Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018
Umhverfisstofnun telur að notkun
lokaðra eldiskvía sé möguleg lausn
hvað varðar áskoranir sem fiskeldi á
Íslandi stendur frammi fyrir þegar
kemur að umhverfisáhrifum eldisins,
líkt og uppsöfnun lífræns úrgangs og
slysasleppingar fiska svo eitthvað sé
nefnt.
Þannig segir meðal annars í um-
sögn Umhverfisstofnunar til Skipu-
lagsstofnunar um tillögu AkvaFuture
ehf. að matsáætlun til eldis á allt að 20
þúsund tonnum af laxi í innanverðum
Eyjafirði. Áform rekstraraðila um 20
þúsund tonna eldi í Eyjafirði sé um-
fangsmikil framkvæmd og því sé mik-
ilvægt að mat á umhverfisáhrifum og
frummatsskýrsla hennar sé unnin af
kostgæfni. Stofnunin telur uppsetn-
ingu greinargerðar vera vel skipu-
lagða og gögn sett fram á nokkuð
skýran hátt.
Burðarþolsmat á næsta ári
Umhverfisstofnun telur upp nokk-
ur atriði sem upplýsingar þurfi að
vera um í frummatsskýrslu. Þar kem-
ur meðal annars fram að ítarleg um-
fjöllun þurfi að liggja fyrir um þol
Eyjafjarðar til að taka við auknu líf-
rænu álagi frá sjókvíaeldi með tilliti
til burðarþolmats Hafrannsókna-
stofnunar sem og hvíld eldissvæða.
Slíkt burðarþolsmat liggur ekki fyrir
en í umsögninni segir að búast megi
við því á næsta ári.
Þá þurfi að gera ítarlega grein fyrir
samlegðaráhrifum með annarri starf-
semi í firðinum þar sem áætlað sé að
fara í umfangsmikið eldi. Gera þurfi
grein fyrir skörun við núverandi og
fyrirhugaða starfsemi en einnig áhrif-
um sem eldið hefur með annarri nýt-
ingu í firðinum, þ.e. samlegðaráhrif-
um framkvæmdar við núverandi álag
Eyjafjarðar sem er viðtaki frárennsl-
is frá landbúnaði, iðnaði og sveitar-
félögum á svæðinu. aij@mbl.is
Lokaðar eldiskví-
ar möguleg lausn
20 þús. tonna eldi
í Eyjafirði umfangs-
mikil framkvæmd
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurskákmótið hefst í dag
klukkan 15 í Hörpu. Teflt er til minn-
ingar um stórmeistarann Bobby
Fischer, en hann hefði orðið 75 ára
föstudaginn 9. mars. Reyndar var
þjófstartað í gær þegar indverska
undrabarnið Nihal Sarin tefldi Fisc-
her-slemb-
iskákfjöltefli í höf-
uðstöðvum
Gamma, sem er
aðalstyrktaraðili
mótsins. Sarin
tefldi við 11 and-
stæðinga og vann
níu skákir en
gerði tvö jafntefli,
við Gunnar Björnsson, forseta Skák-
sambandsins, og Guðlaugu Þor-
steinsdóttur, margfaldan Íslands-
meistara kvenna. Sarin sagði á eftir
að þetta hefði verið erfiðara en hann
bjóst við enda ekki vanur að tefla
slembiskák.
Að þessu sinni eru um 250 kepp-
endur skráðir til leiks á 36. Reykja-
víkurskákmótinu og þar af eru 160
erlendir keppendur frá 35 löndum.
Keppendalistinn samanstendur af
áhugaverðum undrabörnum, sterk-
um skákkonum og svo áhugamönn-
um og öflugu heimavarnarliði, að
sögn Gunnars Björnssonar forseta
Skáksambands Íslands.
Mikill áhugi á mótinu
Mótið stendur dagana 6.-14. mars.
Umferðir hefjast yfirleitt kl. 15 og
verða skákskýringar á skákstað á
boði fyrir gesti og gangandi. Jafnan
er mikill áhugi á Reykjavík-
urskákmótinu. Fjöldi áhorfenda
kemur í Hörpu á hverjum degi og gíf-
urlegur áhugi hefur verið á beinum
skákútsendingum á netinu, hér
heima og erlendis. Allar skákir á
efstu borðum eru sendar út beint á
netinu.
Tveir keppendanna falla undir það
að teljast ofurstórmeistarar, segir
Gunnar. Annars er það ungverski
stórmeistarinn Richard Rapport
(2715 ELO-stig) sem er aðeins 21
árs. Hinn er Úkraínumaðurinn Pa-
vel Eljanov (2713) sem hefur marg-
sinnis teflt hér og var meðal sig-
urvegara á mótinu 2013. Tólf
skákmenn hafa meira en 2.600 stig.
Mótshaldarar Reykjavík-
urskákmótsins hafa ávallt lagt sig
fram um að hafa undrabörn með.
Þar munu þrír skákmenn vekja
meiri athygli en aðrir. Indverjarnir
Nihal Sarin og Ramesh Praggn-
anandhaa láta sig ekki vanta. Sá síð-
arnefndi hefur möguleika á að verða
yngsti stórmeistari skáksögunnar.
Meðal keppenda er Nodirbek Abdu-
sattorov frá Úsbekistan, sem nú er
yngsti stórmeistari heims, 13 ára, og
sá næstyngsti í skáksögunni.
Sterkar skákkonur koma t.d. frá
Bandaríkjunum og Slóvakíu. Laura
Unuk er t.d. tvöfaldur heimsmeistari
stúlkna.
Ríflega 80 íslenskir skákmann
taka þátt eða 1/3 af mótinu. Meðal
þeirra sem þar tefla eru Hannes Hlíf-
ar Stefánsson, Jóhann Hjartarson,
Þröstur Þórhallsson og Íslandsmeist-
arinn Guðmundur Kjartansson.
Sem fyrr segir er mótið núna
minningarmót um Bobby Fischer. Á
afmælisdaginn 9. mars nk. verður
haldið Fischer-slembiskákmót í
Hörpu sem jafnframt verður fyrsta
Evrópumótið í slíkri skák. Fischer-
slembiskák fann Bobby Fischer upp
þegar honum þótt hin hefðbundna
skák vera of fyrirsjáanleg. Sami
manngangur er og í venjulegri skák
en uppröðun taflmanna á 1. og 8.
reitaröð er tilviljunarkennd og alls
eru mögulegar upphafsstöður 960
talsins.
250 skákmenn setjast
að tafli í Hörpu í dag
Reykjavíkurmótinu þjófstartað með slembiskákfjöltefli
Morgunblaðið/Hanna
Hugsað um leik Nihal Sarin tefldi slembiskákfjöltefli við 11 andstæðinga.
Bobby Fischer
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk