Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 25
Norska arkitektastofan Snøhetta var fengin til þess að endurhanna fisk- markað við höfnina í borginni Mutt- rah í Oman. Snøhetta fékk það verkefni að hanna markaðinn rétt hjá eldri fisk- markaði, sem var byggður árið 1960, svo að úr verði nútímalegra og hent- ugra svæði fyrir verslunarfólk og ferðamenn í hjarta hafnarsvæðisins sem á jafnframt að verða kennileiti fyrir þessa stóru höfn með ríka sögu. Snøhetta vildi tengja saman hið nýja og gamla við hönnun bygging- arinnar sem er 4.000 fermetrar af bæði inni- og útisvæði sem er tengt saman að hluta til með utanáliggjandi tröppum og áhugaverðu málmvirki. Form byggingarinnar eru innblásin af arabískri skrautskrift sem sést til að mynda á flæði á þaki bygging- arinnar sem var átta ár í vinnslu. Fiskmarkaður innblásinn af arabískri skrautskrift Þak byggingarinnar tengir inni- og útisvæðið saman. 14.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Jarðskjálftalampinn er heiti á lampa frá franska lista- manninum Parse/Error sem flöktir og gefur frá sér drunur í takt við jarðskjálfta hvaðanæva úr heim- inum. Lampinn er bæði fallegur og einfaldur í formi. Jarðskjálftalampinn er tengdur við IRIS, kerfi sem veitir upplýsingar um skjálftana, og ekki nema örfáar mínútur á milli þess sem jarðskjálftar verða og lamp- inn gerir viðvart og stjórnast ljósið af því hversu sterk- ur skjálftinn er. Parse/Error segir lampann bæði heilla áhorfandann en á sama tíma geti hann vakið kvíða. Auk þess geri lampinn fólk meðvitaðra um kraft og hreyfingu nátt- úrunnar. Hugmyndin kviknaði út frá Tôhoku-jarðskjálftanum í Japan árið 2011 en þá bjó listamaðurinn í Tókýó. Stormur úr tísti Bandaríkjaforseta Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Parse/Error gerir lampa með skynjara en á seinni hluta síðasta árs vakti „pólitískur lampi“ hönnuðarins einnig mikla athygli. Sá var eins konar kúpull sem innihélt ský og í hvert sinn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti á twit- tersíðu sinni varð þrumuveður inni í lampanum. Lampinn flöktir, breytir um lit og gefur frá sér hljóð þegar jarðskjálftar verða. Lampi sem skynjar jarðskjálfta Lampinn er einfaldur og formfagur. Áhugaverðar hugmyndir og spennandi nýjungar Skapandi greinar koma við okkur öll og getur hönnun og myndlist verið falleg, áhugaverð og hreinlega bráðfyndin. Hér má sjá það sem vakti athygli í hönnunarheiminum í vikunni. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ÚTSALA – ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR www.husgagnahollin.is VE FVERSLUN A LLTAF OP IN PU-áklæði 24.044 kr. 36.990 kr. Sléttflauel 25.994 kr. 39.990 kr. SALLY Hægindastóll. Brúnt eða svart PU-leður og ljóst- eða dökkgrátt áklæði.AFSLÁTTUR 35%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.