Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 ✝ Ólöf Þórðar-dóttir fæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1927. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vest- urlands 29. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Þorbjörg Baldursdóttir hús- móðir, f. 5. október 1904 í Reykjavík, d. 11. desember 1972, og Þórð- ur Nikulásson vélstjóri, f. 21. nóvember 1896 á Lukku í Stað- arsveit Snæf., d. 19. febrúar 1942. Bróðir Ólafar var dr. Þór- ir Kristinn Þórðarson, prófess- or í guðfræði við HÍ, f. 9. júní 1924 í Reykjavík, d. 26. febrúar 1995. Fyrri eiginmaður Ólafar var Hjörvar Kristjánsson listmálari, f. 30. júlí 1925 á Patreksfirði, d. 23. nóvember 1984. Hjörvar var sonur hjónanna Sigríðar Oddsdóttur, f. 3. maí 1897 á Brekku, Gufudalshr., A- Barð., d. 16. nóvember 1983, og Kristjáns Jakobssonar, f. 7. maí 1898 á Patreksfirði, d. 10. sept- ember 1990. Þau Ólöf og Hjörvar eignuð- ust saman sex börn, þau eru Þórður Hjörvarsson, f. 14. sept- ember 1944. Maki Gertie Chris- tensen. Kjartan Hjörvarsson, f. 10. september 1947. Þorbjörg Hjörvarsdóttir, f. 13. júní 1950. Maki. Jan Tronhjem. Sigríður Hjörvarsdóttir, f. 19. desember 1952. Maki Viðar Birg- isson. Þórdís Hjörvarsdóttir, f. 15. desember 1957, d. 31. mars 2011. Maki Guðmundur Kristinn Erlends- son. Hjördís Hjörv- arsdóttir, f. 30. júní 1961. Afkomendur Ólafar og Hjörvars eru nú orðn- ir 53, börn, barnabörn, barna- barnabörn og barnabarna- barnabörn. Seinni eiginmaður Ólafar var Karl Óskar Sölvason, bifreið- arstjóri hjá Olíuverslun Íslands, f. í Reykjavík 27. apríl 1924, d. 16. júní 2014. Karl var sonur hjónanna Guðrúnar Katrínar Kristjánsdóttur frá Vinaminni á Hellissandi, f. 13. desember 1897, d. 10. júní 1969, og Sölva Jóhanns Ólafssonar, f. í Reykja- vík 6. desember 1899, d. 6. maí 1981. Ólöf bjó í Reykjavík og Garðabæ, vann ýmis störf með barnauppeldi eins og tíðkaðist á þessum tíma. Eftir að börnin voru flutt að heiman starfaði hún sem matráðskona hjá Olíu- verslun Íslands þar til að hún fór á eftirlaun. Útför Ólafar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 8. febrúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Við kveðjum með miklum söknuði Ólöfu Þórðardóttir sem ég kynntist hjá Olíuverslun Ís- lands fyrir rúmum 45 árum, þar sem hún starfaði sem matráðs- kona. Ólöf varð síðar tengdamóð- ir mín þegar ég giftist dóttur hennar, Þórdísi Hjörvarsdóttur. Ég man vel eftir því hvað Ólöf hafði heillandi og glaðlega nær- veru, vinsæl meðal starfsmanna og hrókur alls fagnaðar. Ólöf var glæsileg kona með fágaða og virðulega framkomu sem gott var að leita til. Hún var vinnusöm og einstakalega handlagin, fé- lagslynd og smekkleg, mikill kar- akter. Það myndaðist kærleiks- ríkur og traustur vinskapur milli okkar Ólafar. Hún var alltaf reiðubúin að gefa okkur Þórdísi góð ráð og miðla af visku sinni. Ólöf kunni að gleðjast og njóta gleðistunda með ættingjum og öðru skemmtilegu fólki, hún var trygg vinum sínum og börnum. Ótal ljúfar minningar um tengdamóður mína koma upp í hugann. Hún var yndisleg og mikil gæfa að hafa kynnst henni. Hvíl í friði, minning þín lifir. Þinn tengdasonur Guðmundur Kristinn Erlendsson. Elsku ljúfa amma mín. Þegar ég sit hér og hugsa um allar fallegu minningarnar um þig, streyma niður tárin. Ég man þegar ég var lítil stelpa og kom í heimsókn til þín í Álftamýrina, þá fannst mér svo skemmtilegt að máta fallegu spariskóna þína, skreyta mig með skartgripunum þínum, hafa veskin þín og boxið sem geymdi allar tölurnar þínar. Þú varst ekkert að stressa þig á því að ég væri að leika mér með allt fína dótið þitt. Þú leyfðir mér að dunda mér tímunum saman inni í herbergi með það og það fannst mér æðislegt. Mér þótti heldur ekkert leiðinlegt að sitja í eldhúsinu hjá þér, fá kökubita og mjólkurglas, og spjalla við þig um alla heima og geima. Ég er svo heppin að hafa notið þess að búa undir sama þaki og þú í nær 15 ár, þegar þið afi flutt- uð í kjallarann til mömmu og pabba. Það var svo skemmtileg hefð þegar við elduðum góðan mat saman um helgar og nutum þess að vera saman. Þú hefur alltaf verið mér svo góð og kennt mér ótalmargt í gegnum árin. Alltaf þegar ég leitaði til þín þá varst þú með svörin og reiðubúin að aðstoða. Þú varst einstaklega hæfi- leikarík í saumaskap og hefur í ófá skiptin aðstoðað mig í þeim efnum. Þú hjálpaðir mér til að mynda að sauma fallegu gardín- urnar mínar, sem ég hef inni í svefnherbergi, orðin 85 ára. Ég er óendanlega þakklát, elsku amma mín. Mér þykir svo vænt um handavinnu jóladótið sem þú gerðir og gafst mér í jólagjöf í gegnum árin. Jólatréð mun alltaf vera skreytt með jólakúlum eftir þig. Þú varst yndislega ljúf og góð langaamma og er ég þakklát fyrir að þú hafir kynnst börnunum okkar Árna, Kára, Þórdísi Lilju og Karen Lilju. Þeim þótti alltaf gaman að koma í heimsókn til þín. Kári var orðin heimakær og var oft á tíðum ekki lengi að kveikja á sjónvarpinu þínu og stilla á stöð 5, eða krakkarásina þegar við komum í heimsókn. Stundum voru þau heppin að fá nokkrar súkkulaðirúsínur hjá þér, en þau voru alveg farin að muna hvar þú geymdir þær. Elsku amma mín, takk fyrir allar hlýju stundirnar okkar í gegnum árin. Ég elska þig og sakna þín. Ég veit að þú ert kom- in á góðan stað núna og ert búin að hitta mömmu og afa. Hvíldu í friði. Þín, Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir. Elsku amma okkar. Takk fyrir að hafa alltaf verið svo yndisleg og blíð, þú með alla þína ást og kærleika í garð okkar og barna okkar. Þegar við vorum litlar stelpur, áður en við fluttum til Danmerk- ur, fannst okkur svo gaman að heimsækja þig í Álftamýrina. Við dáðumst að öllu fallega föndrinu sem þú gerðir og skemmtum okk- ur við að renna okkur niður hand- riðið í ganginum. Ekki má gleyma öllum sumarkvöldum og gleði í Danmörku sem við nutum með þér. Þú varst alltaf fjörug og glöð, og þín lífsgleði og orka hefur allt- af fylgt okkur öllum í fjölskyld- unni. Þú elskaðir að hafa alla fjöl- skylduna í kringum þig, það gerði þig svo hamingjusama. Þú varst mjög sterk og um- hyggjusöm kona, og við munum alla tíð minnast faðmlaga þinna og kossa. Elsku amma, þú ert nú falleg björt stjarna á himni, og við mun- um alla tíð elska þig og sakna þín. Blessuð sé minning þín, elsku amma. Knús og kossar Elsa Lind og Elsa. Ólöf Þórðardóttir ✝ Björn TheodórHúnfjörð Björnsson, eða Teddi eins og hann var kallaður, fædd- ist 5. október 1987. Hann varð bráðkvaddur 18. janúar 2018. Hann var sonur Emilíu Húnfjörð og Björns Heiðars Guðmundssonar. Dagur Húnfjörð er yngri bróðir Tedda. Áður átti Emilía soninn Magnús Pál Haraldsson. Maki Emilíu er William Thornton og eru þau búsett í Lundúnum í Englandi. Maki Björns Heiðars er Freyja Þorsteinsdóttir og eru þau búsett í Hollandi. Dætur Freyju eru Ýr Sigurð- ardóttir, búsett í Jóhannesar- borg í Suður-Afríku og Björk Gunnarsdóttir, búsett í Hol- landi. Teddi gekk í Ár- bæjar-, Húsa- og Engjaskóla í Reykjavík. Árið 1997 flutti Teddi til Englands og gekk í Hill House-, Hamp- shire- og Box Hill- einkaskóla. Árin 2003-2005 dvaldi Teddi í Hollandi og gekk í alþjóðlegan einkaskóla í Eind- hoven. Eftir að Teddi flutti til Ís- lands árið 2007 starfaði hann hjá Rúmfatalagernum og síðar Tölvulistanum. Teddi kvæntist Erlu Guðjóns- dóttur og eiga þau soninn Theo- dór Heiðar, eða Theó eins og hann er kallaður. Teddi og Erla slitu síðar samvistum. Teddi bjó í Hafnarfirði síð- asta árið sitt. Útför hans fór fram í kyrrþey 30. janúar 2018. Elsku Teddi. Hvað á maður að segja á svona stundu? Þú ert farinn úr þessum heimi allt of snemma og skilur eftir svo mörg brotin hjörtu. En ég veit að þú hafðir alltaf góðan ásetning og góð plön og þú vildir öllum allt hið besta. Ég skil svo vel hvernig þér leið því ég var líka á þessum stað einu sinni. Og það var alls ekki planið að lífið myndi enda svona. Ég veit ekki af hverju ég gat þegið edrúmennskuna að gjöf en ekki þú, og það er ekki sann- gjarnt. En elsku Teddi, hér erum við enn og munum reyna að gera það besta úr því sem við höfum. Við munum halda minningu þinni lif- andi og reyna að hlúa að hvert öðru og þakka fyrir þá gjöf sem lífið er. Ein af mínum fyrstu minning- um af Tedda var þegar ég ferð- aðist með hann og Dag til Hol- lands frá Íslandi til að heimsækja foreldra okkar. En fluginu okkar var seinkað um fjóra klukkutíma og þetta var eiginlega í fyrsta sinn sem ég var ábyrg fyrir „litlu stjúpbræðrum mínum“. Ég man að ég var í algjöru sjokki þegar ég fattaði að þeir voru búnir að dreifa slóð af nammibréfum eftir sig (og okkur) út um alla flughöfn á meðan við biðum eftir vélinni. Þennan dag ákvað ég með sjálfri mér að ef fyrsta barnið mitt yrði strákur þá myndi ég ættleiða næsta barn til að vera viss um að það væri stelpa. Svo gleymdi ég þessum degi í langan tíma en þeir sem þekkja söguna mína vita hver staðan er í dag og nú á ég sjálf tvo stráka ásamt nokkr- um aukabörnum og ég myndi ekki vilja hafa það neitt öðruvísi. Við Teddi höfum haldið sam- bandi yfir hnöttinn síðastliðin ár en við ræddum reglulega sjúk- dóminn sem við þekkjum bæði svo vel. En ég man best eftir þegar ég hitti hann stuttu eftir að Theó fæddist og við heimsótt- um þau seinnipart árs 2008. Hann var rosalega stoltur, ungur faðir. Teddi minn, þú hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu í gegnum fjölskylduna okkar. Mér finnst mjög sárt að kveðja þig svona og ég vildi að ég gæti verið til staðar á Íslandi á þessum erf- iða tíma en ég veit að sá Guð sem við trúum bæði á er til staðar og sér um okkur öll. Nú ert þú kominn heim til Guðs og ert á betri stað, án verkja, fíknar og þjáningar. Ég kveð að sinni, þar til við hittumst á ný. Ég votta fjölskyldu og vinum Tedda mína dýpstu samúð og hef ykkur öll í bænum mínum. Kærleikskveðja, Ýr Sigurðardóttir. Björn Theodór Húnfjörð Björnsson Elsku Þorleifur vinur okkar og starfsfélagi kvaddi þennan heim þann 25. janúar sl. eftir að hafa barist við erfið veikindi síðustu mán- uði. Þorleifur var hvers manns hugljúfi sem nú er sárt saknað af mörgum á hans stóra vinnu- stað. Það eru margir sem sakna vinsamlegra áminninga um að laga nú innstimplun eða spjalls um nýjustu úrslitin í enska bolt- anum sem Þorleifur var manna fróðastur um. Elsku vinur okkar, takk fyrir allt og allt. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, Þorleifur Kjartan Kristmundsson ✝ ÞorleifurKjartan Krist- mundsson fæddist 13. mars 1952. Hann lést 25. jan- úar 2018. Útför Þorleifs fór fram 2. febrúar 2018. frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Hugur okkar er hjá Svönu og fjölskyldu og biðjum við að Guð gefi þeim styrk í sorginni. F.h. samstarfsfélaga í Starfs- mannamálum Orkuveitu Reykja- víkur, Sólrún Kristjánsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar Við fráfall Ólaf- ar leita á hugann minningar um merka konu. Leiðir okkar Ólafar lágu saman er ég leitaði heimilda um forfeður okkar beggja. Amma Ólafar var Ólöf Þor- steinsdóttir úr Njarðvíkum, sem var elst systra Elínar Þor- steinsdóttur, ömmu minnar. Ég leitaði heimilda og upplýsinga hjá Ólöfu á sínum tíma þegar ég skrifaði niðjatal ættmóður minnar Elínar Þorsteinsdóttur og manns hennar, Ólafs Jafets- sonar. Heimildirnar birtust í bókinni „Fólkið mitt suður með sjó“. Ólöf var ættrækin og minnug á liðna atburði og gott að leita til hennar í Norður- brúnina þar sem hún bjó í fjölda ára á efri árum. Ólöf var ekkja Lofts Hall- dórssonar skipstjóra, sem lést árið 1968. Þeim varð þriggja barna auðið. Elsta dóttir þeirra, Margrét, lést árið 2011 en eftirlifandi eru Hjálmar og Ingibjörg Guðrún. Við Ólöf fór- um yfir munnlegar og skrif- legar varðveittar heimildir um ömmusystur okkar í mörgum fróðlegum heimsóknum en Ólöf var stálminnug á fólk og at- burði alla tíð. Ólöf, amma Ólaf- ar, sem var elst systkina for- feðra okkar, var fædd 29. september 1852 á býli 2 í Ytri- Njarðvík. Hún giftist Agli Guð- mundssyni, bónda og trésmið. Þau byrjuðu búskap á Þóru- stöðum á Vatnsleysuströnd árið 1877. Þeim varð þriggja barna auðið en elsta dóttir þeirra; Margrét, móðir Ólafar, var sú eina sem komst á legg. Yngri synirnir létust báðir úr faralds- veiki í frumbernsku. Egill lenti í alvarlegu slysi við að lagfæra turn Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd er skemmst hafði í óveðri. Stigi skrikaði Ólöf Hjálmarsdóttir ✝ Ólöf Hjálmars-dóttir fæddist 23. mars 1913. Hún lést 25. janúar 2018. Útför hennar fór fram 5. febrúar 2018. undir honum og hann féll til jarðar með stiganum. Eg- ill bjó við örkuml og lést nokkru síð- ar af afleiðingum slyssins. Áður hafði hann byggt fjölda húsa í byggðarlaginu, m.a. úr efnivið úr Jamestown-timb- urskipinu sem strandaði í Höfnum. Sagan seg- ir að Egil hafi dreymt fyrir láti sínu þannig að hann væri að fara upp stiga sem næði til himnaríkis og gengin þrep í stiganum merktu eitt ár í ævi hans. Nokkru eftir lát Egils, árið 1900, festi Ólöf kona hans kaup á lóð við Spítalastíg 5 þar sem hún endurbyggði að hluta húsið Þórustaði á lóðinni. Hún lét hluta Þórustaðarhúsið í sundur og flytja til Reykjavíkur. Þar var það endurbyggt á hlöðnum kjallara sem hún hafði látið gera. Engin flutningatæki voru komin til landsins er sáu um slíka flutninga svo töluverða út- sjónarsemi hefur þurft af hendi Ólafar. Þær mæðgur Ólöf og Margrét ráku um tíma matsölu á Spítalastíg 5 og höfðu fasta- gesti. Síðar seldu þær húsið og Ólöf lagði fyrir sig fatasaum. Margrét giftist Hjálmari Þorsteinssyni húsgagnameist- ara sem rak verkstæði að Klapparstíg 28. Ólöf sem við kveðjum nú er dóttir þeirra. Margrét móðir hennar féll frá á miðjum aldri. Ólöf réð sig ung í vist á Akranesi þar sem þau Loftur bjuggu síðar til ársins 1965. Þá fluttu þau í Hamra- hlíðina þar sem oft var gest- kvæmt. Ólöf fylgdist með ein- dæmum vel með og sagði skemmtilega frá áhugaverðu samferðafólki. Þá var hún ótrú- lega minnug á allt sem gerðist á árum áður svo unun var á að hlýða. Ég sendi öllum ættingjum Ólafar frænku minnar samúð- arkveðjur. Megi minning henn- ar lifa um ókomna tíð. Guðmundur K. Egilsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.