Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 10

Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is M enn eru ákaflega ánægð- ir með lífið og tilveruna á þessu nýja skipi. Það hefur staðið undir öll- um þeim væntingum sem gerðar voru til þess,“ segir Ang- antýr Arnar Árnason, annar tveggja skipstjóra Kaldbaks EA 1, nýlegs ís- fiskstogara Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Angantýr Arnar er í landi þessi dægrin en hinn skipstjórinn, Sigtryggur Gíslason, úti á sjó. Kaldbakur var fyrsta skipið af fjórum sem kom til landsins í fyrra og smíðuð voru hjá Cemre- skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Öll með hina „ýktu peru“, eins og óvenjulegt stefnið er gjarnan kallað. Skipið kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri fyrri hluta ársins og nokkurra mánaða reynsla er því komin á það. Klýfur ölduna betur „Fyrst ber að nefna útlit skipsins; það er öðruvísi en menn þekkja,“ segir Angantýr, spurður um breyt- ingar frá fyrri skipum. „Stefnið, þetta stóra perustefni, er allt öðru- vísi en menn eru vanir; sumum þykir það ekki fallegt en það breytir sjó- hæfni skipsins mikið til hins betra. Gerir það að verkum að skipið verð- ur miklu rólegra, ef svo má segja. Það klýfur ölduna töluvert betur en skip með hefðbundna laginu og þar af leiðandi er miklu auðveldara að vinna um borð,“ segir Angantýr í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum búnir að gera okkur væntingar til þessa skipslags og óhætt er að segja að það hafi staðist þær allar að fullu enda skipið eig- inlega frábært í sjó að leggja.“ Angantýr rifjar upp að margir gagnrýndu útlit skipanna á sínum tíma. „Það eina óhefðbunda við skipslagið er stefnið, það stakk marga í upphafi en menn venjast þessu mjög fljótt. Maður varð var við að þetta var töluvert gagnrýnt á samfélagsmiðlum; aðallega vegna þess að skipið væri ljótt, en allir sem hafa verið á sjó vissu að breytingin þótti líkleg til árangurs og það skipt- ir að sjálfsögðu meira máli en fag- urfræðilegi þátturinn. Enda held ég að þeir sem gagnrýndu útlitið mest á sínum tíma séu alveg hættir því í dag.“ Miklu betri vinnuaðstaða Skipstjórinn rifjar einnig upp þegar Björgvin EA-311 kom til heimahafn- ar á Dalvík á sínum tíma, árið 1988. Á skipinu var þá miklu stærra peru- stefni en tíðkaðist – þótt það sé ekk- ert í líkingu við það sem nú er. „Þá varð manni, sem kom niður á bryggju, að orði að þetta væri svo ljótt að ekki ætti að leyfa því að koma til hafnar!“ Um það hafi sennilega ekki verið talað meir enda skipið mjög gott. Þegar talið berst að öðru en útlit- inu segir Angantýr að breytingin á vinnuaðstöðu skipstjóranna sé til dæmis mjög mikil. „Tæknistigið er mjög hátt og uppi í brú erum við skipstjórarnir nú með risastóran skjávegg þar sem öllum tækjunum er varpað upp þannig að ásýnd okkar á tækin er gjörbreytt frá því sem áður var. Við getum al- gjörlega ráðið uppsetningunni; þetta er ekki bara einn tölvuskjár heldur getum verið ráðið stærð hvers og eins og hvernig við röðum tækjunum á vegginn. Það geta líka verið fleiri en ein útgáfa af því, ef annar skip- stjórinn vildi raða tækjunum öðru- vísi upp en hinn, en það á reyndar ekki við um okkur Sigtrygg. Við not- um sömu myndina.“ Þeir hafa báðir verið lengi til sjós, Angantýr var á gamla Kaldbak frá 2012 en áður voru þeir Sigtryggur báðir á Björgvini á Dalvík. „Þessi breyting kostar að við þurfum að hugsa meira um tölvumál en hingað til en það er bara gott að læra það eins og annað.“ Angantýr segir einnig öll sam- skipti innan skips auðveldari en áð- ur. „Þau eru nú öll eftir tæknileg- ustu leiðum sem þekkjast í heiminum í dag. Svo eru vistarverur miklu skemmtilegri en áður og í raun allt um borð. Gamli Kaldbakur var barn síns tíma en mjög gott skip og búinn að skila sínu og ríflega það.“ Það sem skiptir að sjálfsögðu ekki síst máli er hve miklu auðveldara en áður er fyrir mannskapinn að vinna um borð. „Skipið hreyfist minna en gömlu skipin og því er miklu betra fyrir karlana að vinna, það er ekki umskrafsmál, og þegar þannig er verða gæðin meiri, sem skiptir auð- vitað mjög miklu máli í mat- vælaframleiðslu.“ Erfiðasta verkið horfið Angantýr nefnir að hefðbundið vinnsludekk hafi verið sett upp til bráðabirgða í Kaldbak. Endanlegt vinnsludekk var fyrst sett í Björgúlf, sem einnig var smíðaður í Tyrklandi og tekinn í notkun á síðasta ári. Það verði líklega komið í Kaldbak eftir tvo til þrjá mánuði, en umtalsverðar breytingar hafi þó þegar orðið í vinnuumhverfinu. „Til dæmis er lyftari í lestinni sem sparar gríð- arlega vinnu; nú þarf aldrei að bera kör eða stafla þeim. Lyftarinn, sem ferðast í loftinu, sér um það og það er auðvitað ótrúlegur munur. Það að bera kör og stafla var eitt verkið um borð en nú er sú vinna einfaldlega horfin. Það léttir mikið á mann- skapnum.“ Skipstjórinn segir vél Kaldbaks í raun ótrúlega litla miðað við stærð skipsins og það skili sér í mun minni olíueyðslu. „Lagið á skipinu gerir það og í raun öll hönnun; þessi skip eru hönnuð til að spara olíu. Nú er farið að hugsa miklu meira um um- hverfisþáttinn en áður var sem er ánægjulegt. En þótt vélin sé minni en áður er skipið engu að síður ákaf- lega fylgið sér á allan hátt og dregur trollið mjög vel. Ég ítreka að það hefur staðist allar okkar væntingar og menn eru einfaldlega í skýj- unum.“ „Menn eru alveg í skýjunum“ Angangtýr Arnar Árna- son, annar skipstjóra Kaldbaks EA, segir alla mjög ánægða með skip- ið og sjóhæfni þess sé mun betri en menn eru vanir, þökk sá hinu „ýkta“ perustefni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sýning Nýir togarar Samherja á Pollinum við Akureyri á fögrum degi seint á síðsta ári. Þá var „sýning“ fyrir bæjarbúa í tilefni þess að öll þrjú nýju skipin voru inni á sama tíma. Öll voru smíðuð í Tyrklandi og tekin í notkun í fyrra; Björg EA 1, lengst til vinstri, þá Björgúlfur EA 312 og Kaldbakur EA 1. Útgerðarfélag Akureyringa, dótturfélag Samherja, gerir út Kaldbak en hinir togararnir tveir eru gerðir út í nafni Samherja. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Karlarnir í brúnni Skipstjórarnir á Kaldbak EA-1 þegar skipið kom til heimahafnar á Akureyri í fyrsta skipti, 4. mars á síðasta ári. Sigtryggur Gíslason, til vinstri og Angantýr Arnar Árnason. Hann segir gríðarlega góða reynslu af skipinu hingað til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.