Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018
Austurríski leikstjórinnMichael Haneke er ekkimikið fyrir að gera áhorf-andanum auðvelt fyrir.
Haneke er meira gefinn fyrir að
hrista upp í hlutunum og vekja til
umhugsunar, jafnvel þannig að
óþægilegt getur verið á að horfa.
Nýjasta mynd hans ber heitið
Happy End og fjallar um fjölskyldu
sem á yfirborðinu hefur allt en er þó
meira og minna skemmd.
Höfuð Laurent-fjölskyldunnar
finnur fyrir einkennum elliglapa og
hefur látið stjórn verktakafyrirtækis
fjölskyldunnar í hendur dóttur sinn-
ar, sem hefur áhyggjur af því að son-
ur sinn ætli að verða auðnuleysingi.
Sonur hans er læknir með unga
konu og barn og þarf að taka inn á
heimilið dóttur sína, sem er að verða
unglingur, vegna þess að móðir
hennar tók ofskammt af lyfjum,
nema henni hafi verið byrluð þau.
Frásögnin í myndinni er mjög
brotakennd. Snjalltækjavæðingin
fær sinn skerf og verður síst mann-
bætandi í meðförum Hanekes, en af-
hjúpar hins vegar. Í upphafi sést lóð-
rétt upptaka úr síma af konu á
baðherbergi að undirbúa sig undir
að ganga til náða. Við sjáum upp-
töku úr öryggismyndavél, samtal er
slegið inn á samskiptavef á tölvuskjá
og myndskeið af félagsvef birtist
fyrirvaralaust.
Kvikmyndatakan gerir mikið fyrir
myndina. Iðulega koma löng atriði
þar sem myndavélin hreyfist vart,
fólk kemur og fer og áhorfandinn er
eins og gluggagægir. Kyrrstaða
myndavélarinnar er bæði notuð til
að skapa nálægð og fjarlægð á at-
burðarásina. Stundum er hún einum
of nærgöngul. Í næstu andrá verður
áhorfandinn eins og vitni úr fjarska,
sér sögupersónur tala saman, jafn-
vel takast á, en verður að geta sér til
um hvað þeim fer á milli. Klippingar
geta verið snöggar og samhengis-
lausar. Þegar á líður kemur sam-
hengi hlutanna þó fram og brotin
falla á sinn stað.
Isabelle Huppert leikur dótturina,
sem er með erfiðan rekstur fjöl-
skyldufyrirtækisins á herðum sér.
Hún er að reyna að fá son sinn til að
axla ábyrgð, en hann á erfitt með að
fóta sig og hún getur ekki leynt von-
brigðum sínum þótt hún reyni. Son-
inn leikur Franz Rogowski og á hér
dágóða spretti, sérstaklega í skraut-
legu atriði á karaókíbar.
Mathieu Kassovitz leikur lækn-
inn. Hann er þekktastur fyrir leik-
stjórn myndarinnar Amélie, en hef-
ur einnig leikið í fjölda mynda og
túlkar vel mann, sem á erfitt með að
binda sig og vera við eina fjöl felldur.
Senuþjófarnir eru þó yngsti og
elsti leikarinn. Fantin Harduin leik-
ur dóttur læknisins, ungu stúlkuna,
sem flytur til föður síns af því að
móðir hennar er í dái. Hún stýrir
símamyndavélinni í upphafi myndar.
Í næsta atriði sjáum við hvar hún
gefur hamstrinum sínum róandi til
að sjá hvernig lyfið virkar. Harduin
virðist brotin og hrædd, en smám
saman kemur í ljós að þegar hún er
ekki ánægð með aðstæður sínar
grípur hún til sinna ráða.
Gamla brýnið Jean-Louis Trint-
ignant leikur afa hennar. Trintign-
ant á rúm tvö ár í nírætt, hefur verið
á hvíta tjaldinu í rúm sextíu ár og
leikið í myndum margra af helstu
leikstjórum seinni hluta tuttugustu
aldar, allt frá Francois Truffaut og
Claude Chabrol til Bernardos Berto-
luccis. Hann átti stórleik í myndinni
Ást frá 2012 eftir Haneke og hér er
hann engu síðri. Hann finnur að
hann er að tapa minni og vill helst fá
að stimpla sig út áður en honum förl-
ast frekar. Það reynist þó hægara
sagt en gert.
Trintignant verður seint sakaður
um ofleik, en honum tekst með litlu
að koma miklu til skila, þarf ekki
nema rétt að banda hendi eða lyfta
brúnum. Eitt besta atriði myndar-
innar er þegar hann ræðir lífið og til-
veruna við barnabarn sitt af óhugn-
anlegri hreinskilni.
Fjölskyldan býr í Calais og fyr-
irtækið starfar þar. Calais er hafnar-
bær með 125 þúsund íbúa og þaðan
siglir ferja yfir til Dover á Bretlandi
og þar er farið niður í Ermarsunds-
göngin. Fyrir vikið hefur flótta-
menn, drifið til Calais. Þar hafa þeir
reynt að laumast um borð í bíla og
skip til að komast yfir sundið. Fyrir
utan Calais mynduðust nokkur þús-
und manna búðir. Síðla árs 2016
voru búðirnar rýmdar með jarð-
ýtum, en vandinn er enn til staðar.
Í kynningu á myndinni er mikið
gert úr því að flóttamannavandinn
sé í bakgrunni sögunnar, en það er
ansi djúpt á honum. Í einu atriði sést
út um bílrúðu múr, sem reistur var
til að flóttamenn kæmust ekki að
flutningabílum á leið til Bretlands. Í
öðru sést hópur flóttamanna á götu.
Að öðru leyti er flóttamannavandinn
vart merkjanlegur fyrr en hann ryð-
ur sér leið inn á sviðið undir lokin.
Haneke tekur hér upp þræði, sem
hann hefur fjallað um í mörgum
fyrri mynda sinna. Í Ást léku Trint-
ignant og Huppert einnig feðgin og í
einu atriði í Happy End kveðst Trin-
tignant hafa veitt aldraðri eiginkonu
sinni lausn með sama hætti og í
þeirri mynd. Hér ber Haneke á borð
krufningu á fjölskyldu úr efri milli-
stétt og háðið er oft skammt undan.
Fjölskyldumeðlimirnir eru sjálf-
hverfir, laskaðir og skemmdir, ná
ekki sambandi hver við annan og er
fyrirmunað að átta sig á að í næsta
nágrenni er heimur, þar sem ríkir
slík neyð að þeirra vandamál teldust
til forréttinda. Heimur þessarar
hamingjusnauðu fjölskyldu er ekki
fallegur, en samt er ekki hægt að
hætta að horfa.
Af hamingjuleysi fjöl-
skyldu í allsnægtum
Franska kvikmyndahátíðin
Háskólabíó
Happy End bbbbn
Leikstjóri og handritshöfundur: Michael
Haneke. Leikarar: Jean-Louis Trintign-
ant, Isabelle Huppert, Mathieu Kasso-
vitz, Fantine Harduin, Franz Rogowski,
Laura Verlinden og Toby Jones. Frakk-
land, Austurríki, Þýskaland. Franska og
enska. 107 mín.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Allt er gott sem … Myndin Happy End segir frá hamingjuleysi velmegandi millistéttarfjölskyldu.
Tekjuhæsta kvikmynd helgarinnar
að þessu sinni er lokamyndin í The
Maze Runner-syrpunni, The Death
Cure, og skákaði hún toppmynd
helgarinnar á undan, Paddington 2.
Um 3.000 manns sáu þá fyrrnefndu
en um 300 færri þá síðarnefndu.
Maze Runner: The Death Cure (2018) Ný Ný
Paddington 2 1 3
The Post 3 2
Jumanji (2017) 2 5
Den of Thieves Ný Ný
Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 5 2
Ferdinand 9 5
Óþekkti hermaðurinn (Tuntematon sotilas) Ný Ný
The Greatest Showman 8 5
Deep (Ævintýri í undirdjúpum) 13 2
Bíólistinn 26.–28. janúar 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Bíóaðsókn helgarinnar
KOMNIR
AFTUR!
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - verslun@brynja.is
Lykilverslun við Laugaveg
síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla
VERÐ
FRÁ
3.180 kr
5.980
KR.
980
KR.
8.440
KR.
6.800
KR.
4.850
KR.
Ný
vefverslun
brynja.is
ICQC 2018-20
BÍÓ
áþriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allarmyndir nema íslenskar
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 5.30
SÝND KL. 5.30SÝND KL. 7.50, 10.30SÝND KL. 8, 10.15
SÝND KL. 6, 9