Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Garðar Kári Garðarsson, yfirkokkur á lúxushótelinu Deplar Farm í Fljót- um í Skagafirði, var nýlega valinn kokkur ársins 2018. Garðar hafnaði í öðru sæti í keppninni í fyrra og var stuttu seinna ráðinn til Deplar Farm, sem rekið er af bandaríska fyrirtækinu Eleven Expierence. Að sögn Garðars er afar hár gæðastuð- ull á eldamennskunni á lúxushót- elinu. „Já, þetta er eins og að vera á Michelin-stjörnustað erlendis. Þetta er ótrúlega ólíkt öllu sem ég hef prófað,“ segir Garðar en ekki er allt- af eldað í eldhúsinu á hótelinu sjálfu. „Ég er með tvo Ástrala hér í mat núna og þeir fóru á vélsleðum yfir heiðina að leika sér og skíða. Við fór- um með hádegismatinn yfir heiðina til þeirra. Elduðum hann í litlum kofa sem við eigum hinum megin við heiðina,“ segir Garðar en Deplar keypti eyðibýli og gerði upp að innan þar sem hægt er að elda mat fyrir gesti sem yfirgefa hótelið. Spurður hvort mikið sé um sér- stakar óskir hjá gestum á hótelinu segir hann það stundum koma fyrir, en það sé nú bara gaman að því. „Ég er með mjög elskuleg hjón í húsinu núna sem eru grænmetisætur og borða ekki egg á mánudögum og föstudögum þannig að það koma al- veg ótrúlegustu óskir. Þetta er nýtt fyrir manni en maður tekst á við það eins og hvað annað. Það er yfirleitt ekkert mál, við erum með allt til alls hérna fyrir vegan. Við reynum alltaf að eiga allt fyrir glutenfree eða hvað sem gæti komið upp.“ Nýtur sín í náttúrunni Garðar segist spurður njóta sín í kyrrðinni fyrir norðan en hann vann áður hjá Fiskfélaginu í Reykjavík í nokkur ár. „Ég er fæddur í Reykja- vík en ég kann mjög vel við mig hérna fyrir norðan. Ég nýt þess mjög mikið að vera hér í náttúrunni. Þegar ég var að vinna á Fiskfélaginu var það það eina sem var að hvað margir voru alltaf í eldhúsinu. Mað- ur var ekki í eins mikilli í snertingu við matinn. Ég var kannski bara orð- inn gæinn sem raðaði á diskana og maður var búinn að vera gera það í hálft ár. Ég var ekkert endilega sá sem var að steikja fiskinn eða búa til sósurnar þannig að persónulegri tenging við matinn minnkaði. Hérna er maður svolítið einn og þetta stendur og fellur með þér bara.“ Hins vegar getur það oft verið erf- iðara að fá hráefnið í Skagafjörð en ef unnið væri í Reykjavík. Garðar segi það vera auðleyst. „Við fáum vörur svona tvisvar til þrisvar í viku. Við erum með menn í fullri vinnu sem fara og sækja vörur á Siglu- fjörð. Þetta er raunverulega ekkert mál, maður er í raun bara hálftíma að keyra á Sigló en það kemur fyrir að það sé ófært og við höfum alveg farið á vélsleðum og náð í vörur.“ Eldar fyrir hótel- gesti í Fljótum  Kokkur ársins vinnur á Deplum Ljósmynd/Deplar Farm Kokkur ársins Garðar Kári Garðarsson vann keppnina Kokkur árins árið 2018. Hann starfar sem yfirkokkur á lúxushóteli í Fljótum í Skagafirði. Keppnin í ár var með hefðbundnu sniði og þurftu keppendur að senda myndir af þremur smárétt- um ásamt uppskriftum til að kom- ast inn. Einn smárétturinn þurfti að innihalda ýsu, annar grísakinn og þriðji rófur. Bestu myndirnar og uppskriftir fóru í forkeppni í Hörpu þar sem keppendur elduðu réttina sína. Fimm fóru úr for- keppni í úrslitakeppnina en þar er eldað úr óvissukörfu sem kepp- endur fá ekki að vita hvað inni- heldur fyrr en daginn áður. Garðar segist hafa undirbúið sig fyrir keppnina með því að fletta í bók sem hann á um hrá- efni og íhuga hvað hann myndi elda ef það hráefni kæmi upp í keppninni. Elda þurfti þriggja rétta máltíð fyrir 12 manns í úr- slitunum og fengu allir keppendur aðstoðarmann. Í forrétt voru m.a. rauðspretta og argentískar risa- rækjur. Nautalundir, nautakinn og kálfabris (hóstarkirtillinn úr kálfi) í aðalrétt og svo mysuostur, súr- mjólk, sítrónutimían og salthnetur fyrir eftiréttinn. „Ég las það þannig að bónus- verkefnið væri að gera Wellington- nautasteik, það var smjördeig í körfunni og maður varð að nota það. Það lá því í augum uppi að þau vildu Wellington,“ segir Garð- ar en það getur verið erfitt. „Það er mjög áhættusamt að gera það því þú ert að leggja öll eggin í sömu körfuna. Ég var sá eini sem gerði Wellington,“ segir Garðar og bætir við að hann hefði aldrei gert Wellington-naut í keppni nema vegna þess að hann sé vanur að gera það. Vann með Wellington KOKKUR ÁRSINS 2018 Beolit 17 kr. 69.900,- A1 kr. 34.000,- P2 kr. 21.500,- A2 kr. 45.900,- H8 kr. 45.900,- F e rm in g ar ti lb o ð : V e rð áð u r 6 7. 0 0 0 ,- Góð hugmynd - magnaður hljómur Velkomin í glæsilega verslun Bang & Olufsen í Lágmúla 8 og heyrið hljóminn. Lágmúla 8 - Sími 530 2800 Tillaga áheyrnarfulltrúa Fram- sóknar og flugvallarvina um áhorf- endabekki við Sæbraut var felld á síðasta fundi í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur. Til- lagan var felld með fimm atkvæð- um fulltrúa Samfylkingar, Bjartr- ar framtíðar, Pírata og Vinstri-- grænna. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. Það var Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, sem lagði tillöguna fyrst fram í ráðinu 11. desember sl. og var afgreiðslu hennar þá frestað. Eftir rúmlega tveggja mánaða yfirlegu hafnaði meirihlut- inn nú tillögunni. Trausti lagði til að menningar- og ferðamálaráð hæfi skoðun á þeirri hugmynd/verkefni að setja upp áhorfendabekk/áhorfenda- stúku, sem gæti tekið góðan fjölda í sæti, við sjóinn meðfram Sæ- braut. Þannig gætu ferðamenn og borgarbúar setið saman og horft á Esjuna, Skarðsheiði og Akrafjall og fylgst með fallegri náttúru Ís- lands við höfuðborgina. Svona áhorfendastúkur eru þekktar á ferðamannastöðum er- lendis þar sem fólk þarf að fá góð- an tíma til að njóta þess að horfa á umhverfið, náttúruna og annað fólk í leik og starfi, segir Trausti. Hjalti J. Guðmundsson, skrif- stofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, gaf umsögn um málið. Hann sagði að sviðið gerði ekki miklar athugasemdir við þessa framkvæmd. Það þyrfti þó að gæta að útfærslu á uppsetn- ingu bekkja varðandi hreinsun þeirra, sérstaklega undir bekkj- unum. „Svo má geta þess að það gæti orðið napurt að sitja á bekkjunum í norðangarranum sem mjög oft er á þessu svæði. Spurning hvort huga verði að einhvers konar skjóli sem ekki er mjög frekt í umhverfinu,“ sagði Hjalti. sis- i@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ægifögur Esjan Það er fagurt að horfa yfir Sundin. Skemmtiferðaskipið Crown Princess siglir að Sundahöfn með snjóhvíta Esjuna í bakgrunni. Áheyrnarfulltrúinn fékk ekki áheyrn  Tillaga um áhorfendabekki við Sæbraut var felld í ferðamálaráði „BMW-innbrotsfaraldur á Íslandi í dag. Farið inn í bílinn okkar í Muruholti í nótt, mælaborði og smá dóti stolið,“ svona hefst færsla í fés- bókarhóp íbúa á Álftanesi í gær. Þar eru birtar myndir af tveim BMW-bifreiðum með brotnum rúð- um. Mælaborð úr báðum bílunum hafði verið tekið og stýri úr öðrum þeirra. Sævar Guðmundsson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir innbrotin afar óvenjuleg. „Það var tekinn hluti af mælaborð- inu og stýri úr öðrum. Þetta er svo- lítið öðruvísi innbrot í bíla, það er ekki vanalega verið að taka svona hluti,“ segir Sævar. Hann segir að lögreglan rannsaki innbrotin eins og hver önnur innbrot en hafi afar litlar vísbendingar um málið. „Við skoðum þetta eins og hvert annað mál en þetta er ekki auðvelt við að eiga en mjög svo athyglisvert í báð- um þessum tilfellum.“ mhj@mbl.is Óvenjuleg bílainnbrot á Álftanesi Morgunblaðið/Þorkell BMW Mælaborði og stýri stolið úr öðrum bílnum. Myndin tengist fréttinni óbeint.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.