Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 37
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 37
skipið beinlínis leggjast á hliðina.
Það var hálfleiðinleg tilfinning að
standa þarna úti í horni bakborðs-
megin í brúnni, með aðra löppina í
radarnum til að styðja sig. Ég held
að við höfum ekki gert okkur grein
fyrir hallanum á skipinu en ég fann
að hún var orðin dálítið svög á bár-
unni. Ég renndi glugganum niður til
að góna út í sortann, rokið og ísingin
var orðin svo rosaleg að maður átti
ekki orð yfir það. Skipið var núna
orðið einn hvítur klaki, það var ekki
hægt að sjá í grindverk.
Þarna þegar ég var að góna út
lagðist hún svo mikið að sjórinn kom
upp yfir lestarlúgu. Mér fannst þetta
hálfótrúleg sjón, að sjá blautan sjó-
inn fjúka yfir skipið og verða að ís-
gufu sem hlóðst svo á skipið. Á þess-
ari leið var lítið sagt. Ég held að við
höfum báðir hugsað það sama, að
reyna að ná í höfn sem fyrst.
Sjórinn sem var undir grindum í
brúnni var farinn að trufla mig, því
þegar skipið valt kom hann upp eftir
veggjum“
Varð að reyna að ná í höfn
„Það var orðið þrútið loftið í brúnni
svo ég fór að reyna að spyrja að ein-
hverju. Þá sá ég að Hávarður var
orðinn sveittur. Hann var búinn að
standa við stýrið allan þennan tíma
án þess að hreyfa sig. Ég fór að
segja við hann að mér fyndist hún
vera orðin dáldið svög á bárunni.
„Já,“ svaraði hann, „hún er orðin
meira en það. Það þýðir ekkert hjá
okkur að snúa við. Við verðum að
vona að við lendum á réttum stað þar
sem við komum.“
Ég man eftir því að ég fékk hálf-
gerðan hroll. Ég hugsaði með mér að
vélardruslan fengi að fara í botn ef
við lentum uppi í fjöru. Maður var
farinn að hugsa um margt. Ég gerði
mér grein fyrir því að við gerðum
ekki mikið tveir hér um borð. Það
varð að reyna að ná í höfn sem fyrst.
Maður skildi ekki hvernig skipið
reisti sig aftur og aftur.
Stuttu eftir þetta bað Hávarður
mig að stýra, hann ætlaði að reyna
að pissa. Sagði hann um leið að hon-
um fyndist við vera komnir undir
Arnarnes. Á þessu sést hversu
glöggur þessi maður var á tilfinn-
ingu sína fyrir staðsetningu skipsins.
„Það er farinn að minnka sjór,“
bætti hann við. Ekki fannst mér það,
heldur fannst mér ísingin alltaf
verða verri og verri.
Það var farið að birta af degi. Ég
renndi aftur niður glugganum til að
grína út í sortann, en sá frekar lítið.
Það er erfitt að lýsa þessari ísgufu
sem lá yfir okkur. Loks fannst mér
ég sjá blokkina hjá Guðjóni frænda
en þorði ekki að segja Hávarði það
strax, ég hélt að ég væri orðinn vit-
laus af stressi. Áfram starði ég þó og
þetta reyndist vera rétt sem ég sá.
Í sömu andrá var eins og glugga-
tjöld væru dregin frá og ég sá um
leið að ég varð að beygja skipinu í
bakborða til að ná innsiglingunni.
Hélt ég að hún ætlaði að leggjast við
það en hún rétti sig rólega við.“
Horfði á mennina ráðast á ísinn
„Það var nokkuð bjart á meðan við
sigldum inn rennuna á Ísafirði. Ég
man eftir því að þegar við komum að
innstu bauju þá tók ég hana bak-
borðsmegin, sem er vitlaust. Þá
sagði Hávarður, „Jæja vinur, þá sitj-
um við fastir en það verður ekkert að
okkur hér.“
Það var svo skrítið að vera um
borð í skipinu þegar við lónuðum um
pollinn á Ísafirði, það var eins og það
væri engin kjölfesta í skipinu því hún
tók svo langar veltur. Þá tók maður
fyrst eftir því hvað ísingin var orðin
gífurleg á skipinu.
Ég held að það hafi orðið svo mik-
ið spennufall hjá okkur þegar við
náðum í höfn að við gerðum okkur
ekki grein fyrir því. Ég man bara
eftir því hvað ég var orðinn máttlaus
í fótum út af kulda og stressi og
álagi. Fötin mín og lopapeysan voru
orðin gegnblaut.
Það var mikill léttir þegar Há-
varður setti stefnið í síðuna á Guð-
mundi Péturs ÍS-1 til að ná mann-
skap um borð til að brjóta ísinn af
skipinu, svo hægt væri að binda
skipið. Ég stóð í bakborðsglugg-
anum og starði á mennina ráðast á
ísinn. Hann virtist vera mjög harður
og þetta tók góðan tíma.
Ég fór niður í vél til að litast um,
það virtist vera allt í lagi þar. Þá
klæddi ég mig úr peysunni og skyrt-
unni til að vinda þær. Núna fann ég
hvað ég var orðinn svangur því ég
hafði ekkert fengið mér að borða um
morguninn. Ég fór upp og hellti upp
á kaffikönnuna og þegar ég var bú-
inn að nærast sagði ég Hávarði að ég
ætlaði til frænda míns til að fá að láni
þurr föt. Hávarður sagði að það væri
allt í lagi, en ég yrði að vera um borð
um nóttina.“
Sporin voru þung um borð
„Ég klæddi mig í úlpu utan yfir
blauta peysuna mína og arkaði af
stað út í rokið. Það var ekkert of auð-
velt að komast þessa leið, rokið og
kuldinn var svo mikill.
Þegar ég kom að Íshúsfélagi Ís-
firðinga varð ég að hvíla mig upp við
vegginn á húsinu og berja í mig hita.
Ég fann að ég hafði ekki þann kraft
sem ég átti að hafa í mér.
Það var notalegt að komast heim
til Guðjóns frænda og Eyju konu
hans. Þegar hún sá að ég var allur
svona blautur sagði hún mér að fara
í bað, en ég var eitt klakastykki.
Það var skrýtið að leggjast í heitt
vatnið. Það var eins og það ætlaði að
líða yfir mig. Þegar ég var búinn að
jafna mig eftir þessa vosbúð spurði
ég hvort ég mætti hringja út í Bol-
ungarvík og láta vinkonu mína vita
af mér. Hún er konan mín í dag.
Það var léttara að labba um borð
aftur þegar maður var búinn að fá
allar þessar kræsingar og þurr föt.
Þegar ég kom um borð heyrði ég að
það væri farið að óttast um Heið-
rúnu ÍS. Það leist mér ekki á, að hún
væri ekki komin í höfn, svo ég dreif
mig í að fara að gera við hosuna á að-
alvélinni. Þetta tók hjá mér tals-
verðan tíma og það var mikill ótti í
manni út af Heiðrúnu. Maður svaf
lítið þessa nótt.
Morguninn eftir steig ég upp á
bryggju. Þá voru menn að tala um að
það ætti að fara að leita að Heiðrúnu
og fleiri skipum. Það gerðum við
næstu daga, en allan tímann var
maður hálfpartinn utan við sig.
Sporin voru þung um borð og mikil
sorg hvíldi yfir mönnum.“
Að morgni sunnudagsins 4. febrúar var
orðin slík ókyrrð í höfninni í Bolung-
arvík að stærri bátum var þar ekki vært
og tóku landfestar þeirra að slitna.
Þeirra á meðal var vélbáturinn Heið-
rún II ÍS-12, 153 tonna vélbátur, sem lá
við Brjótinn þegar óveðrið færðist allt í
aukana. Stukku þá sex menn um borð
og hugðust sigla bátnum til Ísafjarðar í
var. Fylgdi báturinn í kjölfar Hugrúnar
sem leið lá inn Djúpið en örlög skip-
anna reyndust ólík. Heiðrún sneri aldr-
ei aftur til hafnar.
Sex menn fórust með Heiðrúnu II,
Rögnvaldur Sigurjónsson, 52 ára vél-
stjóri sem var skipstjóri í þessari ferð,
og tveir synir hans, Ragnar, 18 ára, og
Sigurjón, 17 ára, sem báðir voru háset-
ar, Páll Ísleifur Vilhjálmsson, 31 árs vél-
stjóri á vs. Guðmundi Péturs, Kjartan
Halldór Kjartansson, 23 ára háseti á
vb. Einari, og Sigurður Sigurðsson há-
seti, 17 ára.
„Svo kolsvartur var hríðarbylurinn,
og svo trylltur vetrarstormurinn, að
skipið neyddist til þess að halda sjó
norður í Djúpinu,“ segir í einni minn-
ingargreina um mennina sex í Morg-
unblaðinu sunnudaginn 18. febrúar
1968.
„Þegar stórir togarar farast inn-
fjarða geta flestir gert sér í hugarlund,
hversu taumlaus ofsi hefur verið í
veðrinu,“ stendur þar ritað og er vísað
til togaranna Notts County og Ross
Cleveland.
„Ísafjarðardjúp, hinn voti vegur kyn-
slóðanna, hefur enn krafizt þungra
fórna. Vegna fiskisældar hefur það
löngum verið nefnt gullkistan. En þar
rísa á stundum stórir sjóar, þungir og
krappir. Það þekkja sjómennirnir við
Djúp. En oft er það slétt út í hafsauga.
Þá gælir það freyðandi við stefni skip-
anna, sem halda á miðin eða til heima-
hafnar. Seiður hafsins er magnaður
kynngikrafti sem laðar vaska og dug-
andi menn til sóknar á sjóinn til þess
að draga björg í bú. Þannig heldur bar-
áttan við Ægi stöðugt áfram, einnig
eftir að hann hefur kveðið sorg og
söknuð að fólkinu í landi.“
Seiður hafsins magnaður kynngikrafti
Páll Pálsson GK-360
frá Sandgerði. Síðar
Heiðrún II ÍS-12.
„Ég hef nú oft haft á orði að þetta sé
versta veður sem ég hef komið í,“
sagði Hávarður Olgeirsson skipstjóri í
viðtali við vestfirska miðilinn Bæj-
arins besta árið 1998, þá 73 ára.
„Þetta var alveg hryllilegt veður. Ég
hefði ekki viljað vera úti á rúmsjó í
þessu veðri, þó að þetta hafi verið
góðir bátar sem við vorum á. Við vor-
um í höfn og Hugrúnin var að slitna
frá um morguninn. Það var allt að
slitna hjá okkur þegar ég kom ofan
eftir og við rétt komumst um borð.“
„Þegar við komum rétt fram á vík-
ina var ísingin svo mikil að ég sá ekk-
ert í radarnum og sá hreinlega ekki
neitt,“ sagði Hávarður. „Strákurinn
braust af harðfylgi upp á stýrishús til
að krafsa af radarnum svo að ég sæi
eitthvað. Ég held satt að segja að það
hafi bjargað okkur að ég gat fengið
aðeins staðarákvörðun upp undir
Hnífsdalsvíkinni. Þar gat strákurinn
krafsað nóg til að ég gat aðeins séð
landið til að þekkja hvar við vorum og
gat þess vegna hiklaust tekið stefn-
una inn fjörðinn. Aftur á móti held ég
að þeir á Heiðrúnu hafi ekki átt
möguleika á því að komast inn fjörð-
inn, vegna þess að þeir hafi ekki vitað
neitt hvar þeir voru. Þeir hafa orðið
að halda sjó og það var annað en
gaman í þessu frosti.“
„Um líf og dauða að tefla“
„Þetta var mikil harðneskjuferð. Það
varð eiginlega allt óvirkt um borð. Ég
var búinn að vera á þessum bát í
mörg ár án þess að dýptarmælir eða
radar eða neitt hefði klikkað, en
þarna hafði ég ekkert dýpi og ekki
neitt. Það fór allt úr sambandi í þess-
um ósköpum. Þetta veður lægði það
fljótt að við fórum út daginn eftir til
að leita. Þá var komið ágætt veður.“
Hávarður varð skipstjóri þrítugur
að aldri og hætti ekki skipstjórn fyrr
en hann varð 67 ára.
„Ég man nú ekki lengur neinar
tímasetningar, hvorki hvenær við fór-
um né hvenær við komum inn á Ísa-
fjörð, en við vorum nokkuð lengi, mið-
að við það sem venjulegt er. En ég
hafði það á tilfinningunni alla leiðina,
að hér væri um líf og dauða að tefla.
Ef maður fyndi ekki fjörðinn og kæm-
ist inn, þá væri þetta búið spil. Ég var
með einn nítján ára ungling með mér
og við hefðum ekkert ráðið við að
standa í að berja klaka. Sjórinn rauk
yfir skipið og ísingin var alveg rosa-
leg. Þetta var alveg með ólíkindum.“
Hávarður lést árið 2010, 85 ára að
aldri. Sjóinn hafði hann stundað í
meira en hálfa öld.
„Búið spil ef fjörðurinn fyndist ekki“
Skipstjóri Hávarður í brú skipsins sem hann stýrði lengi, Dagrúnu ÍS-9.
Ljósmynd/BB
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Við Brjótinn Bjarni þurfti að
hlaupa á milli bryggjupoll-
anna í bakgrunni, á milli þess
sem öldurnar gengu yfir.
Sturlaugur Jónsson & Co
er umboðsaðili fyrir
Selhella 13
Hafnarfjörður
sími 412 3000