Morgunblaðið - 08.02.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Fyrsta keppnin í áhugamannadeild
Spretts, Equsana-deildinni 2018, fer
fram í Samskipahöll Spretts í kvöld.
Keppt verður í fjórgangi.
Þetta er fjórða árið sem keppt er í
mótaröðinni. „Hún er búin að festa
sig í sessi. Aðsóknin er alltaf að
aukast. Við vorum með tólf lið í upp-
hafi en aðsóknin er svo mikil að við
höfum fjölgað liðum,“ segir Linda
Gunnlaugsdóttir, formaður stjórnar
áhugamannadeildar. Þau þrjú lið sem
fá fæst stig í keppninni hvert ár falla
út og er dregið úr umsóknum um
sætin. Að þessu sinni sóttu níu lið um
og var ákveðið að draga um fjögur
sæti. Eru liðin því orðin 16.
Markmið deildarinnar var að
skapa svipaðan vettvang fyrir áhuga-
menn og meistaradeildin er fyrir at-
vinnumenn. Skapa verkefni fyrir þá
yfir veturinn. Linda segir að reynslan
sýni að þörfin hafi verið mikil. Aukinn
áhugi skili sér í keppnislöngun hjá
áhugamönnum og komi fram meðal
annars í því að fleiri knapar skrái sig
til leiks í mótum á vorin og sumrin,
ekki síst í fimmgangi.
Keppnin fer fram á fjórum kvöld-
um, á hálfsmánaðar fresti, í febrúar
og mars. helgi@mbl.is
Áhuga-
manna-
deild hefst
Áhugamenn Sigurvegarar greina
fá eigulega verðlaunagripi.
Keppt í fjórgangi
hjá Spretti í kvöld
Miðflokkurinn
auglýsir nú eft-
ir áhugasömu
fólki á fram-
boðslista fyrir
borgar-
stjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík í vor.
Stjórn Miðflokksfélagsins í
Reykjavík hefur tekið ákvörðun
um að stillt verði upp á listann
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
26. maí.
Eru þeir sem hafa áhuga á að
gefa kost á sér vinsamlegast beðn-
ir að senda upplýsingar á reykja-
vik@miðflokkurinn.is. Lokafrestur
til að skila inn framboðum er til
kl. 12 laugardaginn 17. febrúar
nk.
Viku síðar áætlar Miðflokks-
félagið í Reykjavík að kynna sex
efstu frambjóðendur.
Miðflokkurinn leitar
að fólki í framboð
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Lögregluliðið hér á Akureyri er undirmannað
og lítið má út af bera svo við lendum ekki í
vanda, til dæmis þegar þung og tímafrek mál
koma upp,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, for-
maður Lögreglufélags Eyjafjarðar.
Í ályktun aðalfundar félagsins sem haldinn
var í vikunni er lýst áhyggjum af því hve fálið-
uð Akureyrarlögreglan sé og í of ríkum mæli
sé við störf fólk sem ekki hefur formlega lög-
reglumenntun. Staðan sé ekki boðleg og bæta
þurfi úr.
Á Akureyri eru vaktirnar fjórar og fimm
menn á hverri þeirra. Viðmiðið er þá að úti á
götunum við eftirlit og í útköllum geti verið
fjórir lögreglumenn á tveimur bílum og svo
varðstjóri á stöðinni. „Þetta er algjört lág-
mark,“ segir Aðalsteinn. „Við þyrftum að vera
sjö á hverri vakt og bílarnir þrír, enda er það
krafan og allar óskir um fjárveitingar miðast
við þetta. Eins og staðan er núna getum við
sáralítið farið út fyrir bæinn, til dæmis í um-
ferðareftirlit sem þó væri nauðsynlegt.“
Aðalsteinn segir þess vænst að fjölgað verði
fljótlega í liðinu um þrjá menn: fari væntanlega
einn í rannsóknadeild og tveir í almenna lög-
gæslu. „Það er frábært að fá viðbót en á málinu
eru ýmsar hliðar. Með þeirri breytingu að Lög-
regluskóli ríkisins var lagður niður og námið
fært til Háskólans á Akureyri datt út einn ár-
gangur brautskráðra lögreglumanna, sem
gjarnan taldi 40 til 50 manns. Þá hefur verið
talsvert um að fólk með menntun hætti og snúi
sér að öðrum störfum og betur launuðum,“
segir Aðalsteinn. „Því er hægara sagt en gert
að fá menntaða lögreglumenn til starfa – og
ómenntuðu fólki í stéttinni eru ýmis takmörk
sett um hvaða verkefnum það megi sinna og
slíkt. Hærri laun og fjölgun þeirra sem teknir
eru í námið er því mjög mikilvæg.“
Til skamms tíma hafa á Akureyri verið fjórir
sérsveitarmenn lögreglu, en nú aðeins einn.
Því segir Aðalsteinn að bregðast þurfi við; sér-
sveitin hafi verið nauðsynlegt bakland fyrir
hina almennu löggæslu þegar upp komu erfið
mál, svo sem afskipti af vopnuðu fólki eða
háskalegar aðstæður. “ sbs@mbl.is
Lítið má út af bera hjá lögreglu nyrðra
Fáliðaðar vaktir og bæta
þarf við Sjö menn verði
á útkallsvakt á Akureyri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Akureyri Lögreglustöðin við Þórunnarstræti.