Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
GÆÐA BAKKAMATUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins,
bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Í yfir 40 ár hefur Veislulist
lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskaran
matreiðslu.
Hádegismatur
Verð
kr. 1.370
Lágmark 3 bakkar
+ sendingargjald
d
MisMUnAndi
RéTTiR AllA dAGA
viKUnnAR
EldUM EinniG fyRiR
MöTUnEyTi
6. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 100.43 100.91 100.67
Sterlingspund 138.41 139.09 138.75
Kanadadalur 78.04 78.5 78.27
Dönsk króna 16.561 16.657 16.609
Norsk króna 12.837 12.913 12.875
Sænsk króna 12.142 12.214 12.178
Svissn. franki 107.09 107.69 107.39
Japanskt jen 0.9504 0.956 0.9532
SDR 145.46 146.32 145.89
Evra 123.35 124.05 123.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.8828
Hrávöruverð
Gull 1326.3 ($/únsa)
Ál 2143.0 ($/tonn) LME
Hráolía 64.07 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn
CCP hagnaðist um tæplega 3,4 millj-
ónir bandaríkjadala árið 2017, eða
sem jafngildir um 340 milljónum króna
á núverandi gengi. Árið áður nam hagn-
aðurinn um 21,4 milljónum dala. Þetta
kemur fram í ársuppgjöri CCP sem
fjallað er um á mbl.is.
Tölvuleikjaframleiðandinn réðst í um-
fangsmikla endurskipulagningu á síð-
asta ári. Tekjur fyrirtækisins drógust
saman um 14% á milli ára. Tekjurnar
námu tæplega 69,6 milljónum dala eða
7 milljörðum króna árið 2017. Eiginfjár-
hlutfallið var 59% í árslok.
Hagnaður CCP dregst
saman í 340 milljónir
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það virtist ekki mikil ókyrrð í lofti á
vettvangi stjórnar Icelandair Group
fyrr en Georg Lúðvíksson, forstjóri
Meniga, upplýsti að hann hygðist
hverfa frá stjórnarborðinu eftir að-
eins eitt ár á vettvangi. Helstu leik-
endur héldu þétt að sér spilunum í
kjölfar tilkynningarinnar en á laug-
ardag varð ljóst að sjö einstaklingar
sækjast eftir því að fylla sætin
fimm sem móta munu stefnu flug-
félagsins næsta árið.
Þannig hafa fjórir af fimm núver-
andi stjórnarmönnum boðið fram
krafta sína áfram. Þar fer fremstur
í flokki stjórnarformaðurinn Úlfar
Steindórsson sem hefur setið í
stjórninni frá árinu 2010 með full-
um stuðningi Lífeyrissjóðs verslun-
armanna. Sjóðurinn er langstærsti
hluthafinn með 14,69% sem er tæp-
um 5% meira en það sem Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisins á, sem
næstur kemur í röðinni yfir stærstu
hluthafa. Áreiðanlegar heimildir
Morgunblaðsins herma að Úlfar
muni njóta þess óskoraða stuðnings
af hálfu sjóðsins á aðalfundi Ice-
landair Group sem fram fer á
fimmtudag.
Þá á Ómar Benediktsson sæti í
stjórninni og situr þar sem varafor-
maður. Hann naut stuðnings einka-
fjárfesta sem komu að félaginu af
nokkrum krafti á síðasta ári. Stuðn-
ingur við hann reyndist minni en
búist var við í stjórnarkjörinu í
fyrra en hann hefur talsverða
reynslu af flugrekstri og er talinn,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, hafa áunnið sér traust á
fyrsta ári sínu við stjórnarborðið.
Þá á sæti í stjórninni Katrín Olga
Jóhannesdóttir, formaður Við-
skiptaráðs Íslands. Hún kom inn í
stjórnina árið 2009 með fulltingi
Íslandsbanka á þeim tíma þegar
bankinn stóð uppi með tugprósenta-
hlut í félaginu í kjölfar hrunsins.
Þá á einnig sæti í stjórninni Ást-
hildur Margrét Otharsdóttir sem
kom inn í stjórnina árið 2012. Hún
er einnig stjórnarformaður Marel,
langstærsta félagsins sem skráð er
í Kauphöll Íslands.
Stuðningur á floti
Frambjóðendurnir þrír sem nú
vilja komast nýir inn í stjórn félags-
ins eru þau Guðmundur Hafsteins-
son, framkvæmdastjóri hjá Google,
Heiðrún Jónsdóttir lögmaður og
stjórnarmaður í Íslandsbanka, Sím-
anum og Olís og Helga Viðarsdótt-
ir, stofnandi Spakurs.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að Guðmundur Hafsteinsson njóti
stuðnings sjóðastýringarfyrirtækis-
ins Stefnis sem fer með þriðja
stærsta hlutinn í Icelandair, 9,74%.
Stefnir studdi Georg Lúðvíksson í
stjórnarkjörinu í fyrra.
Heiðrún Jónsdóttir mun sam-
kvæmt heimildum hafa fengið
hvatningu til þess að bjóða sig fram
til stjórnar þegar ljóst var að Georg
yrði ekki í kjöri. Þeirri hvatningu
hafi fylgt fyrirheit um ákveðinn
stuðning. Ekki liggur fyrir á þess-
ari stundu hvaðan sá stuðningur
kemur. Hún sat um nokkurra ára
bil í stjórn Gildis sem á 7,39% í Ice-
landair og þá mun hún vera ágæt-
lega kynnt á vettvangi Stapa lífeyr-
issjóðs á Akureyri en sjóðurinn á
4,23% í félaginu.
Ekki liggur ljóst fyrir af sam-
tölum við stóra hluthafa í Icelandair
hvar Ásthildur Margrét og Katrín
Olga sækja helst stuðning. Hann
hefur legið víða á síðustu aðalfund-
um en þess má m.a. geta að Gildi
lífeyrissjóður greiddi öllum fimm
einstaklingum sem kjöri náðu síðast
jafnt hlutfall atkvæða. Heimildir
Morgunblaðsins herma að sjóður-
inn kunni að beita annarri nálgun í
stjórnarkjörinu að þessu sinni.
Sömu sögu er að segja um Lífeyr-
issjóð starfsmanna ríkisins.
Ólík sjónarmið vegast á
Meðal þess sem ítrekað hefur
komið upp í samtölum Morgun-
blaðsins við áhrifafólk í eigendahópi
Icelandair í aðdraganda stjórnar-
kjörsins nú er krafa um að fjöl-
breyttur hópur með ólíkan bak-
grunn skipi stjórnina að loknum
aðalfundi nú. Þeir fjórir stjórnar-
menn sem sækjast eftir endurkjöri
eru allir með Cand.oecon. gráðu frá
Háskóla Íslands. Þá eru tveir
þeirra með MBA-gráðu frá háskól-
um Vestanhafs og einn þeirra er
með Msc-gráðu á sama sviði frá
Danmörku.
Ræða við hluthafana
Í ljósi þess hversu mikið rót er
komið á stjórnarkjörið er víða
fundað um það þessa dagana hvern-
ig hluthafar hyggjast verja atkvæð-
um sínum á aðalfundinum á
fimmtudag. Í aðdraganda þess
ákvarðanaferlis hafa nokkrir fram-
bjóðendanna verið iðnir við að
kynna sig og sínar áherslur, nái
þeir kjöri til stjórnar. Segja kunn-
ugir að það sé ákveðin tilbreyting
fólgin í því að öflugur hópur fram-
bjóðenda bítist um sæti við stjórn-
arborðið hjá eina ferðaþjónustu-
fyrirtækinu sem skráð er á markað
hér á landi.
Barátta um atkvæðin að
tjaldabaki hjá Icelandair
Stjórnarkjör Nú er tekist á um hverjir stýra munu Icelandair næsta árið.
Fjórir af fimm núverandi stjórnarmönnum gefa kost á sér Þrír nýir um hituna
Erlend staða þjóðarbúsins var já-
kvæð um 190 milljarða króna um
áramótin, sem samsvarar 7,5% af
vergri landsframleiðslu, og batnaði
hún um 63 milljarða króna á fjórða
ársfjórðungi. Erlend staða þjóðar-
búsins hefur aldrei verið betri, að því
fram kemur í Markaðspunktum
greiningardeildar Arion banka.
Í Korni Íslandsbanka segir að er-
lendar eignir þjóðarbúsins hafi num-
ið 3.092 milljörðum króna en erlend-
ar skuldir 2.902 milljörðum króna.
Erlenda staðan batnaði á fjórða
fjórðungi bæði vegna hreinna fjár-
magnsviðskipta og vegna jákvæðra
gengis- og verðbreytinga. Síðar-
nefndi liðurinn skýrist einkum af ríf-
lega 5% verðhækkun á erlendum
verðbréfamörkuðum.
Í tilkynningu Seðlabankans segir
að verðhækkanir á mörkuðum hafi
bætt stöðu þjóðarbúsins um 33 millj-
arðakróna á fjórða fjórðungi
Arion banki segir að innlendir
aðilar hafi tekið losun fjármagns-
hafta í vor fagnandi. Fjárfesting í
erlendum verðbréfum hafi aukist
verulega. Innlendir aðilar hafi fjár-
fest fyrir 90 milljarða króna í erlend-
um verðbréfum á síðari helming árs-
ins, þar af 47 milljarða á fjórða
fjórðungi.
Fjármagnsjöfnuðurinn var já-
kvæður um 73 milljarða árið 2017, og
þar af 24 milljarða á fjórða fjórðungi.
Arion banki segir að það merki að
Íslendingar hafi fært innlendar eign-
ir yfir í erlendar umfram tilfærslu
erlendra aðila í innlendar eignir sem
því nemur. Þannig var eignastaða
Íslendinga gagnvart útlöndum að
batna sem endurspeglast í bættri
erlendri stöðu.
Morgunblaðið/Golli
Haftalosun Landsmenn tóku losun
fjármagnshafta í vor fagnandi.
Erlend staða
aldrei verið betri
Fjárfest fyrir 90
milljarða erlendis á
síðari árshelmingi
Finnur ekki í stjórn
Í frétt í gær um aðalfund Origo var
ranglega sagt að Finnur Oddsson
hefði verið kjörinn í stjórn félagsins.
Hið rétta er að Finnur er forstjóri
Origo og situr ekki í stjórn. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT