píanókennari í Keflavík
Guðrún Sigfúsdóttir
húsfr. á Desjarmýri
Sigurður Árnason
b. á Desjarmýri
Óskar Gíslason ljósmyndari
Tómas Guðmundsson
skáld
Steinunn Þorsteinsdóttir
húsfr. á Efri-Brú í Grímsnesi
Jósef Gottfred Blöndal Magnússon
trésmiður í Rvík
Guðmundur Vignir Jósefsson
gjaldheimtustj. í Rvík
Elín Jósefsdóttir
bæjarfulltr. í Hafnarfirði
Hannes Þorsteinsson alþm., ritstj.
Þjóðólfs og landsbókavörður
Þorsteinn Þorsteinsson
hagstofustj. í Rvík
Geir Þorsteinsson
verkfr. og forstj. Ræsis
Hannes Þorsteinsson
aðalféhirðir
Landsbankans
Sigrún Þorsteinsdóttir
húsfr. á Brú
Þorsteinn Narfason
b. á Brú í Biskupstungum
Jóhanna Sigríður Þorsteinsdóttir
húsfr. í Rvík
Gísli Þorbjörnsson
búfræðingur og fasteignasali í Rvík
Sigríður Þorsteinsdóttir
húsfr. í Bjargarsteini
Þorbjörn Gíslason
b. á Bjargarsteini í Stafholtstungum
Úr frændgarði Gísla Alfreðssonar
Alfreð Gíslason
bæjarfógeti og syslum. í Keflavík
Sigrún Gísladóttir
húsfr. í Rvík
Ævar R. Kvaran
leikari og
rithöfundur
Gunnar
Kvaran
sellóleikari
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Árni Bergur Sigurbjörnssonfæddist á Breiðabólsstað áSkógarströnd 24.1. 1941.
Hann var sonur Sigurbjörns Einars-
sonar biskups og k.h., Magneu Þor-
kelsdóttur húsfreyju.
Systkini Árna Bergs: Gíslrún
kennari; Rannveig hjúkrunarfræð-
ingur; Þorkell tónskáld; Einar, pró-
fessor emeritus í guðfræði við HÍ;
Karl biskup; Björn, prestur í Lyngby
í Danmörku sem lést 2003, og Gunn-
ar, rekstrarhagfræðingur í Svíþjóð.
Eiginkona Árna Bergs var Lilja
Garðarsdóttir skrifstofumaður sem
lést 2007 og eignuðust þau þrjú börn;
Hörpu, Magneu og Garðar.
Árni Bergur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1968,
lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands 1972, sótti námskeið í biblíu-
þýðingum í Halle í Þýskalandi 1971,
stundaði nám við San Francisco
Theological Seminary 1978 og fram-
haldsnám í Nýja testamentisfræðum
í Lundi 1978-80.
Áður en Árni Bergur hóf guð-
fræðinám sinnti hann kennslu og
skrifstofustörfum, var bókari um
skeið og síðar fulltrúi á skrifstofu
Ríkisspítalanna.
Árni Bergur var sóknarprestur í
Ólafsvíkurprestakalli 1972-80 og
sóknarprestur í Ásprestakalli í
Reykjavík frá 1980 og gegndi því
embætti til dauðadags.
Árni Bergur sat m.a. í kjaranefnd
Prestafélags Íslands, framkvæmda-
nefnd Hjálparstofnunar kirkjunnar, í
stjórn Hins íslenska biblíufélags um
árabil, í þýðingarnefnd Gamla testa-
mentisins frá 1990 og þýðingarnefnd
Nýja testamentisins frá 2001-2003.
Þá vann Árni Bergur að þýðingu
apókrýfra bóka Gamla testamentis-
ins úr frummálinu, auk fleiri rit-
starfa.
Árni Bergur var stundakennari við
guðfræðideild Háskóla Íslands frá
1982, prófdómari í grísku og Nýja
testamentisfræðum frá 1977 og
Gamla testamentisfræðum og kirkju-
sögu frá árinu 1990.
Árni Bergur lést 17.9. 2005.
Merkir Íslendingar
Árni Bergur Sigurbjörnsson
95 ára
Jóna Guðný Jónsdóttir
90 ára
Dóra Guðmundsdóttir
Magðalena Stefánsdóttir
Sigríður Alfreðsdóttir
85 ára
Gísli Jakob Alfreðsson
Guðmundur Rögnvaldsson
Jón Bjarni Jónsson
80 ára
Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir
Sveinn E. Jóhannsson
75 ára
Ásbjörn Jóhannes
Guðmundsson
Hanna Guðmundsdóttir
Jóhannes I. Friðþjófsson
70 ára
Bryndís Albertsdóttir
Gísli Baldvinsson
Guðrún Hanna
Þorbjörnsdóttir
Guðrún Hannesdóttir
Guðrún H. Sederholm
Jóhannes Kristján
Guðlaugsson
Jón Örn Loðmfjörð
Arnarson
Jósavin Gunnarsson
Reynir Gunnarsson
Rut Þorsteinsdóttir
60 ára
Einar Kristinn Hauksson
Elín Hrefna Kristjánsdóttir
Elín Vigdís Ólafsdóttir
Erna Jónsdóttir
Guðrún Strange
Hörður Atli Andrésson
Jórunn Lilja Andrésdóttir
Rannveig Skaftadóttir
Jacobsen
Sigurjón Birgisson
Valgerður H.
Benediktsdóttir
Valgerður Kristjánsdóttir
50 ára
Ben Wiangdindam
Gísli Guðnason
Guðbjörg Daníelsdóttir
Guðlaugur Breiðfjörð
Eyjólfsson
Gunnar Hilmar Pálsson
Gunnbjörn Steinarsson
Hlynur Árnason
Jóhann Pétur Jóhannsson
Jónbjörn Friðgeirsson
Kristján Vilhelm Rúriksson
Naiyana Kertthale
Sigurdís Gísladóttir
Svandís Sturludóttir
Sverrir Hreiðarsson
40 ára
Aron Björn Arason
Hjalti Þór Vignisson
Hjörleifur Björnsson
Jóhanna Þóroddsdóttir
Oddný Friðriksdóttir
Oddrún Helga
Símonardóttir
Sebastian Diaconu
Þuríður Óskarsdóttir Bates
30 ára
Elvar Karl Bjarkason
Halldór Gylfason
Helgi Hrafn Ólafsson
Monika Krankowska
Renata Szudrawska
Tinna Sigurðardóttir
Tomasz Krzysztof
Piwowarek
Valentin Serban
Til hamingju með daginn
30 ára Tinna ólst upp á
Suðureyri, býr í Hafnar-
firði, lauk prófi í tækni-
teiknun frá Tækniskól-
anum í Reykjavík og
starfar á verfræðistofunni
Verkhönnun.
Maki: Svavar Ottesen
Berg, f. 1980, kerfisstjóri
hjá Fiskistofu.
Foreldrar: Helena
Heiðbrá Svavarsdóttir, f.
1959, og Sigurður Hlíðdal
Haraldsson, f. 1955. Þau
búa í Kópavogi.
Tinna
Sigurðardóttir
30 ára Helgi Hrafn ólst
upp í Kópavogi, býr þar,
lauk BSc-prófi í íþrótta-
og heilsufræði, MSc-prófi
í markaðsfræði og stund-
ar MEd-nám í íþrótta- og
heilsufræði.
Bræður: Hjalti Már, f.
1992, og Oddur Örn, f.
1998.
Foreldrar: Ólafur Þór
Gunnarsson, f. 1963,
alþm. og læknir, og
Elínborg Bárðardóttir, f.
1960, læknir.
Helgi Hrafn
Ólafsson
40 ára Jóhanna býr á
Reyðarfirði, lauk BEd-
prófi, er skemmtikraftur
og fulltrúi hjá Vegagerð-
inni.
Maki: Óskar Björnsson, f.
1978, málmfræðingur hjá
Alcoa Fjarðaáli.
Dóttir: Álfheiður Ída
Kjartansdóttir, f. 2004, og
Þóroddur Björn og Björg
Inga Óskarsbörn, f. 2014.
Foreldrar: Þóroddur
Helgason, f. 1956, og Inga
M. Árnadóttir, f. 1958.
Jóhanna Seljan
Þóroddsdóttir