Morgunblaðið - 30.01.2018, Side 16

Morgunblaðið - 30.01.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is 30. janúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 100.39 100.87 100.63 Sterlingspund 143.03 143.73 143.38 Kanadadalur 81.52 82.0 81.76 Dönsk króna 16.796 16.894 16.845 Norsk króna 13.053 13.129 13.091 Sænsk króna 12.75 12.824 12.787 Svissn. franki 107.45 108.05 107.75 Japanskt jen 0.9197 0.9251 0.9224 SDR 146.17 147.05 146.61 Evra 125.05 125.75 125.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.31 Hrávöruverð Gull 1348.4 ($/únsa) Ál 2237.0 ($/tonn) LME Hráolía 70.07 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Gengi hlutabréfa nær allra félaga á Aðalmarkaði Kaup- hallarinnar lækkaði í gær, á fyrsta við- skiptadegi vikunnar. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,27% og Heildarvísitalan féll um 0,36% í lið- lega 2,4 milljarða króna viðskiptum. Mest lækkuðu bréf Haga, um 3,3% í 542 milljóna króna viðskiptum. Þá lækk- uðu hlutabréf í N1 um 2,4% í 160 milljón króna viðskiptum og í Icelandair Group um 1,6% í 202 milljóna króna viðskiptum. Einungis hlutabréf í tveimur félögum hækkuðu í verði í gær, í Marel um 1,0% í 295 milljóna króna viðskiptum og í Reit- um um 0,2% í 274 milljóna króna við- skiptum. Þrátt fyrir lækkunina í gær hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 7,2% það sem af er þessu ári. Vikan byrjaði rauð í Kauphöll Íslands Gengi Hlutabréf lækkuðu í gær. STUTT BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hlutfall nýrra fyrirtækja sem fóru á vanskilaskrá lækkaði um 0,4 pró- sentustig á milli ára og var 5,2% árið 2017. Af 20 svokölluðum ISAT-flokk- um sem fyrirtæki eru flokkuð í, batn- aði hlutfallið í 14. Mest var um ný van- skil í flokknum leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta í fyrra. Í þann flokk falla til dæmis ferðaskrifstofur og bílaleigur. Þetta kemur fram í samantekt Creditinfo fyrir Morgun- blaðið. Helst í hendur við uppsveiflu „Mögulega helst þróunin í hendur við uppsveifluna í atvinnulífinu,“ seg- ir Jón Sigurður Þórarinsson, sér- fræðingur í greiningu og ráðgjöf hjá Creditinfo. „Meðalrekstrarhagnaður fyrirtækja hefur til að mynda aukist á hverju ári frá 2013 á sama tíma og meðaleiginfjárhlutfall hefur farið hækkandi og meðalskuldahlutfall lækkandi.“ Að hans sögn er of snemmt að segja til um hvort þróun nýskráninga á vanskilaskrá milli áranna 2016 og 2017 sé í takt við þá þróun, þar sem rekstrarupplýsingar ársins 2017 munu almennt ekki liggja fyrir fyrr en síðar á árinu. Ferðaþjónusta strembnari Eins og fyrr segir var mest um ný vanskil í flokknum leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta. Hlutfallið var 7,8% og jókst um 0,6 prósentustig á milli ára. Jón Sigurður dregur fram að í und- irflokki þess, ferðaskipuleggjendur, hafi vanskil aukist um 2,8 prósentu- stig á milli ára, í undirflokknum ferðaskrifstofur hafi vanskil aukist um 1,9 prósentustig og í flokknum leiga á bifreiðum og léttum vélknún- um ökutækjum hafi vanskil aukist um 2,1 prósentustig. Hann vekur athygli á því að rekst- ur þessara fyrirtækja hafi verið erf- iðari á árinu 2016 en árið áður, t.d. dróst meðalrekstrarhagnaður saman um 55% í tilviki ferðaskrifstofa og um 37% hjá ferðaskipuleggjendum. Hótelrekstur glæðist Árið 2016 var mest um ný vanskil í flokknum rekstur gististaða og veit- ingarekstur. Í fyrra batnaði hlutfallið um 3,3 prósentustig og var 7,3% við árslok 2017. „Ef undirflokkar eru skoðaðir má sjá að hlutfall nýskrán- inga á vanskilaskrá lækkaði fyrir flesta undirflokka, þar með talin hótel og gistiheimili án veitingaþjónustu, hótel og gistiheimili með veitinga- þjónustu og veitingastaðir,“ segir Jón Sigurður. Að hans sögn batnaði rekstur fyrir- tækja sem skipa téðan flokk á milli áranna 2015 og 2016, meðalrekstrar- hagnaður jókst um 38%. Mesta aukning vanskila í fyrra var í flokknum námugröftur og vinnslu hráefna úr jörðu en gæta þarf að því að flokkurinn inniheldur afar fá fyr- irtæki í samanburði við aðra flokka. Hlutfallið fór frá því að ekkert félag var á vanskilaskrá árið 2016 í 7,8% í fyrra, að því er Jón Sigurður bendir á. Róðurinn þyngist hjá ferðaskrifstofum Vanskil dragast almennt saman » Mest var um ný vanskil í flokknum leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta á árinu 2017. Í þann flokk falla t.d. ferðaskrifstofur, ferðaskipu- leggjendur og bílaleigur. » Mesta aukning vanskila í fyrra var í flokknum námu- gröftur og vinnslu hráefna úr jörðu. » Það helgast af því að flokk- urinn inniheldur afar fá fyr- irtæki í samanburði við aðra flokka.  Hlutfall nýrra fyrirtækja sem fóru á vanskilaskrá lækkar Heimild: Creditinfo Hlutfall nýrra fyrirtækja á vanskilaskrá árið 2017 árið 2016 Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 7,80% 7,20% Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 7,80% 0,00% Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 7,50% 7,50% Rekstur gististaða og veitingarekstur 7,30% 10,60% Flutningar og geymsla 7,10% 5,40% Upplýsingar og fjarskipti 6,20% 6,20% Framleiðsla 6,10% 6,30% Heild 5,20% 5,60% Vanskil fyrirtækja Samkeppniseftirlitið hefur sent Högum andmælaskjal vegna fyrir- hugaðra kaupa á Olíuverzlun Ís- lands og fasteignafélaginu DGV. Þar kemur fram að frumniðurstaða eftirlitsins sé að samruninn raski samkeppni og verði ekki samþykkt- ur af Samkeppniseftirlitinu án skil- yrða. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Högum til Kauphallar- innar. Skjalið felur í sér frummat Sam- keppniseftirlitsins en felur ekki í sér bindandi stjórnvaldsákvörðun. Stjórn Haga hefur samþykkt að ganga til sáttaviðræðna við Sam- keppniseftirlitið til úrlausnar þeim þáttum sem taldir eru raska sam- keppni og koma fram í frummati Samkeppniseftirlitsins. Allar ályktanir í andmælaskjalinu byggjast eins og áður segir á frum- mati Samkeppniseftirlitsins og geta tekið breytingum gefi ný gögn eða sjónarmið tilefni til þess. Í tilkynningu segir að Hagar vinni nú að því að koma athuga- semdum við andmælaskjalið á framfæri en auk þess eru að hefjast sáttaviðræður um málið í von um að hægt sé að leysa þau samkeppn- isvandamál sem um ræðir. Kaupsamningarnir voru undirrit- aðir með fyrirvara 26. apríl í fyrra, meðal annars um samþykki Sam- keppniseftirlitsins. Hluthafar höfðu þegar samþykkt kaupin. Samkeppniseftirlitið ógilti fyrir- hugaðann samruna Haga og Lyfju síðastliðið sumar. Finnur Árnason, forstjóri Haga, vildi ekki tjá sig umfram það sem fram kom kauphallartilkynningu um málið í samtali við Morgunblaðið. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Verslun Eftirlitið telur samruna Haga og Olís raska samkeppni. Samruni Haga og Olís ekki án skilyrða  Frumniðurstaða Samkeppniseft- irlitsins er neikvæð Verðbólga síð- ustu tólf mánuði fer úr 1,9% í 2,4% samkvæmt nýrri mælingu Hag- stofu Íslands á vísitölu neyslu- verðs í janúar. Ársverðbólga hefur ekki mælst jafnhá síðan júlí 2014. Þetta er mun meiri verðbólga en greining- araðilar höfðu gert ráð fyrir í spám sínum. Sé litið til þróunar vísitölunnar án húsnæðisþátta, þá hefur verið 0,9% verðhjöðnun hér á landi und- anfarna tólf mánuði. Vísitala neysluverðs lækkaði á milli desember og janúar eins og jafnan er á þessum árstíma vegna vetrarútsalna. Nam lækkun vísitöl- unnar 0,09% á milli mánaða, en spár höfðu gert ráð fyrir 0,45% til 0,6% lækkun. Án húsnæðis lækkaði vísitalan um 0,27%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 0,9% á milli mánaða og olli það 0,19% hækkun á vísitölunni. Það skýrist að miklu leyti af mikilli mældri hækkun hús- næðisverðs á landsbyggðinni, að því er fram kemur í Markaðs- punktun Arion banka. Hins vegar lækkaði verð á fötum og skóm um 10%, sem lækkaði vísi- töluna um 0,35%. Þá lækkuðu far- gjöld til útlanda um 9% og lækkaði það vísitöluna um 0,1%. Íslandsbanki segir í Korni sínu að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram við 2,5% markmið Seðla- bankans næstu mánuði. Landsbank- inn segir í Hagsjá að janúarmæling neysluvísitölunnar dragi úr líkum þess að peningastefnunefnd lækki vexti við næstu vaxtaákvörðun mið- vikudaginn 7. febrúar. sn@mbl.is Verð- bólgan í 2,4% Verslun Verðlag hækkar hraðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.