Morgunblaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur
birt fyrirkall í Lögbirtingablaðinu
þar sem nafngreindur maður er
kvaddur til að mæta í Héraðsdóm
Suðurlands 8. mars næstkomandi.
Í ákærunni er að finna eina
lengstu setningu sem sést hefur á
prenti í langan tíma. Hún er svona:
Lögreglustjórinn á Suðurlandi
gjörir kunnugt: „Að höfða ber saka-
mál fyrir Héraðsdómi Suðurlands á
hendur NN, óstaðsettur í hús, Kópa-
vogi, fyrir umferðarlagabrot með því
að hafa, að kvöldi laugardagsins 11.
febrúar 2017, ekið torfærutækinu
SO-869, sem er torfæruhjól IV, án
þess að hafa gild ökuréttindi, án þess
að nota viðurkenndan hlífðarhjálm,
án þess að hafa ökuljós tendruð á
ökutækinu þrátt fyrir að myrkur
væri og óhæfur til að stjórna öku-
tækinu örugglega vegna áhrifa met-
ýlfenídats og tetrahýdrókanna-
bínólsýru, austur Suðurlandsveg við
Varmadal skammt austan við Hellu í
Rangárþingi ytra, og fyrir að hafa
umrætt sinn virt að vettugi fyrir-
mæli lögreglu um að stöðva akstur
ökutækisins heldur ekið áfram aust-
ur Suðurlandsveg undan lögreglu í
gegnum Hvolsvöll og þar framhjá
vegartálma sem lögregla hafði sett
upp og áfram austur Suðurlandsveg
uns lögregla stöðvaði aksturinn á
Suðurlandsvegi skammt vestan við
Markarfljót í Rangárþingi eystra.“
Í fyrirkallinu er ákærði kvaddur
fyrir dóm til að hlýða á ákæru, halda
uppi vörnum og sæta dómi.
Sæki ákærði ekki þing megi hann
búast við því að fjarvist hans verði
metin til jafns við það að hann við-
urkenni að hafa framið brot það sem
hann er ákærður fyrir og dómur
verði lagður á málið að honum fjar-
stöddum.
Ók framhjá vegar-
tálma á torfæruhjóli
Lögreglan auglýsir
eftir ökumanninum í
Lögbirtingablaðinu
Morgunblaðið/Ingó
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Sjúk ást“ nefnist átak Stígamóta
gegn ofbeldi í unglingasamböndum
sem hleypt var af stokkunum form-
lega í gær í Kvennaskólanum í
Reykjavík. Af því tilefni var vefsíðan
sjukast.is opnuð en þar er að finna
fjölbreytt fræðsluefni fyrir ungt fólk
frá 13 til 20 ára.
Á vefsíðunni gefst m.a. kostur á að
undirrita nafn sitt í í ákall, eða
áskorun, til mennamálaráðherra um
bætta kynfræðslu í skólum.
„Við undirrituð skorum á mennta-
og menningarmálaráðherra að beita
sér fyrir öflugri og markvissri kyn-
fræðslu á öllum skólastigum. Við
viljum að öll börn og ungmenni fái
fræðslu um samskipti, mörk og of-
beldi í kynfræðslu,“ segir í inngangi
ákallsins.
„Kveikjan að þessu verkefni er sú
að til okkar kemur margt ungt fólk,
aðallega konur, sem hafa verið í of-
beldissambandi á unglingsaldri þar
sem alvarlegt andlegt og kynferð-
islegt ofbeldi átti sér stað,“ segir
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,
verkefnastýra Stígamóta, við mbl.is.
Hún bendir á að þessar konur leiti
yfirleitt til Stígamóta vegna annarra
ofbeldisbrota sem þær hafa orðið
fyrir. Þegar þær koma þangað eru
þær oft með miklar afleiðingar af
þessu sambandi sem þær voru í en
eru enn á þeim stað að álíta að þetta
hafi allt verið eðlilegt. Þær telja að
svona hafi þetta átt að vera og segja
oft að þær hafi ekki átt neitt betra
skilið.
Mynstur í viðtölum við konur
„Þegar við sjáum svona mynstur í
viðtölunum finnst okkur við bera
skyldu til að miðla þessu efni til ald-
urshópsins,“ segir Steinunn. Hún
segir mikilvægt að fólk horfist í augu
við að krakkar á þessum aldri eru
farnir að prófa og upplifa alls konar.
Þess vegna má ekki afgreiða ofbeldi
í unglingasamböndum eins og það
hafi verið í lagi því „þetta voru bara
unglingar“, að sögn Steinunnar.
Þessar konur eigi það sameiginlegt
að á þessum tíma hafi þær ekki verið
með neinar upplýsingar um til dæm-
is andlegt ofbeldi. Þær könnuðust
við heimilisofbeldi en töldu að það
ætti eingöngu við um fullorðið fólk.
Steinunn bendir á að í skóla hafi þær
vissulega fengið fræðslu til dæmis í
kynfræðslu sem snerist að mestu um
að forðast kynsjúkdóma en ekki um
samskipti í samböndum og kynlífi.
Á heimasíðunni sjukast.is er að
finna fjölbreyttar upplýsingar um
heilbrigð og óheilbrigð sambönd,
hvað teljist til andlegs ofbeldis eins
og sjúkleg afbrýðisemi, um stjórnun,
eignarhald, mörk, samþykki, virð-
ingu og traust svo fátt sé nefnt.
Á næstunni verða 10 framhalds-
skólar heimsóttir og þeir fá kynn-
ingu á efninu. Nemendurnir sjálfir
taka einnig virkan þátt í að kynna
það.
Átak gegn ofbeldi í samböndum
Nemendur Kvennaskólans standa að átaki ásamt Stígamótum Áskorun til menntamálaráðherra
Morgunblaðið/Eggert
Átak Frá blaðamannafundi Stígamóta og nemenda Kvennaskólans í gær.
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Verjandi Kára Sturlusonar krafðist
frávísunar þegar staðfestingarmál
sem tónlistar- og ráðstefnuhúsið
Harpa höfðaði vegna kyrrsetningar
á eignum Kára var tekið fyrir í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Mál-
flutningur vegna frávísunarkröf-
unnar fer fram 19. febrúar.
Einhverjar eignir Kára hafa þeg-
ar verið kyrrsettar, en höfða þarf
staðfestingarmál til að fá kyrrsetn-
inguna staðfesta.
Harpa og Sigur Rós riftu samn-
ingum við félagið KS Productions,
sem er í eigu Kára, í nóvember
vegna tónleikahalds hljómsveit-
arinnar í desember.
Farið var fram á kyrrsetningu á
eignum Kára og honum stefnt til
greiðslu á 35 milljónum króna.
Verjandi Kára
krafðist frávísunar
Morgunblaðið/Júlíus