Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þ að er eðlilegt að þegar ný höfn og hafnarmannvirki eru byggð þurfi að skoða og meta umhverfisþætti og fram fari mat á um- hverfisáhrifum þegar umfang og aðstæður kalla á slíkt. Þá sé fjallað um alla lykilþætti mann- virkjagerðar í heild sinni. Aftur á móti er það svo að við viðhald og endurbætur á höfn sem löngu er byggð og er í fullum rekstri er rétt að setja spurningar við sam- felldar þarfir fyrir leyfisveit- ingar á verkum svo sem varpi efnis fyrir við- haldsdýpkanir. Þessu verklagi verður að breyta.“ Þetta segir Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnar- stjóri Faxaflóahafna, í minnisblaði sem hann hefur tekið saman um varp dýpkunarefna í sjó og kynnt í stjórn fyrirtækisins. Samkvæmt lýsingu Jóns er ekki annað að sjá en að lítilsháttar dýpkunarverkefni sé orðið fast í jarðvegi regluverks og úttekta. Faxaflóahafnir hafa í gegnum tíðina getað notað efni sem kemur upp við dýpkun til landfyllinga og með því dregið úr varpi dýpkunar- efna í hafið. Á árunum 2005-2006 var aftur á móti allt mögulegt þró- unarrými hafnarlands á þrotum og eftir það hefur dýpkunarefni verið sett í gamalt námusvæði efnistöku úr sjó austan Engeyjar. Magn dýpkunarefnis sem losað hefur verið í sjó á þessu námusvæði er í dag orðið um 1.000.000 rúmmetrar og þar er um 300.000 rúmmetra losunarrými enn fyrir hendi sam- kvæmt nýjustu mælingum. Engin vandamál eru þekkt sem þessu verklagi hafa fylgt, segir Jón. Fyllt upp í gamlar efnisnámur Úr þessu námusvæði voru á sínum tíma teknir um 1.500.000 rúm- metrar af malarefni og losað dýpk- unarefni fyllir upp þessa gömlu efnisnámu og færir sjávarbotn í svipaða mynd og var áður en efn- istaka hófst. Samkvæmt lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda er losun dýpkunarefnis í sjó háð leyfi Umhverfisstofnunar og sótt hefur verið um samþykki fyrir þessu varpi efnis í sjó og þá skilað inn öllum tilskildum gögnum til samþykktar á losun efnis og frágangi þess. „Nú bregður svo við að sam- þykkt á losun dýpkunarefnis er í dag orðin torsótt,“ segir Jón í minnisblaðinu. Sótt hefur verið um losun á dýpkunarefni úr inn- siglingarrennu að Bryggjuhverf- ishöfn í Elliðaárvogi. Verkið er viðhaldsdýpkun vegna sets sem borist hefur í rennu frá efnis- vinnslu Björgunar og áætlað magn efnis sem þarf að varpa á losunar- svæði austan Engeyjar er 11.000- 15.000 rúmmetrar. Áðurnefnt dýpkunarverk í inn- siglingarrennunni hófst með form- legu erindi Faxaflóahafna í sept- ember 2016. Málið bíður nú þess að spyrja skal sveitarstjórn um matsskyldu og síðan líklega líka Skipulagsstofnun. Verkið er viðhaldsdýpkun á hreinu seti, mengunarlaust, og á losunar- og varpstað er áratuga reynsla af efnislosun. Efnismagnið í þessu tilfelli er um 1% af því efni sem áður hefur verið losað á þess- um stað. „Mikilvægt er að útgefnar leið- beinandi reglur séu ekki þannig gerðar að flækjustig umfjöllunar og samþykkta sé aukið og það gert nær ómögulegt að vinna eftir þeim. Ferlið verði það torsótt að óvinnandi verði,“ segir Jón í minn- isblaðinu. Fundað verður um málið Hann segir að í dag sé það ekki alveg sjálfsagt mál að fyrir hendi sé dýpkunarverktaki og heppileg tæki til verksins hér á landi þegar fara þarf í dýpkunarverk. Það ein- faldi ekki mál og flýti því að bregðast við nýjum og auknum þörfum notenda að þurfa að standa í margra mánaða sam- þykktaþjarki við leyfisveitanda. Mikilvægt sé að unnt sé að vinna að framkvæmdum við hafnargerð og dýpkanir innan skynsamlegs undirbúningstíma og án verulegra hindrana. Eins og fram kemur í kynningu þessarar samantektar samþykkti stjórn Faxaflóahafna að senda minnisblaðið Sambandi íslenskra sveitarfélaga, enda er hér um að ræða málefni sem snertir allar hafnir landsins. Það er mikið mál fyrir sveitarfélög, sem reka hafnir, að lenda í löngu og tafsömu ferli, jafnvel þótt um sé að ræða smæstu viðhaldsdýpkanir. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins hyggst Sambandið efna til fundar með aðilum sem að þessum málum koma, þ.e. Skipulags- stofnun, Umhverfisstofnun, Vega- gerðinni og Hafnarsambandinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Unnið við Engey Sanddæluskipið Sóley og dýpkunarprammi vinna að því að ná upp efni á hafsbotni. Það var notað í uppfyllingu við Skarfabakka. Dýpkunarefni hefur verið sett í gamalt námusvæði við Engey. Dýpkun hafna föst í regluverki? Jón Þorvaldsson lýsir regluverkinu í tengslum við þessa framkvæmd og dregur saman:  Nú skal sá háttur hafður á að túlka varp dýpkunarefnis í hafið sem námuiðnað og sækja skuli um dýpkunarverk hversu smá sem þau eru undir formerkjum þess að hér geti verið um matsskylda fram- kvæmd að ræða.  Fá þurfi umfjöllun og samþykkt Skipulagsstofnunar í stærri verkum um hvort viðkomandi framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.  Fá þurfi umfjöllun og samþykkt sveitarstjórnar í smærri verkum um hvort viðkomandi framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrif- um.  Ef dýpka og varpa skal efni inn- an 115 metra frá strönd skal lög- saga vera hjá sveitarstjórn, en ef utan þeirra marka er lögsaga hjá Skipulagsstofnun. Það eru vart nokkur dýpunarverk og losunar- svæði við strönd innan 115 metra línu.  Fyrirspurn um matsskyldu fylgir að sækja þarf síðan til sveit- arstjórnar um framkvæmdaleyfi á grundvelli samþykkts aðal- og/eða deiliskipulags hvort sem fram- kvæmd er matsskyld eða ekki. Um- hverfisstofnun getur ekki svarað erindi fyrr en þessu ferli öllu sem hér er lýst er lokið. Þá sendir hún í öllum tilfellum erindið til Hafrann- sóknastofnunar og leitar umsagn- ar. Þegar svör liggja fyrir fari fram mat á mögulegum áhrifum fram- kvæmdar áður en ákvörðun er tek- in um leyfi og skilyrði. „Hér er lýst umfjöllunarferli sem stofnanir eru búnar að túlka og skilgreina eftir sínu höfði. Ferlið tekur langan tíma og er líklega í sumum tilfellum orðið nær enda- laust,“ segir Jón. Morgunblaðið/Eggert Ártúnshöfði Rennan sem Faxaflóahafnir ætla að dýpka liggur að athafnasvæði Björgunar við Bryggjuhverfi. „Ferlið orðið nær endalaust“ Undirbúningur og framkvæmd viðhaldsdýpkunar í höfnum er orðið svo flókið ferli að aðstoðar- hafnarstjóri Faxaflóahafna sá sig knúinn til að taka saman minnisblað og leggja fyrir stjórn fyrirtækisins. Stjórnin sendi minnisblaðið til Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem ætlar að boða til fundar með hagsmunaaðilum. Jón Þorvaldsson Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.