Morgunblaðið - 30.01.2018, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
í Hafnarfirði
Auglýst eftir framboðum
til prófkjörs í Hafnarfirði
Samkvæmt ákvörðun fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Hafnarfirði fer fram
prófkjör þann 10. mars 2018 um val
frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningar
sumarið 2018.
Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir skráðir
félagsmenn sjálfstæðisfélaganna í Hafnar-
firði sem þar eru búsettir og þeir stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu
kosningarétt í Hafnarfirði við kosningarnar
og undirritað hafa inntökubeiðni í
sjálfstæðisfélag í Hafnarfirði fyrir lok
kjörfundar.
Frambjóðendur til prófkjörs skulu valdir
þannig:
a. Gerð er tillaga til kjörnefndar innan fram-
boðsfrests sem kjörnefnd setur. Tillagan er
því aðeins gild að hún sé bundin við einn
flokksmann. Enginn flokksmaður
getur staðið að fleiri tillögum en sex.
b. Tillagan skal borin fram af 20
flokksmönnum búsettum í Hafnarfirði.
Kjörnefnd er heimilt að tilnefna
prófkjörsframbjóðendur til viðbótar
frambjóðendum samkvæmt a-lið.
Hér með er auglýst eftir tillögum að fram-
boðum til prófkjörs, sbr. a- og b-liði hér að
ofan. Framboð skal vera bundið við flokks-
bundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt
samþykki hans um að hann gefi kost á sér til
prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera
kjörgengir í sveitarstjórnarkosningunum.
Tillögum að framboðum ber að skila, ásamt
mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi á
tölvutæku formi, á skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík,
eigi síðar en kl. 16.00, þriðjudaginn 20.
febrúar 2018.
Um prófkjörið vísast til skipulagsreglna og
prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins, sjá
www.xd.is
Kjörnefndin
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra
verður gestur á hádegisfundi SES á morgun,
miðvikudaginn 31. janúar kl. 12:00, í stóra
salnum í Valhöll.
Húsið verður opnað
kl. 11:30.
Boðið verður upp
á súpu gegn vægu gjaldi,
900 krónur.
Allir velkomnir.
Með kveðju,
stjórnin.
Tilkynningar
Tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi
Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi fiskeldisstöðvar Rifóss í
Kelduhverfi. Breytingar eru nokkuð margvíslegar en felast m.a. í: Stækkun lóðar við seiðastöð, stækkun byggingarreits
fyrir eldisker til að rúma allt að 17 ný fiskeldisker í landi, skilgreindur byggingarreitur undir nýja seiðastöð og skilgreint
er svæði í innra lóninu þar sem heimilt verði að staðsetja eldiskvíar. Breytingartillagan ásamt greinargerð er sett fram á
einum blaði í blaðstærð A1.
Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 30. janúar til 13.
mars 2018. Ennfremur verður hægt að skoða breytingartillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Þeim
sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til þriðjudagsins 13. mars 2018.
Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera
athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Húsavík 21. janúar 2018
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Tillaga að breytingu deiliskipulags
fiskeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóga með Hildi kl. 9.30 (stóla-
jóga og frítt inn), gönguhópur leggur af stað kl. 10.15, vatnsleikfimi í
Vesturbæjarlaug kl. 10.50. Postulínsmálun og tálgað í tré hópurinn
mætir í hús kl. 13.
Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Yngingar jóga hjá Lilju Steingríms kl. 9-9.50, allir
velkomnir. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Eva
hjúkrunarfræðingur kl. 11. Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur kl.
14.40. Leshópur kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðastund kl. 12 í umsjá Kristínu djákna og
Arnhildar organista, súpa og brauð eftir stundina. Gestur okkar í dag
er Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og djákni. Guðmundur les úr
bók sinni Tímagarðurinn, ný skáldsaga sem kom út núna um jólin.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Postulínsmálun kl. 9. Opin hand-
verksstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveit-
ingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur kl. 9-12, glerlist kl. 9-
13, hópþjálfun stólaleikfimi með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11.15, allir vel-
komnir, ferð í Bónus kl. 12.15, rúta fer frá Skúlagötu / Klapparstíg.
Ferð til fortíðar, gamlar myndir skoðaðar og sögur sagðar (nýtt) kl.
13.30-14.30, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, félagsvist í sal kl. 13.30-
16, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er
411-9450.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8.20/15.15. Qi gong Sjálandi kl. 9.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Botsía
Sjálandi kl. 11.40. Karlaleikfimi Sjálandi kl. 13. Bónusrúta fer frá Jóns-
húsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30 fellur niður.
Félagsvist í Jónshúsi kl. 20.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-
12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi Maríu kl. 10-
10.45. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl.
10.30.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl.
13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn-
vægisæfingar, kl. 16 dans.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í kirkjunni kl. 13-15.30.
Í upphafi er söngstund í kirkjunni með Hilmari Erni og gestur dagsins
er sr. Sigurður Grétar Helgason. Þá er í boði handavinna, spil og
spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni lýkur með kaffiveitingum kl. 15.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Botsía kl. 9.30. Ganga kl. 10. Málm- og silf-
ursmíði kl. 13. Kanasta kl. 13. Tréskurður kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9 hjá Ragn-
heiði, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30. Spilað brids kl.
13, helgistund kl. 14, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, thai chi kl. 9, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur
kl. 9, leikfimin með Guðnýju kl. 10, spekingar og spaugarar kl. 10.45,
postulínsmálun kl. 13, brids kl. 13, enskunámskeið tal kl. 13, bókabíll
kl. 14.30, Bónusbíll kl. 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30, allir velkomnir
óháð aldri. Nánari í síma 411-2790.
Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 og 14.10 í Grafarvogsslundlaug. List-
málun með Marteini kl. 9 í Borgum. Botsía kl. 10 og 16 í Borgum.
Helgistund kl. 10.30 í Borgum. Heimanámskennsla kl. 16.30 í Borgum.
Zumba leikfimi með Thelmu kl. 17 í Borgum. Fleiri velkomnir í hópinn,
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Bjarni Harðarson rithöfundur: Í skugga
drottins. Nokkur orð um síðustu daga Skálholts og ótímabært kvef
biskups sumarið 1796. Kaffiveitingar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og
leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu
verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seljakirkja Menningarvaka eldri borgara verður í Seljakirkju í kvöld
kl. 18. Ævar Kjartansson og Svanhildur Jakobsdóttir sjá um dag-
skrána. Matur á eftir að hætti Lárusar Loftssonar. Vinsamlegast til-
kynnið þátttöku í síma 567-0110.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 12.
Þorrasamvera í kirkjunni kl. 12. Söngur, samvera og þorramatur.
Skráning í síma 8939800. Brids í Eiðismýri 30 kl. 13.30. Karlakaffi í
safnaðarheimilinu kl. 14.
Félagslíf
EDDA 6018013019 I
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is Til sölu
Askalind 4, Kóp.
Sími 564 1864
www.vetrarsol.is
48V Lithium-ion ralaða, hlaðin
Dreing 1 – 6 metrar
51cm vinnslubreidd
Með Led ljósabúnaði
Í léari snjómokstur
ST 4851 snjóblásari
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
fasteignir