Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 ✝ Þóra Eyjólfs-dóttir fæddist í Skipagerði á Stokkseyri 8. sept- ember 1931. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. jan- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Eyjólfur Bjarnason, f. 6. jan- úar 1869, d. 5. maí 1959, og kona hans Þuríður Grímsdóttir, f. 12. ágúst 1887, d. 5 ágúst 1970. Þóra var yngst í stórum systkinahópi. Systkini hennar samfeðra voru Þórdís, f. 1898, Gjaflaug, f. 1902, og Bjarni, f. 1904. Systir sam- mæðra var Laufey, f. 1909. Al- systkini Þóru voru Guðný, f. Börnin eru: 1) Eyjólfur Þór, f. 1952, kvæntur Regínu B. Hans- dóttur, 2) Sigríður Árný, f. 1956, gift Kjartani Hreinssyni, 3) Sig- urborg Hrönn, f. 1958, gift Þor- valdi I. Jónssyni, 4) Eiríkur Við- ar, f. 1962, kvæntur Hafdísi Baldursdóttur, 5) Kristinn Jón, f. 1969, kvæntur Brynju B. Bjarkadóttur. Afkomendahóp- urinn er orðinn stór og eru barnabörnin samtals fjórtán, barnabarnabörnin sex og eitt barnabarnabarn. Þóra ólst upp á Stokkseyri og bjó þar þangað til hún var rúm- lega tvítug. Hún fór sem kaupa- kona sumarlangt austur á firði þar sem hún kynntist Sævaldi og hófu þau búskap í Hafnarfirði skömmu seinna. Þóra var lengst af heima við að hugsa um börn og bú en eftir að börnin komust á legg starfaði um hún um hríð í Norðurstjörnunni í Hafnarfirði. Úför Þóru fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 8. febrúar 2018, klukkan 15. 1910, Margrét, f. 1913, Eiríkur, f. 1913, Sigríður, f. 1916, Pálmar f. 1921, Þorgrímur, f. 1923, Eyjólfur Ósk- ar, f. 1928. Þóra giftist 23. desember 1956 Guðna Sævaldi Jónssyni, ættuðum frá Stóru-Breiðuvík í Helgustaðahreppi á Eskifirði. Foreldrar hans voru Jón Markússon og kona hans Sigurborg Sæmundsdóttir. Sæ- valdur lést 6. nóvember 1989 eftir stutt en erfið veikindi. Þóra og Sævaldur áttu fjögur börn saman en auk þess gekk Sævaldur syni Þóru í föðurstað. Elskulega mamma mín kvaddi þennan heim 31. janúar sl. Ótal minningar hrannast upp í huga „litlu stúlkunnar“ hennar mömmu sinnar. Mamma alltaf heima og til staðar þegar ung- arnir hennar komu heim úr skólanum. Pabbi á sjónum. Sjómanns- konur voru mæður, eiginkonur, framkvæmdastjórar, fjármála- stjórar, skraddarar, sálusorgar- ar ásamt svo mörgu öðru – öll- um þessum embættum gegndi mamma mín með miklum sóma. Oft var þröngt í búi á fyrstu hjú- skaparárum foreldra minna og þá var jafnvel saumað upp úr gömlu á börnin – prjónað – og alltaf séð til þess að við værum hrein og snyrtileg til fara. Henni var afar umhugað um að allt gengi vel hjá okkur – hringdi og spurði frétta af okkur þegar við vorum flutt að heiman og þegar barnabörnin fæddust þá var sama uppi á teningnum. Hún var alltaf til staðar fyrir mig og börnin mín – og var Fag- rakinnin sem þeirra annað heimili. Það leið varla sú helgi að ekki væri kíkt í kaffi og heit- ar ömmu-pönnsur sem brögðuð- ust frábærlega með miklum sykri. Mamma var afar tónelsk og ólst upp á miklu tónlistarheimili. Hún fór ekki í tónlistarnám en naut þess oft að spila eftir eyr- anu og man ég oft eftir henni með börnin mín í fanginu spil- andi á hljómborðið. Mamma missti mikið þegar pabbi lést 55 ára úr bráðahvít- blæði. Lífið hélt áfram en allt var með öðrum brag. Trúin var mömmu lífsins akkeri og ól hún okkur upp samkvæmt því. Hún lagði mikið upp úr því að menn stæðu við orð sín – því varð aldr- ei haggað. Samgangurinn milli okkar jókst enn frekar eftir fráfall pabba – og þegar ég fór í kenn- aranámið þá kom mamma heim til mín og var til staðar þegar eldri börnin mín komu heim úr skólanum – hún létti undir á svo ótal margan hátt. Síðustu árin fór heilsunni að hraka – það var erfið lífsreynsla að horfa upp á og skynja þá þján- ingu sem fylgir því þegar ástvin- ur er að kljást við sjúkdóm sem sviptir mann minninu, málinu og á endanum lífinu. Ég er þess fullviss að hún fékk góðar móttökur í Sumarlandinu – þar sem við síðan sameinumst á ný. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og helgar sitt líf. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Þín Sigurborg. Þá er elsku amma mín búin að kveðja, eftir á ég sem betur fer margar dýrmætar minningar um góða konu. Sem barn var ég mikið hjá henni og var alltaf velkomin, var hálfgerður heimalningur hjá henni bæði þegar hún bjó í Fög- rukinn og síðar á Hjallabraut. Hún tók lengi vel á móti okkur systkinunum eftir skóla og eftir að hún hætti að þurfa þess fór ég oft beint til hennar eftir skóla frekar en að fara heim. Mínar hlýjustu og bestu minn- ingar eru þegar við vorum bara tvær heima hjá henni. Þá sátum við gjarnan í eldhús- króknum, hún með kaffi og sígó, og við spiluðum eða lögðum kapal og hún sagði mér sögur frá því að hún var ung, frá systkinum sín- um, frá börnunum hennar þegar þau voru lítil og afa, en hann var aðeins 55 ára þegar hann lést og hafði það skiljanlega djúpstæð áhrif á ömmu og allt hennar líf. Ég fékk mjög oft að gista hjá henni. Þá fékk ég að vaka lengur og við sátum og spjölluðum fram á kvöld og síðan bað ég alltaf um að fá að sofa uppí, þó að ég gæti oft á tíðum lítið sofið fyrir hrot- unum, þvílíkur hávaði sem þessi litla kona gat framkallað! Hún var ekki útivinnandi og hafði því, að mér fannst a.m.k., allan heimsins tíma til að sinna mér. Ég man þegar ég fékk hlaupa- bólu og mamma var erlendis. Til að pabbi kæmist í vinnu fékk ég að gista hjá ömmu og vera hjá henni meðan ég var veik og hún dekraði við mig. Amma bakaði mikið, sérstak- lega þegar hún bjó í Fögrukinn- inni, marmarakakan hennar var í uppáhaldi hjá mér ásamt heims- ins bestu pönnukökum sem hún gerði – mikið sem ég sé eftir að hafa ekki fengið hana til að kenna mér „leynitötsið“ þar. Hún var með eindæmum for- vitin kona, sat gjarnan við eld- húsgluggann og fylgdist með öllu sem fram fór úti, sagðist sjálf þó ekki vera hnýsin eða forvitin, hún væri bara svo fróðleiksfús. Hún vildi ekki mikið hafa sig í frammi, kunni ekki við að vera miðpunkt- ur athyglinnar, hafði ekki áhuga á að sækja í félagsskap en vildi að fjölskyldan kæmi í heimsókn. Hún var mjög glöð að fá heim- sóknir frá sínum nánustu og þótti afar vænt um þegar ég kom með krakkana mína með mér. Minnissjúkdómar, eins og hún þjáðist af, taka virkilega á, þegar fólk virðist týnast í sjálfu sér. Mér fannst hún þó alltaf muna eftir mér, í það minnsta þekkti hún mig alltaf þó að hún hafi e.t.v. ekki verið alveg viss um hvað ég héti þegar hún átti slæma daga. Daginn áður en hún lést var hún með mjög skerta meðvitund en leit þó á mig þegar ég gekk að rúminu hennar og sagði: „Ertu komin, Þóra mín?“ Mér þótti vænt um að hún vissi að ég væri hjá henni þó að hún svæfi síðan restina af heimsókninni. Nú er hún búin að fá hvíldina og finnur afa vonandi þarna hin- um megin eftir um 30 ára að- skilnað. Þóra Kristín. Í dag kveðjum við ömmu Þóru. Hún er nú komin á betri stað í faðm afa Sævalds. Það er mikill söknuður sem fyllir hjörtu okkar en minningarnar um ömmu munu ylja okkur. Í hugann koma upp myndir af ömmu í garðinum og í eldhúsinu í Fögrukinninni. Amma bakaði þær allra bestu pönnsur sem við höfum smakkað. Hún var yfirleitt reiðubúin að skella í pönnsur ef um var beðið. Minningar um pönnsur í nesti fyrir langa keyrslu austur á Hornafjörð eru dásamlegar. Amma bjó líka til bestu kjötsúp- una og þó að gerðar hafi verið margar tilraunir til að endurtaka leikinn var eitthvað við súpuna hennar ömmu sem ekki var hægt að leika eftir. Leiðin að hjartanu er í gegn- um magann stóð einhvers staðar. Þó að það hafi ekki verið satt um hana ömmu, þá hjálpaði það sannarlega til að mynda ljúfar minningar lítilla barna, að minn- ast kjötsúpunnar góðu og pönnu- kakanna. Í dag kveðjum við ömmu með söknuði og sorg. Hvíl í friði, elsku amma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. Lát húmið milt og hljótt hlúa að mér í nótt og mig að nýju minna á mildi arma þinna. Ég fel minn allan hag einum þér nótt og dag, ljósið af ljósi þínu lifi í hjarta mínu. (1.v. höf. ók. 2.-4. vers Sigurbjörn Einarsson.) Maja, Ríkey, Sæþór og Jara. Þóra Eyjólfsdóttir, fyrrver- andi tengdamóðir mín í yfir 30 ár, kvaddi þessa jarðvist í síðustu viku. Á slíkum tímamótum skjóta upp kollinum margar góðar minningar, sem ég er þakklátur fyrir. Þau voru ótal jólaboðin, af- mælisveislurnar, fermingar og jú stundum jarðarfarirnar þar sem stórfjölskyldan hittist. Einnig nokkrar eftirminnilegar útilegur, en þó held ég að standi upp úr ferð okkar Sigurborgar til Rim- ini á Ítalíu, með Þóru og Sævaldi heitnum og voru Addi og Þóra okkar með í för, þá kornung. Í þeirri ferð fórum við líka dags- ferð til Feneyja sem er minning sem enn lifir sterkt. Því miður féll Sævaldur, eig- inmaður Þóru, frá, langt fyrir aldur fram, aðeins 55 ára að aldri, og var það eðlilega mikið áfall fyrir alla. Við það gjörbreyttust allar að- stæður Þóru en börnin hennar voru henni stoð og stytta á þeim erfiðu tímum og reyndar allt fram á síðasta dag. Við Þóra náðum alltaf vel sam- an og aldrei bar nokkurn skugga á okkar samband, það ríkti gagn- kvæm virðing og traust á milli okkar. Það er alltaf sárt að sjá á eftir fólkinu sínu fara en þannig er víst gangur lífsins. Við sem eftir stöndum yljum okkur við góðar minningar. Kæra Þóra, fleyi þínu hefur nú verið ýtt úr vör og góðar vættir færa þig yfir að bakkanum hin- um megin, þar verður tekið vel á móti þér – það veit ég. Hvíl í friði. Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún.) Gunnar Þór Geirsson. Þóra Eyjólfsdóttir Unnur Bjarna- dóttir, eða amma Unnur eins og ég hef ávallt kallað hana frá því að ég man eftir mér, er látin og fær loksins að hvíla í friði við hlið afa Gunna. Þegar ég hugsa til baka þá brjótast fram margar góðar minn- ingar um ömmu Unni og þá helst leiðir hugurinn á Kársnesbrautina. Þar var litla gula húsið sem og rauða Bjallan í garðinum sem maður lék sér mikið í. Amma átti líka rauða Volkswagen-bjöllu sem hún keyrði og mér fannst alltaf merkilegt að hennar bíll virkaði en ekki sá sem var í garðinum. Einnig man ég sérstaklega eftir rauðu túl- ípönunum í garðinum sem voru í miklu uppáhaldi hjá ömmu og þá mátti alls ekki slíta upp þó að mann langaði það mikið. Oft fékk maður að gista hjá ömmu og afa og þá var oftar en ekki farið upp á háaloftið og gramsað í gömlu dóti. Ég man sér- staklega eftir eldgömlum gítar sem var rykugur, komin til ára sinna, sem þar var geymdur. Amma átti nú annan gítar og kunni nokkur lögin, misgóð samt minnir mig eða allavega kunni ég aldrei textana sem hún söng sem voru eflaust gömul þjóðlög. En það var alltaf ævintýri að fá að gista á Kársnesbrautinni. Þar var ósjald- an búnar til tjaldbúðir innandyra úr öllum teppum, stólum og sæng- um sem fundust og að sjálfsögðu gist í þeim. Man það líka að þegar teikni- myndirnar byrjuðu á morgnana þá skellti maður sér í brúna leður- sófasettið í stofunni sem brakað endalaust í og amma oftar en ekki gaf manni mjólk að drekka og lýsi. Unnur Bjarnadóttir ✝ Unnur Bjarna-dóttir fæddist 10. október 1931. Hún lést 22. janúar 2018. Útför Unnar fór fram 5. febrúar 2018. Það klikkaði held- ur aldrei að maður fékk alltaf pönnu- kökur hjá ömmu ef maður gisti eða kíkti í heimsókn. Amma bakaði bestu pönnu- kökur allra tíma sem eru engar ýkjur og hún var aldrei spör á þær, það var alltaf nóg til með alltof miklum sykri og rjóma. Ef það kom sól að sumri þá var amma ávallt komin í sólbað, helst með sólarolíu til að verða brúnni, þetta þótti mér sem krakka mjög merkilegt í alla staði. Rauður varalitur kemur líka sterklega í huga minn þegar amma var annars vegar. Henni leiddist það ekki að kyssa mann á báðar kinnarnar og láta mig svo nudda varalitinn af grettilegan á svip, hún var nefnilega stríðin og ávallt mjög stutt í hlátur hjá ömmu. Amma var mikill ættfræðingur eða áhugasöm um hverra manna hinn og þessi væri og ávallt tókst henni að tengja saman ólíkt fólk sem maður þekkti, á köflum hélt ég að hún þekkti alla Íslendinga með nafni. Mér þykir líka einstaklega vænt um ákveðna ferð sem ég fór með ömmu og afa ásamt Margréti konu minni um Suðurlandið eitt sumarið og heimsóttum meðal annars sveitabæ undir Eyjafjöllum sem afi hafði dvalist á á sínum yngri ár- um. Í þessari ferð var mikið talað, hlegið og rifjaður upp gamli tíminn þegar þau voru ung og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig þá. Við gistum á Skógum á hóteli og þeim þótti ekki leiðinlegt að fara í göngutúr, fá sér lambakjöt og smá rautt og púrtara með. Þessari ferð gleymi ég aldrei. Elsku amma mín, hvíl þú í friði og ég er þér ævinlega þakklátur fyrir allar okkar stundir. Þinn Hjalti Már. Kveðja frá Félagi íslenskra gullsmiða Þau hittust á rússnesku vori fyrir liðugum 60 árum. Þá var efnt til fjölmennrar æskulýðshátíðar í Moskvu og fór stór hópur frá Ís- landi. Þetta var vorið 1957. Var þetta mjög fjörug og skemmtileg ferð – allir hressir og glaðir. Í einni skoðunarferð vék Halldór sér að Hrafnhildi, sem geislaði af æskufjöri (þá þekktust þau ekki) og segir: „Ég heiti Halldór og mig langar að bjóða þér í mat.“ Hún tók vel í það enda leist henni strax vel á þennan þingeyska, hárprúða og fjörlega mann. Síðan fara þau inn í kjötbúð og fá þar veitingar og skáluðu í kampavíni. Eftir þetta var ekki aftur snúið. Halldór var fæddur 10. janúar 1931 á Húsavík og var því nýorð- inn 87 ára er hann lést. Foreldrar hans voru kaupmannshjón á Húsavík. Sveinsprófi í gullsmíði lauk hann vorið 1954, en meistari Halldórs var Guðmundur Eiríks- son hjá Jóni Sigmundssyni. Á því verkstæði unnu sex gullsmiðir og Halldór Kristinsson ✝ Halldór Krist-insson fæddist 10. janúar 1931. Hann lést 24. jan- úar 2018. Útför Halldórs fór fram 1. febrúar 2018. þrjár dömur í búð. Þarna vann Halldór í hartnær tvo áratugi, með köflum, á eigin vegum. Hann stofnaði sitt eigið verkstæði með Hreini M. Jóhanns- syni í Phaff-húsinu á Skólavörðustíg og eftir það á ýmsum stöðum í miðbænum, en síðustu árin á heimili sínu í Fannafold 2, Graf- arvogi. Dóttir hans Sigríður lærði iðnina og lauk námi fyrir fáum ár- um. Halldór var bráðflinkur maður – smíðaði fagra gripi úr gulli og silfri og ekki má gleyma hans að- alverki, sem var leturgröftur, en í því fagi var hann algjör snillingur. Leturgrafarar voru ekki á hverju strái, oftast aðeins tveir eða þrír. Við gullsmiðir gátum ekki lifað án þeirra. Rithönd Halldórs var sér- lega fögur, með fallegum sveiflum og glæsilegu yfirbragði. Halldór var manna þægilegast- ur í umgengni – prúður og góður vinur. Sár harmur var að honum og fjölskyldunni kveðinn er Hrafnhildur andaðist 2015. Við, í okkar litla félagi, söknum hans sárt enda var hann góður fé- lagi og ávallt þátttakandi í öllum viðburðum – maður sem hægt var að treysta. Með virðingu og hluttekningu. Sigmar Ólafur Maríusson. Elsku hjartans Kata. Við horfum á eft- ir stelpu sem var alger nagli og barð- ist fyrir tilvist sinni og barnanna sinna af ákveðni og með reisn. Kerfið kann svo sannarlega ekki á fólk sem veit hvað það þarf en vantar verkfærin og þú fékkst svo innilega að finna fyrir því. Þú varst frábær samstarfs- félagi, dugleg og svo áreiðanleg. Katrín Dröfn Bridde ✝ Katrín DröfnBridde fæddist 14. apríl 1981. Hún lést 24. janúar 2018. Útför Katr- ínar fór fram 2. febrúar 2018. Aldrei logn- molla í kringum þig. Glaðværð þín og hlátur smitaði okkur öll. Einstök með krakkana, ákveðin og skilningsrík í þeirra garð. Það var gott að vinna með þér því þú varst áreiðan- leg og ávallt til staðar. Kata, þú spilaðir eins vel og þú gast úr þeim spilum sem líf- ið færði þér og við gleymum þér aldrei. Sunna, Berglind, Kristín, Bryndís og Bjarney og fv. samstarfs- félagar á Njálsborg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.