Morgunblaðið - 08.02.2018, Qupperneq 35
pabbi stundaði sjóinn, var með salt-
fiskverkun og einnig rækjuvinnslu.
Maður byrjaði að vinna þegar mað-
ur gat. Það var alltaf nóg að gera
og engum varð ekkert meint af því
að taka til hendinni.“
Á Skagaströnd var Jensína í
Höfðaskóla, fór 16 ára til Reykja-
víkur, stundaði nám við FB og lauk
þaðan stúdentsprófi 1990. Þá flutti
hún aftur á Skagaströnd, kenndi
þar einn vetur, stundaði versl-
unarstörf um skeið og vann í Póst-
húsinu á Skagaströnd.
Jensína hóf fyrst störf á skrif-
stofu sveitarfélags Skagastrandar
árið 1990, hóf þar fasta vinnu árið
1995 og sinnti þar ýmsum störfum
til 2007. Þá hóf hún störf hjá
Vinnumálastofnun og hefur starfað
þar síðan. Hún var skrifstofustjóri
þar 2007-2013 og hefur síðan verið
forstöðumaður Greiðslustofu At-
vinnuleysistryggingasjóðs sem sér
um atvinnuleysisbætur fyrir allt
landið.
Jensína hefur verið öflug í sveit-
arstjórnarmálum frá 1994. Hún sat
í sveitarstjórn sem varamaður eða
aðalmaður frá 1994-2014, er for-
maður félagsmálaráðs Austur-
Húnavatnssýslu, hefur setið í
fræðslunefnd, menningar-
málanefnd, í stjórn foreldrafélags
leikskólans og grunnskólans, setið í
stjórn Leikfélags Skagastrandar og
leikið þar nokkur hlutverk.
Jensína er hannyrðakona sem
hefur gaman af ferðalögum: „Við
höfum verð mjög dugleg að ferðast
um landið og ég held að ég hafi
verið alls staðar á Íslandi nema í
Grímsey.
Mamma og amma kenndu mér
að prjóna og síðan hef ég alltaf haft
áhuga á hannyrðum. Ég saumaði
einnig töluvert á árum áður og er
svolítið að byrja á því aftur.
Svo er notalegt að koma sér fyrir
með góða bók, helst sakamálasögu
eða góða ævisögu.“
Fjölskylda
Eiginmaður Jensínu er Guð-
finnur Bjarni Ottósson, f. 11.4.
1966, fyrrv. sjómaður. Hann er
sonur Ottós Ákasonar, f. 12.6. 1921,
d. 17.9. 2005, verkamanns á Djúpa-
vogi, og k.h., Matthildar Jóns-
dóttur, f. 11.7. 1942, d. 5.6. 2015,
húsfreyju á Djúpavogi og síðast á
Skagaströnd.
Börn Jensínu og Guðfinns
Bjarna eru 1) Patrik Snær, f. 24.4.
1991, vélfræðingur á Skagaströnd,
en unnusta hans er Gréta María
Halldórsdóttir; 2) Telma Dögg, f.
31.5. 1994, hárgreiðslukona í
Reykjavík, en maður hennar er
Sigurður Pétursson smiður, og 3)
Birgitta Rut, f. 25.3. 2001, fram-
haldsskólanemi við MK. Kötturinn
á heimilinu heitir Ronja og er fjög-
urra ára, gæf læða.
Systkini Jensínu eru Fjóla, f. 2.4.
1964, húsfreyja í Reykjavík; Sigríð-
ur Halla, f. 24.7. 1965, starfar á
sambýli, búsett í Hafnarfirði; Svan-
hildur, f. 10.9. 1966, skrif-
stofumaður í Reykjavík; Eiríkur
Gunnar, f. 20.6. 1970, sjómaður á
Skagaströnd; Reynir, f. 11.3. 1974,
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar-
ins á Skagaströnd; Ásdís, f. 3.9.
1982, mannfræðingur og starfs-
maður við sjúkrahús á Englandi,
og Guðni Már, f. 21.4. 1984, sjó-
maður á Skagaströnd.
Foreldrar Jensínu eru hjónin
Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 24.2. 1943,
húsfreyja á Skagaströnd, og Lýður
Hallbertsson, f. 21.5. 1936, sjómað-
ur og útgerðarmaður á Skaga-
strönd.
Jensína
Lýðsdóttir
Jón Magnússon
b. í Fögrubrekku
Bjarnveig Friðriksdóttir
húsfr. í Fögrubrekku, systurdóttir Þórðar, afa Þórðar Ólafssonar,
fyrrv. form. verkalýðsfélagsins Boðans í Þorlákshöfn
Fjóla Jónsdóttir
húsfr. á Víganesi
Guðbjörg Eiríksdóttir
húsfr. og fiskvinnsluk. á Djúpavík og á Skagaströnd
Guðmundur Eiríkur Lýðsson
útvegsb. á Víganesi í Árneshr. á Ströndum
Jensína G. Jensdóttir
húsfr. í Víganesi
Lýður Lýðsson
b. í Víganesi
Jensína Guðrún Eiríksdóttir húsfr. í Rvík
Sæunn Eiríksdóttir sjúkraliði í Rvík
Guðný Eiríksdóttir skrifstofum. í Rvík
Sigrún Eiríksdóttir starfsk. á leikskóla í Rvík
Ingibjörn Hallbertsson sjóm. í Rvík
Guðbrandur Þorleifur Hallbertsson sjóm. í Súðavík
Bárður Karl Hallbertsson útgerðarm.
á Djúpavík, síðar verkam. á Akranesi
Ármann Ásgeir Hallbertsson framkv.stj. í Hafnarfirði
Sjöfn Gréta Kristinsdóttir
húsfr. á Mýrum í
Borgarfirði
Jón Eiríksson húsasmiður í Rvík
Borghildur
Svanlaug
Þorláksdóttir
húsfr. í
Hafnarfirði
Trausti
Sveinbjörnsson
rafiðnfræðingur og
fyrrv. landsliðsm.
í frjálsum, í
Hafnarfirði
Þorlákur
Guðbrandsson
b. í Veiðileysu
Annes Svavar
Þorláksson sjóm.
og vélstjóri í
Hafnarfirði
Margrét Sigurðardóttir
húsfr. í Arnardal
Þorleifur Jónsson
b. í Arnardal í Skutulsfirði
Sigríður Þorlína Þorleifsdóttir
húsfr. í Veiðileysu og á Djúpavík
Kristinn Hallbert Guðbrandsson
b. í Veiðileysu og kaupm. í Djúpavík á Ströndum
Kristín Magnúsdóttir
húsfr. í Veiðileysu
Guðbrandur Guðbrandsson
hreppstj. í Veiðileysu
Úr frændgarði Jensínu Lýðsdóttur
Lýður Hallbertsson
sjóm. í Djúpavík og síðar á Skagaströnd
Guðmundur Þ.
Jónsson fyrrv. form.
Landssambands
iðnverkafólks og
borgarfulltrúi
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
á sótthitabreytist eftir aldri?
Thermoscaneyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
Braun Thermoscan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
100 ára
Jensína Guðmundsdóttir
85 ára
Ásta Guðmundsdóttir
80 ára
Einar J. Guðjónsson
Harpa Þorvaldsdóttir
Kristján Kjartansson
Trausti Björnsson
75 ára
Halldór Gunnarsson
Valur Kristinn
Guðmundsson
Ægir Kristinsson
70 ára
Ársæll Baldvinsson
Gunnþór E. Sveinbjörnsson
Hildur Bjarnadóttir
Jóhanna Brynjólfsdóttir
60 ára
Danfríður G. Kristjánsdóttir
Fanney Óskarsdóttir
Ingibjörg Agnete
Baldursdóttir
Jerzy Kowalski
Jóna Margrét Jónsdóttir
Marek Piotr Pigulski
Ragnar Heiðar Harðarson
Rannveig Haraldsdóttir
Sigursveinn Eggertsson
Sveinbjörn Ólafsson
Þór Örn Jónsson
50 ára
Arnar Eysteinsson
Eiríkur S. Jóhannsson
Ethel Aquilla Soon
Heiðrún Lára Jóhannsdóttir
Jensína Lýðsdóttir
Karl Ómar Karlsson
Sigrún A. Þorsteinsdóttir
Sigurður Björnsson
Sólrún Adda Elvarsdóttir
Stefán Stefánsson
Sveinn Bergmann
Rúnarsson
Vigfús Jóhannesson
Þórður Sigríksson
Þröstur Sverrisson
40 ára
Arna Guðrún Tryggvadóttir
Baldvin Reyr Gunnarsson
Bjarni Valur Guðmundsson
Börkur Sigþórsson
Helga Pálmadóttir
Magnús Geir
Guðmundsson
Ola Ewa Kapral
30 ára
Anna Maria Smolinska
Arnar Dan Kristjánsson
Atli Björn Helgason
Árni Jón Gíslason
Fannberg
Ásmundur Ólafsson
Birta Dögg Ingud.
Andrésdóttir
Deivis Liaugminas
Elísabet María
Guðmundsdóttir
Florent Gast
Íris Arna Hermannsdóttir
Jasmina Ilievska
Kristján Már Gunnarsson
Marinó Þorbergsson
María Sif Albertsdóttir
Rafal Danowski
Ragna Þorsteinsdóttir
Sigrún Skaftadóttir
Sigurður Árni Magnússon
Vilhjálmur Þór Gunnarsson
Wojciech Grzegorz Górski
Til hamingju með daginn
30 ára Vilhjálmur ólst
upp í Garðabæ og að Urr-
iðafossi, býr í Reykjavík,
lauk BA-prófi lauk prófi í
alþjóðamarkaðsfræði,
vann við áhættuleik og
starfar hjá Origo.
Bróðir: Garðar Darri
Gunnarsson, f. 1993.
Foreldrar: Þorbjörg Vil-
hjálmsdóttir, f. 1957,
kennari við FSU, og Gunn-
ar Þór Garðarsson, f.
1964, deildarstjóri hjá
Furu á Akureyri.
Vilhjálmur Þór
Gunnarsson
30 ára Sigrún ólst upp í
Kópavogi, býr í Reykjavík,
stundar nám við Háskól-
ann á Bifröst og er plötu-
snúður á eigin vegum.
Maki: Axel Aage Schiöth,
f. 1988, framreiðslumað-
ur í Grillinu á Hótel Sögu.
Dóttir: Snæfríður Björk,
f. 2017.
Foreldrar: Sigríður Haga-
línsdóttir, f. 1952, kennari,
og Skafti Halldórsson, f.
1951, kennari. Þau búa í
Kópavogi.
Sigrún
Skaftadóttir
30 ára Kristján býr í
Reykjavík, lauk BA-prófi í
sagnfræði, BA-prófi í rit-
list, MA-prófi í hagnýtri
menningarmiðlun, MSc-
prófi í markaðsfræði frá
HÍ og er markaðsfulltrúi á
auglýsingastofu.
Maki: Erla Baldursdóttir,
f. 1990, nemi og vinnur á
sambýli.
Foreldrar: Anna Krist-
jánsdóttir, f. 1965, og
Gunnar Már Ármanns, f.
1964.
Kristján Már
Gunnarsson
Vanik Shahnazaryan hefur lokið
doktorsprófi í eðlisfræði við Há-
skóla Íslands og ITMO-háskólann í
Sankti Pétursborg. Ritgerðin nefnist
Sameiginleg skammtafyrirbæri und-
ir sterkri víxlverkun milli ljóss og
efnis
Andmælendur voru dr. Alexander
Poddubny, vísindamaður við Ioffe
stofnunina í Sankti Pétursborg,
Rússlandi, og dr. Jerome Tignon,
prófessor við eðlisfræðideild Ecole
Normale Superieure, Paris Sciences
et Lettres (PSL) Research Univers-
ity í París, Frakklandi.
Leiðbeinandi var Ivan Shelykh,
prófessor í eðlisfræði við
Raunvísindadeild Háskóla Íslands,
og aðrir í doktorsnefnd voru Snorri
Ingvarsson og Hafliði Pétur Gísla-
son, prófessorar við Raunvís-
indadeild Háskóla Íslands.
Víxlverkun milli ljóss og efnis er
ört vaxandi þverfræðilegt rannsókn-
arsvið sem sameinar aðferðir og
fyrirbæri þéttefnifræði og
skammtaljósfræði. Eitt algengasta
fyrirkomulag kerfa til að öðlast
sterka víxlverkun notfærir sér mis-
munandi hálfleiðarastrúktúra af
lágum víddum
sem annaðhvort
i) eru settir inn í
örholrými eða ii)
eru settir í sterkt
ljóssvið. Seinna
fyrirkomulagið
leiðir til mynd-
unar svokallaðra
blandaðra einda,
svo sem i) ljósskauteinda og ii)
klæddra ástanda. Í þessari ritgerð
eru mismunandi fjölhluta skamm-
taáhrif í fyrrnefndum kerfum skoð-
uð fræðilega en þau innihalda
1) Flúrljómunarróf rafsegul-
klæddra ósamhverfra skammta-
punkta
2) Terariðsleysun frá samansafni
ósamhverfra skammtapunkta í
klæðningarsvið
3) Bose-Einstein þéttinga af
óbeinum örveindum í uppsetningu
tvíljósskauteinda
4) Víxlverkun milli örveinda í örv-
uðum ástöndum í skammtabrunnum
5) Víxlverkun milli örveinda í örv-
uðum ástöndum í einföldum lögum
af TMDC (e. transition metal
dichalcogenides).
Vanik Shahnazaryan
Vanik Shahnazaryan fæddist í Armeníu árið 1991. Hann öðlaðist meistaragráðu í
örrafeindatækni í Rússnesk-armeníska háskólanum í Jerevan árið 2014. Umfjöll-
unarefni meistararitgerðarinnar var „Tvær rafeindir í skammtahring á kúlu“.
Hann hóf doktorsnámið árið 2014 við Háskóla Íslands, í sameinaðri doktorsstöðu
sem er að hluta í ITMO háskólanum í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hann er
núna nýdoktor við ITMO-háskólann.
Doktor
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón