Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 VELDU ÚR MEÐ SÁL www.gilbert.is – fyrir dýrin þín Eigum mikið úrval af hundabeislum Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Gerð er krafa um góða staðsetn- ingu á höfuðborgarsvæðinu við út- boð á nýju húsnæði fyrir Trygg- ingastofnun ríkisins. Stofnunin þarf að flytja sem fyrst úr núverandi húsnæði við Hlemm vegna myglu- vandamála. Framkvæmdasýsla ríkisins óskar eftir að taka á leigu um 2.600 fer- metra húsnæði fyrir Trygginga- stofnun. Auk góðrar staðsetningar er gerð krafa um gott aðgengi, meðal annars fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi, og næg bíla- stæði. Tekið er fram í auglýsingu að Tryggingastofnun er þjónustu- stofnun fyrir almenning og því skipti staðsetning miklu máli, það er að segja nálægð við helstu stofn- brautir og almenningssamgöngur. Róbert Jónsson, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu, segir um stað- arval að stofnunin þurfi að vera þar sem samgönguleiðir koma saman og strætó stoppar. Nefnir að núver- andi staðsetning við Hlemm sé góð að þessu leyti en ekki öðru því þar vanti bílastæði. Samkvæmt þessu eru Mjóddin, Hlemmur og Lækjar- torg æskilegir staðir en Róbert seg- ir að ýmsir fleiri komi til greina. Nefnir nágrenni Smáralindar og Kringlunnar sem dæmi um það. Sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu hafi til dæmis verið valinn staður í nágrenni Smáralindar. Núverandi húsnæði Trygginga- stofnunar er 3200 til 3300 fermetr- ar, á fimm hæðum auk kjallara. Nýja húsnæðið verður heldur minna. Róbert segir þó að húsnæðið þurfi samt ekki að þrengja að starfsfólkinu. Það ráðist af skipu- lagi. Þannig er gert fyrir að nýja húsnæðið verði að hámarki á þrem- ur hæðum og reiknað með að starfsfólk verði þar í opnum rýmum en ekki aflokuðum skrifstofum. Borið hefur á veikindum starfs- fólks Tryggingastofnunar og eru þau rakin til myglu í húsnæðinu. Því liggur á að finna nýtt húsnæði og nýbygging kemur ekki til greina af þeim sökum. Áskilinn er réttur til að óska eftir því við leigusala að lögð verði fram úttekt á ástandi húsnæðisins með tilliti til myglu. Það er gert að ósk starfsfólks. Róbert reiknar með að hægt verði að flytja starfsemina seinni- hluta þessa árs. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Staðsetning Tryggingastofnun fer væntanlega af Hlemmi í ár. Tryggingastofnun flytur á góðan stað  Leitað að húsnæði til leigu samtali við mbl.is. Hann telur ferða- menn sem koma að fossinum ekki missa af neinu þó þeir fari ekki leið- ina sem nú er lokuð. „Það eina sem þú getur ekki gert er að komast alveg að fossbrúninni. Þú getur hins vegar séð fossinn frá mörgum mismunandi sjónarhornum en allir aðrir útsýnisstaðir eru opnir og þjónustaðir. Þarna eru minnst þrír mjög góðir útsýnisstaðir þar sem þú getur horft frá mismunandi sjónarhornum á fossinn,“ segir Ólaf- ur. johann@mbl.is Göngustígur að Gullfossi, svokölluð neðri leið, verður lokuð fram til vors enda er öryggi þar ógnað vegna hálku og hættu á grjóthruni. Eins og fram hefur komið á mbl.is eru brögð að því að fólk virði lokunarskilti á þessari leið að vettugi og ógni þar með öryggi sínu. „Það er eitthvað um grjóthrun þarna á veturna og svo er oft viðvar- andi hálka á þar sem úði frá foss- inum frýs og myndar svell á stígn- um,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, í Áfram verður lokað við Gullfoss  Hálka á stíg og grjót getur fallið  Glannar við Gullfoss Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gullfoss Sígilt sjónarhorn á afar fjölsóttum ferðamannastað. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu verði afnum- ið. Frumvarpið var áður lagt fram á 145. þingi en hlaut ekki afgreiðslu. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, er fyrsti flutnings- maður frumvarpsins. Píratarnir Halldóra Mogensen, Smári McCarthy, Jón Þór Ólafsson, Björn Leví Gunnarsson eru meðflutnings- menn og eins varaþingmaður Pír- ata, Olga Margrét Cilia. Þá eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og Helga Vala Helgadótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar meðflutningsmenn. Háð miklum takmörkunum Í greinargerð með frumvarpinu segir að áfengisneysla sé rótgróinn hluti af íslenskri menningu. Fram- leiðsla þess, sala og neysla hafi lengi verið háð miklum takmörk- unum vegna þeirra skaðlegu áhrifa sem áfengisneysla valdi bæði þeim sem þess neyti og samfélaginu í heild. Orðrétt segir m.a. í greinargerð- inni: „Síðustu ár hafa rutt sér til rúms fjölmargar nýjar tegundir af íslenskum bjór. Forvitni ferða- manna og áhugi þeirra á íslenskum bjór hefur aukist samhliða þeirri þróun. Óumdeilt þykir meðal þeirra sem til þekkja að heimabruggun eigi ríkan þátt í því að svo margar nýj- ar gerðir bjórs hafi komið fram á undanförnum árum og öðlast vin- sældir. Það skýtur skökku við að vaxtarbroddur íslenskrar bjór- menningar og sú jákvæða ímynd sem tekist hefur að afla íslenskum bjór hvað varðar gæði, grundvallist í reynd á afbroti sem þung refsing liggur við.“ Vilja heimila heimabruggun  Frumvarpið lagt fram öðru sinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Bruggun Þingmennirnir vilja leyfa heimabruggun til einkaneyslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.