Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Guðlaugur hefur gert nokkuð sem ekki margir geta státað af, og það gerði hann aðeins sjö ára að aldri. Horfðist hann þá í augu við hvíta- björn sem gengið hafði á land í Grímsey. Blaðamaður bað Guðlaug að rifja upp atvikið. „Þetta var í janúar 1969. Þá var maður bara í skóla eftir hádegi á daginn, en pabbi vakti mig alltaf á morgnana svo ég gæti rekið roll- urnar upp á eyju. Það var verið að spara hey og uppi á eyjunni er oft autt yfir veturna, svo þær voru allt- af reknar þangað á morgnana áður en þær komu svo trítlandi aftur heim á kvöldin. Þennan morgun eins og marga aðra tölti ég upp með rollurnar upp eftir. En þegar ég er kominn stutt upp í brekkurnar þá námu þær staðar. Þá var einhver fjandinn þarna fyrir framan þær. Maður sá þetta nú ekki, þetta er kl. níu um janúarmorgun og hálfgert myrkur. Ég áttaði mig því ekki alveg á þessu en mér fannst ísbjörn nú ekki líklegasta kvikindið á þessum tíma. Ekki var þá heldur búinn að vera mikill hafís þarna í kring, að- eins stakar spangir. Ég hélt kannski að þetta væri hestur þarna í myrkr- inu. En svo sá ég fljótlega að þetta var nú heldur þrekvaxnara en hest- ur. Og snjóhvítt. Þetta er ekki farið úr huga manns enn. Einhvern tíma hafði ég heyrt að maður ætti ekki að sýna neinn ótta, bara vera rólegur og fela sig einhvers staðar. Ég stökk því á bak við þúfu og ætlaði að fela mig þar til bangsinn færi frá mér. Hann hélt svo bara áfram norður brekkurnar, sýndi engan áhuga á að éta roll- urnar eða mig. Þær hlupu þá upp á eyju og ég hljóp heim.“ Þegar þangað var komið lét hann föður sinn, Þorlák Sigurðsson út- vegsbónda, vita af bjarndýrinu. „Hann ræsti út fjölda veiðimanna og þetta var heljarinnar her sem fór upp á eyju til að drepa kvik- indið. Það var mikið ævintýri. Svo keypti bæjarstjórnin á Húsavík hræið og sendi til Danmerkur í uppstoppun. Síðan hefur hann staðið á Minjasafninu á Húsavík, ægilega fallegur. Þetta var mjög stórt karldýr og er flottur þar, þó hann hefði auðvitað átt að vera áfram í Grímsey. En hreppurinn var lítill og fjárvana, þeir töldu sig ekki hafa ráð á því að stoppa hann upp og eiga.“ „Ekki farið úr huga manns“ Skúli Halldórsson sh@mbl.is H afborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Haf- borgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin, eftir siglingu frá Danmörku. Vonast er til að nýja skipið geti haldið til veiða á morgun, 10. febrúar. 200 mílur tóku útgerðarmanninn og skipstjórann Guðlaug Óla Þor- kelsson tali, en hann segir Hafborg leysa af hólmi tvö önnur skip. „Skipið leysir af gömlu Hafborg- ina og Kolbeinseyna,“ segir Guð- laugur og bætir við að fimm verði í áhöfn á nýju Hafborginni – hann sjálfur við stýrið. Spurður hvort gert verði út frá Grímsey segir hann að eitthvað verði um það. „En það verður eflaust minna en hefur verið. Þó gerum við örugglega eitthvað út frá Grímsey með vorinu.“ Hvað veldur því? „Það er lítil vinnsla í Grímsey, en aðallega því maður vill vera nær mörkuðum með fiskinn, til að reyna að fá meira fyrir hann.“ Ánægður með nýsmíðina Guðlaugur segir mikla breytingu fel- ast í komu nýja skipsins. „Þetta er allt miklu stærra og er mjög vel útbúið, bæði fyrir mann- skap sem og frágang og geymslu á fiski. Þetta er auðvitað miklu stærri bátur, en hann rúmar um fimmtíu tonn í kör, með krapa.“ Dönsk skipasmíðastöð, í Hvide Sande á Jótlandi, sá um smíði skips- ins. Danirnir létu reyndar smíða skrokkinn í Póllandi, eins og þeir eru vanir. Þar var sett aðalvél, ljósa- vél og gír í skipið og það síðan dreg- ið til Danmerkur þar sem verkefnið var klárað. Hafborgin er 284 brúttó- tonn, 26 metrar að lengd og átta metra breið. Guðlaugur segist ánægður með smíðina, þrátt fyrir að hún hafi tafist um nokkrar vikur, en upphaflega var stefnt að því að skip- ið kæmi til landsins í desember. „Það er vegna þess sem gerðist í vor í Póllandi, þegar hann var tekinn út til að sandblása og húða hann. Þá vildi svo illa til að það rigndi eldi og brennisteini í heilan mánuð. Þeir enduðu á að taka hann og klæða yfir hann úti, þar sem þeir gátu ekki sett hann inn aftur. Um leið og þeir gerðu það þá gekk vel að klára verk- efnið,“ segir Guðlaugur. Færi beint aftur til Danmerkur „Danirnir voru hins vegar á hár- réttum tíma. Þetta hefði sloppið allt saman um miðjan desember, ef rign- ingarnar hefðu ekki komið til.“ Daníel Gísli Friðriksson, skipa- tæknifræðingur hjá Ráðgarði, teikn- aði skipið. „Þegar smíðin fór í útboð í Evr- ópu og samið var við Danina upp úr því, þá hélt hann áfram sinni teikni- vinnu í samstarfi við þá. Það gekk mjög vel,“ segir Guðlaugur og bætir við að skipið sé mjög vel frágengið og fallega unnið. „Þú færð það ekki betra en hjá Dönunum. Þetta er mjög flott hjá þeim og það var virkilega gaman að kynnast þessu fólki úti. Allir eru já- kvæðir og það er gott að eiga við þetta fólk. Ef ég gerði þetta aftur þá færi ég beint til Danmerkur, það er ekki spurning.“ Litlu útgerðirnar ráði ekki við mikla gjaldtöku stjórnvalda „Ég held að þetta sé allt að koma til, bátarnir farnir að fiska vel hérna, þessir fáu sem eru, og lítur bara mjög vel út,“ segir hann um gang veiðanna fyrir norðan. Veiðigjöldin og önnur gjöld hafi þó sitt að segja. „Það eru veiðigjöld, hafnargjöld og markaðsgjöld, ef þú ert að skipta við markaðina. Þetta er bara orðið alltof, alltof dýrt allt saman. Þetta eru að verða átján prósent af brúttó- innkomu sem fara í þessa þrjá pósta. Það er alltof mikið, svo ég tali ekki um tryggingagjaldið og þessar endalausu álögur frá ríkinu. Þessar litlu útgerðir ráða bara ekki al- mennilega við þetta,“ segir Guð- laugur. „Það á eftir að koma í ljós, hvort maður fer beint á hausinn eða lóð- beint á hausinn. Þetta er að minnsta kosti ekki sama umhverfi hérna á Ís- landi og í Evrópu, það er alveg svart og hvítt. Þar eru stjórnvöld að reyna að borga með þessu en hér reyna þau að taka allt til sín. Svo eru það blessaðir markaðirnir á Íslandi, þeir virka varla lengur. Það er orðin svo mikil fákeppni og samráð, held ég, í kaupum á fiski á mörkuðunum. Þetta er bara svínarí.“ Ýmis tækifæri í Danmörku Guðlaugur segir það ekki geta talist eðlilegt að munur á meðalfiskverði hér á landi og í Danmörku mælist í 100-150 krónum. „Mér finnst það al- veg með ólíkindum. Hér þykjum við ansi góðir ef við fáum 200 krónur fyrir kílóið af góðri rauðsprettu. En meðalverðið á rauðsprettu í Dan- mörku er 370 krónur,“ segir hann. „Það eru auðvitað mjög fáir sem vinna þetta á Íslandi. En svo er allt- af horft á Bretlandsmarkað á sama tíma og það eru miklu fleiri þarna úti sem borða fiskinn. Ég er alveg viss um að það eru tækifæri í Dan- mörku með ýmsan fisk. Alla vega hafa fiskmarkaðir í Hirtshals og Hanstholm lýst áhuga sínum við okkur á að kaupa fisk frá Íslandi. Menn þurfa að minnsta kosti að vera opnari fyrir öðrum möguleikum en hefur verið.“ Stefna á fyrstu veiðar á morgun Nýsmíði Hafborg kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin. Fyrir norðan vonast menn til að geta hafið veiðarnar á morgun. Skipið leysir tvö önnur af hólmi. Skipstjórinn Guðlaugur Óli segir menn þurfa að vera opnari fyrir öðrum mögu- leikum en verið hefur. Bendir hann á að tækifæri gætu leynst í Danmörku. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Um borð Frá vinstri: Guðlaugur Óli Þorláksson, skipstjóri og einn eigenda, Jón Skúli Sigurgeirsson, Sigurður Þorláksson vél- stjóri og einn eigenda, Gunnþór Sveinbjörnsson sem var skipstjóri á heimleiðinni og Guðlaugur Óli Guðlaugsson yfirvélstjóri. Baksíða Morgunblaðið 23. janúar 1969. Þar er rætt við Guðlaug Óla, sjö ára. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.