Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 Mike Pence, varaforseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að stjórnvöld í Washington hygðust leggja á „hörðustu refsiaðgerðir sögunnar“ gegn Norður-Kóreumönnum. Þá strengdi hann þess heit að stjórn- völd í Norður-Kóreu myndu ekki fá að „hertaka“ Vetrarólympíuleik- ana í áróðursskyni, en opnunarhá- tíð leikanna fer fram á föstudag- inn. Pence lét ummæli sín falla í til- efni af þriggja daga heimsókn sinni til Japans, sem ætlað er að styrkja tengslin á milli Bandaríkjanna og „Hörðustu aðgerðir sögunnar“  Bandaríkjastjórn ætlar sér að herða á refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Japansstjórnar og tryggja sam- stöðu þeirra gegn kjarnorkuvopna- áætlun Norður-Kóreumanna. Ekki kom fram í máli Pence hvers eðlis hinar hertu refsiaðgerðir yrðu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tók undir með Pence og sagði að ríkin tvö hefðu sammælst um að það væri engin leið fyrir þau að sætta sig við kjarnorkuvopna- vædda Norður-Kóreu. „Ég kann að meta þann árangur sem náðist í samtali Norður- og Suður-Kóreu varðandi Vetraról- ympíuleikana. Á hinn bóginn þurf- um við að horfast í augu við þá staðreynd að Norður-Kóreumenn halda enn áfram að þróa kjarn- orkuvopn og eldflaugar,“ sagði Abe. Sagði hann að Bandaríkin og Japan myndu ennfremur hvetja önnur ríki til þess að láta ekki glepjast af smjaðri Norður-Kóreu- manna. Minna á mannréttindabrot Vísaði Abe þar til þess, að Kim Jong-un, einræðisherra Norður- Kóreu, hefur á þessu ári slegið mikinn sáttatón í ræðum sínum. Pence sagði í gær að það mætti ekki leyfa Norður-Kóreumönnum að fela sig á bak við ímynd ólymp- íuleikanna og minnti á að stjórn- völd í Pyongyang hefðu gerst sek um margvísleg mannréttindabrot, og vilja Bandaríkjamenn minna á þau við hvert tækifæri. Sem dæmi um það má nefna að Pence hefur boðið með sér á opnunarhátíð leik- anna föður Otto Warmbier, banda- rísks fanga sem féll í dauðadá í haldi Norður-Kóreumanna og lést stuttu eftir að hann var látinn laus. sgs@mbl.is SpaceX-fyrirtækið náði að skjóta á loft öflugustu eldflaug sem gerð hefur verið. Eldflaugin, sem nefnist Falcon Heavy, eða Fálkinn á ís- lensku, hafði meðferðis rauðan sportbíl af gerðinni Tesla Roadster, sem er í eigu Elons Musk, eiganda SpaceX-fyrirtækisins. Var bílnum komið fyrir á sporbaug um jörðu, en mannhæðarhá dúkka, „stjörnu- maður“, sat við stýrið. Fagnað var ákaft í stjórnstöð leiðangursins í Flórída þegar eld- flaugin tókst á loft, en hún var knú- in áfram af 27 hreyflum. Talið er að skotið geti opnað á frekari ferðalög mannkyns út í sólkerfið. AFP Fálkanum skotið út í geiminn Joe Dunford, hershöfðingi og yfirmaður her- ráðs Bandaríkja- hers, staðfesti í gær að herinn hefði hafið undir- búning hersýn- ingar eftir að Donald Trump Bandaríkja- forseti fyrirskipaði að efnt yrði til slíkrar sýningar. Beiðni Trumps hefur mælst mis- jafnlega fyrir þar sem hersýningar eru fátíðar í Bandaríkjunum. Var slík sýning síðast haldin árið 1991 í kjölfar Flóabardaga. Segja úrtölu- menn hugmynd Trumps vera sóun á fjármagni og tíma Bandaríkja- hers. Hersýning haldin að beiðni Trumps Donald Trump BANDARÍKIN Sýrlenski stjórnarherinn er sagður hafa fellt 32 óbreytta borgara í árásum sínum í gær er hann gerði harða hríð að svæðum uppreisnar- manna í Austur-Ghouta. Komu árásirnar í kjölfar harðra loftárása á þriðjudaginn þar sem 80 manns létu lífið. Samkvæmt samtökunum Syrian Observatory for Human Rights voru tólf börn á meðal þeirra sem féllu í árásunum í gær. Er þetta mesta mannfall í sýrlenska borg- arastríðinu í nærri níu mánuði. Meira en 340.000 manns hafa fallið síðan átökin í Sýrlandi hófust fyrir tæpum sjö árum. Rúmlega hundrað fallnir í Ghouta SÝRLAND TORMEK Brýnsluvélar s Tormek T-4 Verð 56.980 s Tormek T-8 Verð 98.800 Allar stýringar fyrirliggjandi Verslunin Brynja er umboðs- aðili TORMEK á Íslandi Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 SVX-150: Skærastýring Verð 5.780 HTK-706: Aukahlutasett fyrir hnífa, skæri o.fl. Verð 21.950 TNT-708: Aukahlutasett fyrir rennismiðinn Verð 34.850 SVD-186: Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn Verð 9.980 SVM-140: Hnífastýring Verð 5.630 SVM-00: Stýring fyrir tálguhnífa Verð 3.670 Ný vefverslun brynja.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.