Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Hildarleikur í Djúpinu
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
R
étt fyrir miðnætti 4. febr-
úar 1968, eða í nær sömu
andrá og Notts County
strandaði á Snæ-
fjallaströnd, sökk togarinn
Ross Cleveland á Ísafjarðardjúpi, úti
af Arnarnesi.
Loftskeytamaður á öðrum bresk-
um togara við Ísland heyrði síðasta
kall skipstjórans á Ross Cleveland,
að því er fram kemur í einkaskeyti
frá fréttastofu AP til Morgunblaðs-
ins, sem greint var frá á forsíðu
blaðsins þriðjudaginn 6. febrúar
sama ár:
„Við erum að fara yfir um!“ er þar
fullyrt að heyrst hafi frá skipstjór-
anum. Og svo nokkrum mínútum
seinna: „Við erum að fara! Skilið ást-
arkveðju minni og skipsmanna til eig-
inkvenna okkar og fjölskyldna!“ Orð-
rétt hljóðaði sendingin svo á ensku:
„We are going over. I am going. Give
my love and the crew’s love to the wi-
ves and families.“
Sigurður Þ. Árnason, þá skipherra
á Óðni, segir í samtali við blaðamann
hér á undan að breski togarinn
Kingston Andalusite hafi um tveimur
tímum síðar tilkynnt að Ross Clevel-
and hefði sokkið. Enginn skipverja
hefði komist af.
Einum og hálfum sólarhring síðar
kom annað í ljós.
Rak að landi í Seyðisfirði
Víkur sögunni að Harry Eddom, 26
ára I. stýrimanni á Ross Cleveland.
Þegar skipið valt á hliðina áður en
það sökk komst hann með einhverju
móti í björgunarbát sem þar var,
ásamt tveimur öðrum skipverjum.
Létust þeir úr vosbúð um nóttina en
áfram tórði Eddom. Hálfum sólar-
hring síðar rak bátinn að landi í Seyð-
isfirði í sunnanverðu Djúpinu, á milli
Hestfjarðar og Álftafjarðar.
Lagði hann þaðan af stað fótgang-
andi og sá móta fyrir húsi í botni
fjarðarins. Þegar þangað var komið
reyndist húsið vera sumarbústaður –
harðlæstur og mannlaus. Þar sem
Eddom hafði ekki krafta til að brjót-
ast inn kom hann sér fyrir undir hús-
veggnum, þar sem bóndasonurinn á
næsta bæ, Kleifum, Guðmann Guð-
mundsson, fann hann. Þegar þarna
var komið sögu var Harry talinn af
og höfðu eiginkona hans og fjölskylda
syrgt hann í hálfan annan sólarhring.
Áttu hjónin þá átta mánaða dóttur.
„Ég reyndi að sparka upp hurðinni
á þessu húsi, en gat það ekki, hafði
ekki krafta til þess,“ sagði Eddom í
samtali við Högna Torfason, frétta-
ritara Morgunblaðsins á Ísafirði,
þegar á sjúkrahúsið var komið.
„Þegar ég gerði mér grein fyrir
þessu, þá fór ég á bak við húsið, því
þar var ég í skjóli og þar stóð ég upp
á endann alla nóttina. Ég vissi að ef
ég settist niður, þá mundi ég deyja.
Hvernig? Jú, ég hímdi fyrir utan og
ég beið og vissi ekki hvað ég átti að
gera. Þá sá ég hvar drengur var að
reka kindur til fjalla. Hann sá mig
ekki. Ég kallaði. Hann heyrði til mín.
Hann kunni lítið í ensku. Ég reyni
samt sem áður að segja honum
hvernig þetta hafði allt borið að.
Hann tekur mig sér við hönd og
hjálpar mér í áttina að bænum. Þegar
við áttum stutt eftir þangað kemur
bóndinn á móti okkur og þá vissi ég
að mér hafði verið bjargað.“
Eddom var betur klæddur
Guðmann Guðmundsson, bjargvætt-
ur Eddom, talaði um þennan morgun
við blaðamann Morgunblaðsins árið
1995:
„Ég var þá 14 ára gamall, að fara
til þess að hleypa út kindum eins og
við gerðum gjarnan þegar var gott
veður. Ég rakst á hann þar sem hann
hímdi við sumarbústað í botni Seyð-
isfjarðar. Harry var orðinn mjög
kaldur en sennilega hefur hann
bjargast vegna þess að þennan dag
sem hann rak að landi hlýnaði tals-
vert í veðri,“ sagði Guðmann þá.
„Ég studdi hann heim að túni og
þar kom faðir minn á móti okkur og
hjálpaði mér að koma honum inn í
bæ. Hann var síðan háttaður niður í
rúm. Síðar um daginn komu menn frá
Ísafirði og fóru með hann. Hann var
þá farinn að hressast mikið.
Ég fann Harry um tveimur sólar-
hringum eftir að skipið fórst. Í þann
mund sem skipið fórst var hann að
berja ísingu af skipinu. Hann var því
vel klæddur. Hinir skipverjarnir voru
allir í brú. Harry taldi að hann hefði
rotast þegar skipið fór niður og að
skipstjórinn og kokkurinn hefðu
bjargað sér upp í gúmmíbát. Þeir lét-
ust í bátnum áður en hann rak að
landi, enda voru þeir illa klæddir.“
Guðmann átti enn eftir að reynast
bjargvættur, en hann tók þátt í að
grafa Elmu Dögg Frostadóttur úr
fönn eftir að snjóflóð féll á Súðavík,
16. janúar 1995. Hafði hún, þá 14 ára,
legið undir snjó í 15 klukkustundir.
Af Eddom er það að segja að hann
er 85 ára og býr í bænum Cotting-
ham í Jórvíkurskíri á Englandi.
Hann hefur lítið viljað tjá sig um at-
burði þessa síðan Morgunblaðið náði
tali af honum fyrir fimmtíu árum.
Allir skipverjar voru taldir af
Sagan af björgun Harry
Eddom hreif marga.
Þótti það kraftaverki lík-
ast þegar hann fannst.
Ross Cleveland Annar
breskur togari náði að nema
síðasta kall skipstjórans.
Endurfundir Breska götublaðið The Sun borgaði undir Ritu fargjald til Íslands,
gegn því að þeir hefðu einkarétt á frásögninni af endurfundum ungu hjónanna.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Á sjúkrahúsinu Eddom var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði um leið og ljóst varð að
hann var á lífi. Félagar hans tveir létust úr vosbúð nóttina sem skipið fórst.
Björgun Eddom þótti vitaskuld
undrum sæta og kepptust fjöl-
miðlar um að segja þá miklu frétt
sem í þessu kraftaverki fólst. Full-
yrt hefur verið að Íslendingar hafi
þarna fyrst kynnst aðgangshörku
erlendra fjölmiðla.
„Fréttaheimurinn umhverfðist þá,
eins og oft síðan,“ segir Sigurður
Þ. Árnason, þá skipherra Óðins, í
samtali við blaðamann þegar hann
rifjar upp þennan eftirleik hamfar-
anna.
Svo fór að breska götublaðið The
Sun keypti einkarétt frásagnar af
endurfundum Harrys og Ritu konu
hans. Borgaði blaðið undir hana
fargjald til Íslands og bauð henni
far vestur með leiguflugvél frá Birni
Pálssyni. Þannig náði blaðið að
tryggja sér frásögnina og mátti þá
einu gilda þótt miklu væri kostað
til. Harðskeyttir fréttahaukar ann-
arra miðla – breskra sem íslenskra
– létu sér þetta ekki lynda. Kom til
stimpinga af þeim sökum fyrir utan
sjúkrahúsið á Ísafirði.
Fjöldi breskra blaðamanna
„Ég hefði aldrei trúað því, að ég
ætti eftir að lenda í öðru eins,“
sagði sjúkrahúslæknirinn á Ísafirði,
Úlfur Gunnarsson, í samtali við
Morgunblaðið hinn 9. febrúar 1968.
Freysteinn Jóhannsson, fyrrver-
andi blaðamaður og fréttastjóri á
Morgunblaðinu, hafði verið ráðinn
til starfa aðeins hálfu ári áður:
„Mikið kapp var lagt á að vera til
frásagnar um endurfundi Harrys
Eddoms og Ritu konu hans og vor-
um við Ólafur K. Magnússon sendir
vestur þeirra erinda. Fjöldi brezkra
blaðamanna lagði leið sína til Ís-
lands sömu erinda. Það var hins
vegar brezka blaðið The Sun sem
keypti endurfundi hjónanna, blaðið
borgaði undir Ritu til Íslands gegn
því að aðeins blaðamenn þess og
ljósmyndarar fengju að verða vitni
að því þegar Eddom-hjónin hitt-
ust,“ skrifaði Freysteinn þegar
hann rifjaði upp atganginn í Morg-
unblaðinu árið 2009.
Horfðu agndofa á aðfarirnar
„Á vegum Sun komu ekki einasta
blaðamenn og ljósmyndarar heldur
og fílefldir varðmenn sem um-
kringdu Ritu hvert hennar spor á
íslenzkri grund og komu í veg fyrir
að aðrir fréttamenn gætu beint til
hennar spurningum. Strax á Kefla-
víkurflugvelli varð handagangur í
öskjunni og má segja að íslenzkir
blaðamenn hafi horft agndofa upp
á aðfarir brezkra starfsbræðra,
sem sendu Sun-mönnum tóninn og
stóðu í miklum stimpingum við
varðmennina.
Á Ísafirði endurtók sagan sig og
fréttamenn reyndu allt hvað af tók
að komast inn í sjúkrahúsið en Úlf-
ur Gunnarsson læknir varnaði
mönnum inngöngu. Sun-menn
fengu það sem þeir borguðu fyrir;
einkaréttinn á kossi Eddom-
hjónanna,“ skrifaði Freysteinn og
sagðist um leið vel geta tekið undir
orð Úlfs læknis.
„Fréttaheimurinn
umhverfðist“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Hasar Úlfur Gunnarsson sjúkrahúslæknir varnaði fréttamönnum inngöngu í
sjúkrahúsið. Fyrir utan stóðu menn í stimpingum og bitust um fréttina.