Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 12
AFP
Tíska Versace með ofurfyrirsætum 10. áratugarins í lok sýningar sinnar á Ritz-hótelinu í París í janúar 1997 þar sem hann kynnti vor- og sumarlínuna.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Aðrir tískuhönnuðir hannaföt á glæsikvendi og fág-aðar konur. Ég hanna fötá dræsur.“
Þetta er haft eftir ítalska tísku-
hönnuðinum Gianni Versace, einum
mest umtalaða og mest áberandi
hönnuði heims á 9. og 10. áratugn-
um. Rúmum 20 árum eftir að hann
var myrtur í júlí 1997 er hann enn á
ný kominn í heimsfréttirnar og það
er vegna nýrra sjónvarpsþátta um
andlát hans. Í þáttunum, sem nú
eru sýndir víða og hafa fengið góðar
viðtökur, þykir nýju ljósi vera
brugðið á manninn sem á sínum
tíma þótti holdgervingur munaðar
og óhófs og lífsstíls þeirra nýríku og
svipleg örlög hans.
Fjöldamorðinginn Andrew
Cunanan myrti Versace fyrir fram-
an glæsihýsi hans við ströndina á
Miami í Flórída að morgni hins 15.
júlí 1997. Versace var þá fimmtugur
að aldri. Morðið vakti óhug, hann
var syrgður víða um heim og við út-
för hans var fjöldi frægðarfólks eins
og t.d. söngvarinn Elton John, allar
helstu ofurfyrirsætur 10. áratugar-
ins, Alberto Tomba, skærasta skíða-
stjarna heim á þessum tíma, og
Díana prinsessa, sem var mikill
aðdáandi hönnunar Versaces, en
hann nefndi m.a. handtösku í höfuðið
á henni.
Skærir litir og ögrandi snið
Gianni Maria Versace fæddist í
héraðinu Reggio Calabria á Ítalíu ár-
ið 1946. Ungur varð hann lærlingur
hjá móður sinni, sem rak sauma-
stofu, hann ákvað fljótt að leggja
fyrir sig fatahönnun og kynnti sína
fyrstu línu árið 1978. Sama ár opnaði
hann fyrstu verslun sína, það var á
Via della Spiga, þeirri heimsfrægu
verslunargötu í Mílanó, og hann varð
samstundis geysivinsæll hjá þeim
ríku og frægu.
Skærir litir, skrautleg mynstur
og ögrandi snið ein-
kenndu hönnun
hans sem þótti
hressandi tilbreyt-
ing og stakk í stúf
við fremur dauf-
lega tísku þessa
tíma. Reyndar
voru viðtökurnar
misjafnar eins og
gengur og hann
var frá fyrstu tíð
gagnrýndur fyrir
ofuráherslu á kynþokkann. Til
marks um það eru ummæli sem við-
höfð voru um Versace og Giorgio
Armani sem á þessum tíma var einn
fremsti hönnuður heims. Sagt var
um þá tvo að Armani hannaði föt á
eiginkonuna en Versace á hjá-
konuna. Sjálfur sagði Versace að
það væri skylda hvers hönnuðar að
brjóta reglur og fara yfir mörkin.
Fjölskyldufyrirtæki
Versace lagði alla tíð mikla
áherslu á uppruna sinn og gerði
menningu Rómverja og Ítalíu til
forna hátt undir höfði á margvís-
legan hátt, m.a. með einkennis-
merki fyrirtækisins, Medúsuhöfðinu
fræga, og meðal einkenna hönnunar
hans voru grísk-rómversk mynstur
og ýmis slík tákn. Hann lét sér
ekki nægja að hanna föt, hann
hannaði bæði skartgripi og hús-
búnað og búninga
fyrir leiksýn-
ingar og kvik-
myndir.
Allt frá
byrjun voru
systkini hans,
bróðirinn
Santo og syst-
irin Donatella,
hans nánustu
samstarfsmenn.
Við andlát Ver-
saces varð Santo forstjóri og Dona-
tella yfirhönnuður, síðar fékk hún
titilinn aðstoðarforstjóri. 50% eign-
arhlutur í fyrirtækjunum rann til
Allegru, dóttur Donatellu, sem hef-
ur reyndar haft lítil afskipti af
rekstrinum.
Á þeim rúmu 20 árum sem
þau Donatella og Santo hafa setið
við stjórnvölinn hefur fyrirtækið
farið í gegnum ýmsa öldudali en
undanfarin ár hefur hagur þess
vænkast, nú eru reknar um 200
verslanir undir nafni Versaces víða
um heim, rekin eru tvö lúxushótel í
nafni fyrirtækisins og það þriðja er
í undirbúningi. Fyrirtækið var í
fyrra metið á um 5,8 milljarða
bandaríkjadollara, samkvæmt frétt
bandaríska viðskiptatímaritsins
Hannaði föt á dræsur og hjáko
Í nýjum sjónvarpsþáttum
er nýju ljósi varpað á líf
og sviplegt fráfall ítalska
fatahönnuðarins Giann-
is Versaces sem myrtur
var fyrir rúmum 20 ár-
um. Hann þótti fara
ótroðnar slóðir í hönnun
sinni og lét eftir sig stór-
veldi sem systkini hans
hafa stýrt með röggsemi.
Sjálfur sagði hann að
það væri skylda hvers
hönnuðar að brjóta regl-
ur og fara yfir mörkin.
AFP
Systirin Donatella er aðstoðarfor-
stjóri Versace-veldisins.
Taska Hönnun Giannis Versaces.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við
uppeldis- og menntunarfræðideild,
og Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófess-
or við sömu deild, halda erindi um
uppeldishætti kl. 17-18.30 í dag,
fimmtudaginn 8. febrúar, á Háskóla-
torgi. Yfirskrift erindisins er Ræðum í
stað þess að rífast – mikilvægi sam-
skipta fyrir þroska barna og ung-
linga.
Í erindinu fjalla þær um uppeldis-
hætti foreldra en fjöldi rannsókna
bendir til að leiðandi uppeldishættir
séu heillavænlegir við að efla þroska
og velferð barna og ungmenna. Rætt
verður um samskipti foreldra og
barna, mikilvægi samveru og sam-
ræðna og uppeldissýn foreldra og
gefin góð ráð þar að lútandi. Fund-
urinn er í fyrirlestraröðinni Háskólinn
og samfélagið. Viðfangsefnin verða
af ýmsum toga en eiga það sameig-
inlegt að hafa verið áberandi í sam-
félagsumræðunni síðustu misseri. Í
fyrstu fræðslufundaröðinni, sem ber
heitið Best fyrir börnin, verður vel-
ferð barna og ungmenna í brenni-
depli. Opið hús og allir velkomnir.
Háskólinn og samfélagið – fyrirlestraröð
Ræðum í stað þess að rífast
Fyrirlesarar Sigrún Arinbjarnar-
dóttir og Hrund Þórarins Ingudóttir.
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is
Að vera í brjóstahaldara
í réttri stærð skiptir miklu
máli, gefðu þér tíma,
við erum á Laugavegi 178
Misty
Mundu mig,
ég man þig.
Haldari 7.650 kr.
Buxur 2.650 kr.