Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 37

Morgunblaðið - 08.02.2018, Síða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2018 Ármúla 24 • S. 585 2800 Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16 www.rafkaup.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Bryddaðu upp á einhverju nýju til að setja lit á tilveruna. Kvöldinu er best varið heimavið. Að endurnýja auðlindir sín- ar felst í fleiru en að birgja sig upp. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að létta á hjarta þínu og skalt gera það við einhvern þér nákominn. Hugsanlega kemstu á snoðir um leynd- armál og faldar upplýsingar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sköpunargáfa þín er einstaklega mikil í dag. Hvernig væri að skella sér á námskeið? Leitaðu upplýsinga næstu daga og skráðu þig svo. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hlustaðu á eðlisávísun þína þegar kemur að máli sem snertir þig og þína nánustu. Þú hefur náð langt en staldrar sjaldan við og hrósar sjálfum þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þetta er góður tími til að gera alvar- legar skuldbindingar sem varða almenna stefnu lífsins. Leggðu þig allan fram því þannig muntu ná mestum árangri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu óhræddur við að blanda þér í umræður annarra um þau mál sem þér eru hjartfólgin. Njóttu svo afrakstursins og leyfðu þínum nánustu að vera með. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hlustaðu vandlega á aðra, líka þá sem tala fyrir skoðunum sem þér eru á móti skapi. Þótt þér séu allir vegir færir þarftu eins og aðrir að fá hrós og gagnrýni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt það sé freistandi að leggjast í leti skaltu ekki láta það eftir þér. Fylgdu eðlisávísun þinni. Ekki láta rugling koma í veg fyrir að þú þorir að tjá þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þetta er góður dagur til að tala við yfirmanninn. Reyndu endilega að gera eitthvað nýtt og spennandi. Ef einhver vill létta undir með þér skaltu þiggja það með þökkum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að gaumgæfa langtímamarkmið þín. Samræður við systk- ini eða náinn vin geta komið þér á sporið en treystu eigin dómgreind. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sama hversu ómerkilegt starfið þitt virðist, þá geturðu ekki klikkað ef þú leggur þig allan fram. Dekraðu við sjálfan þig í kvöld. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver sem minnir þig á sjálfan þig getur hrært við þér meira en nokkur annar, bæði á neikvæðan og jákvæðan hátt. Gunnar J. Straumland birtirþessa vel kveðnu mannlýsingu á Boðnarmiði undir dróttkvæðum hætti: Höfuðskelin hefur heila nokkuð veilan, gefið lítt af gáfum, giska fátt um visku. Tunga framhjá tengir tali er hann malar, kviður tómar kveður, kvæðafjöld án gæða. Jón Thoroddsen yrkir „klambur“ í anda langömmu sinnar: Lífsneistann kann að kveikja klamburlaust tunnu að beykja en eitt særir mest í ævinnar lest hve seint var ég byrjaði að reykja. Sem olli því, að Dagbjartur Dag- bjartsson rifjaði upp vísu eftir vin sinn Vigfús Pétursson: Allsstaðar sér maður undrandi fólk á þessum dreifbýlisköllum. Þeir djöfla í sig kjöti og drekka svo mjólk en drepast þó síðast af öllum“. Þetta megum við margir reyna í ellinni! Gunnar J. Straumland yrkir: Eitt sinn var mín æðsta von og þrá um alheimsfrið, en núna, færri næturferðir á náðhúsið. Philip Vogler skýrði frá því 4. febrúar að glitský hefðu sést á Norð- austurlandi í þrjá daga samfleytt og sagði: „Við gönguferð áðan flaug mér þetta í hug. Er það nokkuð yfir- drifið lof á viðfangsefni Boðnmjað- arbúa?“ Augun hafa yndi af litum eins og tunga af góðum bitum. Græðum á að gramsa í ritum, gegnum ljóðin meira vitum. Böðvar Björgvinsson fylgist vel með og nefnir dæmi þess að gamalt orðtak fái nýtt inntak: Í orkuþörf telja menn vindorkuver vísast að duga myndi, en leitin að staðnum, hún efalaust er eftirsókn eftir vindi. Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir og undir þetta getum við fleiri tekið: Ungum var mér áður kennt yfir dyggð að vaka. Þó mig stundum hafi hent hliðarspor að taka. Þorsteinn Mikaelsson Mjóanesi orti: Sanna má það séra Hjálmar sómasnjalli að verra er að gæta vífs á palli en vakta hundrað ær á fjalli. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mannlýsing, klambur og dreifbýliskarlar „ÞESSAR MYNDIR ERU FRÁ „LÝSINGIN AFTAN FRÁ“ TÍMABILINU HANS.“ „ÁTTU NOKKUÐ ÖRYGGI TIL AÐ LÁNA MÉR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta hann upplifa hlutina sem þú gerðir ekki sem krakki. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann UH, LÍSA? DÆS… LÚTUR NOTAÐI „Á“-ORÐIÐ Í DAG! JÁ? EN ER ÞAÐ EKKI GOTT? ÉG FRAUS, VAR ÞAÐ EKKI? ÉG ER EKKI VISS UM AÐ „ÁBYRGГ FYRIR LÁNI SÉ GOTT! EINS OG KJÚKLINGUR AÐ KYNGJA KEILUKÚLU Hefur þetta einhver áhrif á mig?“spurði Víkverji áhyggjufullur þegar hann frétti af skyndilegu hruni á verðbréfamörkuðum erlend- is. Hinir árvökulu viðskipta- blaðamenn Moggans voru fljótir að slá á áhyggjur hans. „Áttu hlutabréf erlendis?“ Nei, ekki gat Víkverji sagt það. Þá þurfti hann ekki að hugsa meira um það þann daginn. x x x En þó að Víkverji hafi ekki þurft aðfara út í búð að þessu sinni til þess að hamstra Ora grænar baunir í dós, er ekki þar með sagt að hann sé fyllilega sannfærður um það að allt sé í lagi. Hver veit, heimsendir gæti alveg verið í nánd, og þá væri nú verra að vera ekki með nægar birgðir af helstu fæðuhópum. Alltént þeim sem seldar eru í niðursuðudós- um. Ætli ca. tuttugu muni ekki nægja þar til Víkverji kemst út í búð? x x x Víkverja vantar að vísu góðan ogdjúpan kjallara til þess að geyma dósirnar í, en það er seinni tíma vandamál. „Ávallt viðbúinn“ eru kjörorð Víkverja, og var hann þó aldrei skáti. Nei, hann vildi einu sinni verða skáti, en skólaheimsókn á Úlfljótsvatn, þar sem krakkarnir voru látnir ganga heillengi úti í blindbyl, læknaði hann af öllum slík- um dillum. Þetta voru ekki allt sam- an bara varðeldar og söngvar sko. Svo hefur Víkverji aldrei verið neitt sérstaklega slyngur með reipi eða hnúta. Hann kann varla að reima skóna sína enn þann dag í dag. Allt vegna þess að hann var látinn mars- éra í hríðarbyl um hávetur við Úlf- ljótsvatn. x x x En það mun kannski ekki skiptamáli hérna í framtíðinni, þegar Víkverji hefur lifað af einhverjar heljarinnar hörmungar, vopnaður engu nema niðursuðudósum, skóm með frönskum rennilás og svo kjall- aranum sem hann mun líklega neyð- ast til þess að grafa sjálfur með ber- um höndum. Bara að Víkverji muni ekki gleyma dósaopnaranum þegar hörmungarnar ríða loksins yfir. Það væri nú verra. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn er ber byrðar vor- ar dag eftir dag, Guð er hjálpráð vort. (Sálm: 68.20)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.