Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 30. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Talið að Ríkharður hafi farið í ána 2. Vilja æviráða Guðmund 3. Sunna kemur ekki heim í dag 4. Kjánahrollur fór um Ragnar Þór »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvartett saxófónleikarans Ólafs Jónssonar kemur fram á Kex hosteli við Skúlagötu í kvöld, kl. 20.30. Ólaf- ur fagnar útgáfu á fyrsta geisladiski sínum, Tími til kominn, og mun kvart- ettinn leika lög af honum, auk nokk- urra valinna standarda. Morgunblaðið/Hari Tími til kominn með kvartetti Ólafs á Kex  Gallerí Fold stendur þessa dagana fyrir vef- uppboði á verkum eftir Braga Ás- geirsson (1931- 2016), myndlist- armann og list- rýni Morgun- blaðsins. Boðin eru upp málverk og grafík frá ýmsum tímabilum á ferli Braga. Verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg en uppboðinu lýkur á föstudag. Vefuppboð á verkum Braga Ásgeirssonar  Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, flytur í hádeginu í dag erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands um íslensku lopapeysuna. Ásdís er höfundur bókarinnar Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar í máli og myndum, en hún hefur einn- ig gefið út bækur um sögu hönn- unar og íslenska fatasögu. Fjallar um sögu og hönnun lopapeysa Á miðvikudag Norðan 8-15 m/s og él eða snjókoma á N-verðu landinu, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig, mildast með S-ströndinni. SPÁ KL. 12.00 Í DAG 5-15 m/s og snjókoma eða slydda S- og V- til, en úrkomulítið fyrir norðan. NA-lægari síðdegis og styttir upp V- lands, en stöku él fyrir norðan og austan í kvöld. Frost 0 til 10 stig. VEÐUR „Þetta er rosalega flott mót. Það er svo mikið lagt í þetta. Umgjörðin er orðin eins og á stórmótum er- lendis. Allt er orðið form- legra og fyrir vikið myndast meiri stemning hjá kepp- endum,“ segir Hulda Þor- steinsdóttir stangarstökkv- ari sem fær harða keppni frá erlendum mótherjum í frjálsíþróttakeppni Reykja- víkurleikanna um næstu helgi. »4 Eins og á stór- mótum erlendis Yfir 40 þjálfarar úr bandarískum há- skólum eru væntanlegir til landsins til að skoða 60 íslenska knatt- spyrnumenn í sérstökum sýning- arleikjum í Fífunni um næstkomandi helgi. Þeir knattspyrnumenn sem hljóta hæstu styrkina fá styrki upp á tugi milljóna íslenskra króna, en í þeim felst greiðsla skólagjalda, húsa- leiga, matur og sjúkraþjálfun. »1 Tugir bandarískra þjálf- ara skoða Íslendinga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Algengt er að Vestur-Íslendingar og útlend- ingar, sem læra íslensku sem annað mál, geri sömu villur í sambandi við notkun forsetninga, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Gunnlaugar Birtu Þorgrímsdóttur í lokaritgerð í íslensku til BA-prófs við Háskóla Íslands, sem hún skilaði í liðinni viku. Hugmyndina að ritgerðinni fékk Gunnlaug eft- ir að hafa tekið þátt í Snorra West verkefninu í Minnesota, Norður-Dakóta og Manitoba í Norð- ur-Ameríku sumarið 2016. Þar kynntist hún líka fjarskyldum ættingjum sem hún hafði ekki hug- mynd um áður og heldur enn góðu sambandi við þá. „Við hittumst vonandi fljótlega aftur,“ segir hún. Verkefni Gunnlaugar snerist um að skoða bréf frá vestur-íslenskri konu, bréf Jónu, til frænd- fólks á Íslandi á um 70 ára tímabili og kanna hvort villur væru í forsetninganotkun hennar. Til samanburðar kannaði Gunnlaug hvort nemendur sem lærðu íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands gerðu svipaðar villur, hvort þeir notuðu til dæmis „í“ þegar nota skal „á“ samkvæmt ís- lenskri málfræði. Gunnlaug bendir á að Jóna lærði íslensku sem barn á máltökuskeiðinu, en ólst upp í umhverfi þar sem hún gat lítið notað málið. Háskólanem- endurnir, sem voru um og yfir tvítugt og því ekki lengur á máltökuskeiði, þegar könnunin fór fram, komu til Íslands til þess að læra íslensku. Þeir voru í samfélagi þar sem þeir heyrðu vart annað en íslensku. „Ég dró þá ályktun að mál- fræðikunnátta væri svipuð hjá annarsmálshöfum og erfðarmálshöfum,“ segir Gunnlaug og vísar til þess að sömu hlutir varðandi forsetningar væru erfiðastir fyrir báða hópana. „Jóna hefði átt að vita betur því hún lærði málfræðina fullkomlega, þegar hún var barn, en vegna þess að hún fékk ekki tækifæri til þess að heyra íslensku og nota hana hrakaði kunnáttu hennar.“ Auglýsing varð til þess að Gunnlaug sótti um að taka þátt í Snorra West. „Þetta var algjör til- viljun,“ segir hún og bætir við að ferðin sé eina ferð hennar vestur um haf til þessa en hún hafi kynnst mörgu áhugaverðu fólki og samfélagi sem hún vissi ekkert um áður. „Það var fræð- andi að kynnast þessari menningu og kynni af fólki, sem kunni íslensku en talaði hana ekki vel, því það hafði fá tækifæri til þess að tala hana, kveiktu áhuga hjá mér á að rannsaka málið frek- ar.“ Kynning í næstu viku Snorra West verkefnið (www.snorri.is) hefur staðið yfir árlega síðan 2001 og er skipulagning nú í höndum Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi með aðstoð frá Norræna félaginu og Þjóðræknisfélagi Íslendinga hérlendis. Boðið er upp á mismunandi svæði og næst verður verk- efnið í Washingtonborg, Toronto, Ottawa, L’Anse Aux Meadows og Halifax 16. júní til 14. júlí í sumar, en alls hafa um 100 íslensk ung- menni tekið þátt í því frá upphafi. Snorri West og Nordjobb verða með opið hús á skrifstofu Norræna félagsins kl. 17-19 fimmtudaginn 8. febrúar, en umsóknarfrestur til að taka þátt í verkefninu í sumar er til og með 23. febrúar n.k. Hugmynd að lokaritgerð varð til í Vesturheimi Snorri West Í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum 2016. Frá vinstri: Tómas H. Tómasson, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir, Vala Margrét Jóhannsdóttir (í appelsínugulu) og Sesselía Ólafsdóttir.  V-Íslendingar og útlend- ingar, sem læra íslensku sem annað mál, gera sömu villur Frænkur Gunnlaug kynntist Mary Lorraine Bloomer í Winnipeg í Kanada og bjó hjá henni. „Ég er ánægður með strákana. Þeir hafa staðið sig og verið tilbúnir að leggja mikið á sig og ekki lagt árar í bát þótt sumir leikir hafi tapast stórt. Við höfum náð stigum hér og þar og ætlum áfram að leggja okk- ur fram þótt vissulega verði leik- irnir sem framundan eru miserfið- ir,“ segir Gunnar Gunnarsson, þjálfari karlaliðs Víkings í hand- knattleik sem kynnt er ítarlega í opnu íþrótta- blaðsins. » 2-3 Strákarnir tilbúnir að leggja mikið á sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.