Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. J A N Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 25. tölublað 106. árgangur
HLUTIR FÆRA
FÓLKI EKKI
HAMINGJUNA
SYKURRÓFU-
SAFI EYÐIR
HÁLKUNNI
AF STÓR-
FÍRUGUM
ANDA
VILL EYÐA HÁLKU 11 31MINNA ER MEIRA 12-13
Þótt hinir fullorðnu séu mátulega kátir með vetr-
arríkið og mæðist yfir ófærð og kulda er sígild
saga að snjórinn kætir krakkana. Það var bros á
öllum andlitum þegar ljósmyndarinn hitti þennan
hóp í Seláshverfinu í Reykjavík í gær – enda var
margt skemmtilegt hægt að gera í brekkunni.
Búast má við áframhaldandi kulda á sunn-
anverðu landinu og þegar líður á daginn snýst í
norðanátt með brunagaddi en léttskýjuðu. Á
Norðurlandi og víðar má búast við snjókomu.
Morgunblaðið/RAX
Vetrarríkið kætir krakkana
Bæjarstjórn Árborgar hefur
samþykkt að skilyrða fjárstuðning
við íþróttafélög og aðra þá í
byggðarlaginu sem bjóða upp á
frístundastarf fyrir börn, þannig
að í ranni þeirra séu tiltækar regl-
ur, áætlanir og fræðsla sem vinna
gegn kynferðislegri áreitni og of-
beldi. Áður hafði bæjarstjórn
Hafnarfjarðarbæjar samþykkt til-
lögu í sama anda. „Umræðan þar
sem konur hafa komið fram og
sagt sögur sínar, sérstaklega úr
íþróttahreyfingunni, var okkur
hvatning til að bregðast við,“ seg-
ir Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjar-
fulltrúi í Árborg.
Á vettvangi Sambands íslenskra
sveitarfélaga er hvatt til þess að
sveitarfélögin marki sér stefnu
gegn kynferðislegri áreitni. Hjá
Vinnueftirliti ríkisins benda menn
á að reglugerðir um þetta efni nái
aðeins til launaðra starfa. Umræð-
an nú, s.s. um íþróttastarf, sýni þó
að víðar þurfi að koma við. »18
Stuðningur við
íþróttafélög skil-
yrtur í Árborg
„Það er enginn ferðamaður að
fara að kaupa sér innanlandsflug
sem er helmingi dýrara en milli-
landaflugið. Þá stoppa menn bara,“
segir Arnheiður Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri Markaðsstofu
Norðurlands.
Óformleg könnun Morgunblaðs-
ins í gær leiddi í ljós að ferðamenn
geta átt von á því að greiða allt að
helmingi meira fyrir innanlands-
flug hér á landi en annars staðar á
Norðurlöndunum. Kannað var verð
á flugi aðra leið milli Reykjavíkur
og Akureyrar með Air Iceland Con-
nect hinn 15. maí næstkomandi og
það borið saman við álíka langar
flugferðir frá höfuðborgum Sví-
þjóðar, Danmerkur og Noregs með
SAS. Verðið var hæst hér á landi og
lætur nærri að það hafi verið helm-
ingi hærra en í Svíþjóð, 16.725
krónur á móti 8.476 krónum. »4
Innanlandsflugið allt að helmingi dýrara
hér en annars staðar á Norðurlöndunum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Innanlandsflug Dýrara hér á landi en
annars staðar á Norðurlöndunum.
„Það er ánægjulegt að samningar
ríkjanna tveggja séu í höfn þar sem
hagsmunir beggja ríkja eru miklir,“
segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi
Í gær náðust samningar um heim-
ildir Færeyinga til veiða innan ís-
lenskrar lögsögu fyrir þetta ár og
um veiðar í lögsögu beggja á norsk-
íslenskri síld og kolmunna. Íslensk
skip á kolmunnaveiðum í færeyskri
lögsögu geta nú verið 15 í stað 12 og
Færeyingar mega veiða loðnu við Ís-
land sem nemur 5% af heildarafla í
loðnu á vertíðinni,
það er 25 þúsund
tonn hið mesta í
stað 30 þúsund
tonna eins og ver-
ið hefur. Þá er
lögð rík áhersla á
að loðnan fari til
manneldis-
vinnslu. Stefnt er
að því að gera
rammasamning
milli landanna um fiskveiðimál fyrir
haustið og fer sú vinna af stað innan
tíðar.
„Óvissan um áframhaldandi gott
samstarf ríkjanna tveggja á grund-
velli samningsins var síst heppileg,
enda bæði loðnu- og kolmunnavertíð
handan við hornið,“ segir Heiðrún
Lind.
Kristján Þór Júlíusson sjávarút-
vegsráðherra segir það góð tíðindi
fyrir Íslendinga og Færeyinga að
samningar hafi náðst. Í því skyni hafi
menn leitað skynsamlegra lausna og
það gengið upp. Það sé ekki síður
gott að geta eytt þeirri óvissu sem
verið hafi uppi í þessu hagsmunamáli
og snert marga. »9
Fundu skynsamlega lausn
Íslendingar og Færeyingar semja um uppsjávarfiskinn
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
„Það er mjög
óvanalegt að það
gerist, og hefur
ekki gerst í að
verða áratug, að
framboð sé nán-
ast beinlínis boð-
ið fram í gegnum
pólitískt um-
hverfi eins og í
gegnum Sósíal-
istaflokkinn,“ segir Sigurður
Bessason, fráfarandi formaður Efl-
ingar – stéttarfélags, um mót-
framboð til höfuðs lista uppstilling-
arnefndar félagsins. Þá segir hann
meðlimi Eflingar verða að hugsa
um það hvort þeir vilji að félagið
verði leitt áfram af formanni VR,
Ragnari Þór Ingólfssyni, sem lýst
hefur yfir stuðningi við framboðs-
lista sem Sólveig Anna Jónsdóttir
leiðir.
Hann segir stéttarfélög ekki eiga
að stjórnast af flokkspólitík, enda
þurfi allir að vera í stéttarfélögum,
óháð skoðunum. »2
Sósíalistaflokkurinn
bjóði fram í Eflingu
Sigurður Bessason
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um 7.900 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til
landsins í fyrra en frá því, sem er mesti fjöldi í
sögunni. Að auki komu hingað rúmlega 5.000
manns á vegum starfsmannaleigna og sem út-
sendir starfsmenn.
Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er
lítil skörun milli þessara hópa. Séu tölurnar
lagðar saman er útkoman að milli 12 og 13 þús-
undum fleiri erlendir ríkisborgarar hafi flutt
til landsins en frá því í fyrra. Hluti þeirra kem-
ur tímabundið.
Pólverjum fjölgar ört á Íslandi
Tölur Hagstofunnar benda til að rúmlega
3.300 fleiri Pólverjar hafi flutt til landsins í
fyrra en frá því. Til að setja þá tölu í samhengi
fer hún nærri því að vera prósent af íbúafjölda
landsins.
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Há-
skóla Íslands, spáir minni aðflutningi erlendra
ríkisborgara en í fyrra. Hann spáir því líka að
erlent verkafólk verði í aukinni samkeppni við
innlent um láglaunastörf.
Þrettán þús-
und fluttu
til landsins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vöxtur Uppbygging ferðaþjónustu hefur
meðal annars kallað á aðflutt vinnuafl.
Metfjöldi erlendra
ríkisborgara kom í fyrra
M2017 var metár í aðflutningi fólks »10