Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 ✝ Loftur AlticeÞorsteinsson fæddist í Reykjavík árið 1944. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. febrúar 2018 eftir langa og hetjulega baráttu við MND-sjúkdóm. Foreldrar hans voru Indíana Be- rentsdóttir, f. 18. september 1922 frá Krókskoti, Hvalsnessókn, Gull., síðast bús. í Keflavík, d. 29. nóvember 1991, og Mitchell Benjamin Altice, f. 13.5. 1917 í Bedfordsýslu, Virg- iníu í Bandaríkjunum, d. 29.8. 1993 í Hixon, Tennessee. Loftur átti þrjá hálfbræður í Bandaríkjunum. Loftur var uppalinn í Sand- gerði. Hann lauk stúdentsprófi frá ML árið 1965 og lauk verk- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1969. Loftur lauk prófi í byggingarverkfræði frá KTH í Stokkhólmi árið 1976 og fór í framhalds- nám í vatnaverk- fræði við Queeńs University, Kanada, 1976 og við Colorado State University USA 1980. Hann starfaði sem verk- fræðingur hjá Vega- gerð ríkisins frá 1972, við vatnaverk- fræðileg viðfangs- efni, m.a. brúun Borgarfjarðar og fallvatna á Skeiðarársandi. Eftir að Loftur lauk störfum hjá Vega- gerðinni rak hann eigin heildverslun um árabil og sinnti auk þess kennslu í nokkur ár. Loftur var kvæntur Sigríði Crawford Victorsdóttur, f. 2. feb. 1943 frá Grenivík. Stjúpsonur Lofts er Arnar Þór Sveinsson, f. 1966, afabörn Lofts eru Kolbrún, f. 2000, og Kári, f. 2002. Loftur verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 6. mars 2018, klukkan 15. Á vormánuðum árið 1990 ákváðu níu skólafélagar úr Menntaskólanum á Laugarvatni að fara að hittast reglulega til að spila á spil. Átta voru bekkjar- félagar sem luku námi frá ML árið 1965 en sá eini sem var ögn yngri hafði verið annar helsti hvatamaður að þessari hóp- myndun og fékk þess vegna að vera með. Þessum sið hefur verið haldið allar götur síðan, við höfum hist einu sinni í mánuði yfir veturinn. Stöku sinnum höfum við farið saman út að borða með konum okkar og í seinni tíð hafa kon- urnar líka hist án okkar karl- anna, drukkið saman kaffi og spjallað. Loftur, félagi okkar, var einn af hópnum. Hann var kappsamur við spilamennskuna, eins og ann- að sem hann tók sér fyrir hend- ur; og vildi ekki eyða allt of mikl- um tíma í tedrykkjuna (það var drukkið kaffi fyrstu árin en eftir því sem árunum fjölgaði varð óæskilegra að drekka kaffi að kvöldlagi). Fyrir nokkrum árum fékk Loftur illvígari andstæðing að fást við en okkur spilafélaga sína. Hann tókst á við hann af þeim krafti sem alltaf einkenndi hann; vildi alls ekki láta undan síga, hvað þá að gefast upp. Smám saman dró þó af honum og hann þurfti meiri aðstoð við að komast á milli staða; en hann mætti í spilamennskuna meðan þess var nokkur kostur og vildi, eins og ævinlega, láta hana ganga hratt og vel fyrir sig. Við kveðjum nú góðan dreng með hugheilli þökk fyrir sam- veruna og vottum Siggu og fjöl- skyldunni okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd spilafélaganna og pókerdrottninganna, Guðni Kolbeinsson. Hafa ber þá í heiðri sem drengilega og af atorku hafa unnið í þágu þjóðarhags og landsmanna allra. Loftur Altice Þorsteinsson er eftirminnilegur baráttumaður gegn Icesave-smánarsamningum ríkisstjórnar Steingríms J. og Jóhönnu. Greinar hans í þessu blaði, á eigin bloggi og á thjod- arheidur.blog.is voru með því bezta sem birtist um málið, enda leitaði hann víða efnisfanga með eigin rannsóknum og bréfaskipt- um við erlend yfirvöld, fjármála- eftirlit Breta og Hollendinga, Englandsbanka, Seðlabanka Hollands, fjármálasérfræðinga við efnahags- og háskólastofnan- ir og blöð eins og Financial Tim- es og þýzk og hollenzk blöð. Þannig aflaði hann mikilvægra gagna sem hann vann úr og birti, ekki sízt í mörgum greinum í Mbl. Höfðu þær víðtæk áhrif í andófshreyfingunni, fengu jafn- vel viðurkenningu þáv. viðskipta- ráðherra, Árna Páls, á fundi hans, Kristrúnar Heimisd. o.fl. með fulltrúum andstæðinga Ice- save-frumvarpanna. Ósíngjarnt og ævinlega ólaun- að var framlag Lofts til félaga sem börðust í Icesave-málinu: Þjóðarheiðurs, þar sem hann var frá upphafi varaformaður og einn afkastamesti skriffinnur vefsins thjodarheidur.blog.is sem fjallaði nær daglega um málið árum saman, einnig með samráðsfundum stjórnar félags- ins við fulltrúa InDefence (sam- taka sem áttu heiðurinn af fyrri undirskriftasöfnun gegn Ice- save-ruglinu) og síðar með þátt- töku hans meðal leiðandi manna í Samstöðu þjóðar gegn Icesave, regnhlífarsamtökum þar sem fé- lagar úr nefndum samtökum o.fl. lögðu drög að vel heppnaðri und- irskriftasöfnun á vefnum Kjós- um.is, með áskorun á Ólaf for- seta, sem á endanum hafnaði seinustu Icesave-löggjöfinni (Buchheit-samningnum) og ruddi því braut, með samsinni 60% meirihluta í þjóðaratkvæða- greiðslu, að málið fór fyrir EFTA-dómstólinn. Þar unnu Ís- lendingar sigur, sýknaðir 100% af ólögvörðum kröfum Breta, Hollendinga og ESB, þurftu jafnvel ekki að borga eigin máls- kostnað! Undirritaður kynntist Lofti um 1990 sem áhugaverðum spjallfélaga í steinapottinum í Laugardal, en hann var fróð- leiksmaður um uppruna og for- sögu norrænnar menningar. Síð- ar, í febr. 2010, stofnuðum við með fjölda annarra Þjóðarheið- ur, samtök gegn Icesave. Ég hlýt að þakka honum hér samstöðu og vináttu um árabil, mikla vinnu við stjórnarfundi okkar, aðgerðir og skrif. Þrátt fyrir útilokun RÚV á okkur og moldviðri vinstrimanna gegn Þjóðarheiðri og Samtökum þjóðar gegn Ice- save fór almenningur og þjóð- arbúið að endingu með sigur af hólmi í þessu mikilvæga grund- vallar- og fordæmismáli. Það varðaði mestu. Sorgarefni er, að þessi mikli vitmaður og fjörugi andi varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum MS-sjúkdómi sem hafði m.a. áhrif á talfæri hans. Vel gat hann þó rætt mörg mál og var fram undir seinustu tíð hress vits- munalega, sem sjá mátti á blaða- greinum hans og skrifum á Moggabloggi Samstöðu þjóðar. Loft hefði mátt heiðra að verð- leikum, mörgum öðrum fremur, með fálkaorðunni eða öðrum hætti. En eitt er víst að þakklátir fylgja samherjarnir honum síð- asta spölinn og biðja honum far- arheilla inn í aðra veröld. Jón Valur Jensson. Dáinn, horfinn, harmafregn. Sár söknuður nístir hjartað, þótt við slíku hefði mátt búast er maður sjaldnast tilbúinn fyrir móttöku sorgarfrétta. Það var fyrir rúmlega fjörutíu árum að ég, þá starfsstúlka í gestamót- töku Hótels KEA Akureyri, var að ljúka kvöldvakt að inn kom hótelgestur, sem ég varla gaf gaum sökum anna, en eftir að þessi maður hafði skráð sig í gestabókina leit hann á mig og brosti því fallegasta og eftir- minnilegasta brosi, sem ég hafði nokkurn tíma séð. Ári seinna hitti ég Siggu, gamla vinkonu, og kynnti hún mig fyrir mannsefninu sínu. Viti menn, var þá ekki þarna kominn maðurinn með fallega brosið. Með okkur tókst einlæg vinátta sem aldrei hefur skugga á borið. Heimili Lofts og Sigríðar við Laugarásveginn hefur alla tíð staðið okkur fjölskyldunni að norðan opið og móttökurnar eins og kóngafólki sæmir. Þangað var gott að koma. Húsbóndinn með sína ljúfu nærveru, var allra manna fróðastur um sögu og menningu annarra þjóða, minn- ist ég þar sérstaklega brennandi áhuga hans á Vestgotum, það var sama hvert umræðuefnið var, hann var alls staðar heima, enda bæði djúpvitur og víðlesinn. Hann skrifaði meðal annars ótal greinar í blöð og tímarit um menn og málefni. Nú hefur Loftur vinur minn yfirgefið okkur. Hann laut í lægra haldi, eftir harða baráttu við miskunnarlausan sjúkdóm, sem engum eirir. Hans verður sárt saknað, en eftir lifir minn- ingin um einstakan mann, sem vildi hvers manns götu greiða. Elsku Sigga, Arnar, Kolbrún og Kári, þið hafið misst mikið. Megi ástríkur himnafaðir umvefja ykkur í dag og alla aðra daga. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Ásdís Árnadóttir. Loftur Altice Þorsteinsson ✝ Páll JanusPálsson fædd- ist á Ísafirði 30. júlí 1925. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- fjarða á Patreks- firði 25. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Páll Janus Guðmundsson, f. í Staðarsókn í Súg- andafirði 2. janúar 1902, d. 1924, og Sigríður María Er- lendsdóttir, f. í Ísafjarðarsýslu 25. mars 1904, d. 8. febrúar 1980. Faðir hans fórst á sjó í des- ember 1924 og móðir hans giftist síðar Kolbeini Steinlaugi Brynjólfssyni, f. 1895, sem gekk Páli í föðurstað. Systkini Páls voru Kristín Jónína Kol- beinsdóttir, f. 1927, d. 2014, Brynjólfur Önfjörð Kolbeins- son, f. 1929, d. 1952, og Frið- gerður Sirrey Kolbeinsdóttir, f. 1937, d. 1996. Páll Janus giftist 20. mars 1956 Kristínu Elínborgu Þór- arinsdóttur, f. á Bíldudal 19. júní 1924, d. 31. mars 2016. Foreldrar hennar voru Þór- arinn Kristjánsson, f. í Fremri- Hvestu, Selárdalssókn 21. des- ember 1894, d. 13. mars 1962, og Kristín Pálína Jóhanns- dóttir, f. í Hokinsdal í Arn- arfirði 23. júní 1900, d. 18. ágúst 1983. Börn: Þórarinn, f. 1943, d. 1985; Guðný, f. 1947, maki Sævar Ólafsson; Kristín, f. 1949, maki Sveinmar Gunn- þórsson; Sigurður Páll, f. 1955, maki Ólína Einarsdóttir. Barnabörnin eru 13, barnabarna- börnin eru 22 og barnabarnabarna- börnin fjögur. Páll Janus ólst upp á Ísafirði og var á sumrin í sveit í Jökul- fjörðum. Um tví- tugt hélt hann að heiman og var ferðinni heitið til Reykjavíkur. Komið var við á Patreksfirði þar sem honum var boðin vinna og þar með voru spilin lögð. Palli, eins og hann var alltaf kallaður, fékk í gegnum tíðina mörg starfs- tengd viðurnefni eins og Palli kokkur þegar hann var til sjós og svo Palli lögga eftir að hann hóf störf hjá lögreglunni 1961. Hann vann í lögreglunni til ársins 1984 og eftir það starf- aði hann sem bifreiðaeftirlits- maður þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Palli Jan var stofnfélagi Lionsklúbbs Patreksfjarðar ár- ið 1962 og var hann mjög stolt- ur af því að vera félagi, hann sótti félagafundi og samkomur allt fram á síðustu stund. Palli og Bogga hófu búskap á Patreksfirði árið 1947 og ár- ið 1954 keyptu þau Hlíðarveg 2 og bjuggu þar allt til ársins 2016. Síðasta eina og hálfa ár- ið bjó hann í þjónustuíbúð og svo á Heilbrigðisstofnuninni þar sem hann lést. Útför Páls Janusar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 6. mars 2018, klukkan 14. Elsku afi. Á þessum tíma- mótum koma upp í hugann ógrynni af minningum. Minn- ingar um tíma þar sem allt var hægt, bíllinn gat flogið, hundar gátu birst hvar sem var, þrek- hjólið komst hringinn í kringum landið á nokkrum mínútum, spilareglur voru meira viðmið en annað og engin takmörk voru fyrir ímyndaðan heim. All- ar höfum við átt góða tíma á Hlíðarvegi 2, alltaf heitur mat- ur í hádeginu og vel tekið á móti öllum. Við syrgjum ynd- islegan afa og þá tíma sem liðn- ir eru og aldrei koma aftur en minnumst þín með hlýju og gleði í hjarta. Takk fyrir allt og við sjáumst aftur síðar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Margrét Fanney, Rakel Dögg, Sigríður María og Ágústa Sólveig Sigurðardætur. Páll Janus Pálsson vildir frekar heyra fréttir af fólk- inu þínu. Þú varst umhyggjusöm og hugsaðir vel um fólkið í kring- um þig. Þú varst líka jákvæð og kvartaðir sjaldan. Takk fyrir allt saman, elsku amma. Við eigum dásamlegar minningar um þig sem ylja okkur á erfiðum tímum. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Berglind Hrönn. Sigríður, sem oft var kölluð Sigga, var mjög eftirminnileg kona. Okkur kom alltaf vel saman enda höfðum við sömu áhugamál, hún var alltaf með lakkaðar negl- ur, hárið fínt og flott, og alltaf með einhverja skartgripi á sér. Öll skiptin sem hún kom í mat til okkar eftir að hún fór á dvalar- heimili eru mér mjög mikilvæg, það var alltaf jafn gaman að koma heim úr skólanum og þá beið mín ljúffengur matur og ekki var það verra að amma tók á móti mér. Amma var mjög hrifin af páfa- gaukunum okkar, hún var í raun sú eina sem var róleg þegar fugl- arnir komu fljúgandi í áttina að henni, þeir sátu oft á öxlinni hennar og voru að kroppa í eyrnalokkana hennar. Þegar ég var 14 ára og var í Vinnuskólan- um þá var ég að mestu leyti að vinna í námunda við dvalarheim- ilið og ég kom þá oft til ömmu þegar ég var í hádegismat, amma var alltaf svo glöð að sjá mig og bauð mér alltaf nammi úr namm- iskálinni sinni. Amma var alltaf hjá okkur um jólin, hún var mikið jólabarn og henni þótti mjög gaman að fá pakka og að hafa herbergið fullt af jólaskrauti. Amma var 99 ára þegar hún dó, hún hefði orðið 100 ára 6. apríl nk. og hún var farin að hlakka mikið til að verða árinu eldri og fagna þeim áfanga með ættingjum sín- um, henni þótti alltaf mjög gaman að fá alla ættingjana saman. Eftir að amma var bundin við hjólastól þá fór ég stundum með hana út í garð við dvalarheimilið þar sem hún gat séð blómin og allan gróð- urinn, amma elskaði blóm og allt sem tengdist gróðri. Í fyrrasum- ar þá kom hún í heimsókn og þá var mikil sól og gott veður, við fjölskyldan ákváðum að setjast út og sóla okkur og þá tók ég eftir því að það að láta sólina sleikja sig er eitthvað sem ömmu þótti gaman. Amma hefur verið klett- urinn minn frá því að ég man eftir mér, ég hef alltaf litið upp til hennar og hún hefur stutt mig í gegnum erfiða tíma og hún vildi alltaf vera meðvituð um allt sem ég tæki mér fyrir hendur. Hún var alltaf til staðar fyrir mig og það var ótrúlega gott að tala við hana. Það er skrítið að hafa enga Siggu ömmu til að heimsækja lengur og ég mun sakna þess að eiga skemmtilegar samræður með skemmtilegri konu. Ég mun sakna hennar ástkæru ömmu minnar afskaplega mikið en við skulum ylja okkur við ljúfar minningar um góða konu og minnast þess að nú er hún laus frá veikindum sínum. Ég vil þakka ömmu samfylgdina í gegn- um árin og um leið votta ég börn- um og aðstandendum hennar mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Katrín Eva Einarsdóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför VALBORGAR SOFFÍU BÖÐVARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Magnús Júlíus Jósefsson Böðvar Magnússon Jósef Rúnar Magnússon Ragnar Sveinn Magnússon Marjorie Nivin Mota Arce barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SOFFÍU SIGURJÓNSDÓTTUR, Leirubakka 18, Reykjavík. Hafdís Bára Eiðsdóttir Jakob Friðþórsson Kolbrún Ólafsdóttir Ottó Eiður Eiðsson Birna Theódórsdóttir Björg Eiðsdóttir Sturla Birgisson Sigurjón Eiðsson Jóhanna Magnúsdóttir Bjarni Eiðsson Ragnhildur Árnadóttir Auður Eiðsdóttir Jón Helgi Eiðsson Björg Guðmundsdóttir Kristinn Eiðsson Þórunn Haraldsdóttir ömmubörnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.