Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018
eldu á milli fimm girnilegra tegunda
f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru
ægilegir, ljúffengir og fljótlegir.
ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS
V
a
þ
Tilkynnt var í gær að Menningar-
félag Akureyrar hefði ráðið Mörtu
Nordal í starf leikhússtjóra Leik-
félags Akureyrar. Marta var leik-
kona við LA á árum áður, hefur auk
þess leikið við Borgarleikhúsið og
Þjóðleikhúsið, en undanfarin ár ein-
beitt sér að leikstjórn.
Árið 2010 stofnaði Marta, ásamt
Eddu Björgu Eyjólfsdóttur, leikhóp-
inn Aldrei óstelandi og hefur hóp-
urinn sett á svið fimm sýningar sem
hafa vakið athygli. Auk þess hefur
Marta leikstýrt fjölda verka fyrir út-
varp. Um þessar mundir leikstýrir
hún söngleiknum Rocky Horror sem
verður frumsýndur síðar í mánuð-
inum í Borgarleikhúsinu.
Í tilkynningu segir að Marta komi
til Menningarfélags Akureyrar á
spennandi tímapunkti, en fyrir helgi
var skrifað undir nýjan samning Ak-
ureyrarbæjar og MAk um stuðning
við félagið næstu þrjú árin.
Skemmtilegt leikhús
Marta segist hafa ákveðnar hug-
myndir um það hverju hún vilji ná
fram í nýju starfi „Draumurinn er að
halda áfram þeirri uppbyggingu sem
hefur átt sér stað eftir sameininguna
hjá Menningarfélagi Akureyrar, nú
þegar er komið aukaframlag til
stuðnings félaginu,“ segir hún. „Og
markmiðið er að auka aðsóknina og
fá fleiri Akureyringa í leikhús; ég vil
leggja sérstaka áherslu á góðar
barna- og fjölskyldusýningar – á
skemmtilegt leikhús.
Nú er ég að ljúka öðrum verk-
efnum en er engu að síður byrjuð að
móta drög að næsta leikári og þau
þurfa að vera tilbúin í júní.“
Þegar Marta er spurð að því hvort
það muni hjálpa í nýja starfinu að
hafa starfað sem leikkona hjá LA, þá
segist hún sannfærð um það. „Ég
bjó í eitt og hálft ár á Akureyri og
kynntist því að leika í Samkomuhús-
inu og því hvað höfðar til Akureyr-
inga. Þeir þurfa að eiga hlutdeild í
leikhúsinu og vera stoltir af því – það
er grundvallarforsenda fyrir að Ak-
ureyringar hafi áhuga á leikhúsinu
og langi til að koma á sýningar.
Leikfélag Akureyrar er eitt af
elstu menningarfélögum landsins,
sagan er löng og órofin. Mikilvægi
félagsins er mjög mikið í okkar
menningarflóru, og mér finnst mik-
ilvægt að það eflist og myndi sterkt
mótvægi við Reykjavíkurmenning-
una. Þetta er eina starfandi atvinnu-
leikfélagið fyrir utan höfuðborgar-
svæðið og verður að vera öflugt.“
Marta kemur til með að leikstýra
einhverjum sýningum sjálf en hlakk-
ar líka til að finna rétta fólkið fyrir
þau verkefnin sem sett verða á svið.
„Hverjir valdir eru í verkefnin segir
oft meira en verkefnavalið sjálft,“
segir hún. „Ég bý að því að þekkja
alla í þessum bransa hér, fylgist
mjög vel með og tel að LA geti veitt
nýútskrifuðu fólki mikilvæg tæki-
færi, bæði leikstjórum sem eru að
stíga sín fyrstu skref og leikurum.
Það er spennandi fyrir LA að geta
átt þátt í mikilvægum þroska nýrra
listamanna.“
Marta er með MBA-gráðu frá Há-
skólanum í Reykjavík og BA-gráðu í
leiklist frá The Bristol Old Vic
Theatre School á Englandi. Hún
hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa
innan sviðslista. efi@mbl.is
Marta Nordal
tekur við LA
Ráðin leikhússtjóri á Akureyri
Morgunblaðið/RAX
Leikhússtjóri „Markmiðið er að
auka aðsóknina og fá fleiri Akur-
eyringa í leikhús,“ segir Marta.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Á hádegistónleikum í Hafnarborg í
dag, þriðjudag, klukkan 12 mun
óperusöngkonan Guja Sandholt
syngja fyrir gesti og eru tónleikarnir
öllum opnir. Flytur Guja aríur eftir
Händel, Strauss yngri, Mascagni og
Wagner við undirleik Antoníu Hev-
esí píanóleikara og listræns stjórn-
anda Hádegistónleika Hafnarborgar.
Ferðalag raddbreytinga
Guja hefur komið fram sem
mezzósópran, en hún vinnur nú að
því að koma röddinni upp á svið sópr-
ans. Verkin sem hafa verið valin til
flutnings að þessu sinni vísa til þessa
ferðalags söngkonunnar um radd-
sviðið og hafa tónleikarnir því hlotið
titilinn „Klæðskipti og raddbreyt-
ingar í hádeginu“.
„Við byrjum tónleikana á verki
fyrir mezzósópran og endum á alvöru
dúnduraríu fyrir sópran eftir Wagn-
er,“ segir Antonía. Verkin spanna vel
á annað hundrað ár í tónlistarsög-
unni og mun Guja meðal annars
flytja verk sem hafa oft verið flutt af
karlmönnum. Hún tekur fram að
þetta séu allt aríur sem hún hefur
ekki flutt áður, fyrir utan eina, og
segir „rosalega skemmtilegt“ að
prófa þetta.
Aðspurð segir Guja það svakalega
spennandi að vinna sig yfir í sópran.
„Mig dreymdi alltaf um að geta sung-
ið stærri sópranverk en hélt að ég
væri ekki sópran. Svo kom það svo
skemmtilega á óvart að það er hægt
ef maður þjálfar röddina rétt upp.“
Antonía segist hafa orðið vör við
miklar breytingar á rödd Guju. „Ég
vissi af Guju þar sem við vorum báð-
ar tengdar óperunni og Gamla bíói í
den. Ég þekkti til hennar og radd-
arinnar en nú hafa orðið svaka breyt-
ingar á henni. Hún er allt önnur
manneskja,“ segir hún og hlær. „Við
ætlum að leika okkur með radd-
sviðin,“ bætir Antonía svo við.
Um samstarf þeirra tveggja segir
Guja: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég
vinn með Antoníu og það er búið að
vera frábært að kynnast henni svona
vel. Það er alveg æðislegst að vinna
með Antoníu og það er sérlega gott
að hún skuli standa að þessari tón-
leikaröð. Við erum svo heppin að eiga
hana hérna og hún er frábær píanisti
og raddþjálfi. Hún er meðal okkar
fremstu hér á landi, myndi ég segja.“
Víðförul söngkona
Guja býr í Amsterdam í Hollandi
og er sjálfstætt starfandi söngkona.
Á undanförnum árum hefur hún unn-
ið við ýmis verkefni í Hollandi,
Þýskalandi, á Íslandi og víðar en hún
er einnig listrænn stjórnandi Óperu-
daga sem haldnir verða í haust. Guja
kemur reglulega fram með hollenska
útvarpskórnum og sem einsöngvari í
óratóríum, óperum og á ljóða-
tónleikum. Hún hefur stundað nám í
Reykjavík, London, Salzburg og Ut-
recht.
Ljósmynd/Áslaug Íris
Hádegistónleikar Guja Sandholt óperusöngkona og Antonía Hevesí píanóleikari koma fram í Hafnarborg í dag.
Með nýja rödd
Tónleikar í Hafnarborg Bjóða gestum að vera með
í ferðalagi Guju Sandholt frá mezzósópran yfir í sópran
Vinsæl bandarísk stúlknasveit,
Fifth Harmony, kemur fram á tón-
leikum í Laugardalshöll 16. maí
næstkomandi og mun forsala miða
hefjast 14. mars.
Fifth Harmony var stofnuð árið
2012 í sjónvarpsþættinum X-Factor
og hefur síðan notið mjög mikilla
vinsælda. Á sex árum hefur hún
gefið út þrjár plötur, sem hafa selst
í hálfri milljón eintaka, og sópað til
sín fjölda verðlauna, þar á meðal
þrennum MTV Europe Music-
verðlaunum ásamt sex styttum á
Teen Choice-hátíðinni. Meðal vin-
sælla laga þeirra má nefna „Worth
It“ og „Work From Home“.
Vinsælar Stúlknasveitin Fifth Harmony
var stofnuð í vinsælum sjónvarpsþætti.
Fifth Harmony leikur í Laugardalshöll
Teiknimyndin The Emoji Movie
fékk slæma útreið þegar hin árlegu
Razzie-kvikmyndaverðlaun voru
veitt í Bandaríkjunum um helgina, í
38. skipti. Þetta eru skammarverð-
laun, kennd við gyllt hindber, sem
þeir hreppa sem þykja hafa staðið
sig verst í kvikmyndabransanum á
nýliðnu ári. The Emoji Movie, með
allskyns tjákn í aðalhlutverkum,
þótti svo afspyrnuslæm að hún
hreppti fern verðlaun, sem versta
kvikmyndin, versta samsuðan á
hvíta tjaldinu, fyrir verstu leik-
stjórn og versta handrit.
Tyler Perry var valin versta leik-
konan fyrir frammistöðuna í Boo 2!
og Tom Cruise versti leikarinn fyr-
ir The Mummy.
Versta leikkona í
aukahlutverki
var Kim Bas-
inger fyrir
frammistöðuna í
Fifty Shades
Darker og Mel
Gibson versti
karl í auka-
hlutverki fyrir
Daddy’s Home 2. Þá fékk Fifty Sha-
des Darker skammarverðlaun sem
veitt eru fyrir verstu endurgerð,
framhald eða stuld og Baywatch
fékk sérstök verðlaun fyrir að vera
svo vond kvikmynd að áhorfendur
elski hana.
Teiknimyndin um tjáknin sú versta
Tom Cruise