Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018
ÚTSÖLULOK!
ECCO ZOE DÖMUSKÓR
9.995
VERÐ ÁÐUR 19.995
50%
AFSLÁTTUR
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tölur Hagstofunnar benda til að um
7.900 fleiri erlendir ríkisborgarar
hafi flutt til landsins í fyrra en frá
því. Með því er gamla metið frá 2006
fallið en þá endaði talan í 5.535.
Að auki komu hingað rúmlega
5.000 manns á vegum starfsmanna-
leigna og sem útsendir starfsmenn.
Séu þessar tölur lagðar saman er út-
koman að um 13.000 fleiri erlendir
ríkisborgarar fluttu til landsins í
fyrra en fluttu þá frá landinu.
Spár um að metfjöldi erlendra
ríkisborgara myndi leita tækifæra í
íslenskri ferðaþjónustu og bygging-
ariðnaði hafa því gengið eftir.
Fólkið dvelur hér mislengi. Því
munu ekki allir skjóta hér rótum.
Gengið er út frá því að óveruleg
skörun sé í hópum útsendra starfs-
manna og starfsmanna starfs-
mannaleigna og að þeir séu ekki
taldir með sem aðfluttir erlendir
ríkisborgarar. Með þeim rökum eru
þessar tölur hér lagðar saman.
Yfirleitt ekki taldir til íbúa
Ólafur Már Sigurðsson, sérfræð-
ingur á Hagstofunni, segir þetta til
skoðunar. Almennt séu útsendir
starfsmenn og starfsmenn starfs-
mannaleigna ekki taldir með sem
aðfluttir erlendir ríkisborgarar. Þó
geti verið einhver skörun. Á næstu
mánuðum muni Hagstofan senda frá
sér greiningu á fjölda erlendra
starfsmanna á Íslandi.
Þær upplýsingar fengust hjá
Vinnumálastofnun að ríflega 3.200
starfsmenn komu á vegum starfs-
mannaleigna í fyrra. Það er ríflega
tvöföldun frá fyrra ári. Þá komu
hingað rúmlega 1.800 starfsmenn á
vegum erlendra þjónustufyrirtækja.
Það er tæplega tvöföldun milli ára.
Samtals komu því hingað rúmlega
5.000 starfsmenn á vegum starfs-
mannaleigna og erlendra þjónustu-
fyrirtækja í fyrra. Til samanburðar
voru þeir samtals um 110 árið 2014.
Umræddir starfsmenn komu á
vegum 36 starfsmannaleigna og 125
erlendra þjónustufyrirtækja.
Yfirleitt í skemmri tíma
Útsendir starfsmenn koma á veg-
um fyrirtækja í Evrópu og vinna að
ákveðnum verkefnum, yfirleitt um
skemmri tíma. Boðvald og verk-
stjórn er á hendi erlenda fyrirtæk-
isins. Útsendir starfsmenn eru al-
mennt á launaskrá erlendu fyrir-
tækjanna. Má í því efni rifja upp að í
gildi er tvísköttunarsamningur milli
Íslands og margra erlendra ríkja.
Starfsmannaleigur leigja starfs-
menn gegn gjaldi til að sinna störf-
um á vinnustað notendafyrirtækis
undir verkstjórn þess. Þessir tveir
hópar geta skarast. Þegar erlend
starfsmannaleiga sendir starfsmann
til Íslands gilda þannig ekki ein-
göngu lög um starfsmannaleigur um
störf þeirra heldur einnig að hluta
til reglur um útsendan starfsmann.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnu-
málastofnun er slík skörun óveru-
legt brot af heildinni.
Haft var eftir Gísla Davíð Krist-
jánssyni, sérfræðingi hjá Vinnu-
málastofnun, í Morgunblaðinu í júní
að tölur um fjölda útsendra starfs-
manna og starfsmanna hjá starfs-
mannaleigum frá síðustu uppsveiflu,
2004-2008, væru ekki samanburðar-
hæfar við tölur síðustu ára. Í fyrsta
lagi hefðu núverandi lög um útsenda
starfsmenn ekki tekið gildi fyrr en
2007. Í öðru lagi hefði Evrópusam-
bandið tekið miklum breytingum á
tímabilinu. Aðildarríkjum hefði
fjölgað úr 15 í 27 í tveimur lotum,
2004 og 2007. Gengu ríki Austur-
Evrópu þá í ESB og tengdust þann-
ig Íslandi í gegnum EES-samning-
inn.
Var líka haft eftir Gísla Davíð að
starfsmannaleigur hefðu verið nýtt
fyrirbæri í uppsveiflunni 2004-2008.
Umsvifin hefðu þá verið minni.
Þriðja árið frá aldamótum
Hvað varðar aðflutning íslenskra
ríkisborgara til landsins voru að-
fluttir 360 fleiri en brottfluttir.
Með því var árið 2017 þriðja árið
frá aldamótum þar sem flutnings-
jöfnuður íslenskra ríkisborgara var
jákvæður. Hin árin eru 2000 og
2005, ár netbólunnar og bankaútrás-
ar.
Samtals eru brottfluttir íslenskir
ríkisborgarar umfram aðflutta alls
11.550 frá aldamótum. Þessu er öf-
ugt farið hjá erlendum ríkisborgur-
um. Aðfluttir umfram brottflutta
eru þar alls 37.544 frá aldamótum.
Þessi sveifla hefur breytt sam-
setningu þjóðarinnar. Samkvæmt
Hagstofunni voru íbúar landsins
348.580 í lok árs 2017 og þar af
37.950 erlendir ríkisborgarar. Það
er um tíundi hluti íbúafjöldans. Þá
myndi sá fjöldi mynda annað
stærsta sveitarfélag landsins á eftir
Reykjavík.
Aukin samkeppni ófaglærðra
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, hefur í sam-
tölum við Morgunblaðið spáð mikl-
um aðflutningi erlendra ríkisborg-
ara vegna starfa í ferðaþjónustu.
Reyndist hann þar sannspár.
Ásgeir segir aðspurður útlit fyrir
minni straum erlendra ríkisborgara
til landsins í ár en í fyrra. Hægt hafi
á hagvexti og vexti ferðaþjónustu.
Hann segir laun ófaglærðs verka-
fólks mjög há á Íslandi í evrópsku
samhengi. Ísland muni því áfram
toga í erlent verkafólk. Það geti aft-
ur ýtt undir samkeppni í neðstu
þrepum launastigans og jafnvel
valdið ruðningsáhrifum. Sum fyrir-
tæki geti fengið hæfara fólk að utan
en í boði er hér innanlands fyrir
sömu laun. Slíkt sé vel þekkt erlend-
is, t.d. í Bretlandi.
2017 var metár í aðflutningi fólks
Aðfluttir umfram brottflutta 7.900 Þá komu 5.000 frá starfsmannaleigum og sem útsent starfsfólk
Ríflega 3.300 fleiri Pólverjar fluttu til landsins en frá því Tvöföldun hjá starfsmannaleigum í fyrra
Búferlaflutningar frá Íslandi 2000 til 2017
Aðfluttir umfram brottflutta
Heimild: Hagstofa Íslands
Íslenskir Erlendir
2000 62 1.652
2001 -472 1.440
2002 -1.020 745
2003 -613 480
2004 -438 968
2005 118 3.742
2006 -280 5.535
2007 -167 5.299
2008 -477 1.621
2009 -2.466 -2.369
2010 -1.703 -431
2011 -1.311 -93
2012 -936 617
2013 -36 1.634
2014 -760 1.873
2015 -1.265 2.716
2016 -146 4.215
2017 360 7.900
+6
+5
+4
+3
+2
+1
0
-1
-2
-3
-4
.000
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
Samtals Íslenskir Erlendir
2000-2017 -11.550 37.544
2005-2007 -329 14.576
2015-2017 -1.051 14.831
Íslenskir ríkisborgarar
Erlendir ríkisborgarar
8260
Starfsmannaleigur og erlend þjónustufyrirtæki
2014 2015 2016 2017
Starfsmannaleigur 4 9 30 36
Starfsmenn 22 165 1.527 3.205
Erlend þjónustufyrirtæki 5 18 54 125
Útsendir starfsmenn 91 341 996 1.825
Heimild: Vinnumálastofnun
Pólskir ríkisborgarar
Aðfluttir umfram brottflutta
2017 Aðfluttir Brottfluttir Mismunur
1. ársfj. 570 180 390
2. ársfj. 1.670 150 1.520
3. ársfj. 1.310 340 970
4. ársfj. 890 450 440
Samtals 4.440 1.120 3.320
2017 alls
3.320
Heimild:
Hagstofa Íslands
390
1.520
970
440
„Það er mikil
vakning í heimin-
um og okkur
finnst tímabært
að stjórnvöld sýni
einhver við-
brögð,“ segir
Kristín I. Páls-
dóttir, talskona
Rótarinnar.
Rótin hefur
undanfarin ár
barist fyrir því að öryggi kvenna í
meðferðarkerfinu sé tryggt. Hefur
félagið óskað eftir úrbótum hjá yf-
irvöldum en þær hafa ekki fengist,
segir Kristín. Með #metoo-bylting-
unni hafa konur risið upp gegn
rótgróinni kvenfyrirlitningu, áreitni
og kynferðisofbeldi og telur Kristín
tímabært að horft sé til kvenna inn-
an meðferðarkerfisins.
„Í kynjablandaðri meðferð er mik-
ið valdaójafnvægi. Við þekkjum
ótrúlega margar sögur af sorglegum
atburðum í meðferð sem hafa skað-
leg áhrif á líf fólks. Við þekkjum kon-
ur sem hafa orðið fyrir áreitni í eða
eftir meðferð, ungar stúlkur kynnast
þar ofbeldismönnum sem misþyrma
þeim, aðrar koma barnshafandi úr
meðferðinni eða hefur jafnvel verið
nauðgað. Til dæmis var eitt fyrsta
verk Rótarinnar að senda erindi á
ráðherra vegna fréttar af því þegar
maður, sem var með mjög alvarlegan
ofbeldisdóm á bakinu, var sendur í
meðferð á Vog. Þar hitti hann 18 ára
stúlku, 15 árum yngri en hann var
sjálfur, þau hefja samband og eftir
að þau komu út misþyrmdi hann
henni illþyrmilega,“ segir Kristín.
„Síðan höfum við sent ansi mörg
erindi til yfirvalda en okkur þykja
viðbrögðin heldur lítil. Við heimsótt-
um Óttar heilbrigðisráðherra í sum-
ar. Nú erum við búin að panta tíma
hjá Svandísi líka.“
Fjallað hefur verið um kynferðis-
brot starfsmanna Krýsuvíkursam-
takanna gegn ungri konu í meðferð í
fjölmiðlum að undanförnu. Kristín
kveðst harma það mál. Hún segir
jafnframt að það endurspegli hversu
karllægt meðferðarkerfið hér sé.
„Það er vakning í heiminum um að
það þurfi að taka meira tillit til
kynjasjónarmiða við meðferð. Við
teljum að þetta þurfi að bæta. Það
fer betur á því að konur meðhöndli
viðkvæma kvennahópa. Eins þarf að
bæta menntun starfsmanna, hún er
almennt mjög takmörkuð.“
hdm@mbl.is
Segja nóg komið
af aðgerðaleysi
Vilja funda með heilbrigðisráðherra
Kristín I.
Pálsdóttir