Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Við erum á fullu að taka uppÓfærð 2,“ segir BörkurSigþórsson leikstjóri sem á
40 ára afmæli í dag. Von er á fram-
haldi sjónvarpsþáttanna í nóv-
ember en Ófærð sló í gegn hér á
landi og úti um víða veröld.
„Þetta er sama sögusviðið fyrir
norðan en atburðirnir gerast
meira í sveitinni í Siglufirði en
minna í bænum sjálfum. Við byrj-
uðum í tökum í október fyrir norð-
an en erum búin að taka upp þar
og það er farið að síga á seinni
hlutann hjá okkur. Núna erum við
að taka hér í Reykjavík og þá að-
allega í stúdíói.“
Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur
Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sig-
urðsson verða öll á sínum stað í
Ófærð 2 en stór hópur nýrra leik-
ara kemur í þáttinn eins og Unnur
Ösp Stefánsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir og Steinn Ármann Magn-
ússon. Þættirnir verða tíu eins og í fyrri þáttaröðinni. Börkur leik-
stýrði þá tveimur þáttum en leikstýrir núna fjórum og aðrir leik-
stjórar eru Ugla Hauksdóttir, Óskar Þór Axelsson og Baltasar
Kormákur, sem leikstýra tveimur þáttum hver.
„Baltasar er framleiðandi og skapari þáttanna, mætti segja og stýr-
ir lögninni á þessu. Við vinnum öll náið saman í undirbúningi fyrir
tökurnar en svo þegar á hólminn er komið vinnur hvert okkar sjálft
að sínum þætti en við vitum hver ramminn er. Svo hefur Sigurjón
Kjartansson, handritshöfundurinn, yfirumsjón með þessu og passar
upp á samhengið.“
Annars er Börkur að klára sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, en
það er spennumyndin Vargur. „Hún er á lokametrunum í eftirvinnslu,
en við skutum hana í byrjun 2017. Hún er með Gísla Garðarssyni og
Baltasar Breka og framleiðendur eru Baltasar Kormákur og Agnes
Johansen.
Börkur gerði fyrir nokkrum árum hina stórgóðu stuttmynd Come
to Harm sem Björn Thors lék aðalhlutverkið í. „Sú mynd lagði að ein-
hverju leyti grunninn að Vargi og þetta eru svipaðir heimar, en Varg-
ur er hreinræktuð spennumynd meðan Come to Harm varð að drama
undir lokin.“
Börkur ætlar að bíða með að fagna afmælinu. „Ég er alveg á kafi í
vinnu núna og ætla að bíða fram í mars með að fagna afmælinu, en ég
fer kannski út að borða í kvöld.“
Á fullu við að
leikstýra Ófærð 2
Börkur Sigþórsson er fertugur í dag
Leikstjórinn Börkur Sigþórsson.
J
ensína Lýðsdóttir fæddist
á Víganesi í Árneshreppi
á Ströndum 8.2. 1968, ólst
upp á Djúpavík fram að
fermingu en þá flutti fjöl-
skyldan á Skagaströnd: „Æskuslóð-
irnar voru óneitanlega afskekktar
en náttúran þar er stórbrotin og
ægifögur. Ég var í heimavistarskóla
á Finnbogastöðum. Þar voru 12-14
nemendur en ég var ein í mínum
árgangi og fermdist ári fyrr svo
fermingarbörnin yrðu þrjú talsins.
Ég var samt aldrei einmana. Ég
á fjölda systkina sem ég lék mér
við og við lékum okkur við krakk-
ana á nærliggjandi bæjum. Svo
kom krakkaskari alltaf til sum-
ardvalar.
Afi var með eina kú, fjárbúskap
og hænsni á Djúpavík og rak auk
þess verslunina á staðnum, en
Jensína Lýðsdóttir forstöðumaður – 50 ára
Fjölskyldan Jensína og Guðfinnur Bjarni með börnunum, Telmu Dögg, Birgittu Rut og Patrik Snæ, heima í garði.
Strandamaður í félags-
stússi við ysta haf
Stór systkinahópur Jensína með foreldrum, systkinunum sjö og mökum.
Reykjavík Apríl Björk Krist-
jánsdóttir fæddist 22. febrúar
2017. Hún vó 3.220 g og var
48 cm löng. Foreldrar hennar
eru Birgitta Dröfn Sölvadóttir
og Kristján Óðinn
Unnarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is