Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn fastus.is PRÓTEINRÍKIR NÆRINGARDRYKKIR Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af næringarvörum fyrir þá sem þurfa næringarviðbót og fá ekki næringarþarfir sínar uppfylltar úr fæðinu. Sumir vilja alls ekki að sannleikurinn um hvar best er að byggja nýja Landspítalann komi í ljós og eru til- búnir að leggja tals- vert á sig í því sam- bandi. Þorkell Sigurlaugsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins, ritar grein í Morgunblaðið 24.2. sl. til þess bein- línis að kvarta yfir því að fram er komin þingsályktunartillaga um að gerði verði óháð, fagleg staðarvals- greining fyrir nýja þjóðarsjúkra- húsið sem þó miðar eingöngu að því að finna út hvar best er að stað- setja það til framtíðar. Aðstæður eru breyttar Öllum er ljóst að aðstæður hafa gjörbreyst frá því um aldamótin þegar ákveðið var að staðsetja þjóðarsjúkrahúsið við Hringbraut. Sum rökin fyrir þeirri staðsetningu hafa beinlínis snúist upp í and- hverfu sína svo sem þau að gott sé að sameina sjúkrahúsið í miðborg- inni til að efla hana. Þessi rök voru sett fram áður en ferðamenn tóku að streyma til Íslands. Nú er svo komið að það þarf að létta á mið- borginni. Þorkell segir meðal annars í greininni að sannleikurinn sé sagna bestur og vitnar í nokkrar skýrslur sem gefnar hafa verið út á undan- förnum árum varðandi byggingu nýs Landspítala. Ekki byrjar það nú vel því Þorkell brenglar fyrstu tilvitnuninni. Hann segir „í október 2001 skiluðu ráðgjafarnir Ementor skýrslu“ og töldu „að heppilegast væri að byggja í Fossvogi“. Orðrétt sögðu Ementor: „If a new hospital is not an option we suggest to choose Fossvogur as the location for the acute somatic hospital in the longterm.“ Á Íslensku þýðir þetta: „Ef ekki er hægt að byggja nýjan spítala [frá grunni á nýjum stað af fjárhagslegum ástæðum] leggjum við til að byggt verði í Fossvogi.“ Aðaltillaga Ementor var sem sagt að byggja á nýjum stað en ef menn hefðu ekki efni á því þá væri rétt að byggja í Fossvogi. Stuttu síðar var skipt um stýrihóp fyrir verkefnið og ráðnir aðrir erlendir ráðgjafar. Ástæðan mun vera að niðurstaða Ementor hugnaðist ekki nokkrum áhrifamönnum sem vildu uppbyggingu við Hringbraut og því var einfaldlega skipt um áhöfn. Eft- ir þetta vissu ráðgjafar til hvers var ætlast og lögðu ekki annað til en það sem til var ætlast. Það hefur skort fagleg vinnubrögð. Ósæmileg framkoma við almenning Samtökin Betri spítali á betri stað (BS) hafa fært rök fyrir því að gera þurfi óháða faglega stað- arvalsgreiningu fyrir nýja sjúkra- húsið. Í stað þess að taka þessu vel hafa vissir aðilar beitt afli ríkisins til að freista þess að knýja fram uppbyggingu við Hringbraut, sam- anber eftirfarandi dæmi: 1. BS gerðu sumarið 2016 fjár- hagslegan samanburð á því að byggja sjúkrahúsið við Hringbraut, í Fossvogi eða á besta stað. KPMG yfirfóru útreikningana og skoðuðu sumar forsendur fyrir samtökin án greiðslu. Samanburðurinn sýndi mikinn fjárhagslegan ávinning við að byggja frá grunni á besta stað. Mánuði síðar fékk Nýr Landspítali ohf., sem sér um uppbyggingu við Hringbraut, í samráði við þáver- andi heilbrigðisráðherra, KPMG til að yfirfara útreikningana. Mark- miðið var að gera þá ótrúverðuga og draga úr útreiknuðum fjárhags- legum ábata. Meðal þess sem gert var til að draga úr ávinningnum af styttri ferðum var að sleppa Valla- hverfinu í Hafnarfirði og sleppa umferð inn í bæinn frá landsbyggð- inni um Vesturlandsveg, Suður- landsveg og Reykjanesbraut en allt gerir staðsetningu austar í borginni hagkvæmari. Fyrir skýrsluna sem KPMG vann á 3 vikum voru greidd- ar yfir 6 milljónir kr. úr ríkissjóði. 2. Haustið 2016 stóðu BS fyrir heilsíðuauglýsingum í blöðum þar sem komu fram nöfn fólks sem skoraði á stjórnvöld að gera faglega staðarvalsgreiningu. BS vinna al- farið á framlögum fólks. Auglýs- ingin var alfarið greidd af þeim sem birtu nöfn sín. Mikil vinna var að safna nöfnum og greiðslum áður en hægt væri að birta auglýsinguna. Stuttu síðar birti Landspítalinn op- nuauglýsingar með nöfnum fólks sem sagðist styðja uppbyggingu við Hringbraut. Sagt var í auglýsing- unni að viðkomandi fólk borgaði hana. Fólk sem sá eftir því að hafa léð nafn sitt hefur sagt okkur hjá BS að það hafi ekki verið rukkað fyrir þátttöku. Þannig voru birtar nokkrar opnuauglýsingar í blöðum um málið á kostnað skattborgara til að berjast fyrir því að ekki yrði skoðað nánar með uppbyggingu á betri stað, þó svo vitað væri að al- menningur vill það. Kostnaður var væntanlega um 1 m.kr. Hver gaf leyfi fyrir þessu? Fleira mætti tilgreina sem sýnir að afli ríkisins (skattgreiðenda) hef- ur verið beitt í málinu í óþökk al- mennings til að knýja fram nið- urstöðu sem fáir eru sáttir við. Leiðum sannleikann fram Miklar efasemdir eru um stað- setningu nýs Landspítala við Hringbraut, meðal annars út af umferðarmálum og gæðum spít- alans. Þegar um er að ræða rök- studdan grun í svona stóru máli er fráleitt að beita ríkisvaldinu gegn því að skoða málið. Að sjálfsögðu á að fá álit óháðra fagaðila áður en það verður of seint. Nú liggur fyrir Alþingi þings- ályktunartillaga Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og fleiri þingmanna um óháða faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Vonandi taka þingmenn vel í tillöguna. Eftir Auðun Svavar Sigurðsson, Ásu Atladóttur, Ásgeir Vilhjálmsson, Guð- jón Sigurbjartsson og Vilhjálm Ara Arason » Gera þarf óháða, faglega staðarvals- greiningu fyrir nýja þjóðarsjúkrahúsið til að finna besta staðinn fyrir sjúkrahúsið. Auðun Svavar Sigurðsson Auðun er skurðlæknir, Ása er hjúkr- unarfræðingur, Ásgeir er læknir, Guðjón er viðskiptafræðingur og Vilhjálmur Ari er heimilislæknir á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Ása Atladóttir Ásgeir Vilhjálmsson Guðjón Sigurbjartsson Byggjum staðarval á réttum upplýsingum Vilhjálmur Ari Arason Félagsmenn Kenn- arasambands Íslands í framhaldsskólum hafa nú verið samnings- lausir síðustu mánuði. Nú þegar hvert félagið á fætur öðru hefur samið innan BHM er horft til okkar fé- lagsmanna sem von- legt er og spurt frétta. Helstu tíðindi eru þau að framhaldsskólakennarar vilja semja sem fyrst. Við samninga- borðið er ekki margt sem skilur að þegar kemur að umræðu um kaup og kjör. Stærsta hindrunin fyrir því að samningar takist eru efndir fyrri samnings sem skrifað var undir 2014. Í þeim samningi var sér- staklega tekið fram að yrðu kerf- isbreytingar á fyrirkomulagi náms í framhaldsskólum yrði að meta það viðbótarálag sem skapaðist á vinnu kennara. Haustið 2015 bárust framhalds- skólum landsins stjórnvalds- fyrirmæli um að stytta námstíma til stúdentsprófs tafarlaust. Þannig var námskrám og þúsundum áfangalýsinga breytt nánast á nokkrum vikum með tilheyrandi vinnu og álagi á kennara og stjórn- endur. Auk þess liggur fyrir að stytting námstíma úr fjórum árum í þrjú hefur falið í sér þjöppun náms- efnis frá fyrra kerfi, svo álag á kennara og stjórnendur hefur í mörgum tilfellum aukist umtals- vert. Um leið og skólum var með einu pennastriki gert að hefja svo viða- miklar breytingar á uppbyggingu náms í framhaldsskólum fylgdu þessari ráðstöfun engir fjármunir. Í mörgum tilfellum hafa kennarar fylgt eftir umræddum breytingum án þess að fá álag metið til launa eða fengið greiðslur fyr- ir viðbótarvinnu. Með þetta í fartesk- inu er ljóst að ekki er unnt að skrifa undir kjarasamning án þess að ákvæði fyrri samn- ings hafi verið efnd. Til að við getum skrifað undir nýjan kjarasamn- ing verðum við að hafa vissu fyrir fullum efndum fyrri samnings. Kennarasamband Íslands semur við fjármálaráðherra sem hefur samningsumboð fyrir hönd íslenska ríkisins. En mennta- og menningar- málaráðuneytið ber að sjálfsögðu ábyrgð á framkvæmd samnings- bundinna ákvæða sem fagaðili. Ég bind vonir við að ný ríkisstjórn og nýr og metnaðarfullur mennta- og menningarmálaráðherra hlutist til um að fyrri kjarasamningur verði efndur svo við getum horft til fram- tíðar með nýjum kjarasamningi. Ég hef ástæðu til að ætla að áherslur nú- verandi ríkisstjórnar í menntamálum verði skólasamfélaginu og þar með kennurum til góðs og nýr ráðherra hafi metnað til að ljúka þessu máli og hlutast til um nýjan kjarasamning sem standi til að efna í hvívetna. Kennarar vilja semja Eftir Guðríði Arnardóttur Guðríður Arnardóttir » Til þess að við getum skrifað undir nýjan kjarasamning verðum við að hafa vissu fyrir fullum efndum fyrri samnings. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð- velt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.