Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Hildarleikur í Djúpinu
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Þ
rír togarar frá bresku
hafnarborginni Hull
hurfu í Norðurhöfum á
tæpum mánuði í janúar
og byrjun febrúar 1968.
Alls fórust 58 sjómenn frá borg-
inni. Togarinn St. Romanus fórst
við Noregsstrendur hinn 11. jan-
úar og Kingston Peridot hvarf í
hafið fyrir norðan land tveimur
vikum síðar. Síðast hafði heyrst til
hans við Grímsey. 20 manna áhafn-
ir beggja skipa fórust.
Togarinn Ross Cleveland var
þriðji og síðastur þeirra til að
sökkva en atburðirnir eru vel
þekktir í Bretlandi sem The Triple
Trawler Tragedy, eða Þriggja tog-
ara harmleikurinn. Aðeins einn
maður lifði af þessi ósköp, hinn 26
ára Harry Eddom, sem fjallað var
um á síðu 32.
Sex þúsund sjómenn farist
Samfélagið í Hull var ekki
ókunnugt sjóslysum og missi
mannslífa. Talið er að fleiri en sex
þúsund sjómenn frá borginni hafi
farist frá árinu 1835 og fram til
1980. En þessar fregnir, um að
þrír togarar hefðu farist á aðeins
þremur vikum, voru samfélaginu
reiðarslag. Að því er fram kemur í
umfjöllun borgarblaðsins Hull
Daily Mail, þá að minnsta kosti
þekktu allir í Hull einhvern sem
slysin höfðu áhrif á. Sorgin lá yfir
borginni.
Síðar kom að minningarathöfn-
inni þar sem 800 manns komu
saman í Kirkju heilögu þrenning-
arinnar í Hull og hlýddu á þegar
nöfn hinna 58 látnu voru lesin upp.
„Átakanlegasta stund borg-
arinnar,“ sagði í borgarblaðinu.
En ekkjur þeirra sjómanna sem
höfðu farist og eiginkonur sjó-
manna sem enn stunduðu sjóinn
létu ekki þar við sitja. Harmleik-
urinn olli enda ekki aðeins sorg
heldur einnig reiði. Konunum í
landi fannst sem þær hefðu verið
sviknar. Of lengi hefðu útgerðir
notfært sér það viðhorf sjómanna
að sú hætta sem fylgdi veiðunum
væri óumflýjanleg.
Margefldist nú barátta þeirra
fyrir bættu öryggi sjómanna þar
sem konurnar kröfðust þess að
komið yrði í veg fyrir að harm-
leikur sem þessi gæti endurtekið
sig. Þær mættu þó ekki aðeins
andstöðu útgerðanna, heldur einn-
ig sjómannanna sjálfra.
„Mörgum mönnum gramdist sú
staðreynd að konur væru að berj-
ast fyrir þeirra málstað,“ sagði ein
þeirra sem leiddu baráttuna,
Yvonne Blenkinsop, í samtali við
Hull Daily Mail fyrr í vikunni.
„Þeir sem þó komu fram og börð-
ust með okkur áttu það á hættu að
finna enga vinnu á sjó framar. En
við vorum ekki að reyna að valda
usla, heldur aðeins að berjast fyrir
bættu öryggi.“
Tíu þúsund undirskriftir
Atburðarásin var hröð. Hinn 5.
febrúar hafði Blenkinsop, ásamt
þeim Mary Denness, Christine
Smallbone og Lillian Bilocca farið
niður á höfn til fundar við útgerð-
areigendur. Þá breiddust út þær
fregnir að þriðja skipið, Ross Cle-
veland, hefði sokkið. Höfðu þær þá
hraðar hendur og náðu að afla tíu
þúsund undirskriftum á kröfulista
sinn þar sem krafist var loft-
skeytamanna fyrir hvert skip, ná-
kvæmari veðurspáa, þjálfunar fyrir
unga háseta, meiri öryggisbúnaðar
og loks sérstaks fylgdarskips með
læknisþjónustu sem fylgja myndi
flotanum.
Aðeins næsta dag voru konurnar
á leið til Lundúna til að funda með
viðskiptaráðherra landsins, með
listann í hönd. „Ég sýndi honum
þennan langa lista yfir örygg-
isráðstafanir og sagði honum að ég
vildi að þær yrðu allar gerðar. Ég
fékk það sem ég vildi,“ segir
Blenkinsop.
Fyrir hópnum fór áðurnefnd Bi-
locca, einnig þekkt sem „Big Lil“,
og leiddi hún stöllur sínar til fleiri
funda með sjávarútvegsráðherra
Breta og forystu sjómannasam-
bands landsins.
Og þegar ráðherra siglingamála
flutti ræðu á þinginu, skömmu eft-
ir að Ross Cleveland hafði farist,
þar sem hann lýsti áætlun stjórn-
valda um aðgerðir til að grípa inn í
öryggisleysið í sjávarútvegi varð
ljóst að sjö daga barátta
kvennanna hafði trompað áralanga
baráttu verkalýðssambanda og
þingmanna frá Hull, fyrir hinu
sama.
Handtekin um borð í togara
Bilocca varð í kjölfarið algeng sjón
á bryggjum hafnarinnar í Hull, þar
sem konur höfðu áður helst ekki
verið leyfðar. Þar spurði hún
áhafnir hvort þær væru ekki
örugglega fullmannaðar og með
loftskeytamann um borð, áður en
þær létu úr höfn. Eitt sinnið þurfti
fjóra lögregluþjóna til að halda aft-
ur af Bilocca og handtaka hana en
þá hafði hún kastað sér um borð í
togara eftir að áhöfn hans hafði
svarað spurningunni neitandi.
Talið er að konurnar fjórar, sem
gengu undir nafninu Headscarf
Revolutionaries byltingarhetjurnar
með höfuðklútana, hafi bjargað
þúsundum mannslífa með þessari
herferð sinni.
„Mér finnst þetta mikilvæg saga
til að segja fólki,“ segir leikkonan
og leikskáldið Maxine Peake í sam-
tali við fréttavef BBC, en hún
frumsýndi í Hull í byrjun nóvember
nýtt leikrit um Lillian Bilocca, „Big
Lil“.
Hún segir Bilocca og hinar þrjár
byltingarhetjurnar hafa mætt fyr-
irlitningu, kvenhatri og jafnvel hót-
unum um líflát frá samborgurum
sínum í Hull og eigendum útgerð-
anna. Baráttan hafi þó haft til-
ætluð áhrif, lögunum verið breytt
og lífi fjölmargra án efa bjargað.
Bilocca lést árið 1988, þá aðeins
59 ára, en hún fæddist árið 1929.
Annað leikrit um Bilocca hefur
einnig verið á fjölunum í Hull und-
anfarna mánuði. Það samdi leik-
skáldið Van Holmes, sem var 15
ára þetta atburðaríka ár, 1968.
Holmes segir nafn Bilocca oft
hafa fallið hatri blandið af vörum
fólksins í borginni þegar hún var
að alast upp.
Kennt um ill örlög útgerðanna
„Körlum í sjávarútvegi fannst kon-
ur ekki eiga að vera að skipta sér
af þeirra störfum,“ útskýrir Holm-
es í umfjöllun BBC, „og þeim
breytingum sem hún náði að koma
í gegn – fullmönnuðum áhöfnum,
loftskeytamönnum fyrir öll skip og
fleira – var kennt um þegar arð-
semi sjávarútvegsins fór að
hrynja.“
Hún segir að fyrst nú sé að
breiðast út vitneskja um þá bylt-
ingu sem Bilocca leiddi.
„Það gleymdu allir því sem hún
raunverulega náði að koma í verk
á sama tíma og ill örlög útgerð-
anna voru sett á hennar axlir. Ég
held að núna sé að renna upp fyrir
fólki hverju hún náði. Lífi þúsunda
var bjargað, þökk sé henni og öðr-
um konum þessa tíma.“
Þriggja togara harmleikurinn
Samfélagið í hafn-
arborginni Hull var
harmi slegið eftir ítrek-
uð áföll á aðeins þriggja
vikna tímabili árið 1968.
Biðin Þessi mynd birtist í The Sunday Times sunnudaginn 4. febrúar 1968: „Faðir þessa drengs var á
St. Romanus [...] Hann hefur ekki viðurkennt fyrir sjálfum sér að faðir hans sé horfinn.“
Hetjur Byltingarhetjurnar með höfuðklútana marsera á fund útgerðarmanna í fylgd lögreglu. Bilocca
átti síðar eftir að eiga frekari kynni við lögregluna er hún hélt áfram baráttu fyrir bættu öryggi á sjó.
Forsíða Morgunblaðið þriðjudaginn 6. febrúar 1968. Eddom var þarna talinn af.
Björguðu lífi þúsunda
Minning Þetta vegglistaverk prýðir
húsvegg í hafnarborginni Hull.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum