Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólík sjónarmið hafa verið uppi um hvað liggja á til grundvallar við skip- an dómara. Breytingar á lögum um dómstóla hafa ekki eytt ágreiningi. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað- ur Alþingis, fjallaði um slík álitaefni í síðustu ársskýrslu. Færði hann þar rök fyrir því að fara bæri varlega í notkun stigatöflu út frá einstökum matsþáttum við dómaraval. Slíkt gæti orðið á kostnað efnislegs mats á umsækjendum, líkt og fjallað var um í Morgunblaðinu á þriðjudag. „Afleið- ingarnar eru að raunverulegur vafi skapast um hvort hæfasti umsækj- andinn til að gegna starfinu hafi hlot- ið flest stigin og útilokist þar með frá því að koma til greina þegar ráðið er í starfið,“ skrifaði Tryggvi. Gunnlaugur Claessen var formað- ur dómnefndar vegna umsókna um 15 embætti dómara við Landsrétt. Í bréfi til Sigríðar Á. Andersen dóms- málaráðherra í maí 2017 rifjaði Gunnlaugur upp að skipan í einstaka matsþætti við val á dómurum hefði orðið til með lögum nr. 45/2010 um breytingar á lögum um dómstóla. Studdust við 12 matsþætti Gunnlaugur og dómnefndin studd- ust við 12 matsþætti við valið. Jóhannes Rúnar Jóhannsson og Ástráður Haraldsson voru meðal 37 umsækjenda um embættin 15. Dóm- nefndin lagði mat á 33 umsækjendur og voru Jóhannes Rúnar og Ástráður metnir meðal 15 hæfustu. Báðir höfðuðu mál gegn ríkinu eftir að Alþingi samþykkti 1. júní sl. tillögu ráðherra um dómara í réttinn. Málunum lauk fyrir jól með því að Hæstiréttur (mál 591 og 592/2017) dæmdi að málsmeðferð ráðherra hefði verið í andstöðu við 10. grein stjórnsýslulaga hvað snerti rann- sóknarskyldu. Taldi Hæstiréttur ljóst „að dómsmálaráðherra hefði að lágmarki borið að gera samanburð á hæfni annars vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem dómnefndin hafði metið meðal 15 hæfustu en ráðherra ekki gert tillögu um og hins vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem ráðherra gerði tillögu um í þeirra stað“. Annmarkar hjá dómnefnd Það var ekki í fyrsta sinn sem matsferlið var gagnrýnt. Rifjað var upp í áðurnefndum dóm- um Hæstaréttar að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði talið annmarka á áliti dómnefndar. Þá annars vegar „hvað varðar mat á fræðiskrifum sem umsækjendur lögðu fram þar sem matið hafi takmarkast við almenna yfirferð dómnefndarinnar“. „Vísar héraðsdómur meðal annars til þess að í framburði formanns nefndarinn- ar fyrir dómi hafi komið fram að ekki hafi verið raunhæfur möguleiki á að fara djúpt ofan í mat á fræðiskrifum,“ sagði þar m.a. Hins vegar hefði héraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu „að sá annmarki væri á áliti dómnefndar að allir umsækjendur hefðu fengið 5 stig í mati nefndarinnar á hæfni til að stjórna þinghöldum og semja dóma án þess að dómnefndin legði sjálf- stætt mat á þessa þætti með tilliti til framlagðra umsóknargagna af hálfu hvers umsækjanda“. Reynsla fengi of lítið vægi Sigríður Á. Andersen hafði þá gagnrýnt matsþætti dómefndar. Komu þessi sjónarmið hennar ann- ars vegar fram í samtölum við for- mann dómnefndarinnar og hins veg- ar í bréfi til forseta Alþingis áður en þingið samþykkti tillögu hennar. „Í umsögn dómnefndar er reynsla af dómarastörfum lögð að jöfnu við reynslu af lögmannsstörfum og reynslu af störfum í stjórnsýslunni. Ef lögð er saman reynsla af fræði- störfum og kennslu ásamt menntun þá vegur það jafn þungt og þrír fyrr- greindu þættirnir. Þrír matsþættir, sem sérstaklega er vikið að í reglum nr. 620/2010 eru hins vegar látnir liggja milli hluta með því að gera ekki upp á milli umsækjenda hvað þá þætti varðar. Um er að ræða mats- þætti er lúta að stjórn þinghalda, samningu og ritun dóma og almenna starfshæfni. Með því að gera ekki til- raun til þess að leggja tvo fyrrnefndu þættina til grundvallar heildarmati verður ekki annað ráðið en að reynsla dómara fái ekki það vægi sem tilefni er til og gert er ráð fyrir í reglum nr. 620/2010.“ Matið verði aldrei vélrænt Þá gagnrýndi ráðherra, líkt og um- boðsmaður Alþingis, stigagjöfina. „Eina ófrávíkjanlega krafan sem hlýtur að vera gerð er að til embætt- isins veljist hæfir einstaklingar og að þeir búi yfir kostum sem renni raun- verulegum stoðum undir hið mikil- væga starf sem fram [fer] innan rétt- arins í samstarfi við aðra sem þar starfa. Mat á þessu verður aldrei vél- rænt og aldrei þannig að hægt sé að skilja á milli feigs og ófeigs með ein- kunn upp á til að mynda 0,025 á kvarðanum 1-10,“ skrifaði ráðherra sem taldi ljóst að „vægi hvers mats- þáttar hefur úrslitaáhrif á það hvern- ig umsækjendur raðast“. Það kalli hins vegar ekkert í reglum um störf nefndarinnar á slík vinnubrögð. Til upprifjunar var haft eftir Gunn- ari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu sl. þriðjudag að þrátt fyrir vaxandi faghyggju væri „alltaf ákveðið svigrúm í ráðningar- ferlinu fyrir [hið] huglæga mat“. Óánægja meðal lögmanna Vitnað var í Gunnlaug Claessen, formann dómnefndar, í áðurnefndum dómi Hæstaréttar (591/2017): „Að gefnu tilefni er einnig rétt að taka fram að þar til nú hefur varla gætt merkjanlegrar óánægju tals- manna dómara með vægi einstakra þátta þannig að nefndin yrði þess vör. Lögmenn hafa á hinn bóginn iðulega lýst óánægju með þetta sama og þá talið að vægi einstakra þátta stæði því í vegi að lögmenn veldust í stöður dómara þrátt fyrir að eiga að baki langan og farsælan starfsferil.“ Þegar dómnefndin vegna Lands- dóms skilaði niðurstöðu tók hún fram að endanleg samlagning matsþátta speglaði matsniðurstöður af „mikilli nákvæmni“. Fram hefur komið að umsækjandi sem nefndin mat í 15. sæti í hæfnisröð vegna Landsréttar fékk 5,48 í einkunn en sá í 16. sæti 5,45. Munaði þar 0,03. Skilja má á bréfi Gunnlaugs til ráð- herra (sjá dóma 591/592) að þessar tölur segi ekki alla söguna: „Hvað varðaði þann möguleika nefndarinn- ar að álykta um hæfni fleiri umsækj- enda en fimmtán sagði í svari for- manns nefndarinnar að þótt áður hefði verið dæmi um að tveir eða jafn- vel þrír umsækjendur um eina stöðu dómara hefðu verið metnir jafnhæfir þá hefði því ekki verið til að dreifa í þessu tilviki. Þannig hefði verið mun- ur á hæfni þess umsækjanda sem skipaði 15. sæti og þess sem næstur honum kom.“ Sjá annmarka á dómaravali  Dómstólar töldu annmarka á vali dómnefndar á dómurum í Landsrétt  Dómsmálaráðherra taldi hins vegar annmarka á aðferðafræðinni  Lögmenn lýsa yfir óánægju með vægi einstakra matsþátta Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Dómstóllinn tók til starfa 1. janúar sl. Með því kom nýtt millidómstig til sögunnar á Íslandi. Áður en lögum um dómstóla var breytt 2010 hafði nefnd dómsmála- ráðherra um endurskoðun reglna um skipan dómara skilað skýrslu. Þar kom fram að ásamt mati á einstak- lingunum þyrfti að horfa á hvernig dóm- stóll yrði sam- settur við val á dómurum. Ekki aðeins faglegt mat „Rétt þykir að lögfesta þau sjónarmið sem gilda eiga við mat á hæfni umsækjenda. Eins og að framan greinir er ekki aðeins um fag- legt mat að ræða heldur kemur fleira til greina svo sem skilvirkni, sam- starfsvilji og framkoma. Í fjölskip- uðum dómi eins og Hæstarétti skiptir t.d. máli aldursdreifing og fjölbreytt starfsreynsla. Byggja verður á heild- stæðu mati á hæfi umsækjenda með sérstaka áherslu á lögfræðilega og persónulega hæfni,“ sagði þar m.a. Nefndarmenn voru Guðrún Er- lendsdóttir, fv. hæstaréttardómari, sem var formaður, Hákon Árnason hæstaréttarlögmaður og Ómar H. Kristmundsson, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Undir mati hvers stjórnvalds Þá skrifuðu nefndarmenn að í „íslenskum lögum eru ekki almennar reglur um hvaða sjónarmið eigi að leggja til grundvallar við skipun í opinber störf. Litið hefur verið svo á að það sé komið undir mati þess stjórnvalds, sem veitir starfið, hvaða sjónarmið skuli leggja sérstaka áherslu á. Sú óskráða meginregla stjórnsýsluréttar gildir þó um slíka ákvörðun að hún verði að vera byggð á málefnalegum sjónarmiðum eins og t.d. um menntun, starfsreynslu, hæfni og persónulega eiginleika.“ Nefndarmenn bentu á hið huglæga við val á umsækjendum. „Ekki er eingöngu um faglegt mat að ræða, þótt vitanlega skipti hæfni mestu máli, heldur skipta persónulegir hæfileikar og lífsreynsla miklu máli, hæfileiki til að setja sig inn í kjör annarra og góð samskipti við aðra. Erfitt er að meta persónulega eig- inleika svo sem samskiptahæfni, heiðarleika, hegðun og skilvirkni, en ljóst er að fram fer heildstætt mat á umsækjendum.“ Aldursdreifingin talin mikilvæg  Skýrsla nefndar um skipan dómara Greining Nefndin fjallaði um Hæstarétt. 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA Þegar frost er á fróni Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.