Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  33. tölublað  106. árgangur  SKYLDA HVERS HÖNNUÐAR AÐ BRJÓTA REGLUR LEIKGLEÐIN RÆÐUR RÍKJUM SJÁ FLEIRI TÆKIFÆRI Á ATLANTSHAFI Í SKUGGA SVEINS bbbbm 39 VIÐSKIPTAMOGGINNVERSACE 12 Ánægja skein af hverju andliti í Íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvöldi þar sem slegið hafði verið upp balli fyrir nemendur í grunnskólum bæjarins. Var það liður í Grunn- skólahátíðinni sem félagsmiðstöðvarnar og skól- arnir standa fyrir á hverju ári. Á ballinu komu fram vinsælar hljómsveitir auk sigurvegaranna úr Söngkeppni Hafnarfjarðar, Rakelar Söru Sig- þórsdóttur og Unnar Elínar Sigursteinsdóttur. Grunnskólahátíðin í Hafnarfirði Morgunblaðið/Hari Glaumur og gleði í Íþróttahúsinu í Strandgötu „Utanríkisráðuneytið þarf að grípa inn í með meira afgerandi hætti en það hefur gert,“ segir Páll Krist- jánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi á Malaga á Spáni eftir fall þann 19. janúar. Páll segir að spænskur lögmaður Sunnu leiti nú allra leiða til að hún fái viðeigandi læknishjálp. Hann segir að þær aðstæður og sú læknis- hjálp sem Sunna fær nú sé í engu samræmi við alvarleika áverka hennar, en hún skaðaðist á mænu. Hún liggi á sjúkrahúsi með lág- marksþjónustu, hálfgerðri heilsu- gæslu, þar sem hún fái ekki meðferð við hæfi. »4 Sunna fái viðeigandi læknishjálp  Í nýju verðmati sem unnið var af Capacent er verðmæti Arion banka metið á ríflega 194 milljarða króna. Er það töluvert hærra mat en ligg- ur til grundvallar því tilboði sem Kaupskil, stærsti eigandi bankans, hafa gert íslenskum lífeyrissjóðum í þeirri viðleitni að fá þá í eig- endahóp hans. Í sama verðmati eru vaxtarmöguleikar bankans sagðir hverfandi á komandi árum. »ViðskiptaMogginn Telja Arion banka 194 milljarða virði Capacent hefur verðmetið Arion. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslenskir lífeyrissjóðir veittu tæp- lega 139 milljarða í formi nýrra út- lána til sjóðfélaga á árinu 2017. Nam vöxtur þeirra frá fyrra ári 57% en ár- ið 2016 lánuðu sjóðirnir 88,6 millj- arða. Sé horft aftur til ársins 2015 hafa lánveitingarnar hins vegar meira en fimmfaldast. Þá námu nýj- ar lánveitingar aðeins 21,7 milljörð- um króna. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Raunar er útlánaaukningin slík að á síðasta ári var umfangið jafn mikið og samanlögð útlán sjóðanna á ára- bilinu 2012 til 2016. Langmest í verðtryggðu Langstærstur hluti lánanna er veittur í formi verðtryggðra lána eða 70,6%, eða 97,6 milljarðar króna. Nokkrir sjóðir hafa þó frá árinu 2016 boðið upp á óverðtryggð lán og nam hlutdeild þeirra í nýjum útlánum tæplega 29,4% í fyrra, eða 40,7 millj- örðum króna. Lánveitingum sjóðanna fjölgar mikið samhliða útlánavextinum í krónum talið. Þannig var fjöldi þeirra ríflega 7.600 í fyrra, saman- borið við ríflega 5.600 árið á undan. Sé rýnt í meðalfjárhæð hverrar lán- veitingar kemur í ljós að þar þokast hlutirnir einnig upp á við. Þannig nam meðallánveitingin í fyrra 18,2 milljónum króna. Árið á undan var meðalfjárhæðin 15,7 milljónir. Vöxt- urinn milli ára nemur því 15,8%. Aldrei lánað jafn mikið  Lífeyrissjóðirnir veittu sjóðfélögum lán fyrir tæpa 139 milljarða króna á síðasta ári  Lánveitingarnar jukust um 57% milli ára  Hlutfall lána af eignum komið í 8,6% MLánuðu jafn »ViðskiptaMogginn Hlutfallið eykst » Í lok síðasta árs voru útlán sjóðanna 8,6% af heildar- eignum þeirra. » Hlutfallið var ekki nema 5,2% í nóvember 2015. » Í lok árs 2017 námu heildar- eignirnar 3.900 milljörðum og hafa aldrei verið meiri.  Sala á tómötum jókst á nýliðnu ári, þó þannig að innflutningur jókst um 23% en innlend fram- leiðsla minnkaði um 10%. Er nú svo komið að meirihluti tómatanna sem hér eru á markaði er innfluttur. Vegna minni sölu og ef til vill lækk- andi verðs dróst söluandvirði inn- lendrar tómataframleiðslu saman um 84 milljónir króna. Innflutn- ingur á ýmsum öðum tegundum grænmetis og sérstaklega berjum jókst stórlega á síðasta ári. »6 Meirihluti tómat- anna fluttur inn MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.