Morgunblaðið - 24.01.2018, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Skáldsagan Fegurð er sár bernafn með rentu, en fallegustúlkurnar í borg-inni Halimunda í
Indónesíu eru síður en svo
öfundsverðar. Hamslausu
karlmennirnir veigra sér
nefnilega ekki við að
nauðga þeim og afleiðing-
arnar eru oftar en ekki þær
að stúlkurnar neyðast til að
giftast þeim í kjölfarið.
Fegurð er sár er saga
losta og hefndar sem
hringsnýst um vændiskonuna Dewi
Ayu og sjálfstæðisbaráttu Indónes-
íu, allt frá því að Hollendingar réðu
þar, til hernáms Japana, til heima-
stjórnar. Persónur bókarinnar eru
ótalmargar og kynntar til sögunnar
hver á eftir annarri og oftar en ekki
er hörmungarsaga lífs þeirra rakin
til fullnustu. Það gerir það að verk-
um að á köflum er eins og um söguna
endalausu sé að ræða. Persónur sem
kynntar voru snemma í bókinni eiga
það til að hverfa algjörlega þar til
mörgum köflum síðar, og er þá ekki
ólíklegt að lesandi þurfi að fletta til
baka til upprifjunar.
Þó er frásögnin öll hin skemmti-
legasta og ansi heillandi á köflum.
Grófar kynlífs- og nauðg-
unarlýsingar setja þó svip
sinn á söguna og gera hana
nokkuð óhuggulega og
óhentuga fyrir viðkvæmar
sálir.
Það yfirnáttúrulega hefur
gegnumgangandi yfirhönd
alla söguna, og margt skrýt-
ið á sér stað. Oftast á það sér
þó „eðlilegar“ skýringar, en
í lok sögunnar saknaði ég
þess að ákveðin ráðgáta um strák
sem enginn sá nema Fegurð væri
leyst.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn Fegurð er sár, eftir Eka Kurniawan er saga losta og hefndar
sem snýst um vændiskonuna Dewi Ayu og sjálfstæðisbaráttu Indónesíu.
Vændiskonan og
sjálfstæðisbaráttan
Skáldsaga
Fegurð er sár bbmnn
Eftir Eka Kurniawan.
Ólöf Pétursdóttir íslenskaði.
Forlagið, 2017. Kilja, 423 bls.
ÞORGERÐUR ANNA
GUNNARSDÓTTIR
BÆKUR
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það er skemmmtilegt að fá að koma
inn í svona dauðhreinsaðan hvítan
sal og gera hann að sínu,“ segir Páll
Haukur Björnsson myndlistar-
maður þar sem hann er að koma fyr-
ir verkum sínum í D-sal Listasafns
Reykjavíkur. Sýning hans, Heildin
er alltaf minni en hlutar hennar,
verður opnuð þar á morgun, fimmtu-
dag, kl. 17. Páll Haukur er 32. lista-
maðurinn sem sýnir í sýningaröð D-
salar en hún hóf göngu sína árið
2007 og er markmiðið með henni að
gefa efnilegum listamönnum tæki-
færi til að vinna í fyrsta sinn að
einkasýningu í opinberu listasafni.
Páll Haukur útskrifaðist frá LHÍ
árið 2008 og lauk meistaragráðu frá
California Institute of the Arts árið
2013. Hann hefur sýnt verk og
gjörninga víða. Í tilkynningu um
sýninguna segir að einhverskonar
landslag sé að finna á henni.
„Þetta eru stök verk en þau verða
til til þess að verða partur af heild –
og líka til að brotna út úr henni aft-
ur,“ segir Páll Haukur. „Ég hef mik-
inn áhuga á mörkum, og því hvað
hluturinn er. Nú höfum við upplifað
nýja byltingu; Kópernikus afmiðjaði
okkur í alheiminum og núna göngum
við gegnum nýja næringarfræðilega
byltingu þar sem við horfumst í
augu við að við erum ekki við, heldur
samansafn af bakteríum – við erum
flóra, og ég hef haft það í huga við að
smíða þessa skúlptúra.“
Hann bendir á skúlptúra sem
standa á gólfinu, með lituðum gler-
hliðum sem tyllt er saman á horn-
unum. „Við að horfa á þessa kassa
má spyrja: hvar er kassinn? Þeim er
haldið saman en hvar eru mörkin?
Það er einhver viðburður í því að
þeir tolli saman. Mig langar að þenja
út mörk þess hvað er skúlptúr.“
Páll talar um að nú um stundir sé
ákveðin upplausn í föstum gildum
eða merkingarfræðilegum punktum.
„Þetta eru skemmtilegir tímar. Við
höfum svo gjarnan viljað sporna
gegn því að hlutir séu flóknir og
sannfæra okkur um að einfaldleiki
sé tærari og betri, en svo er stað-
reyndin bara sú að hlutir eru mjög
flóknir og eru alltaf að leysast upp.“
Hann segir að í verkunum megi
sjá sitthvað sem hann hefur áður
skoðað á sýningum, eins og það að
hlutir brotna niður. „Eitt verkið er
til að mynda úr sveppum – þetta
verður eyja hérna,“ og hann bendir á
mold í kassa sem sveppir stingast
upp úr. „Þetta vex og endar á því að
sá sér og teiknar í leiðinni hring úr
svörtu dufti í kring. Mörg verkanna
eru á stöðugri hreyfingu.
Teikningin hefur alltaf verið
kjarninn í því sem ég geri en síðustu
árin hef ég líka verið að reyna að
fatta skúlptúrinn – og er nú að
mjaka mér inn í þann heim.
Ég var á sínum tíma mikið í gjörn-
ingum og við opnunina mun Margrét
Bjarnadóttir listakona flytja verk,
gagnvirkan skúlptúr sem fjallar
meðal annars um efann og ástina.
Efinn er alltaf áhugaverður.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Kassi? Páll Haukur Björnsson situr á einu verkinu og við annað í D-sal Hafnarhússins. Hann spyr hvar mörkin séu.
Efinn er áhugaverður
Sýning á verkum eftir Pál Hauk Björnsson myndlistar-
mann verður opnuð í D-sal Hafnarhússins á morgun
Suðurafríski djasstrompetistinn,
söngvarinn og aktivistinn Hugh
Masekela er látinn, 78 ára að aldri.
Hann og tónlist hans urðu einskonar
tákn fyrir baráttuna gegn aðskiln-
aðarstefnunni í heimalandi hans en
Masekela var í um þrjá áratugi í út-
legð og var þá óþreytandi í barátt-
unni gegn hvítu minnihluta-
stjórninni í Suður-Afríku og hélt á
lofti kröfunni um að Nelson Mandela
yrði látinn laus.
Mikil sorg ríkti í Suður-Afríku í
gær eftir að tilkynnt var um lát
Masekela og hljómaði tónlist bar-
áttukempunnar víða.
Masekela skaut fyrst upp á
stjörnuhimininn á sjötta áratug lið-
innar aldar, er hann varð einn af
frumkvöðlum djassins í Suður-
Afríku. Eftir að hann flutti til
Bandaríkjanna árið 1960 öðlaðist
hann hylli djassunnenda út um
heimsbyggðina og samkvæmt The
New York Times varð „Grazing in
the Grass“, frá 1968, hans vinsæl-
asta lag. Á þeim tíma starfaði Mase-
kela í síauknum mæli með öðrum
afrískum tónlistarmönnum í djassi
og geira þjóðlegrar tónlistar, lék sí-
fellt alþýðlegri tónlist – og naut
gríðarlegrar hylli í Afríku.
Þegar baráttan gegn aðskilnaðar-
stefnunni náði hámarki, á níunda
áratugnum, lék Masekela iðulega
með löndum sínum í útlegð, sem og
með tónlistarmönnum frá öðrum
Afríkulöndum. Hann flutti þá marga
kunna baráttusöngva – einna þekkt-
astur er „Mandela (Bring Him Back
Home)“, og kom fram með Paul Sim-
on á Graceland-tónleikaferð hans.
Eftir að hvíta minnihlutastjórnin
lét af völdum flutti Masekela aftur
heim og hefur notið gríðarlegrar
virðingar allar götur síðan. Hann
hélt áfram að koma fram á tón-
leikum víða um lönd, ýmist með
stórum hljómsveitum eða í djass-
dúett með píanóleikara. Undanfarin
ár hafði Masekela glímt við krabba-
mein í blöðruhálskirtli, sem að lok-
um lagði hann að velli.
Baráttumaðurinn
Masekela látinn
AFP
Þjóðhetja Hugh Masekela leikur á
tónleikum í Lundúnum árið 2012.