Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
✝ Elísa GuðlaugJónsdóttir
fæddist á heimili
foreldra sinna,
Berjanesi í Vest-
mannaeyjum, 17.
september 1925.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 30. janúar
2018.
Foreldrar hennar
voru Jón Einarsson
frá Fljótakróki í Meðallandi,
Vestur-Skaftafellssýslu, d.
1989, og Ólöf Friðfinnsdóttir
frá Borgum í Vopnafirði, d.
1985, en þau bjuggu saman í
Berjanesi. Elísa var elst fjög-
urra barna, en systkini hennar
eru Ragnheiður, Gunnar
Sveinbjörn og Einar Þór.
með honum þrjá syni; Jón Ax-
el, Ólaf Ragnar, d. 2016, og Jó-
hann Garðar. Guðrún Iðunn
giftist Lárusi Hannessyni og
eignuðust þau soninn Hannes
Jón. Seinna giftist hún Sveini
Kr. Péturssyni, d. 2009, og
eignuðust þau soninn Gunnar
Hrafn. Alls eru barnabarna-
börnin fjórtán talsins.
Elísa fór í barna- og gagn-
fræðaskólann í Vestmannaeyj-
um. Hún vann í fiskvinnslu,
m.a. í Hraðfrystistöðinni, og
sem afgreiðslustúlka í Kaup-
félaginu og í versluninni Á
horninu. Í Vestmannaeyjum
söng hún í kór Barnaskólans
og svo í Vestmannakórnum.
Elísa var félagi í Kynningar-
klúbbnum Björk, sem var fé-
lagsskapur eiginkvenna húsa-
smíðameistara. Einnig var
Elísa virkur félagi í Inner-
wheel, samtökum eiginmanna-
og kvenna Rótarý-félaga.
Útför hennar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 8.
febrúar 2018, klukkan 13.
Elísa átti
barnaláni að
fagna. Hún átti
tvær dætur,
Ólöfu Jónu og
Ruth Höllu, d.
2007, með Sig-
urgeiri Ólafssyni
frá Víðivöllum í
Vestmannaeyjum,
d. 2000. Árið
1948 giftist hún
Jóni I. Hann-
essyni og fluttist fljótlega eftir
það til Reykjavíkur. Eignuðust
þau eina dóttur, Guðrúnu Ið-
unni. Ólöf Jóna var gift Jóni
Sigurðssyni, d. 1999, og eign-
aðist með honum þrjú börn;
Ólaf Jón, Ásgeir og Elísu Guð-
laugu. Ruth Halla var gift
Ólafi Axelssyni og eignaðist
„Mig dreymdi hann pabba í
nótt,“ sagði amma nokkrum
dögum áður en hún kvaddi. „Æ,
hann var eitthvað einmana, það
var eins og hann vildi fá mig til
sín.“ „Og hvernig leið þér í
draumnum?“ spurði ég. Þá
brosti hún svo innilega og sagði
undurblítt og dreymandi: „Það
var eins og ég gæti flogið. Ég
var alveg verkjalaus.“
Hún amma mín og alnafna
var stórmerkileg kona. Hún var
ekki mikið fyrir að trana sér
fram eða láta á sér bera en með
sínum einstaka hætti bar hún
samt af. Hún var einstök hús-
móðir og lagði mikla vinnu í að
hafa heimilið fallegt enda eru í
hverju horni fallegar hannyrðir
sem amma töfraði fram. Það
skipti hana öllu máli að öðrum
liði vel, sérstaklega afa Jóni og
var hún ósérhlífin þegar kom að
því að búa þeim hjónum gott og
myndarlegt heimili auk þess
sem hún studdi hann í einu og
öllu við að búa þeim gott og far-
sælt líf í leik og starfi.
Við amma vorum góðar vin-
konur og áttum oft notalegar
samverustundir í Haukshólun-
um þar sem við fórum yfir liðinn
tíma og líðandi stundu. Hún
hafði mikinn húmor og oftar en
ekki gátum við tvær hlegið inni-
lega saman yfir litlu hlutunum.
Einnig kom alltaf sérstakt blik í
augun á ömmu þegar við töluð-
um um eyjuna fögru í suðri,
Heimaey, því þar voru hennar
rætur og þar átti hún dásamleg
uppvaxtarár í Berjanesinu.
Seinustu mánuðir voru ömmu
oft á tíðum frekar erfiðir og var
hún oft verkjuð. „En við skulum
ekki tala meira um það,“ sagði
hún og spurði frekar frétta af
barnabarnabörnunum. Hún var
stolt af öllu fólkinu sínu og vildi
svo mikið að öllum gengi vel og
liði vel. Nú er komið að leiðar-
lokum og amma fékk hvíldina
löngu. Ég vil þakka af öllu
hjarta fyrir allar þær góðu
minningar sem gefa gleði og
birtu. Blessuð sé minning ömmu
Elísu.
Elísa Guðlaug Jónsdóttir.
Hún amma mín er farin og
skilur eftir sig skarð sem aldrei
verður fyllt. Minningarnar sem
hún lætur eftir sig eru margar
og hlýjar. Ömmur einar hafa
þessa sérstöku eiginleika að
geta veitt takmarkalausa og
endalausa ást.
Ég var var svo heppinn að
geta verið mikið með ömmu og
afa þegar ég var ungur. Hvort
sem það var heima í Rauðagerði
eða í Skorradalnum að smíða.
Þegar maður lítur til baka og
hugsar um góðu dagana er ekki
laust við að lítið bros færist yfir
andlitið. Amma var svo góð.
Ömmur eru svo sérstakar.
Svo yfirmáta góðar. Guð skapaði
ömmur til að vera til staðar.
Hann skapaði ömmu mína, þá
bestu sem til var og hún var allt-
af til staðar.
Maður var alltaf velkominn að
koma í heimsókn, gista eða
leika. Þegar eitthvað bjátaði á
var þess aldrei langt að bíða að
sólin færi að skína aftur því
amma kunni leiðir til að létta líf-
ið sem engin annar kunni.
Flóknum spurningum unga
mannsins gat hún alltaf svarað
þannig að hugarró fékkst. Hún
söng til að þerra tárin og alltaf
hafði hún tíma. Það var tíminn
sem var dýrmætastur og alltaf
var hægt að leita til hennar með
flókin úrlausnarefni. Ekkert var
of lítið eða of stórt fyrir ömmu.
Það var alltaf vel tekið á móti
skólastráknum með kostum sem
kom svangur heim í Rauðagerði
og amma gerði alltaf besta mat-
inn.
Minningarnar eru svo margar
og ljúfar og þær verða ávallt vel
varðveittar í hjartanu. Sama
hjartanu og elskaði ömmu óend-
anlega. Ástin er takmarkalaus.
Hvíl í friði, amma mín.
Jón Axel (Jónsi).
Með nokkrum orðum viljum
við systkinin minnast móður-
systur okkar, hennar Elísu
frænku. Bernskuheimili þeirra
systra og tveggja bræðra var í
Vestmannaeyjum og þangað
sóttum við öll, stór og smá til afa
og ömmu í Berjanesi, þar sem
hlýja og glaðværð réð ríkjum.
Jón og Ólöf fluttu suður eftir gos
og bjuggu síðustu æviárin í lítilli
íbúð hjá Elísu og Jóni í Hauks-
hólum, þar sem þau nutu nær-
veru og öryggis fjölskyldunnar.
Sem börn heimsóttum við El-
ísu frænku á Vallartröðina, það
voru ekki daglegar heimsóknir
enda nokkuð langt fyrir mömmu
að ganga með okkur krakkana
frá Háaleitinu yfir Fossvoginn
meðfram skurðum og yfir mýrar
í nýbyggðina í Kópavogi. Eftir
því sem tímar liðu breyttust að-
stæður, ný húsakynni, fjölskyld-
urnar stækkuðu, erill og vinna
hjá flestum og samskiptin urðu
minni.
Elísa var alla tíð hógvær og
hélt sínu ekki á lofti, ekki heldur
þeim stuðningi sem hún veitti
foreldrum, fjölskyldu og kærum
eiginmanni. Hún var húsmóðir
af gamla tímanum, sinnti af alúð
heimili, dætrum og afkomend-
um auk þess sem hún sinnti góð-
gerðarmálum.
Samhygð og sterk fjöslkyldu-
bönd voru Elísu mikill styrkur
við skyndileg veikindi yngri
dóttur hennar, Ruthar Höllu, og
andlát hennar þungur missir og
sorg sem hún bar í hljóði eins og
annað.
Erfið veikindi á sjúkrahúsi
stóðu í skamman tíma, hugurinn
var þá oft heima í Berjanesi og í
Vestmannaeyjum eins og hjá
henni Ragnheiði systur hennar,
sem dvelur þar í huganum flesta
daga.
Við systkinin kveðjum góða
frænku um leið og við skilum
kveðju frá móður okkar með
þökk fyrir ævilanga vináttu.
Þuríður og Jón Rúnar
Backman.
Það er svo þungt að missa,
tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt,
angist fyllir hugann,
örvæntingin og umkomuleysið
er algjört,
tómarúmið hellist yfir,
tilgangsleysið virðist blasa við.
Það er svo sárt að sakna
en það er svo gott að gráta.
Tárin eru dýrmætar daggir,
perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma.
Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð
eða frá þér tekið.
…
(Sigurbjörn Þorkelsson)
„Guð, hvað þér er kalt dreng-
ur. Ertu ekki svangur?“ Þetta
voru orð hennar ömmu sem ég
man hvað best eftir. Þau sýndu
væntumþykju, umhyggju og á
sama tíma mikla rökfestu, enda
var sjaldan hægt að malda í mó-
inn og segjast ekki vilja neitt að
borða þegar frú Elísa Guðlaug
átti í hlut. Út fór maður, með
stútfullan maga og hálsklútinn
hennar ömmu þéttbundinn um
hálsinn, sem mátti svo skila við
næstu heimsókn.
Amma var yndisleg mann-
eskja og engill í mannsmynd.
Hennar hlýju faðmlög, bros
hennar og hlátur, mun aldrei
gleymast í minningu minni um
hana. Amma setti sjálfa sig aldr-
ei í fyrsta sæti og hvert sem leið
mín liggur mun góðmennska
hennar og kærleikur í garð
náungans ætíð fylgja mér. Ég
vona að mér takist að tileinka
mér alla þá manngæsku sem
hún amma hafði til að bera en þó
er nokkuð ljóst að það verður
erfitt að komast með tærnar þar
sem hún hafði hælana.
Hvíl í friði, elsku amma. Ég
sakna þín.
Þinn
Gunnar Hrafn.
Elísa Guðlaug
Jónsdóttir
Hún líður fram
fyrir neðan túnfót-
inn, áin sem skap-
aði okkar kynni.
Stríð og úfin, blíð og mild gat
áin verið en um leið gefandi,
rétt sem lífið. Mótandi land og
lýð, skapandi endalausar um-
ræður. Á hólnum fyrir ofan ána,
stendur reisulegur bær, snyrti-
mennsku viðbrugðið. Byggður á
bjargi, á gömlum merg, átthag-
ar og heimkynni húsfreyjunnar
á Glitstöðum, alla tíð.
Skarpskyggn mótaðist ung
kona af umhverfi sínu. Nam
það sem lesið var og reynt á
lífsins göngu. Svipaði um margt
við stráið sem bognar en bugast
ekki í stormi daganna. Seiglan
var í blóðinu.
Líkt og hjá íslenskri náttúru,
sem rétt er áborin, var upp-
skera lífsins ríkuleg, viska og
þekking næg. Rætur hennar
sterkar er hvíldu í íslenskri
mold. Sjálf var hún kletturinn
sem margt byggðist á, eins og
hjá honum gat yfirborðið verið
ögn hrjúft þótt undir slægi gef-
andi og hlýtt hjarta. Hún hafði
einnig fullvissu um að hin
Auður Eiríksdóttir
✝ Katrín AuðurEiríksdóttir
fæddist 16. júní
1938. Hún lést 17.
janúar 2018.
Auður var jarð-
sungin 27. janúar
2018.
gömlu gildi bæru
ekki innantóma
merkingu. Hófsemi
sem byggðist á
hógværð, nægju-
semi og að rækta
sinn heimagarð,
skipti máli. Gest-
risin, en vildi frem-
ur taka á móti
gestum en vera
gestkomandi sjálf.
Nýbúinn í sveit-
inni var sestur í stjórn veiði-
félagsins, fyrsti fundur haldinn
á Glitstöðum. Við velkomið
handtakið hnýttust bönd, sem
rofnuðu ekki.
Hnútar bundnir sem héldu,
rétt eins og tryggðin hennar við
dalinn og ána. Á þessum slóðum
binda menn bagga sína traust-
um böndum. Ríkulega var veitt
í lok fundar, ríkulegri voru ráð-
in og samtölin við húsfreyju.
Hún gaf, rétt sem áin, ef eftir
var leitað. Skoðanir sterkar,
heilræðin góð en hvorki ásak-
anir né skipanir. Dillandi hlátur
og fræðandi dæmisögur. Sam-
tölin við húsfreyju urðu á
stundum fleiri en við formann-
inn. Þar voru engir sjóðir tóm-
ir.
Að eiga aðgang að visku-
brunni og vináttu er ómetan-
legt. Auði Eiríksdóttur á Glit-
stöðum er þökkuð samfylgdin
og tryggðaböndin sem aldrei
brustu.
Birna G. Konráðsdóttir.
Við kynntumst
Sonju fyrir rúmum
40 árum. Þá vorum
við allar nemar í
Ljósmæðraskóla Íslands.
Síðustu 10 árin ferðuðumst við
mikið saman. Upphaf þess var að
við fórum allar á alþjóðlega ráð-
stefnu ljósmæðra í Glasgow í maí
2008. Þaðan fórum við fjórar í
dagsferð um skosku hálöndin.
Þá var Sonja í essinu sínu og
náði mörgum góðum myndum.
Þær eru vel geymdar hjá Unni
hollsystur hennar. Sonja hafði
mikla ástríðu fyrir ferðalögum,
bæði innanlands og utan. Við fór-
um saman á Vestfirðina og vorum
með aðsetur á Þingeyri.
Í þeirri ferð var farið á Rauða-
sand, sem var hennar paradís. Að
sitja með Sonju á kaffihúsinu á
Rauðasandi verður lengi í minn-
um haft. Frá Melanesi gengum
við að Sjöundá. Það hafði lengi
verið draumur Sonju. Vel fór um
okkur í hlaðvarpanum hjá Gísla á
Uppsölum. Þegar við fórum til
Hesteyrar lentum við í ólgusjó.
Lágfóta tók þar á móti okkur og
hópurinn fékk góða leiðsögn um
Sonja Guðbjörg
Guðjónsdóttir
✝ Sonja GuðbjörgGuðjónsdóttir
fæddist 26. nóv-
ember 1951. Hún
lést 16. janúar 2018.
Útför Sonju fór
fram 25. janúar
2018.
svæðið. Að því
loknu var boðið upp
á súpu og harmon-
ikkuspil undir borð-
um. Sonja naut
ferðarinnar í botn.
Það gerðum við
líka. Ári seinna fór-
um við á Strandirn-
ar. Þar lentum við í
miklum hrakning-
um vegna veðurs.
Bíllinn bilaði og
fór ekki lengra. Þá kynntumst við
greiðasemi tengdasonar Sonju,
sem sótti bílinn og okkur. Síðustu
árin komum við saman og spil-
uðum brids. Þar sýndi hún spila-
hæfileika sína.
Fjölskyldu hennar sendum við
samúðarkveðjur.
Unnur, Kristborg
og Ingibjörg.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Elskulegur faðir minn, afi og langafi,
EMIL ÞÓRÐARSON
skipstjóri,
Hrafnistu, Nesvöllum,
áður til heimilis að Sólvallagötu 36,
Keflavík,
lést föstudaginn 26. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 15. febrúar
klukkan 11.
Innilegar þakkir til starfsfólks Nesvalla fyrir góða umönnun og
hlýtt viðmót.
Gerður Guðmundsdóttir
Þorbjörn Emil Kjærbo
Tinna Eir Kjærbo
Ari Hálfdán Aðalgeirsson
Aðalgeir Emil Arason Kjærbo
Thor Guðni Arason Kjærbo
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SVEINN KRISTJÁN PÉTURSSON,
Kirkjubrekku 8,
Álftanesi,
lést á heimili sínu föstudaginn 2. febrúar.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 14. febrúar
klukkan 15.
Sigurborg Kristjánsdóttir
Halldór S. Sveinsson Hulda G. Bjarnadóttir
Kristján G. Sveinsson Sandra Lind Valsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HANNA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Grandavegi 41,
lést á dvalar- og húkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 3. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn
12. febrúar klukkan 13.
Ragnheiður Ásta Magnúsd. Konráð Lúðvíksson
Ásgeir Magnússon Ásthildur Lárusdóttir
Björn Magnússon Guðrún Jónsdóttir
Jens Magnússon Gerður Kristjánsdóttir
Torfi Magnússon Lilja Þórisdóttir
Þorbjörg Magnúsdóttir Gylfi Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn