Morgunblaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Wind gólflampi Fan gólflampi Copenhagen borðlampi Pipe borðlampi Nokkrar sviptingar urðu þegar tilnefnt var að nýju til kjörs vígslubiskups í Skál- holtsumdæmi. Séra Eiríkur Jóhannsson í Háteigskirkju fékk flestar tilnefningar, 51, séra Kristján Björnsson á Eyrarbakka fékk 44 tilnefn- ingr og séra Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi, varð í þriðja sæti. Kosið verður á milli þessara þriggja í marsmánuði. Þegar kosningaferli við vígslu- biskupkjör hófst á síðasta ári fékk Kristján flestar tilnefningar, 54 tals- ins, Eiríkur fékk 45 og Axel 35. Kristján fær því 10 tilnefningum færra nú en bæði Eiríkur og Axel bæta sinn hlut. Ákveðið var að end- urtaka tilnefningar og kjörið frá grunni vegna þess að ekki voru allir kjörmenn réttkjörnir. Rétt til tilnefninga höfðu 136 vígð- ir menn og nýttu aðeins 93 þeirra rétt sinn, 15 færri en á síðasta ári. Alls voru 42 einstaklingar til- nefndir. Næstur á eftir þeim þremur efstu sem kosið verður um varð Jón Helgi Þórarinsson með 26 tilnefn- ingar. Hann nær því ekki inn í hóp þeirra efstu, ekki frek- ar en síðast. Guðrún Karls Helgudóttir fékk fimm til- nefningar. Kjörið í mars Vígslubiskup verður kjörinn í póstkosningu sem stendur frá 9. til 21. mars. Leikmenn úr sóknum landsins hafa atkvæðisrétt auk vígðra manna í þjóðkirkjunni og eru leikmenn í meirihluta. helgi@mbl.is Séra Eiríkur fékk flestar til- nefningar til vígslubiskupskjörs  Sömu prestar fengu flestar tilnefningar  Tilfærsla á milli Eiríkur Jóhannsson Axel Árnason Kristján Björnsson Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Mér sýnist að óbreyttu stefna í tvö framboð sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum, en ég trúi því að hægt verði að leysa málið með þeim hætti að þeir gangi ekki klofnir til kosn- inga í vor,“ segir Páll Magnússon al- þingismaður, fyrsti þingmaður flokksins á Suðurlandi, um klofning- inn í röðum sjálfstæðismanna, sem Morgunblaðið greindi frá í gær. „Ég vona að það finnist farsæl lausn á deilunni, það væri leitt ef allt þetta góða fólk byði ekki fram undir nafni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari flokksins, sem situr í miðstjórn hans. Bæði voru sammála um að ekki væri um mál- efnaágreining að ræða heldur deilu um aðferð við val á framboðslistann. Sl. 28 ár hefur verið stillt upp á lista, en ýmsir vilja nú breyta til og halda prófkjör í staðinn. Í skipulagsreglum flokksins segir: „Flokksbundnum sjálfstæðismönn- um er með öllu óheimilt að sitja á framboðslistum annarra framboða sem bjóða fram gegn framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Sitji flokks- bundinn einstaklingur á öðrum framboðslista skal hann fjarlægður úr flokksskrá.“ Jafnframt segir þar að um framboð flokksins til sveitar- stjórnarkosninga gildi að framboð skuli ákveðin af fulltrúaráði og að við uppstillingu geti ráðið aðeins sam- þykkt einn framboðslista í senn. „Sýnist að óbreyttu stefna í tvö framboð“  Forystumenn í Sjálfstæðisflokki vonast eftir lausn deilna í Vestmannaeyjum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég náði að losa mig við nánast öll málin mín þegar ég settist á þing en þetta var eitt af þeim málum sem var bara málflutningur eftir í,“ segir Helga Vala Helgadóttir, al- þingismaður og formaður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis. Helga Vala starfaði sem lögmaður um árabil áður en hún settist á þing í lok síðasta árs. Það vakti hins vegar athygli margra að Helga Vala flutti mál fyrir héraðsdómi í liðinni viku. Hún segir framboð sitt hafi borið brátt að og ekki hafi verið sjálfsagt að koma öllum málum yfir á aðra. „Ég hef verið í málaflokkum sem eru mjög viðkvæmir. Þegar maður tekur að sér svona verkefni þá er misviðkvæmt að vísa þeim áfram. Í þessu tilviki átti bara eftir að flytja málið. Það tók einn föstudagseft- irmiðdag. Þá var ekki nefnd að störfum og ekki þingfundur svo ég gat sinnt því. Ég reyndar óskaði sér- staklega eftir því að þessi tími yrði fundinn svo ég gæti flutt málið sjálf.“ Mun ekki sinna lögmennsku Finnst þér það fara saman að sitja á þingi og flytja mál fyrir dóm- stólum? „Nei, það finnst mér ekki fara saman. Þess vegna tók ég þá ákvörð- un að ég mun ekki sinna lög- mennsku meðfram þingstörfum. Ég vona að fólk sýni því skilning að um- rætt mál var sérstaklega viðkvæmt og var komið á leiðarenda. Ég spurði reyndar kollega minn, Brynjar Níelsson, hvernig þetta hefði verið þegar hann settist á þing. Hann sagðist hafa flutt mál með- fram þingstörfum í tvö ár. En al- mennt séð finnst mér það ekki fara saman. Fyrir utan að mér hefur sýnst þingmennskan vera meira en fullt starf. Ég veit ekki hvenær mað- ur ætti að finna tíma til að sinna lög- mennsku.“ Þingmað- ur í mál- flutningi  Helga Vala Helgadóttir flutti mál fyrir héraðsdómi Helga Vala Helgadóttir Sigurður Bogi Sævarsson Höskuldur Daði Magnússon Segja má að fyrstu tónarnir fyrir borgarstjórnar- kosningar í vor hafi verið slegnir í gærkvöldi þegar væntanlegir oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar kynntu stefnu sína og viðhorf á íbúafundum. Samgöngumál og þörf á nýjum áherslum í hús- næðismálum voru efst á baugi í umræðum á fjöl- mennum fundi sem Eyþór Arnalds, væntanlegur oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hélt í skála Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti. Þar kynnti frambjóðandinn stefnu sína og gagnrýndi meðal annars að götur borgarinnar væru ekki gerðar greiðfærari, heldur þvert á móti. Fjölfarnar götur, svo sem Hofsvallagata og Grensásvegur, hefðu ver- ið þrengdar – sem ásamt öðru væri þess valdandi að ferðatími fólks sem um bæinn færi væri orðinn 40% lengri en var fyrir fjórum árum. Þessu yrði að breyta með nauðsynlegum framkvæmdum – svo sem mislægum gatnamótum – og í máli fundar- manna komu fram eindregnar óskir um úrbætur á þeim nótum. Borgarlínan væri ekki það ágæti sem af væri látið. „Ég vil minnka umfang stjórnkerfisins í borginni og gera það skilvirkara með styttri boðleiðum. Núna má sjá miklar brotalamir í þessu kerfi, sem er komið úr tengslum við fólkið í borginni og því eru rangar ákvarðanir teknar,“ sagði Eyþór um stefnu- mál sín í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn. Húsnæðiseklu segir hann ráða því að margir hafi yfirgefið Reykjavík og flutt í nágrannasveitar- félögin og við því yrði að bregðast, þannig að fólk gæti flutt aftur í borgina. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, boðaði á sama tíma til opins íbúa- fundar í Laugalækjarskóla. Fundurinn var vel sótt- ur. Þar fór hann yfir helstu starfsemi í hverfinu í kringum Laugardal, það sem hefði áunnist síðustu ár og það sem hann vildi að gert yrði í framtíðinni. Meðal þeirra hugmynda sem Dagur viðraði voru að byggt yrði við stúkuna í Laugardalslaug og þar yrði til bóksasafn og menningarmiðstöð. Þá talaði hann fyrir því að náttúruhús myndi rísa í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Oddvitarnir kynna áherslur  Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson töl- uðu á opnum íbúafundum Morgunblaðið/Kristinn Magnússson Fundur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt opinn íbúafund í Laugalækjarskóla í gærkvöld. Morgunblaðið/Hari Íbúafundur Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, talaði á íbúafundi í Golfskála GR í Grafarholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.