Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 2
Hvað er að frétta? Ég verð pabbi í lok febrúar og er nú fyrst að átta mig á því að það er alveg að fara að gerast. Ég og konan mín, Saga (Garðarsdóttir), erum búin að vera á fullu síðustu mánuðina, hún með Skaupið og Steypustöðina og ég með plötu en nú þegar allt er að róast sjáum við að hún er allt í einu komin með risabumbu og farin að kjaga. Get ekki beðið. Eitthvert áramótaheiti? Bara „stay nettur“. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Hvernig er tónlist nýju plötunnar? Sambræðingur af ýmsum þjóðlagatónlistarörmum. Ég hlusta mikið á bandaríska, skoska og breska þjóðlagatónlist en þýsk sönglög. Þegar ég fór að reyna að semja ný lög við gömlu ís- lensku þjóðsögurnar notaði ég þennan grunn til að byggja á. Hvaðan kemur titill nýju plötunnar? Margt býr í þokunni vísar til þess raunveruleika sem lesa má um á milli línanna í þjóðsagnaarfi okkar Íslendinga. Það er viss- an í hjarta smaladrengsins sem mætir draug á heiði eða mjalt- astúlkunnar sem sér andlit á glugga og heyrir það kveða vísu. Fólkið sem er miðpunktur þessara sagna efaðist ekki um það sem það upplifði. Það er það sem ég heillast mest af og vildi reyna að koma til skila. Af hverju lög við íslenskar þjóðsögur? Ég er svoddan sagnfræðiperri og íslenska samfélagið á seinni hluta 19. aldar og byrjun þeirrar 20. er í uppáhaldi. Á þeim tíma eru flestar þjóðsögurnar skrásettar og þær eru gluggi inn í íslenskan raunveru- leika á þessum tíma. Þær sögur sem ég samdi lög við eiga það flest- ar sameiginlegt að lýsa raunverulegum atburðum og lífi fólks á þessum tíma þótt að vísu fléttist inn álfar og draugar og helstu fylgifiskar íslenska arfsins. Eftirlætisþjóðsagan þín? Mér þykir alltaf vænt um Fjalla-Eyvind og Höllu þó að þau hafi verið kolrugluð og drepið öll börnin sín. Það er bara svo sturluð staðreynd að þeim hafi tekist að lifa af 20 ára útlegð og náð að af- plána sína dóma og snúa aftur í íslenskt samfélag. Hvað gerir þú eftir útgáfutónleikana? Verð pabbi. Kaupi kommóðu og vöggu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon SNORRI HELGASON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres er oft ákaflega orðheppin. Í einræðu íupphafi þáttar gerir hún gjarnan góðlátlegt grín að aðstoðarmanni sín-um, Twitch að nafni. Um daginn snerist grínið um að hann væri svo ungur, hann væri af aldamótakynslóðinni og þess vegna ynni hann bara í klukkutíma á dag og nennti ekki að taka bílpróf! Og salurinn skellihló. Í þessum brandara Ellenar felast þó heilmikil sannindi. Ungt fólk á Vest- urlöndum velur sér í auknum mæli að sleppa því að aka bíl. Það vill ekki þurfa að keyra heldur kýs að lifa lífi sínu án þess að vera háð bíl. Þessi þróun er aug- ljós í ýmsum borgum Bandaríkjanna til dæmis, þar sem uppbygging er mun meiri miðsvæðis en í úthverfum. Og unga fólkið gerir í auknum mæli kröfur um að hafa tíma til að sinna öðru en bara vinnunni, vill sveigjanleika í starfi um- fram það sem fyrri kynslóðir hafa kannski vanist. Nú vaxa líka upp kyn- slóðir sem sjá fyrir sér störf sem eldra fólk eða miðaldra fólk þekkir ekki, störf sem voru hreinlega ekki til þar til nýlega. Það getur verið áskorun að sjá eitt- hvað fyrir sér sem á sér ekki fyr- irmynd í raunveruleikanum sem við lifum í akkúrat núna. Að sjá inn í framtíðina og skoða þarfir okkar ára- tugi fram í tímann. En þetta er engu að síður hlutskipti margra, ekki síst stjórnmála- og embættismanna sem hafa til dæmis með skipulagsmál og vegaframkvæmdir að gera. Þá gildir að rýna vandlega í spár um fólksfjölda, fylgjast grannt með nýjustu straumum og stefnum í borgarmálum, skipulagi, samgöngum og tækni og um leið skoða hvað næstu kynslóðir munu vilja. Ein leiðin sem er fær til að tryggja að komandi kynslóðir taki virkari þátt í ákvarðanatöku er að lækka kosningaaldur. Ungt fólk, sem hefur aðra sýn á lífið og tilveruna, getur þannig tekið þátt í að móta framtíðina sem bíður þeirra. Að miða kosningaaldur við 18 ár er í raun bara huglæg lína sem einhvern tímann var dregin, því einhvers staðar þarf hún að vera. En hún gæti allt eins verið við 16 ár. Hvað gerist svo sem stórkostlegt milli 16 til 18 ára aldurs sem fær mann til að skilja veröldina betur? Miðað við þær hröðu þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa undanfarin ár er orðið algjörlega nauðsynlegt að fá yngra fólk þéttar upp að ákvarðanatöku- borðinu, ekki bara í sveitarstjórnarmálum heldur líka í landsmálum. Ungt fólk hefur margt fram að færa og það að vilja vinna færri klukkustundir og keyra minna er eitthvað sem við eldri mættum bara læra af. Ellen líka. Morgunblaðið/Eggert Ellen og unga fólkið Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Ein leiðin sem er færtil að tryggja að kom-andi kynslóðir taki virkariþátt í ákvarðanatöku er að lækka kosningaaldur. Guðrún Þ. Sturlaugsdóttir Nei. Ef ég hugsa til baka þegar ég var 16 ára finnst mér að ég hafi ekki haft neitt vit til að kjósa. SPURNING DAGSINS Finnst þér að lækka eigi kosn- ingaald- urinn niður í 16 ár? Pétur Jónsson Já. Ég hef trú á unga fólkinu, held það hafi alveg vit á því hvað það vill og hvað ekki. Arnar Helgi Lárusson Alls ekki. Ég held að 16 ára krakkar hafi ekki haft tækifæri til að móta sér skoðanir á því hvað þeir vilja kjósa. Árdís Birgisdóttir Nei. Mér finnst 16 ára ekki hafa nægilega reynslu af samfélaginu til að geta tekið slíka ákvörðun. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason fagnar útgáfu plötu sinnar, Margt býr í þokunni, á Húrra 17. janúar kl. 20. Platan inniheldur 10 lög sem samin voru við íslenskar þjóðsögur. Auk Snorra koma fram á Húrra þeir Örn Eldjárn gítarleikari, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari. Auk þess syngur lítill kór í nokkrum laganna. Kaupi vöggu eftir tónleikana

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.