Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kristilegir demókratar, flokkur An-
gelu Merkel Þýskalandskanslara, og
Sósíaldemókrataflokkurinn, SPD,
undirrituðu í gær nýjan stjórnar-
sáttmála og standa vonir til þess að
þar með sé fjögurra mánaða stjórn-
arkreppu lokið í Þýskalandi.
Viðræður um efni sáttmálans
stóðu yfir í þrjá daga, og var þeim
ekki lokið fyrr en snemma í gær-
morgun. Sagði Merkel að hún væri
vongóð um að sáttmálinn myndi
tryggja þá „góðu og stöðugu ríkis-
stjórn sem land okkar þarfnast og
sem margir í heiminum búast við af
okkur“.
Þetta er lengsta stjórnarkreppa í
Þýskalandi frá stríðslokum og viður-
kenndi Merkel að viðræðurnar hefðu
verið langar og erfiðar. Þurfti hún að
gefa nokkuð eftir af stefnumálum
sínum gagnvart SPD til þess að
tryggja samstarfið. Þannig náði
Martin Schulz, leiðtogi SPD, að
tryggja flokki sínum bæði fjármála-
og utanríkisráðuneytið, auk þess
sem ráðuneyti atvinnumála, fjöl-
skyldumála, dómsmála og umhverf-
ismála fara til flokksins. Merkel
sagðist þó telja að eftirgjöfin hefði
verið þess virði, svo mynda mætti
ríkisstjórn.
Samþykki flokksmanna eftir
Ekki er þó sopið kálið þó í ausuna
sé komið, því að nú þarf að leggja
stjórnarsáttmálann fram til synjun-
ar eða samþykkis meðal almennra
flokksmanna í SPD. Fer atkvæða-
greiðslan fram í póstkosningu og eru
um 460.000 manns með atkvæðisrétt
í henni. Vitað er að vinstrisinnar inn-
an flokksins hafa tekið höndum sam-
an við ungliðahreyfingu flokksins í
þeirri von að þeim megi takast að
fella sáttmálann.
Atkvæðagreiðsla SPD hefur þeg-
ar verið gagnrýnd, meðal annars
vegna um 24.000 nýskráninga í
flokkinn í aðdraganda atkvæða-
greiðslunnar, og hafa verið höfðuð
mál fyrir stjórnlagadómstól Þýska-
lands um lögmæti þess að leyfa hin-
um nýju meðlimum, sem sumir eru
ekki eldri en 14 ára, að greiða at-
kvæði um stjórnarsáttmálann.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar
munu liggja fyrir í síðasta lagi í byrj-
un marsmánaðar. Þykir tvísýnt um
úrslit, sér í lagi þar sem einungis um
56% fulltrúa flokksins samþykktu að
hefja viðræður við Kristilega demó-
krata á flokksþingi SPD sem haldið
var í janúar. Fari svo að sáttmálinn
verði felldur er líklegt að Merkel
muni þurfa að leiða minnihlutastjórn
og jafnvel boða fljótt til nýrra þing-
kosninga.
Ná saman um ríkisstjórn
Enn er eftir að leggja sáttmálann fyrir almenna flokksmenn SDP Ungliðar
reyna að bregða fæti fyrir stjórnarmyndun Merkel kanslari í fjórða sinn
AFP
Sáttmáli Þau Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi SPD, ætla að mynda saman ríkisstjórn.
Allt um
sjávarútveg