Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
B
jarni var 19 ára II. vélstjóri
Hugrúnar ÍS-7 þegar
skipið lagði úr Bolung-
arvíkurhöfn í ofsaveðri,
undir stjórn Hávarðs Ol-
geirssonar skipstjóra frá Bolung-
arvík. Stefnan var sett inn á Ísafjörð
til að koma þessum 200 tonna bát í
var, og voru aðeins þeir tveir um
borð. Aðeins nokkru síðar hóf áhöfn-
in á Heiðrúnu II siglingu sína sömu
leið, sem reyndist hennar hinsta.
„Við vorum þeir síðustu sem komu
lifandi í land. Við sluppum,“ segir
Bjarni í samtali við 200 mílur. „En
nú er Hávarður, sá blessaði maður,
farinn héðan eins og sagt er.“
Bjarni segir svo frá atburða-
rásinni þessa nótt:
„Aðfaranótt 4. febrúar 1968 var ég
annar vélstjóri á Hugrúnu ÍS-7, sem
var gerð út frá Bolungarvík. Á þeim
tíma var höfnin svo slæm að við
þurftum í vondum veðrum að sigla
skipum til Ísafjarðar.
Þessa nótt var ég ræstur upp af
skipstjóra mínum, Hávarði Olgeirs-
syni, en hann bað mig að vera fljótan
um borð því skipið væri að slitna frá
bryggju.
Þegar ég kom niður á brjót leist
mér ekki á blikuna. Þá gekk haf-
aldan yfir brjótinn. Ég man eftir því
að mér fannst aldan vera eins og
snjófjúk, því kuldinn var rosalegur.
Til að komast um borð varð ég að
halda mér í bryggjupollana og
hlaupa á milli þeirra á milli þess sem
öldurnar gengu yfir. Við það varð ég
gegnblautur.“
Allir spottar slitnir nema einn
„Þegar ég komst loks um borð bað
Hávarður mig að vera fljótur að
setja í gang, en þegar ég kom niður í
vél sá ég að það var allt loftlaust.
Leist mér þá ekki á blikuna en setti
strax í gang loftpressuna og hljóp
upp til skipstjórans og tilkynnti hon-
um hvernig háttaði. Um leið leit ég
út um brúargluggann og sá að allir
spottar voru slitnir, utan einn.
Þegar ég kom niður aftur sá ég að
loftið var ekki nóg á öðrum kútnum
til að ná vélinni í gang. Ég vildi þó
ekki drepast þarna ráðalaus. Ég
skrúfaði frá báðum krönum á loft-
kútunum og skaut á vélina. Hélt ég
jafnvel þá að hún færi ekki í gang en
hún náði að venda sér yfir.
Þegar ég var að fara aftur upp
stigann mætti ég fyrsta vélstjóra, en
þá var hann kominn um borð. Spurði
hann mig hvort ekki væri allt í lagi
og ég svaraði honum með því að það
væri allt loftlaust hjá honum. Með
það hvarf hann í land aftur.
Fór ég þá fram á hvalbak til að
sleppa þessum eina spotta sem var
eftir, en mér leist ekki á hafrótið
sem var fyrir utan endann á Brjótn-
um. Þegar ég var búinn að setja end-
ann inn í hvalbakinn hljóp ég niður í
vél til að ganga frá loftkútunum og
færa ljós yfir á aðalvél, en með því
gat ég slökkt á ljósavélinni.
Þá kom áfallið. Ég hélt að ég
myndi hreinlega brotna niður. Í síð-
asta róðri hafði hosan fyrir ytra
vatnið á aðalvélinni farið í sundur á
leiðinni í land og nú sá ég að vél-
stjórinn var ekki búinn að gera við
hana, en þó voru klemmur yfir gat-
inu á henni sem við höfðum sett yfir.
Ég gerði mér grein fyrir því að ef
vélin stoppaði í þessu veðri yrðum
við dauðans matur. Ég varð að fylgj-
ast með henni.
Þegar ég ætlaði upp úr vélarrúm-
inu hallaðist stiginn öfugt svo ég
varð að setja lappirnar í aðalvélina.
Eftir góða stund fannst mér sem
skipið ætlaði ekki að reisa sig við aft-
ur, en svo gerði hún það rólega.
Þá ætlaði ég upp stigann en fékk
umsvifalaust kalda gusu framan í
mig. Ég hélt að ég væri búinn að fá
nóg af þessum sjó í bili, þó að hann
væri ekki inni í miðju skipi eða niðri í
vél.“
„Skipið varð fljótt alhvítt“
„Þegar ég kom upp í gang sá ég að
gangurinn var fullur af sjó. Í öllum
látunum þegar ég hljóp niður í vél
hafði ég gleymt að loka dyrunum á
eftir mér, með þessum afleiðingum.
Ég varð því að vaða þennan leiðinda
sjó aftur til að loka dyrunum, en það
gekk ekki allt of vel að ná hurðinni í
þessum veltingi.
Það hófst að lokum og þá lá leiðin
upp í brú. Þegar ég kom þangað
sagði Hávarður við mig: „Ég hélt að
hún ætlaði ekki að reisa sig þegar við
fórum fyrir endann.“ Þá fattaði ég
þennan mikla halla niðri í vél.
Ég þorði ekki að segja Hávarði frá
því sem var búið að gerast niðri,
heldur fór ég út að glugga bakborðs-
megin og gríndi út í sortann. Það var
eins og við keyrðum skipinu inn í
snjóhengjur, því allur sjór sem kom
yfir skipið var hvítur. Skipið varð
fljótt alhvítt.
Hávarður var búinn að reyna við
radarinn þegar ég kom upp í brú og
spurði mig hvort ég treysti mér til að
fara upp á brú til að þurrka af skan-
nernum, svo við gætum fengið
punkta.
Ég sagðist verða að reyna það og
fór niður til að klæða mig í sjóstakk-
inn. Það hefði ég aldrei átt að gera
því um leið og ég fór út á dekk varð
ég eins og loftbelgur. Þegar ég var
kominn hálfa leið upp stigann aftan á
brúnni vissi ég ekki fyrr en ég stóð í
lausu lofti. Hafði þá komið svo snörp
hviða, sem blés upp undir stakkinn
hjá mér og lyfti mér upp svo ég
dinglaði um eins og loftbelgur.
Fari það í helvíti, hugsaði ég, og
fór aftur inn í brú til að klæða mig úr
stakknum.“
Ólgandi haf og erfitt að fóta sig
„Hávarður spurði mig þá hvort ég
hefði komist upp. Ég svaraði honum
að ég gæti ekki farið upp í þessum
galla. Klæddi ég mig í lopapeysu og
lopavettlinga sem amma mín hafði
gefið mér og gerði aðra tilraun til að
fara upp á þak. Það gekk sæmilega
en þegar upp var komið var erfitt að
fóta sig.
Ég passaði mig að sleppa ekki
grindverkinu fyrr en ég náði í rörið á
skannernum, en þegar ég ætlaði að
klifra upp í skannerinn var rörið svo
sleipt af ísingu að ég náði ekki taki.
Mér var ekki orðið sama um þennan
velting og var orðinn allur hrímaður
að utan. Áfram varð ég þó að reyna
að komast þarna upp og fór að berja
ísinn af rörinu. Steig ég í þrepið,
setti hægri höndina utan um rörið og
greip með henni í vinstri öxlina.
Þannig hélt ég mér á meðan ég
þurrkaði af rörinu með vinstri hendi.
Það var ekki gaman að horfa niður
í ólgandi hafið þegar skipið valt fram
og til baka, og erfitt var að fóta sig á
þakinu. Þessar ferðir fór ég þrisvar
eða fjórum sinnum, en í öll skiptin
þegar ég kom niður aftur og við
reyndum að ná landi var aftur komin
ísing, svo við náðum aldrei að sjá
hvar við vorum.
Í síðustu ferðinni upp á þak var ís-
inn orðinn svo harður að ég átti erfitt
með að ná honum í sundur. Hávarð-
ur sagði mér þá að hann ætlaði að
keyra nær Bjarnanúpi til að ná betra
sjólagi. Á meðan við vorum að dóla
þessa leið var ég orðinn dálítið
strekktur yfir vélinni og hafði augun
alltaf á mælunum, sem ég treysti þó
ekki út af stressi og var því alltaf að
hlaupa niður í vél til að fylgjast með
henni.
Allan þennan tíma hafði ég ekki
tíma til að skipta um föt, ég held að
ég hafi verið hættur að finna fyrir
því hvað ég var rakur.“
Skipið var orðið einn ísköggull
„Eitt skiptið þegar ég kom upp í brú
sá ég að Hávarði var ekki rótt. Þá
var sjórinn farinn að minnka en mér
fannst það ekki betra. Rokið var svo
mikið að við vorum hreint og beint í
skafrenningi. Þá var mér hætt að lí-
tast á ísinguna, skipið var orðið einn
ísköggull.
Ég var því alltaf að fylgjast með
Hávarði, hvort hann ætlaði ekki að
snúa skipinu inn Djúpið. Svo heyrð-
ist allt í einu; „Jæja drengur minn,
ég held að við snúum inn. Það er
ekkert annað að gera, við ráðum
ekki við þessa ísingu.“
Það var alveg öruggt að Hávarður
vissi hvað hann mætti bjóða skipi
sínu mikla ferð í þessu ofsaveðri, en
þó var það ekki notaleg tilfinning
þegar við snerum skipinu inn Djúp-
ið. Rokið var svo mikið að mér fannst
Nítján ára í siglingu
upp á líf og dauða
Bjarni Benediktsson frá Bolungarvík rifjar upp atburði aðfaranætur 4. febrúar
1968, þegar hann og skipstjóri Hugrúnar ÍS-7 reyndu að sigla frá Bolungarvík
til Ísafjarðar í ofsaveðrinu. Ferðin reyndist erfiðari en nokkurn hafði grunað.
Ungur Bjarni Benediktsson, 18 ára að
aldri, ári fyrir ferðina eftirminnilegu.
Hildarleikur í Djúpinu
Stema kerrurCompair loftpressur
Breitt úrval atvinnutækja
TMP bátakranarHeila bátakranar
Við græjumþað
Til sjós eða lands
Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833
asafl.is
HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI
Gæðavörur fyrir sjávarútveginn